Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986 y«AM .V! .aiGA-'UVIUDaOM 3E A DROTTINS vm Umsjón: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Ásdís Emilsdóttir Svavar A. Jónsson Upprisutrú — í erli daganna Guðrún Nanna Sig- urðardóttir - ef við erum kristin hljótum við að geta lát- ið þessa gleði móta daga okkar. Kristur er upprisinn, Kristur er sannarlega upprisinn, syngur kirkjan glaðlega á páskamorgun. Og guðspjallið segir frá kraft- inum mikla, sem var svo sterkur að gröfin gat ekki haldið Jesú. Fólk fyllir kirkjurnar, heima bíður morgunverðarborð og svo allur dagurinn með tækifærum til samveru og útivistar. Hvernig nýtist fögnuður páskadagsmorgunsins í daglegu lífi, hátíð þess og erli? En páskagleðin gefur ekki öllum tækifæri til að fara í kirkju, syngja þar með öðrum og fara svo heim með sínum. Sumir eru Qarri fólki sínu og heimili, sjúkir á sál eða líkama. Hvemig nýtist páskagleðin þeim? Páskaviðtölin okkar eru við þau Guðrúnu Nönnu Sigurðardóttur ritara á Biskupsstofu og formann Kirkjukórasambands íslands og séra Sigfínn Þorleifsson sjúkrahúsprest. Þau spyrjum við ofangreindra spuminga. Þú syngur í kirkjukómum í Kópavogs- kirkju, Guðrún. Er gaman að syngja í messu kl. 8 á páskadagsmorgun? Það er ákaflega gaman og því fylgir sér- stök gleði, sem er auðvitað páskagleðin. Tónlistin speglar gleðina sem fylgir páskun- um og textamir auðvitað líka. Syngjum og veram glaðir, syngjum við, og Sigurhátíð sæl og blíð, ljómar nú og gleði gefur, Guðs son dauðann sigrað hefur. Þessi gleði kemur skýrar fram vegna nálægðar páskanna við langa og dapra föstuna, hún biýzt sterkar fram á páskunum en á jóíunum. Finnurðu gott samfélag við fólkið í kómum og fólkið, sem fyllir kirkjuna á páskadagsmorgun? Já, það er sérstök stemmning að fara út klukkan rúmlega 7 og sjá að allir era á sömu leið, allir streyma í kirkju. En það er ekki bara síðan ég byijaði að syngja í kirkju klukkan 8 á páskadagsmorgun, sem ég fínn þessa stemmningu páskamorgunsins. Alveg síðan ég var bam hef ég reynt að fylgjast með útvarpsmessunum klukkan 8 og mér hefur alltaf þótt það hátíðlegt. Nú varstu prestkona á Þingeyri í 28 ár. Fannstu sömu gleðina í páskamessun- um þar og hér? Já, já, eini munurinn var sá að þar var alltaf messað klukkan 2 á páskadag. Mér fínnst meira gaman að hafa messuna klukk- an 8. Það eru ekki allar messur jafn hátíð- legar og páskamessan. Finnst þér gaman að syngja i kirkjukórnum allan ársins hring? Já, allir, sem syngja í kirkjukóranum, syngja þar af því að þau hafa gleði af því. Annars væra þau ekki að því. Ekki syngjum við vegna ágóða- vona. Mér finnst margir sálmar kirkjunnar nokkuð þunglama- legir, páskasálmamir sannast að segja líka. Hvað finnst þér? Mér fínnst það ekki. Lögin era ákaflega falleg og það er gaman að syngja þau. Sum þeirra era dálítið viðamikil en ef vel tekst er gaman að syngja þau. Ég man að þegar ég hlustaði á páskamess- UfnSr-l iSaigldgihÚBnm fahnst mér hljómlistin kannski þung, en mér fannst hún falleg. Hún byijaði með þessari drjúpu nætur- og grafarró en breyttist smám saman í birtu og páskafögnuð. Fylgir gleði páskamorguns- ins þér svo út í hversdaginn, þegar þú ert aftur sezt við rit- vélina og símann héraa í erlin- um á Biskupsstofu? Páskagleðin höfðar alltaf sterkt til mín. Hún er gleði kristins manns og birtir þá gleði, sem mér fínnst eiga að fylgja kristinni trú. Kristin trú á að fylgja gleði en ekki dapurleiki. Ef við erum krist- in hljótum við að geta látið þessa gleði móta daga okkar. Ég held við reynum það alltaf, þótt það komi kannski ekki nógu vel í Ijós. Jesús er upprisinn Það var snemma morguns. Rétt farið að birta. Hermenn- irnir stóðu vörð við gröfina. Þeir urðu að sjá til þess að ekkert færi þar úr skorðum. Enginn fékk að koma nærri gröfinni. Þetta var nú þriðji dagurinn, sem þeir stóðu héma. Enn hafði ekkert gerzt. Enginn hafði heldur komið. En þessa kyrrlátu morgunstund kom einhver. Hann gátu hermennimir ekki stöðvað. Það var engill. Hann kom allt í einu. Frá himninum. Klæði hans voru hvít sem snjór. Og þegar fætur hans snertu jörðina fór hún að skjálfa. Hermennimir urðu skelfingu lostnir. Þeir horfðu á engilinn ganga að gröfinni og velta þungum steinunum frá. Þá tóku þeir til