Morgunblaðið - 23.03.1986, Síða 61

Morgunblaðið - 23.03.1986, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUflNUDAGUR 23. MARZ 1986 IÞROTTIR UNGLINGA Islandsmótið íhandknattleik: Úrslit nálgast NU UM þessa helgi, 21.—23. mars, faest endanlega úr því skorið hvaða lið koma til með að leika í úrslitakeppnum yngri flokka íslands- mótsins í handknattleik. Úrslit liggja þegar fyrir í nokkrum riðlum mótsins og hefur unglingafþróttasíðan fregnað af nokkrum þessara úrslita. í 6. flokki karla hafa ÍA og UMFA tryggt sór þátttökurótt í úrslitakeppninni. Fram, Grótta, Valur og Selfoss munu ásamt 4 öðrum liðum berjast um íslandsmeistaratitilinn í 4. flokki pilta. í 3. flokki stúlkna hafa borist lokaniðurstöður úr ölium riðlum nema A-riðli sem fresta varð vegna þess að Vestmannaeyjaliðin komust ekki til keppni um sfðustu helgi. Þau lið sem þegar hafa tryggt sór þátttökurótt f úrslKunum eru Vfkingur, FH, Haukar, ÍBK, ÍR og UMFN. Stjarnan, HK, Haukar, UBK, ÍR og Selfoss hafa tryggt sór sœti í úrslitunum í 3. flokki pilta. Urslitakeppnirnar munu fara fram 1. og 2. helgina eftir páska og að öllum líkindum munu þær allar fara fram í Reykjavík í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar. Mikill darraðardans í 3. flokki kvenna D-riðli höfðu þrjú lið möguleika á að hreppa annað þeirra tveggja efstu sæta sem veita rétt til þáttöku í úrslita- keppninni þegar seinasta umferðin í riðlakeppninni var hálfnuð. Þessi lið eru Grótta sem eru núverandi íslandsmeistarar i þessum flokki, ÍR og Njarðvík. Það var því oft mikill darraðar- dans í íþróttahúsinu á Seltjarnar- nesi þegar þessi seinasta umferð fór fram því hvert stig gat ráðið úrslitum. Gróttustelpurnar, sem flestar eru á yngra árinu í flokknum, stóð- ust ekki þessa spennu og í leiknum við Grindavík náðu þær aldrei að sýna sannfærandi leik þannig að Grindvíkingarnir sem voru frískar og fullar leikgleði höfðu alltaf undirtökin í leiknum. Þessum leik lauk með sigri Grindvíkinganna 5 mörk gegn 3. Þegar þessi úrslit lágu fyrir brutust út mikil fagnaðarlæti hjá ÍR-ingum og Njarðvíkingum því þau þýddu að úrslitakeppnissætin tvö voru þeirra. ÍR-stúlkurnar vildu samt sanna að þær væru þess fullkomlega verðar að taka þátt í úrslitunum og í leiknum gegn Reyni, sem var spilaður eftir að Ijóst var að (R- stúlkurnar voru öruggar í úrslit, börðust þær grimmilega. í þeim leik spiluðu þær mjog sterka vörn en voru þó fullgrófar á stundum. Að baki þessari vörn var Unnur markmaður í gifurlegu „stuði" og varði oft ótrúlega. í allt varði hún 12 skot í leiknum þar af 2 vítaskot. Haukar efstir í A-riðli 3. flokks pilta urðu Haukar efstir en það lið er skipað mjög skemmtilegum og jöfnum handknattleikspiltum. Fyrir síðustu umferð riðilsins höföu Haukamir svo gott sem tryggt sér úrslitasæti og voru þeir oft á tíðum kærulausir í þessari síðustu umferð. Þeir spil- uðu sóknarleikinn mjög skemmti- lega en voru latir og áhugalausir ivarnarieiknum. Þetta var mjög áberandi í leik þeirra gegn Njarðvíkingum þó svo að þeir sigruðu í þeim leik 22—18. Það eru Breiðabliksstrákamir sem fara með Haukunum í úrslita- keppnina úr þessum riðli en þeir strákar eiga mjög misjafna leiki geta unnið