Morgunblaðið - 14.03.1986, Page 29

Morgunblaðið - 14.03.1986, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. MARZ1986 29 í sjónvarpsviðtali 2. mai-s sagði Francois Mitterrand, að hægri menn ættu ekki að ferðast um landið og setja forseta Frakklands kosti. Stjórnarferill sósíalista: Fortíðin er þeim þung í skauti STÆRSTA eyðan í flatneskjulegri og litlausri kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar i Frakklandi sunnudaginn 16. mars kemur í Ijós þegar farið er í saumana á afrekaskrá Sósíalistíiflokksins þau fimm ár, sem liðin eru síðan hann komst til valda. Ýmsum nægir að þeir skyldu komast til valda undir slagorðum vinstri-stefnu og sitja í stjórn ásamt kommúnistum .til 1984 til þess að útiloka þá. Aðrir segja að helstu mistök sósíaiista hafi verið fólgin í frumlegri stefnu þeirra þess efnis að Frakkar gætu hafið sig upp úr forarvilp- unni af eigin rammleik og hún hafi verið fyrirfram dauðadómur yfir allra þeirra aðgerðum. En hvað hafa sósíalistarnir í raun gert :landi etinn yrði að starfa með ríkis- etta hefur ekki reynt i Frakk- jómarskrá fimmta lýðveldisins ns Economist vegna kosninganna. Sigri hægri menn naumlega kann Mitterrand að velja þann kost að fela Laurent Fabius að starfa áfram sem forsætisráð- herra. það til þess, að þeir eru flokks- bræður. Chirac þarf ekki að haga sér á sama hátt, enda ekki í sama flokki og forsetinn. Chirac var síðast forsætisráð- herra fyrir 10 árum. Hann sagði af sér í fussi og lýsti yfir því, að Giscard d’Estaing, forseti, legði hömlur á sig. Chirac hóf síðan að endurskipuleggja hreyfingu gaull- ista, sem hann tók í arf frá Pompidou, forseta, sem var læri- meistari hans í stjómmálum. Bjó Chirac til flokkinn RPR og er óum- deildur leiðtogi hans. Vinsældir Chiracs hafa aidrei verið jafn miklar og flokksins. Hann er enn að reyna að afsanna þá gagnrýni, að hann sé of harðskeyttur og ákafur. RPR leggur megináherslu á þrótt æskunnar og kraftmikla þjóðmála- stjóm. Á veggspjöldum um land allt má sjá Chirac ganga á skyr- tunni og með flaksandi slifsi á móts við ffamtíðina í hópi helstu stuðn- ingsmanna. Hann hefur hafnað öllu samstarfi við öfgaflokkinn Front National. Hann er talsmaður frjáls- hyggju í efnahagsmálum. í þeirri stefnu felst mikil breyting frá ríkis- forsjárstefnunni, sem hann boðaði fyrir 10 áram. Hann þarf á allri sinni aðlögunarhæfni að halda og jaftiframt eðlislægri hörku sinni, ef hann á að halda sínu gagnvart snjöllum forseta. Atkvæði í prósentum greidd í almpnnnm frnnRlaim knsninnum % „Th« Intamatlonal Almanac of Elactoral Hlatory*4. um. Þeir hafa engin afdráttarlaus svör um hvemig eigi að bregðast við atvinnuleysinu, sem þó er í brennidepli í kosningabaráttu þeirra. Einnig hefur lagst af að böm fylgi fordæmi foreldra sinna og gangi í Kommúnistaflokkinn eins og eitt sinn var lenska. Allt útlit er fyrir að framfaraflokkur Frakka hafi skotið rótum í fortíð- inni. í valdastóli? Þar kennir kynlegra kvista. Eftir fimm ára sósíalistastjóm þá er Frakkland að ýmsu leyti betra dæmi um kapftalisma en áður. Lítið hefur verið um verkföll í iðnaði vegna hins mikia atvinnuleysis. Verðbólg- an hefur hjaðnað mikið vegna þess að sósíalistarnir gerðu það sem íhaldið þorði ekki: Afnámu vísitölu- tryggingu launa. Kynlegir kvistir á meiði mótsagna Vinstri menn hafa hjálpað til við að vekja upp í svefndrakknum og rykföllnum sölum kauphallarinnar í París og breyta henni í miðstöð fjárfestinga og hagnaðar. Stjóm- endur þeirra iðnfyrirtækja, sem Mitterrand hefur þjóðnýtt, hafa haft frjálsari hendur til að stjóma þeim og fækka starfsfólki, heldur en þeir