fótanna og flýðu eins hratt og þeir gátu. Og eng- illinn varð einn eftir við gröfina. Á þessari kyrru morgunstundu varð Jesús aftur lif- andi og gekk út úr dimmri gröfínni. Hann var upprisinn frá dauðum. Dauðinn gat ekki haldið honum. Hann var nefnilega sonur Guðs. Nú var hegningin búin. Aldrei framar myndi hann þjást, aldrei vera dapur. Englamir voru þjónar hans, sem Guð hafði sent til hans. Og allir hinir englamir voru líka þjónar hans. Hann var konung- ur himins og jarðar. En lærisveinamir vissu ekki að Jesús var orðinn lifandi og hafði gengið út úr gröf sinni. Nú komu nokkrar konur að gröf- inni. Það voru þær, sem höfðu lagt Jesúm í gröfina. Þær voru undur hryggar, þær vissu ekki betur en Jesús væri enn dáinn. Þegar þær komu í garðinn fóru þær að hugsa um hver gæti hjálpað þeim að velta steininum frá gröfinni. Allt í einu stönzuðu þær. Augun urðu stór af skelfingu. Það var búið að velta steininum frá. Hver hafði komið að gröfínni? Höfðu óvinirnir komið og tekið lát- inn líkama Jesú? En þá töluðu englamir við þær. Þeir sögðu þeim að Jesús væri upprisinn. Þeir báðu þær að fara og segja lærisveinunum frá því. Og þær fóru. Hvem hittu þær á leiðinni? Hver kom á móti þeim? Drottinn Jesús. Hann var lifandi. Meistarinn var aftur kominn til þeirra. ... og utan hringiðunnar Hvemig er að tala um upp- risutrú á sjúkrahúsi, séra Sig- urfinnur? Ég get frekar borið vitni um það hvemig er að tala um krossinn á sjúkrahúsi, forsendur uppris- unnar. Sumir era hér aðeins í - stiswsn tíma. .aðrir lenri. Allir mæta missi, missi á heilsu, lík- amskröftum, jafnvel lífínu sjálfu. Trúin talar til margra í þeim aðstæðum, sem blasa við á sjúkra- húsi. Á föstunni hefur boðskapur trúarinnar fengið nýtt innihald, píslarsagan talar til fólks um samstöðu Krists með manninum. Vonin skín í gegnum þjáninguna. Ég get ímyndað mér að saga Krists héma megin páskanna gefí páskatrúnni dýpri merkingu í hugum þeirra, sem era sjúk, hún boðar varanlegan fögnuð, sem er óháðurveðrabrigðum lífsins. Flest fólk fer væntanlega af sjúkrahúsum heilla en það kom. En finnst þér þú sjá að upprisu- trúin huggi og styrki þau, sem vita að senn er komið að því að þau muni deyja? Já, oftar en ekki sé ég að hún er hin endanlega von. Vonin er ákaflega sterk, þótt hún verði fyrir áföllum. Allt beinist að því að fá heilsu og bata, fá lengri tíma með sínum, lifa enn einu sinni páska. Þegar allt um þrýtur er það vonin, sem nær út yfír gröf og dáaða, von eiiíís iífs. Fó'k fínnur þessa von kannski ekki endilega í þessari röð, heldur eins og flæði. Það, sem fólk hefur lært sem böm og unglingar, hefur sterk áhrif. Á sjúkrahúsi skerpist lífsskilningurinn og dýpkar, þá hverfur fólk til þess, sem það lærði í fyrstu bemsku. Það finnur traust til Guðs sem föður, sem lætur sér annt um menn og veitir sigur yfír þjáningunum og dauð- anum. Telurðu að við séum of rög við að ræða opinskátt um dauð- ann? Við lifum á tímum þegar lífslík- ur manna hafa aukizt gífurlega. Ekki sizt hér á landi og konur hafa vinninginn eins og í mörgu. Samfara því höfum við þá kannski Séra Sigfinnur Þorleifsson - stórt skref til að ná sáttum við lífið er að geta horfzt í augu við dauðann sem veru- leika og eiga þá trú að Jesús hafi unnið sigur. fengið þá röngu hugmynd að allt- af sé hægt að lengja lífíð og fresta því sem lengst, sem við vitum að bíður. í fyrri kynsóðum var dauð- inn miklu náttúralegri hluti af lífi fólks. Þegar ég var prestur austur í Ámessýslu kynntist ég fullorðn- m manni, sem ég var samtíða um tíma og jarðsöng. Hann var laghentur og smfðaði nokkur hús. Hann hafði í huga hvemig her- bergjaskipunin hafði verið ákveð- in og setti það niður fyrir sér hvar skyldu vera gluggar og dyr. Hér eiga að vera dyr, sagði hann, og þær verða að vera nógu breiðar til að koma kistu út um þær. Það fannst honum sjálfsagt. Þá dó fólk heima. En núna er dauðinn ekki hluti af uppvexti bama. Hann tilheyrir stofnunum og verður þess vegna framandi og óttalegri en ella. Stórt skref til að ná sátt- um við lífíð er að geta horfzt í augu við dauðann sem veraleika og eiga þá trú að Jesús hefur unnið sigur með dauða sínum á krossinum og upprisu sinni og sá sigur tilheyrir okkur fyrir trú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.