Morgunblaðið - 14.03.1986, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 14.03.1986, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUBAGUR14. MARZ1986 Stjórnarfrumvarp: Þrír atvinnu- vegasjóðir Byggt á samkomulagi um uppstokkun sjóðakerfis og nýsköpun 1 atvinnulífi Stjórnarfrumvarp um sjóði atvinnuveganna var lagt fram í gær. Samkvæmt frumvarpinu ii/ leysir Búnaðarsjóður af hólmi Stofnlánadeild landbúnaðarins _ pg Framleiðnisjóð landbúnaðar- ins, auk þess sem Byggingar- stofnun landbúnaðarins verður lögð niður. Iðnaðarsjóður yfir- tekur Iðnlánasjóð og Sjávarút- vegssjóður kemur í stað Fisk- veiðasjóðs íslands, Fiskimála- sjóðs og Styrktar- og lánasjóðs fiskiskipa. Sjóðimir verða sjálfstæðar stofn- anir. Lögbundin framlög úr ríkis- sjóði em afnumin, en ákvæði núgidlandi laga um tekjuöflun sjóð- anna í formi gjalda á viðkomandi atvinnugreinar haldast svo til óbreytt. Sjóðimir öðlast fullt sjálfstæði til að ákveða til hvaða atvinnugreina og viðfangsefna þeir lána, hverra trygginga skuli krafízt og hver vera skuli lánshlutföll, vaxtakjör og önnur lánakjör. Stjóm hvers sjóðs ákveður hvort sjóðurinn skuli lána beint eða fyrir milligöngu viðskiptabanka eða annarra lánastofnana. í þessu felst að sjóðimir geta valið á milli mis- munandi leiða. Felld eru niður úr lögum ákvæði um að tiltekinn við- skiptabanki skuli hafa á hendi daglegan rekstur hvers sjóðs. Starfsemi sjóðanna verður fyrst um sinn í því fólgin að þeir veita lán eða ábyrgðir. En jafnframt er lagt til að innan hvers sjóðs starfí sérstök deild er hafí það hlutverk að styðja nýsköpun og umbætur í viðkomandi eða öðmm atvinnu- greinum. Stjóm sjóðanna er heimilt að ákveða að þeir taki þátt í fjárfest- ingar- og þróunarfélögum að því marki sem slík þátttaka samræmist hlutverki sjóðanna. Heimilt er sjóðunum að taka lán erlendis í eigin nafni innan ramma lánsfjárlaga. Æðsta vald í málefnum hvers sjóðs verður í höndum fímm manna stjómar sem skipuð er af ráðherra til eins árs í senn. Fjórir stjómar- menn af fímm er skipaðir sam- kvæmt tilnefningu. Við Iðnlánasjóð skal starfrækt sérstök tryggingardeild útflutn- ingslána. Stjómir Búnaðarsjóðs og Sjávarútvegssjóðs geta ákveðið að við þá sjóði skuli einnig starfræktar slíkar deildir. Útflutningfsverðmæti eftir kjördæmum: Tæmandi tölur ekki til Engar tæmandi heimildir eru til um skiptingu útflutingsverð- mæta eftir kjördæmum, að því er fram kemur í svari viðskipta- ráðherra við fyrirspum Skúla Alexanderssonar (Abl.-Vl.) þar um. Flestir stærstu útflytjendur, þar á meðal með sjávarvöm, hafa heim- ili í Reykjavík og útflutningsskjöl afgreidd hjá Tollstjóraskrifstofunni þar. Til að gefa vísbendingu um uppruna útflutnignsverðmætis sjáv- arvöm, þ.e. hlutfallslega skiptingu aflaverðmætis eftir kjördæmum 1984, vitnaði ráðherra í ritið Útveg, sem Fiskifélag íslands gefur út. Samkvæmt því riti er samtala Reykjavíkur- og Reykjaneskjör- dæma hæst, 20,3%, Austfírðir næstir 14,9%, Vestfírðir 12,9%, Norðurland eystra 12,6%, Suður- land 11,6%, Vesturland 9,6%, Norð- urland vestra 7,5 og landað erlendis 10,6%. Útflutningur áls var 15% í heild- arútflutningi 