hefðu haft í einkarekstri. Sá hálfi tugur stórra iðnfyrirtækja, sem hér um ræðir, skilaði undan- tekningarlaust hagnaði. Fleiri mótsagnir koma í ljós: Sós- íalistamir, sem eitt sinn vora á móti kjamorkuvopnum, hafa varið kjam- orkuher Frakka af svipuðu harð- fylgi og de Gaulle forðum. Stjómin sýndi Ronald Reagan, Bandarfkja- forseta, dyggan stuðning þegar hann þurfti hvað mest á honum að halda í baráttu sinni fyrir að stað- setja meðaldrægar eldflaugar í Evrópu. Francois Mitterrand er reyndar fullur efasemda um ágæti geimvamaáætlunar Reagans. Kommúnistar skutu ýmsum vina- þjóðum Frakka skelk í bringu þegar þeir komust til valda ásamt sósíal- istum 1981, en fyrir kænskubragða Mitterrands sakir hafa þeir nú verið vængstýfðir og völd þeirra skroppið saman í hreina óvera. Eftir að kommúnistum var bolað úr stjóm- inni teljast þeir vart lengur til stærstu flokka Frakklands. Ekki er beint hægt að segja að sósíalistar hafi umbreytt Frakk- landi, þrátt fyrir fyrirheit sín um endurbætur og breytingar. „Breyt- ingin á þjóðfélaginu", vinsælt slag- orð Sósíalista fyrir 1981, var látin niður falla, sem markmið stjómar- innar. Slíkar hugmyndir era og verða fallbyssufóður í kosningabar- áttu. Jaf naðarmanna- stimpillinn Það getur verið erfitt að strika yfir fortíðina. Sósíalistar hafa löng- um forðast jafnaðarmannastimpil- inn. Það breyttist ekki þegar Laur- ent Fabius, ungur tæknikrati, tók við forsætisráðherraembætti af Pierre Mauroy, dyggum flokks- manni af gamla skólanum, 1984. En nú kalla sósíalistar sig jafnaðar- menn með ánægju og minna um margt á vestur-þýska Jafnaðar- mannaflokkinn (SPD) f slagnum fyrir kosningamar 16. mars. En fyrir þá, sem hafa meiri áhuga á árangri en skilgreiningum, hafa sósíalistamir misst nokkrar fjaðrir úr hatti sínum vegna at- vinnuleysisins. Að hluta til er vandi þeirra sprottinn af loforðum gefn- um fyrir kosningamar 1981. Margir kjósendur tóku loforð sósíalista um að draga úr atvinnuleysi grafalvar- lega. Upp frá því hefur atvinnuleysi aftur á móti vaxið um rúman þriðj- ung og era nú 2,3 miljónir Frakka atvinnulausar. Það má með rétti halda fram að þetta atvinnuleysi sé undir meðaltali í Vestur-Evrópu, en þau rök afla ekki margra at- kvæða. Burtséð frá atvinnuleysi þá er efnahagsstefna sósíalista aftur á móti í rétta átt. Dregið úr stjórnaraf skiptum Sósíalistastjómin hefur gert ýmsar breytingar til frambúðar, sem hún er stolt af. Fremur en að styrkja tak stjómarinnar, hafa sós- íalistar dregið úr afskiptum hennar af daglegu lífi Frakka. Öldum saman hefur miðstöð valds í Frakklandi verið í París. Sósíalistar hafa gert ráðstafanir til að færa valdið út á landsbyggðina. Héraðsstjóramir, sem hafa setið alvaldir í hverri landshlutadeild frá tímum Napóleons, hafa nú misst völd sín til að taka ákvarðanir í héraði. Efnahagsmál og útgjöld era komin í hendur nefnda í hverri deild og verður kosið um þær. 16. mars verður einnig kosið til helstu sveit- arstjóma í Frakklandi og þeim veitt völd, sem löngum hafa verið í höndum ríkisstjómarinnar. Ríkið hefur misst einokunarrétt- indi til sjónvarps- og útvarpsrekstr- ar í stjómartíð Mitterrands. Öldur hljóðvakans, sem hingað til hafa verið peð mismunandi þaulsetinna ríkisstjóma, hafa verið opnaðar einkarekstri. Og í kjölfar útvarps- stöðva í einkaeigu sigla óháðar sjón- varpsstöðvar. Reyndar hefur Mitt- errand veitt vinveittum auðjöffum forgang til að reka slíka Qölmiðla og þar með dregið slagkraftinn úr þeirri fullyrðingu sinni að stjómin aðhyllist ekki afskipti. Réttindi á kostnað atvinnuleysis? Nokkrar aðgerðir stjómarinnar til að bæta