Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986
Í S A F 0 L 0
Tbótt umkvartanir um peningaeklu hjer
á landi sjeu almennar ogágóðum rok-
um byggðar, þá nemur þó staðar við
umkvartanimar, er fje lands og lands-
manna er margvislega látið fara út úr
landinu að nauðsy.ijalausu. Að vjer
ekki tölum um alla þá peninga, sem
vor óhaganlega verzlun dregur burt úr
landinu, og sem von bráðara skal ítar-
legar verða rætt, þá hefir landsstjómin
til skamms tlma gjört sitt 1 þessu efni,
þar sem hún við hin stórkostlegu bygg-
ingarfyrirtæki slðari ára (hegningarhús-
ið, fangahúsin, aðgjörðina á dómkirkj-
unni og nú loksins Reykjanessvitann)
hefir ekki þótzt geta notað innlenda
smiði. en lagt allt I útlendra manna
hendur, og befir þó reynslan sýnt, að
það er ekki allt fullkomið, sen^essjr
og kunnugt er, tekur tjeð Ijelag að sjer
ábyrgð gegn eldsvoða á tveim þriðjung-
um ábyrgðarverðs timburhúsa og múr-
húsa o. s.frv. Reykjavlkur, en Reykja-
vlkurkaupstaður tekur ábyrgðina að sjer
að þriðjungi. fetta gjörði Reykjavlk
samt ekki af sjálfsdáðum, heldur t.l-
neydd, af þvl danska bmnabótafjelagið
vildi ekki takast alla ábyrgðina á hend-
ur, og var meiningin ekki sú, sem rjett-
ast hefði þó verið, að bærinn tækist
sjálfur þriðjungs-ábyrgðina á hendur
beinlfnis, heldur var hún sú að „reassu-
rera“ sem kallað er. eða útvega gagn-
ábyrgð hjá öðmm útlendum fjelogum.
Hver hefir nú afleiðingin verið? Rúm-
ar 1400 krónur ganga á ári hveiju út
úr Reykjavik og út úr landinu til bruna-
bótafielags hinna dönsku kaupstaða, án
eldsvoti hafi komit far upp ( margt ir,
og þar á ofan zq aura af hvetjum zoo
kr. fyrir hús með tijeþaki, og 16 aura
af hveijum zoo krónum fyrir önnur hús
(3- íf- og 3- ff- b-)-
Er nú Reykjavlk meiri vorkunn, að
eiga bmnabótafjelag sjer, en Ej-firðing-
um að eiga sjótryggingafjelag sjer ?
Væri það ekki bæði gerðarlegra, Is-
lenzkara og sjer I lagi haganlegra, að
tryggja sjálfir hús sln hver með öðmm
og hver fyrir annan, og safna sjálfir
slnu ábyrgðargjaldi (1400 kr. á ári og
þaðan af meira, eptir þvl, sem liúsin
fjölga og tryggingamar með þeim) 1
innlendan sjóð, heldur en að senda þetta
fje út úr landinu, og sjá aldrei, ef vel
fer — þ. e. að skilja enginn húsbmni á .
sjer stað, — einn eyri af þvl aptur.
Fyrsta ísleaska ritgerðin og blaðagreinin um innlendar brunatryggingar birtist Í23. tölublaði ísafoldar
föstudaginn 20. september 1878 og var skrifuð af Grími Thomsen skáldi ogþingmanni. Greinin vakti
fögnuð útiá landi en hneykslun íReykjavík. Greinin var fyrirsagnarlaus ogán höfundarnafns.
Fyrstu blaðagreinar
hérlendis um inn-
lent brunabótafélag
eftirlnga. R. Helgason
Hinn 1. janúar 1917 tók Brunabótafélag íslands til starfa
og á því félagið 70 ára starfsafmæli í upphafi næsta árs.
Löggjöfin um félagið var hins vegar sett tveimur árum áður,
eða 3. nóv. 1915. Baráttan fyrir stofnun félagsins, sem lauk
með setningu laganna árið 1915, var bæði hörð og löng, og
saga þeirrar baráttu er um margt mjög fróðleg. Hún gerðist
á þeim tíma, er íslendingar voru að vakna til sjálfstæðis og
athafna á öllum sviðum þjóðlífsins og vakna til meðvitundar
um nauðsyn sjálfsforræðins og ábyrgðartilfinningar gagnvart
framtíðinni. Bestu menn þjóðarinnar voru hér nefndir til
sögunnar og baráttan fyrir innlendu brunabótafélagi — eins
og fyrir innlendri verslun — varð einn af þýðingarmestu þátt-
um sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.
