Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 5
hús sín, ganga í það fjelag, og
verði sú reynd á, sem hingað til
hefir verið, að húsbrunar varla
koma fyrir, þá mun þvflíkt fjeiag
vonum bráðar ná miklum þroska
og blóma. í 10 ár verða 1.500
kr. á ári að 15.000 kr., á 100
árum að 150.000 krónum, og
mun það þá reynast, að gott er
að eiga þennan skilding í landinu
sjálfu."
Eins og nærri má geta, vakti
þessi ísafoldargrein mikla athygli
og umtal. Áhrif greinarinnar urðu
langæ, eins og til var stofnáð, en
beindust í tvær áttir. Grímur hafði
reist þetta þjóðþrifamál og vakið
almennt umtal. Úti á landi éfndu
menn til fundarhalda og gerðu
samþykktir um nauðsyn innlends
brunabótafélags en á hinn bóginn
olli greinin hneykslun og jafnvel
gremju meðal forráðamanna í
Reykjavík. Eftir að Innréttingar
Skúla Magnússonar höfðu brunnið,
varð Reykvíkingum endanlega ljóst,
að koma yrði upp sem fyrst bruna-
vömum í bænum og vátryggingum
gegn eldsvoða.
Án þess að rekja þá sögu hér,
er rétt að benda á, að borgarafund-
ur í Reykjavík, 10. ágúst 1838
samþykkti, að teknar yrðu upp
brunatryggingar húsa í bænum og
að slíkt tryggingarfélag fengi inni
í Brunabótafélagi dönsku kaupstað-
anna (Bæjarstjóm í mótun, bls.
41). Stóð þetta í þrefí í 36 ár, þar
til loks að Kristján níundi gaf út
Tiiskipun sina 14. febrúar 1874,
að svo skuli gert.
Þegar sú barátta var til lykta
leidd á þennan hátt, þóttust Reyk-
víkingar hólpnir og vildu lengi vel
engar breytingar á þessu fyrir-
komulagi gera og alls ekki taka þátt
í sameiginlegu átaki með lands-
byggðinni um stofnun brunabótafé-
lags, sem tæki til alls landsins.
Þeir vildu því ekki hlusta á sjónar-
mið og rök Gríms Thomsen í málinu.
Og þá er að fletta fleiri blöðum.
Björn Jónsson
Það fór að sjálfsögðu ekki fram
hjá Bimi Jónssyni, ritstjóra, hvílík-
an úlfaþyt grein Gríms Thomsen
hafði vakið í Reykjavík. Öldungis
sammála Grími, skrifaði Björn mjög
snarpa ritstjómargrein í blað sitt,
ísafold, tíu dögum síðar, eða 30.
september 1878.
í þessari grein birti Bjöm þau
ákvæði Grágásar, sem giltu í þjóð-
veldisöld um hlutverk hreppanna
sem vátryggingarfélags, ef elds-
voða bar að höndum eða fallsótt
kom í fé manns, og tengdi þannig
hugmyndir Gríms um innlent
brunabótafélag allra landsmanna
þessum gullvægu lagaákvæðum
Þjóðveldisins, sem átti engan sinn
iíka á menningarsvæðunum í kring-
um okkur á þeim tíma.
Bjöm Jónsson byrjar ritstjómar-
grein sína með þessum orðum:
„Þó að sumir Reykjavíkur
búar hafí hneykslazt á greininni
í síðasta tölublaði þessa blaðs
um húsbrunaábyrgðina í
Reykjavík, þá getum vjer þó
ekki hjá oss leitt, að geta þess,
að eins konar trygging bæði
gegn húsbmna og skepnumissi
átti sjer stað hjer á landi í fom-
öld, og var þá hvert sveitarfjelag
undir eins ábyrgðarfjelag. Var
þá ekki leitað ásjár út fyrir
hreppinn auk heldur út fyrir
landið."