1983, 17% 1984 en 10% 1985. Samsvarandi tölur fyrir jámblendi em: 3,3% 1983, 4.3% 1984 og 3,6% 1985. Island verði aðili að Alþjóðahug- verkastofnuninn LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar, þar sem ríkisstjórninni er heimilað að fullgilda fyrir Islands hönd samning um stofnun Alþjóðahug- A'erkastofnunarinnar, sem undir- ritaður var í Stokkhólmi 14. júní Ij 1967. Íí athugasemdum við tillöguna kemur fram, að Alþjóðahugverka- stofnunin - WIPO - er ein af 15 sérstofnunum Sameinuðu þjóðanna. Hún var formlega stofnuð með samningi, sem undirritaður var í Stokkhólmi 14. júlí 1967 og tók gildi 1970. Samningurinn var undir- ritaður fyrir fslands hönd með fyrir- vara um fullgildingu. ._ Tilgangur WIPO er að stuðla að ’vemd hugverka um allan heim. Skal það bæði gert með milliríkja- samvinnu og í samstarfí við aðrar alþjóðastofnanir þegar þörf krefur. Jafnframt er það tilgangur WIPO að tryggja samræmda stjómun ýmissa alþjóðasamninga á sviði hugverka. Stærstu samningamir, -^em Alþjóðahugverkastofnunin fer nú með, eru Parísarsamningurinn um vemd eignarréttinda á sviði iðnaðar og Bemarsáttmáli til vemd- ar bókmenntum og listaverkum. Auk þeirra annast stofnunin fram- kvæmd 14 annarra samninga, sem varða hugverk á einn eða annan hátt, og mun taka við framkvæmd fjögurra til viðbótar þegar þeir öðlast formlega gildi. Þessir samn- ingar varða m.a. alþjóðlega skrá- setningu vörumerkja, samstarf um einkaleyfi, vamir gegn röngum upplýsingum um uppruna vöru, réttindi hljómplötuframleiðenda og útvarpsfyrirtækja og sendingu dagskrár um gervihnetti. Sumir þessara samninga ná enn sem komið er aðeins til fárra ríkja, en aðildarríki Parisarsamningsins eru nú 94 og Bemarsáttmálans 76 og er ísland aðili að þeim báðum. Aðildarríki Alþjóðahugverkastofn- unarinnar sjálfrar eru 112 og meðal þeirra em nær öll ríki Evrópu og Norður-Ameríku. Aðild íslands að WIPO hefur ekki í för með sér viðbótarútgjöld ríkissjóðs vegna aðildar okkar að Parísarsamningnum og Bemarsátt- málanum. Fulltrúar tveggja kynslóða Þessi svipmynd frá Alþingi sýnir f ulltrúa tveggja kynslóða I þingsölum: Matthias Bjarnason, sam- göngu- og viðskiptaráðherra, sem kjörinn var á þing 1963, og Áma Johnsen, þriðja þingmann Sunnlendinga, sem kjörinn var á þing tuttugu árum síðar, 1983. Ragnar Arnalds: Atvinnurekstiirinn ber „sáralítinn hlut“ — af sameiginlegnm útgjöldum þjóðarinnar Ragnar Amalds (Abl.-Nv.) mælti i gær fyrir tillögu til þingsályktunar um endurskoðun skattalaga og mörkun nýrrar stefnu i skattamálum, sem miði að þvi að lækka skatta á einstakl- ingum en hækka skatta af fyrir- Aldur og útflutn- ingur hrossa Landbúnaðamefnd neðri deildar hefur lagt fram frumvarp til breyt- ingar á lögum nr. 64/1958, um útflutning hrossa. Gildandi lög kveða svo á, að “út- flutningshross skuli eigi vera eldri en 10 vetra og heilbrigð að mati dýralæknis. Hið nýja frumvarp fellur niður þetta aldursmark útflutnings- hrossa. Hagsmunafélag hrossa- bænda telur að þetta aldursmark hafí komið í veg fyrir sölu stóð- hrossa úr landi, sem hægt hafí verið að selja fyrir gott verð, jafnvel 250-300 þúsund krónur. 