Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1986 ----j—, i—rrm n------------—'—i— Minning: Vilhjálmur Pálma son, deildarstjóri Fæddur 6. desember 1927 Dáinn 4. mars 1986 Vilhjálmur Pálmason lést að heimili sínu, Sæviðarsundi 18, Reykjavík 4. mars. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 14. mars, kl. 13.30. Með Vilhjálmi er genginn í okkar jarðbundna lffi, góður drengur, dugmikill og fjölhæfur samstarfs- maður og félagi. Foreldrar Vilhjálms voru Jórunn Guðmundsdóttir og Pálmi Vil- hjálmsson, en öldruð móðir sér nú á bak enn einu bama sinna. Árið 1954 kvæntist Vilhjálmur Margréti Sigurðardóttur og böm þeirra em Auður, arkitekt, fædd 20.06. 1954, Erla hárgreiðslukona í Reykjavík fædd 23.03. 1958, Pálmi nemi í mjólkurverkfræði, fæddur 11.12. 1959 og Sigríður nemi í Reykjavík, fædd 21.09.1966. Mikill söknuður er nú kveðinn að þessari góðu fjölskyldu, sem svo sannarlega hefur staðið undir lýs- ingunni samhent fjölskylda og gott heimili, en í höndum þeirra Vil- hjálms og Margrétar, sem vom samhent um alla hluti, var lögð mikil alúð, umhyggja og rækt við þennan mikilvægasta homstein okkar samfélags. Allt í þeim og kringum þau bar vott um dugnað og samviskusemi og þann mikla hagleik til handar og hugarfars sem bjó í þeim. Vil- hjálmur var sérstaklega fjölhæfum gáfum gæddur sem náði allt frá fágaðasta handbragði vélsmíðinnar yfir í lausn á Qölþættum gátum í viðskiptum, þar sem kreijast varð úrlausnar í reikningslist — tungu- málum og mannlegum samskiptum. Að loknu vélstjóraprófí úr raf- magnsdeild starfaði Vilhjálmur í ein 11 ár í Sindrasmiðjunum og einnig hjá Eimskipafélagi íslands í 3 ár og frá í ágúst 1964 hjá Dráttarvél- um hf., sem sölustjóri og við skipu- lagningu þjónustu og fleira. Á sínum langa starfsferli ávann Vilhjálmur sér djúpstæða virðingu og vinsældir meðal samstarfs- manna sinna og ekki síður við- skiptavina, sem fundu þann trausta mann sem Vilhjálmur var. Hann stýrði sínum störfum og annarra traustri hendi — oft við hin erfíð- ustu skilyrði. Ekki þarf að rifja upp fyrir fólki sem komið er á miðjan aldur og þekkir umbrotatíma síð- ustu ára í þeirri gnótt vöruframboðs sem ríkt hefur, hvílíkum erfíðleikum það hefur verið bundið að stunda störf er lúta að verslun og viðskipt- um. Telja má að verslun er lítur að nauðsynlegum vélum til land- búnaðar og sjávarútvegs og iðnað- ar, fyrir okkar takmarkaða markað, verði að flokkast þar sem einna erfiðust. Þar kemur til fjölþætt og flókið tæknisvið sem kallar á við- varandi þjónustu í leiðbeiningum og varahlutum, svo lengi sem tækin eru í notkun. Þar gildir ekki hugtak- ið „gleymt er þá gleypt er“ og við þetta starfaði Vilhjálmur á um- brotatímum verðbólgubálsins, þar sem tölulegur grundvöllur í við- skiptum raskaðist frá degi til dags og hefur gert þessarí grein mann- legra samskipta erfítt fyrir. Þessa má minnast nú þegar Vil- hjálmur er kvaddur, því hann stóð í miðju þessu báli og bar hönd fyrir sitt fyrirtæki og sína viðskiptavini. Munu margir minnast hans sem sérstaks drengskaparmanns og standa í þakkarskuld við hann. Á yngri árum var Vilhjálmur kappsfullur íþróttamaður og stóð lengi framarlega í keppnissveitum skíðaíþróttarinnar, en þetta kapp og lagni sína og hagleik lagði hann í faðm heimilislífs og stækkandi fjölskyldu. Einnig var Vilhjálmur góður söngmaður og tónlistarunn- andi og starfaði með Fóstbræðrum um árabil. Þau hjónin byggðu sjálf að mestu frá grunni sitt fallega heimili að Sæviðarsundi 18, eins og vitnað er um hér að framan. Vilhjálmur var mikið karl- og hraustmenni, þéttur á velli og þétt- ur í lund. Haustið 1980 kenndi hann sér meins sem leiddi til þess að hann fór í hjartauppskurð í Englandi 1982, sem gaf honum bærilegan bata, en síðustu misseri mun heilsu hans hafa hrakað. Hann varð bráðkvaddur að heim- ili sínu að loknu dagsverki. Um leið og þessi fregn spurðist út barst fíöldi kveðja frá samstarfs- mönnum og viðskiptavinum víða um land og viðskiptaaðilum erlendis, sem sjá á bak okkar