Síðan rekur Björn ritstjóri
ákvæði 49. kapitula kaupabálks
Grágásar og endar greinina með
fostu skoti:
„Hafí menn nú á íslandi á
11., 12. og 13. öld getað klofið,
að ábyijast hver fyrir annan og
hver með öðmm húsbmna og
nautamissi, þá ætti það að vera
kleift enn, ef ekki vantar góð-
an fjelagsanda, og ef ekki
væri sú venja komin á, að leita
alls liðsinnis fyrir utan sig,
en ekki innan."
Friðbjörn Steinsson
Grein Gríms Thomsen var tekið
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1986
B 5
með miklum fognuði á Akureyri en
þar gátu húseigendur ekki keypt
vátryggingu gegn bmna. Eygðu
menn möguleika á að koma slíkri
vátryggingu á með samstilltu átaki
kaupstaðanna og landstjómarinnar
eftir hina skeleggu grein Gríms.
Hið nýstofnaða Framfarafélag
Akureyrar tók mál þetta til umræðu
á fundum sínum og gerði um það
ályktanir. Friðbjöm Steinsson bók-
bindari á Akureyri flutti framsögu
um málið og árið 1879 í 37.-38.
tölublaði Norðlings (eigandi og
ábyrgðarmaður Skapti Jósepsson)
birtist ýtarleg grein eftir Friðbjöm,
sem gæti að uppistöðu til hafa verið
úr framsöguerindi hans. í þessari
grein em settar fram all mótaðar
hugmyndir um, hvemig að málinu
skuli staðið og mjög tekið undir
röksemdir Gríms Thomsen.
Grein Friðbjamar ber yfírskrift-
ina: Um brunabótaábyrgð ís-
lenzkra kaupstaða. Hann bytjaði
greinina á þessum orðum:
„Á framfarafélagsfundum
Akureyrarbúa hefír meðal ann-
ars komið til umræðu, að mjög
nauðsynlegt væri að fá ábyrgð
á húsum í Akureyrarkaupstað
gegn eldsvoða. Öllum bæjar-
búum hefir komið saman um
það, að málefni þetta væri mikið
framfaraefni fyrir bæinn, ef
menn gætu komið því á að
tryggja hús sín gegn eldsbmna;
en skiptar hafa orðið skoðanir
manna um það, á hvem hátt
menn bezt gætu komið bmna-
bóta-ábyrgðinni á. Sumir hafa
lagt það til, að bæjarbúar einir
skyldu byija að mynda bmna-
bótasjóð uppá eigin spítur, aptur
hafa aðrir, og það meiri hlutinn,
álitið að heppilegast mundi bæði
fyrir Akureyrarbúa og aðra
kauptúna byggendur yfír höfuð,
að allir íslenzkir kaupstaðir
stofnuðu bmnabótafélag í sam-
einingu, en engir hafa verið á
því, að fara að dæmi Reykvík-
inga, að fá Akureyri komið
inn í félag dönsku kaupstað-
anna.“
Síðan vitnaði Friðbjöm í ísa-
foidargrein Gríms Thomsen:
„Blaðið ísafold hefir 20.
sept. í. á. hreift máli þessu
og leitast við að ljúka upp
augunum á Reykvíkingum og
öram að vera ekki gustuka-
skepnur dönsku kaupstað-
anna í brunabótamálum, held-
ur að taka sér sjálfir ábyrgð-
ina. Að vísu hefir blaðið ekki
farið svo langt að stinga
uppá, að allir íslenzkir kaup-
staðir gengi í félag, sem þó
virðist í alla staði réttast og
heppilegast, bæði fyrir hvera
kaupstað útaf fyrir sig og allt
landið í heild sinni, því með
því mundi bæði ábyrgðar-
Friðbjörn Steinsson bókbindari
og bæjarfulltrúi á Akureyri tók
málið upp á fundum Framfarafé-
lags Akureyrar strax eftir grein
Gríms Thomsen og ritaði merka
grein um innlent brunabótafélag
í blaðið Norðling, sem Skapti
Josepsson gaf útá Akureyri.
Jrrmdir,
, velur
|rir »B
»cni
» biði
i ilm»
[rllrilun,
heflr
| »unnu*
Ijmlrtnri
lyflr »»
l'*
|iiti íyrir
FRÓÐ I.
