Morgunblaðið - 14.03.1986, Síða 55

Morgunblaðið - 14.03.1986, Síða 55
MQRQUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR U. MARZ19g6 55; Stolturaf strákunum - sagði Einar Bollason „ÞAÐ KOM ekkert annað til greina en að vinna þennan leik. Það sást strax á fyrstu mínútum leiksins að Haukarnir mættu ákveðnir til leiks. Nú voru lika allir heilir, Pálmar var góður núna og svona hefðu úrslitaleikirnir getað orðið ef hann hefði verið heill í þeim,“ sagði Einar Bollason þjálfari Haukanna eftir sigurinn í bikarkeppninni í gærkvöldi en þetta var síðasti leikur Einars með Haukana og því skemmtileg gjöf frá þeim til hans. „Ég held að þetta hafi verið verðskuldaður sigur hjá strákunum en ég var reglulega hraeddur þegar Valur fékk sína 5. villu því Njarðvík- ingar höfðu verið að leita að hon- um allan tímann en við héldum honum vel niðri og ég var hræddur um að þegar hann færi útaf þá færi dæmið að ganga betur hjá þeim. Ég vil bara að lokum segja það að ég er veruiega stoltur af strák- unum." Morgunblaðið/Bjami • Þeir gátu svo sannarlega fagnaA aö leíkslokum, Haukamir. Frá vinstri: Henning Henningsson, Einar Bollason, þjálfari, sem stjórnadi Haukum ísíðasta sinn f gærkvöldi, og Ólafur Rafnsson. Haukar bikarmeistarar HAUKAR bættu sór upp ófarirnar gegn UMFN í úrslitakeppninni um Islandsmeistaratitilinn um helg- ina og sigruðu í æsispennandi viðureign sömu liða í úrslitum bikarkeppni Körfuknattleikssam- bandsins í gærkvöldi með 93 stig- um gegn 92. Leíkurinn var eins og úrslitaleikir gerast beztir, vel leikinn á miklum hraða allan tím- ann og spennan magnþrungin í lokin. Haukar höfðu undirtökin nær allan leikinn en á lokamfnút- unum tókst Njarðvfkingum með miklu harðfylgi og baráttu að jafna leikinn. í hálfleik var staðan 48-45 fyrir Hauka. Leikurinn var hnífjafn allan fyrri hálfleik og tókst hvorugu liði að komast á auðan sjó. Haukar kom- ust 4-5 stigum yfir undir lokin, en Njarðvíkingar minnkuðu óðara muninn. Haukarnir börðust eins og Ijón og sýndu meiri ákveöni í leik sínum en Njarðvíkingar. Virtist það há þeim síöarnefndu hversu Morgunblaöið/Bjami • Það var hart barist f bikarúrslitaleiknum í gærkvöldi. Hver hefur betur? Valur Ingimundar átti erfitt upp- dráttar, en Kristinn Kristins tók hann mikið til úr umferð. Njarðvíkingar hófu seinni hálf- leik með því að minnka muninn í eitt stig, 48-47, en þá tóku Haukar leikinn í sínar hendur; léku stórvel í vörn og sókn og skoruöu 10 stig á tveimur mínútum. Komust Hauk- ar 11 stigum yfir, 58-47, og virtist mótspyrna Njarðvíkinga fara minnkandi. Eftir tæpra fimm mín- útna leik urðu Njarðvíkingar fyrir því áfalli að Valur varð að yfirgefa völlinn með 5 villur. Mótlætið stappaði hins vegar stálinu í lið UMFN, sem hóf mikla baráttu fyrir því aö vinna upp forskot Hauka. Bilið tók strax að minnka en var þó lengi vei ekki minna en 4 stig. Haukarnir virtust þó vera að koma sigrinum í höfn er röskar 5 mínútur voru eftir, höfðu þá breikkað bilið í 83-72. Njarðvíkingar misstu