Morgunblaðið - 23.03.1986, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 23.03.1986, Qupperneq 46
------- ----------------- ------------------------------------------- ;M>RGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ1986 Hugmynd frá 1917 í bókinni íslenzk bygging, brautryðjendastarf Guðjóns Samúelssonar, er meðfylgjandi hugmynd hans frá árinu 1917 um viðbyggingu við Alþingishúsið. Hugmyndin er miðuð við framtíðarsambýli Háskóla og Alþingis, sem lengi deildu þinghúsinu. Efri myndin sýnir hugmynd Guðjóns um viðbyggingu — til vesturs — og hvern veg hann heldur stíl hins eldra húss. Neðri myndin sýnir hvernig við- byggingin var hugsuð til suðurs — í átt að Tjörninni —. Lengst tíl vinstri hugmynd Guðjóns um stúdentagarð, er snéri að Vonarstræti. Heimili Alþingis: „ Alþingishús af íslenzkum steini“ - eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Fjrrsta júlí 1981 var þess minnst, að hundrað ár vóru liðin frá þvi að Alþingi var sett í fyrsta sinn í Alþingishúsinu við Austurvöll. Eftir að Alþingi var endurreist árið 1845 vóru öll ráðgjafar- þingin, 1845-1873, ogþijú fyrstu löggjafarþingin, 1875-1879, háð í húsi Lærða skólans í Reykjavík, þar sem Menntaskólinn í Reykja- vík er enn tíl húsa. Á Alþingi 1876 var gerð þingsályktun þess efrns, að minnast þúsund ára íslands- byggðar með þjóðhátíð 1874 og með þvi að reisa i Reykjavík Alþingishús úr íslenzkum steini. Þetta hús, sem tekið var í notkun 1881, hefur Alþingi löngu sprengt utan af sér — og hliðar- starfsemi þess fer nú fram i fimm nálægum húsum öðrum, Vonarstræti 8 og 12, Þórshamri, Skjaldbreið og Skólabrú 2. Af þeim sökum hefur nú verið ákveðið að efna til samkeppni um gerð og skipulag nýbygging- ar fyrir starfsemi þingsins. Það er ekki úr vegi — á þessum tíma- mótum — að líta um öxl og huga að húsnæði þess á genginni tíð. Alþingi og Alþingishús Árið 1798 var Lögréttuhúsið gamla á Þingvöllum orðið svo hrör- legt að ákveðið var að flytja Alþingi til Reykjavíkur. Þingið var háð í Hólavallaskóla í fyrra sinnið 1799 og síðara sinnið 1800. í júlí síðara árið kom tilskipun frá kóngsins Kaupmannahöfn um að Alþingi skyldi lagt niður, en Landsyfirréttur kæmi í þess stað. Árið 1839 var konungi íslands og Danmerkur send bænaskrá þess efnis, að komið yrði á stéttaþingi á íslandi, en íslendingar höfðu þá um árabil sótt slíkt þing til Hróars- keldu. Árið eftir gefur Kristján konungur áttundi fyrirheit um að Alþingi skuli endurreist sem líkast Alþingi hinu foma. Skiptar skoðanir vóm um þingstað, Þingvöll eða höfuðstaðinn Reykjavík, en sá síðari varð fyrir valinu. Þá og æ síðan hefur lifað í bijóstum Islendinga spuming um, hvort ekki væri skylt og mögulegt að tengja Þingvelli með einum eða öðmm hætti starf- semi Alþingis. Ljóðlínur Jónasar Hallgrímssonar (1807-1845 lifa enn á vörum þjóðarinnar: „Þar sem ennþá Öxará rennur/ ofan í Almannagjá/ Alþingi er horfíð á braut./ Nú er hún Snorrabúð stekk- ur/ og Iyngið á Lögbergi helga/ blánar af betjum hvert ár/ bömum og hröfnum að leik./ Ó, þú unglinga ijöld/ og íslands fullorðnu synir/ svona er feðranna frægð/ fallin í gleymsku og dá.