I. AR.
Kraar »1 » rMi.«»*
ÞJÓÐÓLFUR.
R«ykJ»Tlk, I0»t»d»glnn 29. ágú»t 18W.
Mr.40.1
Bœjarbrunar og brunaábyrgö.
Fjórir bmir h*f* bmnnið hj*r á l*ndi
4. r&mu bálfn *ri Tlm nrWVbi"« »i«
vert »B kom* á fót innlendu votrygg-
ing*rfjel»gi, t»ki i ábyrgB »11. kon-
•r bú* og torfbw og muni þ*. *em t
þeim eru B*vmdir. ÞetU er hvl frem.
. I.. L
Brjef fri Englandl
Fri frjMantmr* ÞjUttfm
N0RBL1NGUK.
í TTl CQ firt Krmnr iil 2—3 * mJnníl.
III, öy------Oll. 311 Möd »ls nm iub.__________
Mlðvikuilaf; 19. Júni.
koslar 3 krónur árg. (erlrmlls lQ7ft I
i kr.) sISk nr. 20 anra. ÍUIW. I
Hciöursgjöf.
ABaUundur f.ránulil»e»im I fjrra «um»r 4kt»ð I elnu hljóðl,
Bð RUgið stjldi grfa Uupsljóra Tryg6»n Ouon«r»»jnl^ntaJ*-
‘ grip i þattlali*- og tirðingar.tyni fyrir allan dngnað h»n. og
drcngstnp I ret.tri Iclag.rertlunarinnar frt byrjun bennar, og tar
I þriggja manna nelml to.io til þea» »ð vdj. og t.upa gjóflu. og
,oru það þelr atra Arnljótur 4 nigisá, prúfaalur Björn n.lldóra-
ton I Laufltl og »l|»lngism»ður Kin»r Atmundtaon I Ne»l; folu
heir .lórtaupmönnunura l’eler.en k Ilolme taupio. Minjagripirn-
ir komu bingað mcð Diönu, eni þeir Iveir, og er annar þeirra »»nd»ð
gnllúr mcð gullfeali; cr haglega dreglð fangamark Tryggta 4 gim-
•tein i cnda letlarinnar, en innanl loti uriios eru gr»fln þetai orð :
Minjðgripnr
frá
SráfluljrlagsmQnnun
lil
TryK2,ta Gunnarssonar
1878.
•ð fart nottrum almennnm orðum um jarðabitur og cðli þelrrt I
jflr hOfuð. I
IlOf. IJtir atipnlega ng grclnilega Jarðabólum, eins og þ«r I
tlðkiat almcnt htr 4 landl, og þarf þ*i cigi að orðlengja um það. I
þeaa »il eg að elns gett, «ð þó hóaabrlur 4 jörð megi með réttu I
teljtat til Jirðabóla, mun nefndin eigl lufa litlO lil þeirra I tilðg- I
um alnum I 80.—81. gr. fr». enda ern acratatar 4k*arðanir I þ»í I
um húaabiítur 4 Jörðum. llír er þvl að elna að r*ða um hinar I
elgihlegu jarðabirtnr, a*o aem vato.»elllngar ar engl og 4 þúfna- I
alittun, túnrckt, girðlngar o. fl. ll»cr þcaal jarðabðt heflr ainatto j
gjOrcndur, efni og teik. An þclrra er engin Jarðabót hugaanleg |
eða möguleg. Annan gjflrandaon leggur JOrðin Ul, hlnn óbúandinu
htort aem hann er lelguliðl eða ekki. JOrðin leggur til frjúfaeml I
alna og efni en tbúandlno tlnnu aina og atorku. Htor þeaaara I
tteggja gjörenda þurfl melra fram að leggja til þelrra jarðabótt aem I
tiðkanlegar eru liir 4 landi, getur terið undir jmíum kringum- j
ataiðum komið, og þti hterra tcgundar fgfðabrturnar eru. Votna-
teillngar t. a. m. cru jafnaðorlega avo arðsamar og ko.lnaðarliUar,
að þar leggur Jörðin inargfalt melra III, og aama mt aegja um túna-
rckl að liún gelur terið ato orðsflm ef rill er að farið, að hiln
borgi margfaldlega það terk *em i hana er lagt. Oðru móli erað
gegna um glrðingar, og ef til vill þúfna.lr.ttnn þtl þar leggur 4-
ihiiandin meica fram rn ÍArHin »IV mlnnla tn.li I he*B h.l •*- -
Hér er mynd af nokkrum fjölmiðlum á seinni hluta nítjándu aldar.