þó aldrei Haukar-UMFN 93:92 vonina og lokamínúturnar urðu æsispennandi, þökk sé sprækustu mönnum liðsins, Teiti Örlygssyni, Ellert Magnússyni og Jóhannesi Kristbjörnssyni. Á hálfri annarri mínútu hafði liðið minnkað muninn í 3 stig, 83-80, og tókst því næst- um að koma Haukum úr jafnvægi. Haukar komust aftur í 87-82, en Teitur og Ellert minnkuðu muninn í 1 stig, 87-86, með stórgóðum leik er röskar tvær mínútur eftir. Allt ætlaði síðan um koll að keyra er Ellert jafnaði, 89-89, þegar rúm mínúta var eftir. Ætlaði þakið að rifna af húsinu, slík var stemmning- in og spenningurinn í höllinni. Haukar komust síðan í 93-89 þegar 25 sek. voru eftir, en Jó- hannes minnkaði muninn í 1 stig með þriggja stiga körfu er 16 sek. voru eftir. Njarðvíkingar pressuðu Haukana síðan stíft og náðu knett- inum, en Haukum tókst að verjast og vinna naumlega. Haukarnir virtust ákveðnari í að vinna þennan leik og vörðu því bikarneistaratign sína. Auk Webst- ers áttu Pálmar, Kristinn og Henn- ing góðan leik. Teitur, Ellert, Helgi Rafns og Jóhannes Kristbjörns voru beztir hjá UMFN. Stig Hauka: ivar Webster 28, Pálmar Sigurðs 24, Henning Hennings 19, Kristinn Kristins 6, Ólafur Rafns 5, Hálfdán Markúss 5, Eyþór Árna 4 og Ivar Ásgrims 2. Stig UMFN Jóhannes Kristbjörns 27, Teitur Örlygs 18, Helgi Rafns 12, Valur Ingimundar 10, (sak Tómasson 9, Ellert Magnúss 8, Krist- inn Einars 4, Hreiðar Hreiðars 2 og Ingimar Jóns2. -ágás Höfðum tök á að vinna - sagði Gunnar Þorvarðarson, þjálfari UMFN „ÞETTA var spennandi og skemmtilegur leikur, því er ekki að neita, og við höfðum öll tök á því að vinna leikinn," sagði Gunn- ar Þorvarðarson, þjálfari Njarð- víkinga, eftir að hans menn báru lægri hlut f viðureigninni við Hauka í úrslitum bikarkeppninn- ar. „Það sem mér er efst í huga mér núna er dómgæslan og þá sérstaklega hjá Herði. Hann hefur dæmt frekar lítið í vetur og þó svo þetta hafi átt aö vera kveðjuleikur hjá honum þá finnst mér óþarfi að láta hann dæma svona þýöingar- mikinn leik. Við réöum ekkert við Haukana þegar dómgæslan snérist öll gegn okkur og mér fannst dómararnir eindregið á móti okkur en samt áttum við að geta unnið þennan leik. Ég get samt ekki annað en verið tiltölulega ánægður með veturinn hjá okkur Njarðvíkingum og óska „JÁ, VINUR minn, ég er sko ánægður með þennan leik. Þetta var sfðasti leikurinn sem Einar verður með Haukana og við vor- um ákveðnir f að gefa honum bikarinn fyrir gott starf hjá okkur. Það tókst," sagði (var Webster eftir sigurinn f gær og var greini- lega mjög ánægður. Þetta er sjöundi leikurinn okkar Haukunum bara til hamingju með sigurinn hér í kvöld," sagði Gunn- ar. við Njarðvíkinga í vetur og fyrir þennan leik var staðan 3:3, þannig að við komum út úr þessum vetri með einn sigur í plús. Annars er ég mjög ánægður meö veturinn hjá okkur og þessi leikur hér í kvöld var góður, vel leikinn af beggja hálfu, og skemmtilegur." Góður leikur - sagði ívar Webster

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.