Morgunblaðið - 23.03.1986, Síða 5

Morgunblaðið - 23.03.1986, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1986 5 Mikil aðsókn á Fats Domino: Röddin alveg eins og í gamla daga — segir Björgvin Halldórsson, sem sá Domino í London fyrir skömmu „ÞAÐ var stórkostleg upp- lifun að sjá gamla manninn þarna, í fínu formi og geisl- andi af lífsgleði,“ sagði Björgvin Halldórsson, sem ásamt Olafi Laufdal, var viðstaddur tónleika með Fats Domino í Royal Albert Hall í London fyrir nokkr- um dögum. Fats verður með sex tónleika í Broad- way um miðjan apríl og að sögn Björgvins hefur að- sókn á tónleikana verið með ólíkindum, og uppselt á þijá þá fyrstu á föstudag, daginn eftir að fyrsta auglýsing um forsölu að- göngumiða var birt. „Við fórum út til að ganga frá samningum, því það hefur verið talsvert mál að koma þessu heim og saman. Þama er um að ræða eitt stærsta nafn í allri rokksögunni og hann er með 15 manna hljómsveit sem þarf að koma hingað til lands frá New Orleans," sagði Björgvin. „Við sáum tvo tónleika með honum og maður á varla orð yfir þetta. Það er eins og karlinn hafí ekkert elst og röddin er alveg eins og í gamla daga. Hljómsveitin er líka mjög góð og ég er viss um að þetta á eftir að fara vel í landann," sagði Björgvin ennfremur. „Lögin komu þama í löngum bunum, öll frægustu lögin hans. Og bara að sjá taktana í honum var kapítuli út af fyrir sig, það geisl- aði af honum brosið og svo var „Það er eins og karlinn hafi ekkert elst,“ segir Björgvin Halldórsson um Fats Domino, en þessi nýlega mynd af rokk- stjörnunni var á dagskránni frá Royal Albert Hall. hann með demants- og gull- hringi á hveijum fíngri. Hann var alveg sérstakur og koma hans hingað verður áreiðanlega einhver stærsti viðburður í sögu skemmtiiðnaðarins á Islandi." Ráðinn forstjóri Iðntæknistofnunar IÐNAÐARRÁÐHERRA, Albert Guðmundsson, hefur skipað Pál Kr. Pálsson forstjóra Iðntækni- _ Askorun tekið eftir Guðmund Magnússon Andri Isaksson, prófessor í uppeldisfræði við Háskóla ís- lands, beinir til min áskorun hér í blaðinu í gær. Hann óskar eftir ýtarlegum rökstuðningi fyrir hinni afdráttarlausu gagnrýni minni á uppeldis- og kennslu- fræði, en hún var sett fram vegna frumvarps menntamála- ráðherra um lögverndun kenn- arastarfsins. Þessi áskorun er réttmæt og sjálfsagt að verða við henni. Ég hef óskað eftir því við ritstjóra Morgun- blaðsins, að ég fái að gera grein fyrir gagnrýni minni í nokkrum greinum hér í blaðinu eins fljótt og auðið er. Höfundur er blaðamaður á Morg- unblaðinu. stofnunar íslands frá og með 1. júní nk. til fjögurra ára. Samkvæmt ósk dr. Ingjalds Hannibalssonar hefur ráðherra veitt honum lausn frá forstjóra- starfi frá sama tíma en Ingjaldur verður forstjóri Álafoss hf. Páll Kr. Pálsson er hagverk- fræðingur að mennt frá Tæknihá- skóla Berlínar. Að undanförnu hefur hann starfað sem deildar- stjóri tæknideildar Félags íslenskra iðnrekenda. Páll er 32 ára og kvæntur Helgu E. Þórðardóttur. Páll Kr. Pálsson kemur nu \otem \ írge9ustu ereína^Z\reruauðv\taftBv>s, i rokkmu \_ee. UtleWchardogiemy. fthann Sa9theíUTSro^*n. har'9ertP'Seft\rþessum\ó9úm. Hvermanekk ^Ja|aya, A/n t Blueberry^' iyWalking, let TI,3,cASffindSW.»SirÍ The Four Winas Hegvenf J°sephlrt/SsRed When TheSf ntet ,-M SailslntheSunse - Ready,Kans unme Wann>a,kT°“ o.fl.o-fI- Æ^^811”'77600'-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.