Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1986
B 31.
Tatsuya Nakadai lalkur Hidet-
ora hlnn olilaera sam afsalar
sér völdum tll gíruga sona
sinna.
breytti Kurosawa ekki út af vana
sínum og lét stað og stund oftar
en ekki blása sér nýjar hugmyndir
i brjóst. Hann hefur hverja senu
fastmótaöa í pappírnum, en það
er sama hversu vel hann er undir-
búinn, stundum kemur fyrir að
hann breytir handritinu ef til að
mynda veðrið er ekki eins og
handritið gerir ráð fyrir. Dag einn
var hann að taka viðamikla senu
fyrir framan kastala sem byggður
var sérstaklega fyrir myndina. Það
hafði rignt um nóttina og jörðin
var vot. Aöstoðarmennirnir voru
lengi að koma „dauöum hermönn-
um" fyrir í réttar stellingar og
þegar tökur hófust var sólin komin
á loft og þokuslæða læddist með
hlíðum. Kurosawa ætlaði að bíða
þar til þokan hyrfi en þá fannst
honum hún Ijá atriðinu dulúðlegan
svip og ákvað að filma það eins
og það kom fyrir. Þokan hvarf
þegar tökum lauk, en Kurosawa
sá þegar filman kom úr framköllun
að atriðið var miklu drungalegra
og tilkomumeira og magnaðra en
hann hafði getað ímyndað sér.
Synirnir valdagráðugu,
faðirinn elliæri
Kurosawa er því ekki óvanur að
sækja efni mynda sinna í smiðjur
annarra listamanna, oftar en ekki
í margra alda gamlar sögur. Rash-
omon sótti hann í ævaforna goð-
sögn japanska, Blóðuga hásætið
er um austrænan Macbeth og í
annarri mynd birtist í dulargervi
enginn annar en Hamlet.
Ran merkir stjórnleysi eða innri
átök í japönsku og er hugmyndin
að henni sprottin uppúr Lé kon-
ungi Shakespeares og ef til vill
Goriot gamla Balzacs. Kurosawa
segir að hugmyndin hafi upphaf-
lega veriö sú að fjalla um Motonari
Mori, sautjándualdar stríðsjálk og
syni hans þrjá sem allir eru þekktir
í japanskri sögu fyrir sín fræknu
stríðsafrek í anda feðranna. En
Kurosawa lót ekki þar við sitja.
Hann langaði að kanna hvað gerð-
ist ef synirnir hefðu ekki veriö
þessir perlusynir — og þá komu
dætur Lés uppí hugann. Sagan
sem Kurosawa var að segja gerist
á miðöldum og því urðu afkvæmin
að vera karlkyns; valdabrölt meðal
kvenna var gersamlega óhugsandi
íJapan íþanntíð.
Lér er sem sagt orðinn að Hidet-
ore lchimonji, öldruðum stríðs-
hundi eins og þeir gerast klókastir,
en vill nú öllum að óvörum setjast
í helgan stein og njóta ævikvöids-
ins fjarri blóðugum barningi og
valdabrölti.
Hidetore á þrjá syni: Taro er
elstur og á því að erfa góssið.
Hann neyðir gamlingjann föður
sinn til að skrifa undir skjal þess
efnis að hann komist til valda. Jiro
er næstelstur og kemur Taro fyrir
kattarnef til að setjast í hásætið
sjálfur. Saburo er yngstur, traust-
ur, en eins og Kordelía gleymir
hann að stundum má satt kyrrt
liggja: hreinskilni hans verður þess
valdandi að hann er sendur í út-
legð.
Taro er kvæntur Kaede, metn-
aöarfullri og morðóðri kvensnift,
en það er hún sem hvetur Taro til
að hefja valdabröltið, og dregur
Jiro síðan á tálar þegar Taro hefur
fengið náðarhöggið.
Kurosawa hefur ekki gleymt fífl-
inu, sem er ómissandi í leikverkum
Shakespeares. Kyoami er sá eini
sem snupra má Hidetore og hann
er sá eini sem fylgir honum gegn-
um þykkt og þunnt — allra leiðina
inní storminn á heiðinni.
Keisarinn
Akira Kurosawa er eitt mesta
kvikmyndaskáld sinnar tíðar, ekki
aðeins í Japan heldur um gjörvalla
heimsbyggðina. Hann er hálfátt-
ræður og hefur unnið að kvikmynd-
un í fimmtíu ár. Hann hlaut
snemma viðurnefnið Keisarinn
(Tenno) ekki síður fyrir gífurlegt
skaplyndi en heimsfrægð og list-
ræn afrek. Hann leitar fullkomnun-
ar í öllu sem hann tekur sér fyrir
hendur og líður ekki mistök og
slóðahátt. Allir sem vinna með
honum bera óttablandna virðingu
fyrir Keisaranum. Skap hans getur
rokið uppí svo miklar hæðir a
fresta verður æfingum og mynda-
tökum dögum saman.