“ 1843 gefur konungur út úrskurð um endurreisn Alþingis og skyldi það vera ráðgefandi samkoma. Ráð- gefandi Alþingi kom síðan saman í skólahúsi Lærða skólans í Reykja- vík, sem fyrr segir, 1. júlí 1845. Alþingi kemur í fyrsta sinn saman eftir endurreisn sem löggjaf- arþing og samkvæmt nýrri stjómar- skrá 1875. Fjórum ámm síðar, 1879, er tekin ákvörðun um bygg- ingu Alþingishúss, sem reis við Austurvöll, í nánd Dómkirkjunnar. Hilmar Finsen, landshöfðingi, lagði homstein þess 9. júní 1880 og um haustið var húsið komið undir þak. Rúmu ári eftir að homsteinn húss- ins var lagður hóf Alþingi störf í því. Með þeirra tíma byggingar- tækni er verkhraði við byggingu hússins meir en athyglisverður. Starfsemi af ýmsum toga íslendingar búa rýmra á þessum „síðustu og verstu tímum" en á þeim „gömlu og góðu dögum“. Alþingi hefur lagt undir sig fímm hús í nágrenni hins aldna þinghúss. Nú er efnt til samkeppni um ný- byggingu fyrir starfsemi þess — og þó fyrr hefði verið að margra dómi. Sú var þó tíðin að Alþingi deildi húsnæði sínu með ýmsum öðmm opinberum stofnunum. Landsbókasafnið, áður Stifts- bókasafn, flutti í Alþingishúsið 1882 (fyrstu hæð). Þennan sama vetur flytur Þjóðminjasafnið, áður Fomgripasafnið, í þinghúsið (efsta loft þess). Háskóli íslands, helzta menntastofnun þjóðarinnar, var til húsa í Alþingishúsinu frá stofnun hans, 1911, til vors 1940, eða í tæpa þijá áratugi og mætti fjárveit- ingavaldið oftar og betur muna fomt sambýli við „flaggskip" ís- lenzkra mennta. Loks var skrifstofa ríkisstjóra, síðar forsetaembættis- ins, í þinghúsinu 1940-1973, eða á fjórða áratug. Alþingi óx hinsvegar að umsvif- um ár frá ári sem sagði til sín í stóraukinni húsnæðisþörf. Á þing- inu 1953-54 flytur Bjöm Ólafsson, stórkaupmaður, þingsályktunartil- lögu um stækkun þinghússlóðarinn- ar. Þar segir að „Alþingishúsið hafí í mörg ár verið of lítið fyrir starf- semi þingsins." Þá er lagt til að Alþingi færi út kvíar í lóðamálum sínum með það að markmiði, „að Alþingi fái einhvem tíma húsnæði, er fullnægi þörfum þess“. Síðan þessi tilllaga kom fram em 33 ár, en þingmenn skilja sýnilega ýmsum öðrum betur, „að flas er ekki til fagnaðar". Á þinginu 1960-61 er samþykkt þingsályktun frá Þórami Þórarins- syni, ritstjóra, þar sem forsetum þingsins er falið í samvinnu við fulltrúa frá þingflokkum að gera tillögur um framtíðarhúsnæði Al- þingis. Þær tillögur hafa ekki enn séð dagsins ljós. Hinsvegar hafa forsetar og aðrir forráðamenn Al- þingis Qallað fyrr og síðar um hús- næðismál þess og ýmsar hugmyndir komið fram. Árið 1967 og á næstu ámm var heimilað í fjárlögum að kaupa hús þau í nánd Alþingis- hússins, sem upp em talin fyrr í þessum texta. Rit um Alþingi, lóðir og aukinn húsakost í marzmánuði 1977 fólu forsetar þingsins húsameistara ríkisins að athuga lóða- og byggingamál Al- þingis í heild. „Skyldi sérstaklega haft í huga, hvemig nýta mætti lóðir Alþingis með auknum húsa- kosti byggðum í áföngum, og í fyrirrúmi skyldi vera sá möguleiki að bæta aðstöðu þingmanna og skrifstofuhald Alþingis, þó þannig að í hagkvæmu sambandi væri við sjálft þinghaldið í Alþingishúsinu. Einnig skyldi huga að möguleikum á byggingu nýrra þingsala, og ættu byggingamar að geta tengst í eina heild, án þess að hróflað yrði við útliti núverandi Alþingishúss." Starfshópur sérfræðinga vann að þessari athugun. Snemma árs 1978 kom frá þeirra hendi ítarlegt rit um Alþingi, lóðir þess og aukinn húsa- kost. Stykkishólmur: Árshátíð grunnskólans Stykkishólmi. ÁRSHÁTÍÐ grunnskólans í Stykkishólmi var haldin í Fé- lagsheimilinu í Stykkishólmi á sunnudaginn. Gífurlegur mann- fjöldi var þar saman kominn enda um atriði 9 bekkjardeilda að ræða sem allir komu fram og stóðu sig vel. Var virkilega gaman að horfa á og heyra þau ýmsu atriði sem hér fóru fram, bæði í leik, söng, látbragði og mörgum leikfimisæfingum yngri bekkjardeilda. Það var gaman að sjá yngstu nemenduma þegar þeir sungu um stafína sfna undir stjóm og leik kennara á gítar. Og einnig þegar nemendur tóku þætti úr Kard- emommubænum. Og margt mætti fleira minnast á. Nemendur komu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.