Morgunblaðið - 23.03.1986, Side 37

Morgunblaðið - 23.03.1986, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1986 37 Þjóðleikhúsið: Síðasta sýning á Upphitun Að kvöldi miðvikudagsins 26. mars nk. verður allra siðasta sýning Þjóðleik- hússins á leikritinu Upphitun eftir Birgi Engilberts, í leikstjórn Þórhalls Sigurðs- sonar. Leikmynd er eftir Siguijón Jó- hannsson, tónlist eftir Gunnar Þórðar- . son, dansar eftir Nönnu Ólafsdóttur og lýsing eftir Pál Ragnarsson. Mafían er komin í varnar- stöðu — sagði yfirdómarinn í Palermo á fundi með þingnefnd Evrópulands Brussel, Belgíu, 21. mars. AP. YFIRDÓMARI við réttarhöldin í Palermo á Sikiley, þar sem hundruðir mafíumanna eru fyrir rétti, átti fund á föstudag með evrópskri þingnefnd um skipulagt eiturlyfjasmygl í Evrópu. Giovanni Falcone, sem er aðaldómarinn við réttar- höldin, fjallaði um starfsemi atvinnuglæpamanna í eitur- lyfjasmygli og hvernig þeirra unnt væri að uppræta starfsemi þeirra. Af öryggisástæðum hlýddi þing- nefndin á dómarann bak við luktar dyr í Evrópuþingsbyggingunni. Gerðar voru umfangsmikla örygg- isráðstafanir og leytað nákvæm- lega á fréttamönnum og ljós- myndurum sem áttu blaðamanna- fund með dómaranum eftir að hann hafði rætt við þingnefndina. Falcone sagði að baráttan gegn eiturlyfjasmygli hvíldi mjög á samvinnu milli Evrópulanda. Sér- staklega lýsti hann ánægju sinni varðandi nýjan sáttmála milli Ítalíu og Bretlands sem kverður á um framsal glæpamanna og kemur í stað sáttmála frá 1973 þar sem ekki er kveðið á um framsal eitur- lyfjasmyglara. Falcone sagði að einhver mesta hindrun þess að komið verði í veg fyrir skipulagt eiturlyfjasmygl væri mismunandi löggjöf í Evrópulöndunum. Hann sagði einnig að réttar- höldin í Palermo sýndu að yfirvöld þyrftu ekki lengur að fást við „óyfirstíganlegan þagnarmúr“ eins og áður. „Mafían hefur orðið fyrir þungum áföllum að undanfömu og er nú komin í vamarstöðu. Réttar- höldin munu standa í langan tíma en ef við leggjum okkur fram í þessum málum munum við sjá mikinn árangur," sagði Falcone. s?tor- AFMÆU k kfl L ! L I \ Afmælisnefnd Reykjavíkur hefur gefið út vandaða minnispeninga í tilefni 200 ára afmælisins. Þetta er falleg slátta í sterlingsilfur og kopar. í vandaðri öskju, ein sér eða báðar saman. Minnispeningamir eru eigulegir gripir, tilval- in gjöf. Til vina, kunningja eða einfaldlega til þinnar eigin eigu. Um er að ræða takmarkað upplag. Afmælisnefnd Reykjavíkur Útsölustaðir: Bankar og sparisjóðir. Verð: Sterlingsilfurpeningur í öskju kr. 2.750,- Koparpeningur í öskju kr. 950,- Settið í öskju kr. 3.500,- Þvermál: 5 cm. Þykkt: 5mm. Viðmiðunarþyngd: 90 gr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.