hvern sem er en líka tapað fyrir hverjum sem er. Morgunblaðið/VIP • Hjálpl Lárus Halldórsson UBK og Svavar Gfslason Njarðvik fóma höndum og horfa óttaslegnir á handboftann sam nálgast á ógnar- hraða. Olafur Þórðarson: Hefur gengið upp og ofan MARKMAÐUR Hauka f 3. flokki pilta heitir Ólafur Þórðarson og eru þau ófá skotin sem hann hefur varið f vetur. Ólafur er hóg- vær og geðþekkur iþróttamaður og skyldi engan undra þó hann ætti eftir að ná langt. Ekki vildi pilturinn sá spá mikið um möguleika liðs síns í úrslita- keppni Islandsmótsins: „Það kem- ur í Ijós. Kr, Stjarnan og Selfoss eru öll mjög sterk lið,“ var það eina sem hann hafði um það mál að segja, greinilega meðvitaður um að fæst orð bera minnsta ábyrgð. „Við höfum verið kærulausir í þessari síðustu umferð og tapað bæði fyrir UBK og FH, en annars er þessi riðill frekar auðveldur. Það ætti þó ekki að koma að sök í úr- slitunum því þjálfarinn okkar hefur passað vel uppá að fá æfingaleiki við sterkari liö þannig að við kæmum sem best undirbúnir í úr- slitin." Ólafur sagði að þessir æfinga- leikir hefur gengiö upp og ofan, t.d. hefði gengið mjög illa á móti Stjömunni. Að loknu þessu spjalli var Ólafi þakkað fyrir og óskað góðs gengis t úrslitakeppninni. RAGNHEIÐUR Jóhannesdóttir, fyríiiiðl 3. floks ÍR f handbolta, var tekin tali eftir að Ijóst var að hún og stöllur hennar höfðu unnið sér rétt til að leika f úrslita- keppni íslandsmótsins f hand- knattleik. Ragnheiður var að sjálfsögðu kát og hress svo og hinar ÍR-stúlk- urnar sem vöppuðu í kringum okkur og gættu þess að fyrirliði þeirra segði nú satt og rétt frá. „Það hefur verið mikill stígandi í þessu hjá okkur og við höfum smátt og smátt fikraö okkur upp stigatöfluna í riðlinum. Það er ekki síst að þakka þeirri frábæru þjálfun sem við höfum fengið í vetur að við erum á toppnum núna þegar mest ó reynir. Eftir 1. umferðina vorum við í 4. sæti í riðlinum, í 2. sæti eftir 2. umferð og núna höfum við tryggt okkur sæti í úrslitunum," sagði Rangheiður um gengi liðs síns í vetur. ÍR-stelpurnar- kváðust vera bjartsýnar um gott gengi í úrslita- keppninni og töldu að Týr úr Vest- mannaeyjum yrði þaö lið sem kæmi til með að reynast þeim erfiðast í þeirri keppni, „en það er svo frábær liðsandi hjá okkur að þetta veröur ekkert mál“, bætti Ragnheiður við sposk á svip. Stöðug stígandi - segir Ragnheiður Jóhannesdóttir fyrirliði 3. fl. ÍR • Ólafur Þórðarson markvörður handknattleiksliðs Hauka f 3. flokld hefur varið mörg skotin á þvf íslandsmóti sem nú er að Ijúka. Uð hans er komið f úrslrt en Ólafur var fámáll þegar hann var spurður um möguleika Hauk- anna f þeirri keppni. Vildi greini- lega láta verkin tala frekar en eitthvað annað. Eldhressar ÍR-stúlkur. Fremri röð frá vinstri: Kristfn B. Aðalsteinsdóttir, Ragnheiður G. Jóhannesdóttir, Unnur H. Jóhannsdóttir, Magnea Sverrisdóttir, Elfsabet L. Þórðardóttir. Aftari röð frá vinstri: Sólveig Hólm, Drífa Tryggvadóttir, Unda B. Jónsdóttir, Erla Magnúsdóttir, Matthías Matthfasson, þjálfari, Svava Sigurðardóttir, Þorbjörg Margeirsdóttir, Anna K. Sveinsdóttir. Á myndina vantar Þorstein Guðmundsson, þjálfara.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.