Blöðþessi voru mjög áhrifarík enda mikið lesin. Fyrirsagnir voru
litlar en fáar myndir prýddu blöðin.
gjaldið verða lægra og alt það
fé sem kaupmenn nú, — bæði
i hinum stærri og smærri
kaupstöðum voroum — gjalda
í erlenda ábyrgðarsjóði,
renna þá i einn innlendan
branabótasjóð, er brátt mundi
verða mikið fé.“
Þessu næst rakti Friðbjöm sam-
band vátryggingar á húsum og
lánamöguleika til húsbygginga og
hélt röksemdafærslunni áfram:
„Að Akureyri, eða hinir
smærri kaupstaðir útaf fyrir sig,
geti stofnað ábyrgðarsjóð, virð-
ist vera ógjörlegt, svo að liði
verði; því meginkraptur hús-
eigna þar eru verzlunarhús, sem
Einar Ásmundsson þingmaðurí
Nesi gaf út blaðið Fróða á Akur-
eyri ogstuddi mjög hugmyndir
Gríms Thomsen. Hann skrifaði
harða grein útaf afstöðu bæjar-
stjómar Reykjavíkur í vátrygg-
ingarmálum.
eigendur sjálfsagt verða að fá
ábyrgð á í fulltryggðum ábyrgð-
arfélögum svo það væri óhugs-
andi fyrir hina aðra húseigendur
að stofna félag í þessu efni, svo
að tilætluðum notum yrði.
En þar á mót, ef allir íslenzkir
kaupstaðir legðu í einn bruna-
bótasjóð, sem væri bundinn
föstum lögum og reglum, þá
mundi fljótt koma tryggilegur
sjóður, og jafnvel þó ekki væri
í félaginu nema fjórir hinir
Þorleifur Jónsson varþingmaður
ogritstjóri Þjóðólfs ogsetur
fram hugmyndir um hrunatrygg-
ingar í blaði sínu, sem urðu að
lögum 25 árum seinna. Þorleifur
var póstmeistari í Reykjavík og
faðir Jóns Leifs.
stærri kaupstaðir í Reykjavík,
Akureyri, Ísaíjörður og Stykkis-
hólmur. Það er nú mikið búið
að greiða fyrir málefni þessu,
og einmitt nú er tími og þörf á
að hugsa um það — þar sem
búið er að virða allar húseignir
til skattgjalds; það er því hægð-
arleikur fyrir þing og landstjóm
að yfirvega malefni þetta ásamt
Reykvíkingum og klæða það í
hagkvæman íslenzkan búning."
Að lokum endaði Friðbjöm grein
sína með þessum hvatningarorðum:
„Eg get ekki annað séð, en
að málefni þetta sé fullkomlega
þess vert að allir kaupstaðabúar
hugleiði það nákvæmlega, og
skori á þing og landstjórn að
taka málið til meðferðar. En
Reykvíkingum, sem byggja
höfuðstað landsins, stæði
næst að standa í broddi fylk-
ingar, og leiða málefni þetta
sér og öðrum kaupstaðabúum
til gagns og sóma.“
Á fundi í Framfarafélagi Akur-
eyrar, sem haldinn var 29. nóvem-
ber 1879 (Norðlingur, 57.-58. tbl.)
skýrði Einar þingmaður Ásmunds-
son frá tilraunum sínum hér syðra
að fá afstöðu bæjarstjómar Reykja-
víkur til fram kominna hugmynda
um innlent brunabótafélag. Þessar
tilraunir höfðu ekki borið árangur
og af þeim sökum afréð Framfara-
félagið að skrifa sjálft og biðja
bæjarstjórn Akureyrar líka að
skrifa enn bæjarstjóm Reykjavíkur
um málið, og snúa sér einnig með
málið til bæjarstjómarinnar á
ísafírði.