Þeir sem gerst þekkja segja að
mesti áhrifavaldurinn í lífi Kur-
osawa sé eldri bróðir hans Heigo,
sem fyrirfór sér þegar Kurosawa
var 23 ára. Heigo var Ijóðskáld
(benshi) sem naut virðingar á
blómaskeiði þöglu myndanna, en
var ýtt útí kuldann þegar hljóð-
myndir komu til sögunnar. Kur-
osawa fullyrðir að ekkert í verkum
sínum sé sjálfsævisögulegt, en
viðurkennir þó að sérhver mynda
hans hafi þróast út frá einhverjum
mikilvægum atvikum úr lífi sínu. í
mörgum mynda hans má finna
bróðurinn Heigo, manninn sem
ekki er lengur þörf fyrir: í Sjö
samúrai og Yojimbo eru það at-
vinnulausu stríðsmennirnir og í
Kagemusha er það staðgengillinn
sem rekinn er útá kaldan klaka
þegar fortíð hans er dregin fram í
dagsljósið.
Skoðanir á listamanninum Kur-
osawa er ærið misjafnar og fara
nánast eftir því hvaðan menn eru
ættaðir. Samlandar hans eru
vægast sagt sparsamir á lofsyrði
og er ekki laust við að öfund ráði
þar ferð, en leikstjórar í Vestur-
heimi og Evrópu eiga ekki nógu
sterk orð til að lýsa aðdáun sinni
á manninum.
Japanskir ieikstjórar fara flestir
undan í flæmingi þegar talið berst
að snilli Kurosawa. Leikstjórunum
Mizoguchi og Ozu finnst hann
gera grófar og harðneskjulegar
myndir, og Oguri, sem geröi hina
þekktu „Leirá", telur hann vera of
vestrænan í hugsun. „Það er ekki
nóg að stilla upp hóp hermanna
og láta þá berjast til síðasta blóð-
dropa," segir Oguri.
A Vesturlöndum kveður við
annan tón. Yngri leikstjórar eins
og Spielberg, Walter Hill og Copp-
ola segjast allir vera undir áhrifum
frá Japanska risanum. það er
auðvelt að nefna myndir sem leynt
og Ijóst spretta upp úr myndum
Keisarans. The Magnificient Seven
með Steve McQueen er vestræn
útgáfa af Sjö samúrai, The Outrage
eftir Martin Ritt er endurgerð á
Rashomon, Hnefafylli af dollurum
eftir Sergio Leone er stæling á
Yojimbo, heilu atriðin í Stjörnu-
stríðsmyndinni fyrstu eru stolin úr
Falda virkinu og Scarface eftir
Brian de Palma endar á sama hátt
og Blóðuga hásætið.
Leyfum Sidney Lumet að hafa
síöasta orðið: „Snilli er afl sem
ekki er hægt að útskýra, það
sprettur upp úr sál mannsins, og
vangaveltur um listræn afrek Kur-
osawa eru þvi útí loftið." HJÓ
Háskólabíó
— splunkuný tónlistarmynd um táninga
Háskólabíó sýnlr um pásk-
ana splunkunýja mynd, raunar
svo nýja að hún verður ekkl
frumsýnd I Bretlandi fyrr en I
naestu viku. ÞaA er tónllstar-
myndin „Tánlngar" en á fnim-
mállnu nefnist hún Absolute
Beglnners, sem er vel þekkt
heitl á grænjöxlunum þegar
þeir koma út I IfflA á tánlnga-
aldri.
Höfundur myndarinnar heitir
Julian Temple, og er mynd þessi
hans fyrsta stóra kvikmynd en
áður hefur hann unnið að fjölmörg-
um pönkmyndum. Julian Temple
vann sér það til frægðar fyrir
nokkrum árum að gera myndina
„The Great Rock’n Roll Swindle"
með pönkhljómsveitinni Sex Pist-
ols.
í „Absolute Beginners" koma
fram margir leikarar og ekki síður
frægttónlistarfólk, en meðal þeirra
sem eiga lög í myndinni eru The
Rolling Stones, The Kinks, Culture
Club, Boy George, Sade og David
Bowie, en titillag myndarinnar er
þegar farið að heyrast á öldum
Ijósvakans hér á landi.
Nílargimsteinninn í Bíóhöllinni
Bíóhöllin hefur tekið kvikmyndina „Nílargimsteininn“ (Jewel of the
Nile) til sýninga. Myndin er beint framhald af kvikmyndinni „Ævin-
týrasteinninn" sem hér hefur verið sýnd við mikla aðsókn. í aðal-
hlutverkum eru Michael Douglas, Kathleen Turner og Danny De Vito.
Góð þjónusta
í Grófinni
yfir páskahelgina
ísbúðin vinsæla
verður opin á skírdag, Iaugardag og 2. í páskum.
Aðalstræti 4
Freyðandi aldinsafar
og heitir drykkir. Opið skírdag og 2. í páskum kl.
14-21.
bjílslMIIWn Vesturgötu 3
Opið fimmtudag, laugar-
dag og 2. í páskum
Salatbar í hádeginu og á kvöldin.
Opið skírdag, laugardag
og 2. í páskum
Vorum að fá
nýtt efni
Vinsælustu myndirnar. Nýbúnir að opna sölutum,
öl, sælgæti og dagblöðin. Opið skírdag, laugardag og
2. í páskum frá kl. 12.00-23.30.
Myitdbanfbleigsn
HAFNARSTRÆTI 2
SÍMI621101
Opið um hátíðarnar, skírdag upppantað,
föstudaginn Ianga einkasamkvæmi, laugar-
dag opið frá kl. 12.00—24.00, páskadag
lokað, 2. í páskum opið frá kl. 12.00—01.00.
R E S T A U R A N T
S 1 M 1 1 7 7 5 9
Gleðilega páska