0,20% gjald á búvöru Meirihluti landbúnaðamefndar neðri deildar flytur frumvarp sem heimilar ráðherra, að fengnum til- mælum frá hagsmunaaðilum í land- búnaði, að ákveða innheimtu allt að 0,20% gjald af afurðum sauðfjár og nautgripa og allt að 1% gjald af afurðum annarra búgreina til viðbótar gjaldi, skv. 2. grein við- komandi laga. Gjald þetta renni til búgreinasambanda, sem í hlut eiga, að frádregnum kostnaði við inn- heimtu. Kostnaður viö nýtt útvarpshús Þórarinn Signijónsson (F.-SI.) tækjum í atvinnurekstri. Þing- maðurinn hélt því fram að 3890 fyrirtæki í félagsformi (hlutafé- lögum, samvinnufélögum og sameignarfélögum), sem haft hafi hálfa niiljón krónu eða meiri veltu og heildar- eða samtals- spyr menntamálaráðherra: 1) Hver er heildarkostnaður orðin nú við nýja útvarpshúsið. 2) Hvað er áætl- að að heildarkostnaður verði við húsið fullbúið? Hvemig hefur bygg- ingin verið fjármögnuð og hver er áætlun um lokafjármögnun? veltu hvorki meira né minna en 136 milljarði króna 1984, hafi aðeins greitt um 700 m.kr. sam- tals í tekjuskatt. Af þessum 3890 fyrirtækjum greiddu 1922 skatt en 1968, eða rúmur helmingur, engan, sagði þingmaðurinn. Þingmaðurinn nefndi til tvö önnur dæmi. Kaupendur hlutabréfa ríkisins í Flugleiðum gætu nýtt skattfríðindi, lögum samkvæmt, þann veg, að nettótelqur ríkisins af bréfunum yrði minni en engar. Samkvæmt tölulegum upplýsing- um, sem fram hafí komið í umræðu um skattamál, hafí sjálfstæðir at- vinnurekendur lægri tekjur en ein- stæðar mæður, sem sjálfsagt væru margar í þjónustu þeirra. Þingmaðurinn sagði að atvinnu- reksturinn yrði að greiða hærri hlut í sameiginlegum útgjöldum ríkis- búsins, skattleggja ætti vaxtatekjur umfram verðtryggingu og taka upp staðgreiðslu skatta. Vara yrði hins- vegar við virðisauakaskatti, sem „kostar margfalda skriffínnsku á við gildandi kerfí og er auk þess mjög óhagstæður fyrir launafólk". Tollar 1 Bandaríkjunum: Tvö prósent af útflutn- ingsverðmæti héðan Innflutningsverðmæti vöru, sem flutt var hingað frá Banda- ríkjunum 1984, nam 1.806 m.kr. Útflutningsverðmæti vöru, sem flutt var héðan til Bandaríkj- anna sama ár, nam 6.686 m.kr. Viðskiptajöfnuður við Banda- ríkin er því mjög hagstæður. Tollar til íslenzka ríkisins af vörum frá Bandaríkjunum námu 323 m.kr. eða 18% af heildarverðmæti. Á sama tíma námu tollar af íslenzkum vör- um í Bandaríkjunum 129 millj- ónum íslenzkra króna - eða aðeins 2% af útflutningsvöru héðan. Megnið af útflutningi okkar til Bandaríkjanna eru sjávarafurðir. Tollar af þeim eru mjög lágir. Þessar tölulegu staðreyndir um viðskipti okkar við Bandaríkin komu fram í máli Matthíasar Bjarnasonar, viðskiptaráðherra, á Alþingi í gær, er rædd var tillaga Gunnar G. Schram (S.-Rn.) um könnun á gerð fríverzlunarsamn- ings milli Islands og Bandaríkj- anna. Þingsíða Morgunblaðsins hefur áður gert þeirri tillögu fréttaleg skil. Um þetta efni verð- ur og nánar rætt í þingbréfí hér í blaðinu næstkomandi sunnudag. ". ■«...) ..U. ■).!. JIWM’IT.WUB Stuttar þingfréttir Útflutningur hrossa - gjald á búvörur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.