Baráttan innan Alþingis
fyrir stofnun innlends
brunabótafélags stóð
með nokkrum hvíldum í 24 ár, ef
talið er frá 28. júlí 1891, þegar
Indriði Einarsson, þingmaður Vest-
mannaeyja, flutti frumvarp sitt til
laga um brunatryggingu í íslensk-
um kaupstöðum o.fl. Landshöfðingi,
Magnús Stephensen, tók frúmvarpi
Indriða ákaflega illa og hin danska
landstjóm barðist sem hún mátti
gegn hugmyndum þeim, sem boðað-
ar voru í þessu gagnmerka frum-
varpi og síðari þyngsályktunum og
þingmannafrumvörpum, sem sam-
þykkt voru, og hnigu í sömu átt,
uns yfir lauk og Brunabótafélag
íslands var stofnað með lögum nr.
54/1915.
Hin eiginlega barátta fyrir mái-
inu bytjaði þó utan Alþingis og
miklu fyrr, — eins og títt er jafnan
um málefni, sem eiga sér mikinn
hljómgmnn og sterka skírskotun.
En það er forvitnilegt fyrir okkur,
sem nú lifum á „íjölmiðlaöld" að
sjá, hvemig menn létu sér takast
að kveikja almenna umræðu um
málið og skerpa hana með blaða-
greinum miðað við þann blaðakost,
sem fyrir hendi var í landinu á þeim
tíma.
Ég ætla að fletta íslensku blöðun-
um frá þessum tíma, birta kafla úr
fyrstu greinunum og rekja stuttlega
áhrif þeirra á gang málsins. Staf-
setningu er haldið en leturbreyting-
ar mínar.
Þijár grundvallarástæður, sem
áttu sér rætur í raunveruleik ís-
lensks samfélags á þessum tíma,
lágu að baki hugmyndinni og síðar
kröfunni um stofnun innlends
brunabótafélags:
1. Talsvert var um bruna úti á
landsbyggðinni og í vaxandi mæli
og brunnu þá hús og bæir oftast
til ösku, enda litlar eða engar
brunavamir. Menn misstu eigur sín-
ar bótalaust, þar sem þær fengust
ekki vátryggðar.
2. Skortur á vátryggingarvemd
gagnvart bruna úti á landsbyggð-
inni hamlaði mjög allri mannvirkja-
gerð þar, bæði hvað snerti atvinnu-
húsnæði og íbúðarhúsabyggingar.
Óvátryggð hús voru ekki veðhæf.
3. Niðurlægjandi og óhagkvæmt
var að láta þá vátryggingarstarf-
semi, sem þó var rekin í landinu,
vera alla á höndum útlendinga.
Hér þarf að taka sérstaklega
fram, að þetta ástand var aðeins
úti á landsbyggðinni, þar sem allar
húseignir í Reylq'avík voru frá árinu
1874 brunatryggðar hjá Bruna-
bótafélagi dönsku kaupstaðanna.
Þessar þijár grundvallarástæður
fóru ekki fram hjá hugsandi mönn-
um og framsýnum. Vert er að geta
hér þeirra manna, sem létu málið
til sín taka á afdráttarlausan hátt
og skrifuðu merkar blaðagreinar
um það með þeim hætti, að telja
má þá frumkvöðla málsins. Sá fyrsti
er sjálfur Grímur Thomsen, þing-
maður, skáld og bóndi á Bessastöð-
um. Blaðagrein hans er fyrsta
blaðagrein á íslandi um nauðsyn
innlendra brunatrygginga. Hún var
svo hvöss, að hún kveikti strax í
Hið þjóðkunna skáld, þingmaður
og bóndiá Bessastöðum hóf
umræðuna hérá landi um nauð-
syn innlends brunabótafélags
með grein sinni í ísafold fyrir
108 árum. Iðulega var vitnað í
þessa grein íhérlendum blöðum
í áratugi eftirað hún birtist.
mönnum, vakti umræðuna um allt
land og olli deilum í Reykjavík.