góða félaga. Við samstarfsfólkið, konan mín og ég vottum frú Margréti, bömun- um og fjölskyldum þeirra svo og aldraðri móður okkar dýpstu sam- úð. Gunnar Gunnarsson Ég vil með nokkrum línum kveðja vin minn og fjölskyldu minnar, Vilhjálm Pálmason. Vilhjálmur fæddist í Reykjavík 6. desember 1927. Foreldrar hans voru Pálmi Vilhjálmsson sjómaður, sem lést 22. desember 1960 og Jakobína Þóra Pálsdóttir, er lifír son sinn. Vilhjálmur lauk prófí frá Vél- stjóraskólanum í Reykjavík árið 1954. Sama ár, hinn 18. júní kvænt- ist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Margréti Sigurðardóttur úr Reykja- vík. Þeim varð fjögurra bama auðið, þriggja stúlkna, Auðar, Erlu og Sigríðar og eins sonar, Pálma, sem lifa föður sinn, öll mesta efnisfólk. Villi og ég áttum fyrst samleið er við vomm samskipa á gamla Brúarfossi fyrir um 30 ámm. Hann var þá ungur og frískur, nýbyijaður að starfa samkvæmt sérmenntun sinni, framtíðin blasti við, nýjar vélar vom að leysa af hólmi gömlu gufuvélamar og tók Villi virkan 43 J ----------------------------------. k, þátt í þeim stórstígu breytingum. Þá tókst með okkur vinátta, sem 1 aldrei rofnaði þótt fækkaði fundum, því allt of mörg næstu árin höfðu menn of mikið að gera, vom að byggja, fátt um frístundir og hittust helst á hlaupum. Villi og Magga reistu sér og bömum sínum myndarlegt hús að Sæviðarsundi 18 hér í borg 1964 og þar hefir heimili þeirra staðið æ síðan. Næst er leiðir lágu saman var á Ítalíu sumarið 1978. Ég var þar j með fjölskyldu minni og vomm við svo heppin að hitta þar Villa og , Möggu. Þar áttum við saman ógleymanlegar ánægjustundir. [ Þegar heim kom héldum við hópinn og hittumst reglulega, ekki hvað : síst ef okkur áskotnaðist nýjar j’ plötur með heimssöngvurum. Tón- ; list og þá sérstaklega sönglist átt ^ hug Villa að stómm hluta, hann J hafði sjálfur fallega tenórrödd og j söng um árabil í karlakómum Fóst- j bræðmm. Fleira var honum til lista lagt, hann hafði m.a. haga hönd, \ eins og listaverk hans úr smíðajámi bera vott um, bæði á hans eigin heimili og margra annarra. Hann starfaði frá 1964 við véla- j sölu hjá Dráttarvélum hf., til dauða- •; dags, þar af sem deildarstjóri frá ; 1969. Vilhjálmur var góður fjölskyldu- faðir, sem vildi velferð konu sinnar : og bama sem mesta. Fjölskyldan stóð líka saman í öllu og kom það vel í ljós, þegar hann átti við heilsu- leysi að stríða nú síðustu árin, þá naut hann elsku og stuðnings smnar góðu konu og bama. Að lokum vil ég votta Margréti, bömum þeirra og öðmm ástvinum innilega samúð mína, Selmu og sona okkar. Það er hollt hverjum manni að hafa átt að vini Vilhjálm Pálmason. BÍessuð sé minning hans. Ketill Jensson Kveðjuorð: Ingvar Jóhannes- son frá Kirkjubæ Fæddur 14. mars 1922 Dáinn 26. febrúar 1986 í dag hefði hann orðið 64 ára ef hann hefði lifað, en hann er farinn í það mikla ferðalag sem við eigum öll fyrir höndum. Ingvar var ættaður úr Staðarsveit. Foreldrar hans vom Vilborg Kjartansdóttir og Jóhannes Guðmundsson og var Ingvar einn af 10 systkinum. Það em 5 ár síðan hann veiktist hastar- lega af þeim sjúkdómi sem leiddi hann loks til dauða, en heim komst hann eftir þessi miklu veikindi og náði sér furðulega og ekki var að spyija að því hann fór strax að vinna eftir að hann hafði náð sér sæmilega aftur. En svo tóku veik- indin hans sig aftur upp f haust og 2. janúar er hann fluttur á Borg- arspítalann og þar lést hann 26. febrúar. Ingvar var lánsamur að eiga góða konu sem vakti má segja yfír honum dag og nótt þessa mánuði á spítal- anum. Aldrei heyrðist hann kvarta jrfír örlögum sínum, hann var svo stilltur og jrfírvegaður og mikið prúðmenni. Það fór fyrir Ingvari eins og svo mörgum ungum mönn- um sem komu á vertíð til Eyja, eins og það var kallað, að hann náði sér í eina heimasætuna þar Unni Þor- bjömsdóttur á Kirkjubæ, dóttur stærsta kúabóndans þar. Þau gengu í hjónaband 17.9. 