lífskjör Frakka hafa nú verið lögleiddar. Eftirlaunaaldur hefur verið lækkaður niður í sextíu ár, vinnuvikan stytt niður í 39 klukkustundir og fimmtu vikunni bætt við launuð leyfi. Þetta kallar Mitterrand óvefengjanleg réttindi. En hægri menn halda fram að með því að hækka launakostnað kyndi slíkar aðgerðir undir atvinnuleysi. Sóslíalistar hafa tvöfaldað fjár- veitingar ríkisins til menningarmála í valdatíð hins vinnuglaða menning- armálaráðherra, Jacks Lang. Her- ferð hans í menningarmálum tekur yfir allt frá dansi til teiknimynda- saga. Líkast til hefur hún ekki hleypt nýju lífi í listsköpun Frakka sem slík. En Frakkar hafa getað svallað í linnulausum listviðburðum og París er nú aftur orðin keppi nautur New York í menningarmál- um. Ef til vill er dirfskufyllsta breyt- ingin, sem sósíalistamir hafa komið á afnám dauðarefsingar þvert á vilja almennings. Nýlegar skoðana- kannanir sýna að Frakkar era enn hlynntir fallöxinni. Robert Badinter, sem nýverið var gerður að forseta stjómlagadómstóls Frakklands, breytti einnig í dómsmálaráðherra- tíð sinni löggjöf Napóleons með því að minnka vald dómara og auka réttindi verjenda. Einvaldurinn í Elysée höll En vinstri menn hafa ekki hróflað við yfirgnæfandi völdum forsetans. Mitterrand hefur verið jafn einráður leiðtogi í Elysée höll, aðsetri Frakk- landsforseta, og forverar hans af hægri vængnum. Og það á líkast til eftir að hjálpa honum þegar og ef til átaka kemur milli sósíalísks forseta við þing á valdi hægri vængsins. Tónverk- um stolið HLJÓMSVEITIN Sonus Futurae saknar tónverka, sem er afrakst- ur af vinnu liðsmanna hljómsveit- - arinnar síðastliðin tvö ár. Tón- verkin voru samin á tölvuhljóð- færi og geymd á tölvudiskum, svokölluðum „diskettum", sem hurfu þegar brotist var inn í Valhúsaskóla fyrir nokkru. Því sem stolið var í Valhúsaskólá var skilað fljótlega eftir innbrotið nema umræddum tölvudiskum. Að sögn liðsmanna hljómsveitarinnar kemur sér afar illa fyrir hljómsveit- ina að tapa tónverkunum, enda liggur að baki þeim tveggja ára vinna. Sögðu þeir, að enginn gæti haft not af innihaldi tölvudiskanna nema þeir sjálfir og báðu því við- komandi að endursenda verkin. Siglufjörður: Prófkjör hjá Sjálfstæð- isflokknum DAGANA 4. og 5. apríl næst- komandi fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Siglu- firði fyrir bæjar- og sveíta1 sljórnarkosningarnar í vor. Frambjóðendur era: Anna Hert- vík kaupkona, Axel Axelsson skrif- stofumaður, Birgir Steindórsson kaupmaður, Bjöm Jónasson spari- sjóðstjóri, Georg Ragnarsson vél- smiður, Guðmundur Skarphéðins- son framkvæmdastjóri, Haukur Jónsson skipstjóri, Hreiðar Jó- hannsson skrifstofumaður, Ingi- björg Halldórsdóttir læknaritari, Ingvar Hreinsson skrifstofumaðyr, Kristín Halldórsdóttir húsfrú, Ómar Hauksson framkvæmdastjóri, Rafn Sveinsson flugvallarstjóri, Rósa Rafnsdóttir húsfrú, Steingrímur Kristinsson. forstjóri og Valbjöm Steingrímsson jámsmiður. Fréttaritari. Guðrún Helga Sederholm Elías og örninnr Saga eftir Guðrúnu Helgu Sederholm INNLEND dagskrárdeild Sjónvarps auglýsti nýlega eftir hugmyndum að hand- riti að stuttri sjónvarpsmynd fyrir börn tólf ára og yngri. Um tuttugu umsóknir bár- ust. Fyrir valinu varð sagan Elías og örninn eftir Guð- rúnu Helgu Sederholm kennara. I fréttatilkynningu frá Sjón- varpinu segir að Innlend dag- skrárdeild muni láta vinna kvik- myndahandrit eftir sögunni. Kvik- myndun þessa handrits verður síð- an væntanlega boðin út. Elías og öminn verður hluti af samnorræn- um myndaflokki sem sýndur verít- ur næsta vetur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.