Morgunblaðið - 14.03.1986, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1986
wr—
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 14—15
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Rauðhóla-Rannsý frábær sýning
M.E. skrifar.
Mig langar eingöngu að til að
lýsa ánægju minni á gamanfars-
anum Rauðhóla-Rannsý. Ég er
mikil leikhúsmanneskja og tel mig
þar af leiðandi með mjög svo
ágæta dómgreind hvað leikhús
varðar. Það er sjaldan eða aldrei
að leikhúsgestir sýni einhver
geðhrif og láti móðan mása. En
það gerist á Rauðhóla-Rannsý,
hróp hvatningarorð og hlátur,
enda bíður þessi sýning bókstaf-
lega upp á það. Hún samanstend-
ur fyrst og fremst af góðri kímni,
spennu og rómantík. Leikaramir,
þá sérstaklega Edda Heiðrún
Backmann, sýna það og sanna í
Rauðhóla-Rannsý að þau geta
ekki aðeins leikið heldur einnig
sungið, dansað og slegist. Það er
einsdæmi að mínu mati. Ég ætla
að þakka þessu leikhúsi fyrir
ógeymanlega sýningu, gangi
ykkur vel.
Ungliðasamtök gegn eyðslu og ofstjórn
Ágæti Velvakandi.
Ég var að lesa grein í blaði sem
bar yfirskriftina „Veðsetning fram-
tíðar ungs fólks hjá erlendum
bankastjórum“, að skuldir þjóðar-
innar séu að fara umfram öll eðlileg
mörk úr 27% 1981 í 54% 1986 af
landsframleiðslu. Það er víst engin
ný bóla að við eyðum umfram það
sem við öflum. Talað er um ýmsa
vankanta á þessu kunningjaþjóð-
félagi okkar sem gerir það að verk-
um að ungt fólk nýtur ekki ijár-
hagslegs sjálfstæðis í framtíðinni,
þar sem mestur okkar peningur fer
bara í að greiða niður skuldir
„góðu“ stjómmálamannanna sem
nú eru uppi.
Ég er ekki skráður hjá Heimdalli
sem mun víst standa að útgáfu
fyrmefnds blaðs og ætla mér ekki
að skrá mig neinstaðar áður en ég
hef aflað mér betri vitneskju um
stjómmál. Mér fínnst þetta þó vera
gott mál hjá þessu félagi, enda þótt
Sjálfstæðisflokkurinn hafí ekkert
síður en aðrir stjómmálaflokkar
skapað þetta ástand. Ég vil koma
Það verður ekki hjá því komist
að svala forvitni Víkveijans sem
skrifaði þann mæta dálk laugardag-
inn 22. febrúar síðastliðinn. Þar
spyr Víkveiji (og eðlilega svo):
„hvers konar fjöldasamtök eru það
þeirri tillögu á framfæri að ekki
bara þetta eina æskulýðsfélag láti
þetta mál til sín taka. Miklu meira
mundi vinnast ef ýmis ungliðasam-
tök tækju sig saman um baráttu
gegn eyðslu og ofstjóm. Nemenda-
félögin gætu jafnvel tekið þar þátt.
Menntaskólanemi.
eiginiega sem kalla sig Litlu bif-
hárin?“
Litlu bifhárin em grasrótarsam-
tök fyrrverandi reykingamanna
sem hætt hafa að reykja á nám-
skeiðum Krabbameinsfélagsins í
reykbindindi. Samtökin eiga lög-
heimili að Skógarhlíð 8, Reykjavík.
Allir sem útskrifast af námskeiðum
Krabbameinsfélagsins í reykbind-
indi, em í raun taldir félagar í
samtökunum þó þar sé engin fé-
lagaskrá eða stjóm eins og vani er
með grasrótarhreyfingar. Hins
vegar er tilnefnd „forrót" sem hefur
það hlutverk að vera ábyrgur for-
svarsaðili hópsins gagnvart
Krabbameinsfélaginu. Reynt er að
hafa opið hús á miðvikudögum fyrir
þá sem þurfa á andlegum styrk að
halda. Éðli málsins vegna em virkir
meðlimir á hveijum tima fyrst og
fremst þeir sem em nýútskrifaðir
af námskeiðunum. Starfsemin er
því háð nýliðum. Þó starfa fulltrúar
frá samtökunum á ýmsum sviðum
tóbaksvarna t.d. í RÍS 2000 (sam-
tök um reyklaust ísland árið 2000)
og sem aðstoðarleiðbeinendur á
námskeiðum í reykbindindi.
Nafn samtakanna er dregið af
hreinsikerfi lungnanna, þ.e. ör-
smáum hárlaga fyrirbæmm sem
kallast bifhár og bærast eins og
komakur í vindi þegar þau sópa
óhreinindum burt úr lungunum.
Efni í tóbaksreyk lama þessi bifhár
með tímanum en þegar fólk hættir
að reykja taka þau til starfa að nýju
svo framarlega sem engar varan-
legar skemmdir hafí myndast, en
líkumar á slíkum skemmdum auk-
ast með hverri sígarettu sem reykt
er.
Hana nú og hafíð það og hættið
svo að reykja!
Ásgeir R. Helgason,
fræðslufulltrúi
Krabbameinsfélagsins.
np*------
^HEILRÆÐI
Hreinsiefni i efri skáp
Sú ljóta regla er víðast á heimilum að geyma uppþvottaiegi og
önnur hreinsiefni í skápnum undir vaskinum í eldhúsinu. Eins og
dæmin sanna eiga böm mjög auðvelt með að ná til þessara efna,
þegar þannig er háttað. Það er. slæmur siður að nota neðri skápana
undir slík efni. Gerið ráðstafanir strax. Notið frekar efri skápana
en best er þó að hafa læstar hrislur. Gerðu þitt heimili hættulaust
- bamanna vegna.
Litlu bifhárin
KR0SSVIÐUR
T.d. vatnslímdur og
vatnsheldur - úr greni,
birki eða furu.
SPÓNAPLÖTUR
T.d. spónlagðar, plast-
húðaðar eða tilbúnar
undir málningu.
Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket.
Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu
verði
SPARIÐ PENINGA!
- Smíðið og sagið sjálf!
Plð fáið að sníða niður allt plötuefni
hjá okkur í stórri sög
- ykkur að kostnaðarlausu.
BJORNINN
Við erum í Borgartúni 28
UðlKA
Halley f heimsókn
Nú er þessi fræga halastjarna í nánd og fjöldi
könnunarhnatta hafa farið til móts við hana.
Af því tilefni er alls konar fróðleikur um Halley.
Veðjað á líftæknina
í Bandaríkjunum hefur verið varið geysilegum
fjármunum til líftæknirannsókna og nú er
unnið að lyfjum, sem lofa góðu við krabba-
meinslækningar.
Með pensil og kjuða
jöfnum höndum
Spjallað við Gunnar Kristinsson, sem lagt
hefur stund á myndlist, músíkterapíu og tón-
smíðar fyrir slagverk, en sýnir nú bráðum í
Ásmundarsal.
Austan um heiði I
Séra Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður á
Þingvöllum mun skrifa framvegis pistla í Les-
bók og birtist sá fyrsti núna.
Vönduð og menningarleg helgarlesning
AUGLÝSINGASTOFA KRISTÍNAR HF.