1952 og einn son eignuðust þau, Jóhannes Þór, aðalbókara Búnaðarbankans, kvæntur Margréti L. Kjartansdótt- ur og eiga þau 2 böm. En Ingvar gekk 2 bömum í föður stað, sem Unnur átti fyrir, Ingibjörg sem býr í Garðinum og Þorsteinn sem býr í Vestmannaeyjum. Ég sem þessar línur skrifa er sjálf frá Kirkjubæ, en ekki þó úr sama húsi og Ingvar, svo ég kynnt- ist honum fljótt eftir að hann flutt- ist til Eyja og strax að öllu góðu. Ekki stofnuðu þau unnur og Ingvar sitt eigið heimili í Vestmannaeyjum, en bjuggu hjá Þorbimi og Helgu tengdaforeldrum hans. Búskapur- inn valt allur á því að systkinin Unnur og Ingi sem vom í foreldra- húsum fæm ekki að heiman, því í seinni tíð vom gömlu hjónin orðin það lasburða, svo það var góður liðsauki sem bættist í hópinn er Ingvar kom, en húsið var stórt svo það gátu allir látið fara vel um sig. Annars vann Ingvar alltaf í Hrað- frystistöðinni og svo heima við búið í frístundum. Fljótt keypti Ingvar sér bíl því langt var að sækja vinnu, og stundum var hann eins og stræt- isvagn, því ekki keyrði hann fram hjá Kirkjubæjarfólkinu án þess að taka það upp í, og naut ég þess oft, þannig var Ingvar ekkert nema gæðin og hjálpsemin. Nú svo kom eldgosið 1973 sem lék okkur Kirkju- bæjarfólkið grátt eins og fleiri. Þá fluttu Ingvar og Unnur fljótlega hingað í Garðinn eins og ég og nokkuð af minni fjölskyldu líka og það var einkennileg tilviljun og happ fyrir okkur hjónin að okkur var úthlutað íbúð við hliðina á Ingvari og Unni, þar sem við vomm búin að þekkjast svo lengi, og vera áður nágrannar, því betri nágranna var ekki hægt að lenda með, þar bar aldrei skugga á. Ingvar vann hér mikið bæði í físki og ýmsum öðmm störfum, jafnvel hlóð hann hús og bílskúra fyrir fólk úr holsteini, jrfír- leitt gat hann unnið hvaða störf sem var. Fljótlega byggði hann sér bíl- skúr, því þeir fylgdu ekki þessum húsum, og kom það sér vel fyrir hann á margan hátt, því honum féll aldrei verk úr hendi, og eftir að hann missti heilsuna og gat ekki unnið fullan vinnudag undi hann sér vel í bílskúmum með útvarpið sitt, og smíðaði ýmist leikföng fyrir bömin eða einhveija gagnlega hluti. Ingvar þurfti oft að líta til með Ingibjörgu stjúpdóttur sinni ef eitt- hvað bjátaði á, því hennar maður er sjómaður og eins og allir vita em þeir ekki alltaf heima, og var alltaf mjög gott samband þeirra á milli. Ég þakka svo Ingvari góða samvem, undir sama þaki, eins og Unnur kemst stundum áð orði. Og alla þá hjálp sem hann hefur veitt mér og aðstoð á ýmsa lund. Ég votta þér, elsku Unnur mín, bömum, bamabömum og öllum ástvinum, innilega samúð. „Farþúífriði Friður guðs þig blessi Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Briem) Lijja frá Kirkjubæ t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö, vináttu og hlýhug viö andlát og útför GUÐBJARGAR ÞORVARÐARDÓTTUR, Njálsgötu 3. GunnarS. Hólm, Þórhildur H. Gunnarsdóttir, Skjöldur Þorgrímsson, Garðar H. Gunnarsson, Viktoría H. Gunnarsdóttir, Aðalbjörn H. Gunnarsson, Þorkell H. Gunnarsson, Margrét H. Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Krlstín Þórarinsdóttir, Guðlaug Hjaltadóttir, t Innilegar og bestu þakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug við fráfall eiginmanns míns, föðurokkar, tengdafööurog afa, GUÐJÓNS GUÐJÓNSSON AR, kaupmanns, Patreksfiröl. Guö blessi ykkur öll. María Jóakimsdóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Hallgrfmur Matthiasson, Helga Guöjónsdóttir, Hilmar Jónsson, Gunnar Karl Guðjónsson, Ásdís Sæmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar og dóttur, BJARGAR SVERRISDÓTTUR. Ingibjörg Hilmarsdóttir, Berglind Hilmarsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sverrir Sigurðsson. t Eiginkona mín, dóttir og tengdadóttir. t Þökkum vinum og kunningjum auösýnda samúð og vináttu við NANNA HELGADÓTTIR, andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar og dóttur. verður jarðsungin í Mölmey 14. mars. MARGRÉTAR STEINARSDÓTTUR. Guðlaugur Höskuldsson, Baldur S. Pálsson, faðir, tengdaforeldrar og systkini. börn og foreldrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.