Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1986 oeet S5IAM .m fiii'jAUUTVMi'i .niaAiiaHUöffeiie Er RLR tilkynnt um öll verðbréfa- viðskipti Fj árf estingarf élagsins? eftirJón Guðmundsson Þar sem Fjárfestingafélagið hef- ur auglýst í fjölmiðlum að það taki margskonar skuldabréf og verðbréf í umboðssölu, ákvað undirritaður að reyna umrædda þjónustu og lagði inn til umboðssölu skuldabréf, sem ég hafði fengið í viðskiptum og sem var með veði að fasteign hér í bæ. Skuldabréfi þessu hafði verið þinglýst þann 10. mars og var að upphæð kr. 120.000. Lagði ég það fram til sölu. Nöfnum allra aðila var flett upp í vanskilaskrá og mér afhent kvittun. Þessu var lokið klukkan um 14.00 sama dag. Klukkan 16.30 hringdi maður sem kynnti sig sem fulltrúa Rann- sóknarlögreglu ríkisins, í veðleyfis- samþykkjanda skuldbréfsins og spyr hvort hann hafi raunveruleg skrifað undir þetta bréf. Ég vil því leyfa mér að spytja: Er það sjálfgefið að Fjárfestingafé- lagið álíti undirritaðan vera glæpa- mann, svo að Rannsóknarlögreglan þurfi að fá tilkynningu um allt sem hann aðhefst, þar eð möguleiki sé fyrir hendi að um fjársvik sé að ræða? Eða er það viðtekin venja að tilkynna RLR um öll verðbréfa- viðskipti Fjárfestingafélagsins? Ef svo er ekki, hvers vegna var þá farið fram á athugun á réttmæti undirskriftar fyrmefnds skulda- bréfs, sem var í minni eigu, og af hveiju var sú athugun ekki gerð á vegum Fjárfestingafélagsins sjálfs? Að þessum spumingum svöruð- um vildi ég líka gjaman vita, hvort ekki gildi neinn trúnaður hjá Fjár- festingafélaginu gagnvart við- skiptavinum þess. Ef Fjárfestinga- félagið kallar að tilefnislausu eftir aðstoð opinberrar rannsóknarstofn- unar, telst slíkt þá ekki vera trúnað- arbrot? Ef ekki, hvers vegna var þá eiganda skuldabréfs þessa ekki tilkynnt um þennan möguleika áður en viðskiptin vom gerð. Væntanlega gerir Fjárfestinga- félagið sér ekki ljóst hversu skaðleg og óþægileg málsmeðferð af þessu tagi er fyrir mannorð okkar, sem höfum með bréf þetta að gera, en viðskiptum okkar við Fjárfestinga- félagið var þó ekki hér með lokið. Næst skeður það, þremur dögum seinna, að ég hringi til Fjárfestinga- félagsins og fæ þá þau svör, að þeim sé ekkert um það gefið að selja neitt fyrir mig þar eð ég sé með mál á vanskilaskrá. Gott og vel. Ég lenti í fjárhags- örðugleikum fyrir nokkmm ámm, en það er allt upgert og frágengið og án þess að ég sé að bera ljár- mál mín á torg, þá tel ég mig ekki vera neinn „vanskilamann". Þeir em sjálfsagt margir sem hafa ein- hvem tímann lent í fjárhagsörðug- leikum á æfinni, eins og efnahags- málum hefur verið háttað á íslandi undanfama áratugi. Enn síður skil ég hvers vegna ég fékk ekki að vita um afstöðu félagsins fyrr en eftir að umrætt bréf var móttekið til sölu og ég hafði spurt af hvetju það hefði ekki selst. Það skal tekið fram að greiðandi og útgefandi em báðir algerlega blettfríir menn og ég er einungi? eigandi bréfsins, mín fasteign kemur þar hvergi nærri. Til frekari skýringa vil ég taka það fram, að títtnefnt bréf er með veði í búð sem er að bmnabótamati kr. 1.600.000 og áhvflandi veð samtals um 16% af brunamótamati. í fyrmefndu símtali var mér ráð- lagt að leita fyrir mér annars staðar um sölu á bréfinu sem ég og gerði með góðum og skjótum árangri, og þegar ég sótti bréfið var ég beðinn afsökunar á því að Fjárfestingafé- lagið hefði ekki selt það. Gott og vel. En ég var ekki beðinn afsökun- ar á því að hafa verið blekktur í upphsÆ, né heldur var ég beðinn afsökunar á þvi að Fjárfestingafé- lagið hafði tilkynnt mig til rann- sóknarlögreglunnar sem möguleg- an misiridismanh í fyármálum. Eg spurði þá hjá Fjárfestingafélaginu beinlínis hvort ég ætti ekki afsökun inni, en svarið var nei. Varðandi ágæti ofannefndrar vanskilaskrár get ég upplýst, að maður nokkur sem ég kannast við, er þar sagður vera gjaldþrota en skv. upplýsingum borgarfógeta er hann það ekki, nema síður sé. Eftir þessari skrá em þó örlög manna ráðin í íslensku fjármálalífi. Til skýringar vil ég geta þess að þessi svokallaða „vanskilaskrá" á að gefa til kynna hveijir hafi lent í vanskil- um en við gerð skil detta menn „Ef Fj árf esting-afélagið kallar að tilefnislausu eftir aðstoð opinberrar rannsóknarstofnunar, telst slíkt þá ekki vera trúnaðarbrot?“ ekki út heldur verða á skrá ca. 5 ár eftir sem áður. En setjum n ú svo að ég hefði verið sótsvartur vanskilamaður sem hefði séð möguleika á að grynnka á skuldum mínum með sölu þessa bréfs, eðajafnvel að greiða þær upp að fullu. I því tilviki hefði afstaða og ákvörðun Fjárfestingafélagsins lagt stein í götu mína og stuðlað að áframhaldandi vanskilum mín- um. Þannig mætti kannske segja, að Fjárfestingafélagið geri sitt til að vanskilamaður sem vildi bæta ráð sitt haldi áfram að vera van- skilamaður og ætti helst aldrei að eiga afturkvæmt í röð „heiðarlegra" manna. Sér er nú hver rökfræðin. Mér dettur í hug einfalt dæmi um húsbyggjendur, sem standa í ströngu þessa dagana. Ef eirihver þeirra vildi nú selja til þess að grynnka á vanskilaskuldum sínum og færi til fasteignasala, sem hefði sömu skoðanir og Fjárfestingarfé- lagið að leiðarljósi. Hvemig færi þá? Myndi þá ekki fasteignasalinn neita húseiganda um þjónustu sína á þeim grundvelli, að hann væri vanskilamaður? Er eignabreyting vanskilamanna kannske bönnuð með lögum settum af Fjárfestinga- félaginu? Mér er spum. Það þarf ekki að taka fram að ég áskil mér allan rétt í þessu máli. Með fyrirfram þökk fyrir birting- Höfundur stundar nám í Háskóla íslands. w w i 'Jmúnnh Fullkomið samræmi TANGA MINI MIDI MAXI AGUST ARMANN hf UMBOÐS-OG HEILDVERSLUN SUNDABORG 24 SÍMI 86677 'A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.