Næstur er Björn Jónsson, ráðherra
og ritstjóri í Reykjavík, sem tók
mjög sterklega undir með Grími
Thomsen. Hinn þriðji er Friðbjörn
Steinsson, bæjarfulltrúi á Akur-
eyri, bóksali og stofnandi Stórstúku
Islands, en hann greip grein Gríms
Thomsen á lofti og hvatti mjög til
stofnunar innlends brunabótafé-
lags. Hinn fjórði er Einar Ás-
mundsson, þingmaður og bóndi í
Nesi, og er grein hans mjög rökföst,
en hann gerði sér á raunsæjan hátt
grein fyrir mótsetningum milli
Reykjavíkur og landsbyggðarinnar
í málinu. Síðan hleyp ég yfir til
ársins 1890 — 12 ár — og get hins
fímmta, sem er Þorleifur Jónsson,
þingmaður, ritstjóri og póstmeistari
í Reykjavík, faðir Jóns Leifs, sem
ritaði hlutlæga og sterka grein um
málið árið áður en það fór inn á
Alþingi.
Grímur Thomsen
Á árinu 1874 hóf blaðið ísafold
göngu sína í Reykjavík undir rit-
stjóm Björns Jónssonar. Björn var
faðir Sveins Björnssonar síðar
fyrsta forseta lýðveldisins, en
Sveinn Bjömsson varð einnig fyrsti
forstjóri Bmnabótafélags íslands.
Á árinu 1878 var Grímur Thom-
sen ritstjóri ísafoldar í forföllum
Bjöms, sem dvaldist þá erlendis.
í 23. tölublaði ísafoldar hinn 20.
september 1878 ritaði Grímur
skarpa ritstjómargrein á forsíðu
blaðsins án fyrirsagnar og höfund-
arnafns. Greinin snýst fyrst og
fremst um nauðsyn þess, að íslend-
ingar sjálfír stofni og reki hér inn-
lent bmnabótafélag, en jafnframt
skrifaði Grímur um nauðsyn þess
að stöðva útstreymi fjár frá íslandi,
en það mál var honum einkar
hugleikið. Vert er að hafa það í
huga, að frá þessari fyrstu blaða-
grein og þar til Bmnabótafélag ís-
lands var að lokum stofnað með
lögum liðu 37 ár.
I upphafi geinarinnar ræðir hann
um óhaganlega verslun og hversu
íslendingar séu hugsunarlitlir um
Qármál sín:
„Þótt umkvartanir um pen-
ingaeklu hjer á landi sjeu al-
mennar og á góðum rökum
byggðar, þá nemur þó staðar
við umkvartanimar, er fje lands
og landsmanna er margvíslega
látið fara út úr landinu að nauð-
synjalausu. Að vjer ekki tölum
um alla þá peninga, sem vor
óhaganlega verzlun dregur
burt út landinu, og sem von
bráðara skal ítarlegar verða
rætt, þá hefír landstjómin til
skamms tíma gjört sitt í þessu
efni, þar sem hún við hin stór-
kostlegu byggingarfyrirtæki
síðari ára (hegningarhúsið,
fangahúsin, aðgjörðina á dóm-
kirkjunni og nú loksins Reykja-
nesvitann) hefír ekki þótzt geta
notað innlenda smiði, en lagt
allt í útlendra manna hendur,
og hefír þó reynslan sýnt, að
það er ekki allt fullkomið, sem
þessir menn gjöra, t.d. fanga-
húsin vestra og aðgjörðin á dóm-
kirkjunni. Við þetta hefir
stórfje faríð út úr landinu; en
vonandi er, að landstjórnin
smámsaman breyti þessari
stefnu; að minnsta kosti stend-
ur nú til, að íslenzkir smiðir taki
að sjer höfuð-aðgjörðina á dóm-
kirkjunni; hefír ráðherrann
samþykkt boð innlends yfír-
smiðs í þessu efni.“
Hér eru uppi umvöndunarorð af
hálfu Gríms, en um leið setur hann
fram skýra pólitíska stefnumörkun
varðandi fjármál, verzlun og iðnað:
allt í hendur íslendinga svo sem
kostur er.
Síðan snýr Grímur sér að aðalefni
greinarinnar og notar áðurgreinda
stefnumörkun sem brúarsporð til
hatrammrar árásar á það fyirkomu-
lag, að Reyjavík skuli vera gustuka-
maður dönsku kaupstaðanna í
brunabótafélagi þeirra, og reisir að
lokum það merki að íslendingar
tryggi sjálfír hús sín hver með
öðrum og hver fyrir annan. Virðum
fyrir okkur hans eigið orðalag:
„Þá hafa landsmenn sjálfír
einnig verið nokkuð hugsunar-
litlir um þetta atriði, og skulum
vjer taka eitt dæmi frá sjálfum
höfuðstaðnum. Tilskipun 14.
febr. 1874 um eldsvoðaábyrgð
í Reykjavíkurkaupstað bindur
Reykjavík, að oss virðist, öld-
ungis að óþörfu við brunabóta-
fjelag hinna dönsku kaupstaða.