Einar Ásmundsson
í upphafí árs 1880 hóf Einar
Ásmundsson útgáfu á blaðinu Fróði
á Akureyri. í framhaldi af afskipt-
um sínum af málinu á vegum Fram-
farafélags Akureyrar skrifaði Einar
mikla grein í 3. tölublað Fróða 31.
janúar 1880. Þegar sú grein var
skrifuð lá fyrir svar bæjarstjómar
Reykjavíkur við málaleitan Fram-
farafélagsins, þar sem fram kemur,
að Reykjavík hugsi hvorki til að
stofna brunabótafélag né slíta félag
við dönsku kaupstaðina.
Einar er mjög þungorður í garð
Reykjavíkur en ræðir málið af hlut-
lægni og er greinilegt að hann gerir
sér grein fyrir hversu þungt málið
verður næstu árin, þar sem útseð
er um forgöngu höfuðstaðarins. í
upphafi ræðir hann almennt um
nauðsyn vátryggingarstarfsemi í
samfélaginu og bendir á, að óvá-
tryggð húseign sé lítils virði.
Síðan skrifar hann:
„Eitt meðal hins marga, sem
oss vantar, og sem vjer þurfum
nauðsynlega að koma á stofn,
er brunabótafjelag eða trygg-
ingarfjelag fyrir eldsvoða. Við
þetta kannast líka margir, eink-
um í kaupstöðum landsins, þar
sem mest fje er lagt í húsabygg-
• ingar og eigi svo fáir kljúfa þrí-
tugan hamarinn til að útvega
sjer ábyrgð á húsum sínum í
öðrum löndum, þó það verði
mörgum erfitt og kostnaðar-
samt. Meiri hluti húseignar-
innar i landinu er þó ábyrgð-
arlaus með öllu, og þótt hús-
branar megi heita mjög sjald-
gæfir hjá oss, þá sjáum vér
einatt hús brenna upp og
verða að öskuhrúgu, bæði þau
sem era eign þjóðfjelagsins
og einstakra manna. Það er
ekki langt síðan bæði kirkjan á
Möðruvöllum í Hörgárdal og
íbúðarhús amtmannsins á sama
brunnu sitt í hvort sinn til kaldra
kola. Hvorugt þessara húsa var
í ábyrgð, og voru þau þó bæði
í umsjón landstjórnarinnar, sem
ekki ætti síður að hafa vit og
ráð til að sjá um sín hús en
einstakir menn.“
Þessu næst ræðir Einar Ás-
mundsson um forustuhlutverk höf-
uðstaðarins í þessu sem öðrum
nauðsynjamálum og hvemig
Reykjavík hefur brugðist í því hlut-
verki:
„Þó þörfín á tryggingu fyrir
eldsvoða sje mikil fyrir alla, þá
er hún þó einna mest fyrir
kaupstaðina, og því meiri, sem
kaupstaðurinn er stærri eða því
þjettbýlla sem þar er. Þetta hafa
líka Reykvíkingar fundið, og
menn hefðu haft ástæðu til að
vænta, að þeir yrðu til þess að
stofna brunabótafjelag bæði
fyrir sjálfa sig og aðra lands-
menn. Hveiju landi og ekki
sízt voru fámenna og strál-
byggða landi, er þörf á að
hafa höfuðstað, þar sem
helztu kraptar þess geta
sameinazt, ekki til að vera
aðgerðarlausir og því síður
til að vinna landinu ógagn,
heldur til að starfa að fram-
förum þess í öllum greinum.
Landið hefír nú gert Reykjavík
að höfuðstað sínum og mjög
mikill hluti af útgjöldum lands-
ins verður til inntektar og at-
vinnu fyrir þennan höfuðstað,
sem ekki er heldur eptir honum
að telja. En Reykjavík, sem
þannig lifír að miklu ieyti á