Eins og kunnugt er, tekur tjeð
fjelag að sjer ábyrgð gegn elds-
voða á tveimur þriðjungum
ábyrgðarverðs timburhúsa og
múrhúsa o.s.frv. Reykjavíkur,
en Reykjavíkurkaupstaður tekur
ábyrgðina að sjer að þriðjungi.
Þetta gjörði Reykjavík samt
ekki af sjálfsdáðum, heldur til-
) neydd, af þvf danska brunabóta-
fjelagið vildi ekki takast alla
ábyrgðina á hendur, og var
meiningin ekki sú, sem ijettast
hefði þó verið, að bærinn tækist
sjálfur þriðjungs-ábyrgðina á
hendur beinlínis, heldur var hún
sú að „reassurera" sem kallað
er, eða útvega gagnábyrgð hjá
öðrum útlendum fjelögum. Hver
hefír nú afleiðingin verið? Rúm-
ar 1400 krónur ganga á ári
hveiju út úr Reykjavík og út úr
landinu til brunabótafjelags
hinna dönsku kaupstaða, án
þess húseigendur Reykjavíkur
hafí síðan, ef Reykjavík gengur
úr brunabótafjelaginu, nokkurt
„tilkall til viðlagasjóðs eða
umboðssjóðs bunabótafélags-
ins“ (12. gr.). Þar á ofan er
Reylqavík háð öllum breytingum
á eldsvoðaábyrgðinni og bruna-
bótagjaldinu, sem síðar kunna
að vera gjörðar fyrir hina
dönsku kaupstaði, án þess frá
Reykjavíkur hálfu neitt orð verði
þar í lagt eða Reykjavík eigi
nokkum þátt í kosningu fulltrúa
flelagsins (3. gr.). Ef t.d. margir
eldsvoða í hinum dönsku kaup-
stöðum leiða það af sjer, að
brunabótagjaldið verður hækk-
að þar, þá verða húseigendur í
Reykjavík þegjandi að gjalda
þetta hærra gjald, þó enginn
eldsvoða hafí komið þar upp í
margt ár, og þar á ofan 20 aura
Bjöm Jónsson ráðherra varút-
gefandi ísafoldar og ritstjóri.
Hann tók vel undirmeð Grími
Thomsen í blaði sínu.
af hveijum 200 kr. fyrir hús
með tijeþaki, og 16 aura af
hveijum 200 krónum fyrir önnur
hús (3. gr. og 3. br.b.).“
Þegar hér er komið hnykkir
Grímur Thomsen heldur betur á og
notar stór orð:
„Er nú Reykjavík meiri vor-
kunn, að eiga brunabótafjelag
sjer, en Eyfírðingum að eiga
sjótryggingafjelag sjer? Væri
það ekki bæði gerðarlegra,
íslenzkara og sjer í lagi hag-
anlegra, að tryggja sjálfir hús
sín hver með öðrum og hver
fyrir annan, og safna sjálfir
sínu ábyrgðargjaldi (1400 kr.
á ári og þaðan af meira, eptir
því, sem húsin fjölga og trygg-
ingamar með þeim) í innlendan
sjóð, heldur en að senda þetta
fje út úr landinu, og sjá aldrei,
ef vel fer — þ.e. að skilja enginn
húsbmna á sjer stað, — einn
eyri af því aptur. Virðingarverð
hús í Reykjavík, sem tryggð em
gegn eldsvoða, er nú þegar yfír
hálfa milljón króna, og ætti það
þá að vera ókljúfandi, að eiga
sitt eigið tryggingafjelag? Eða
er það betra að verða gust-
ukamaður dönsku kaupstað-
anna og láta þá svo ráða ölhim
lögum og lofum við sig?“
Síðan lýkur Grímur Thomsen
þessari tímamótagrein með svo-
felldri framtíðarsýn:
„Þegar maður veit hversu
efnaður bær Reykjavík er, þá
má við því búast, að hann losi
sig sem fyrst úr þessu örðuga
sambandi. Fer varla hjá því, ef
Reykavík fær sitt eigið bmna-
bótafjelag, að þá munu allir
þeir húseigendur annarsstaðar á
landinu, að minnsta kosti í
nærsveitum (Hafnarfírði, Kefla-
vík o.s.frv.), sem tryggja vilja