Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1986 B 29 Flugleiðir — ég krefst svara Ég á 2ja ára gamla dóttur sem líður af þeim sjúkdómi sem kall- aður er astmi. Hann lýsir sér þannig að líkaminn bregst við ákveðnum áreitum með sam- drætti lungnaberkja og aukinni slímframleiðslu í veggjum berkj- anna. Afleiðing þessa verða þrengsli í berlqum, útöndun leng- ist og verður hvæsandi og við- komandi þarf að erfíða við öndun til að ná nægilegri súrefnismett- un. Sannað er að tóbaksreykur framkallar þessi viðbrögð hjá mörgum astmasjúklingum er því miður með dóttur mína. Um daginn fylgdi ég vinkonu minni út á Reykjavíkurflugvöll og var dóttir mín með í ferðinni. Svo mikið var reykt allsstaðar í afgreiðslu- og biðsalnum að mér ofbauð gjörsamlega og var engin leið að ég gæti haft bamið þama inni því að skaðlausu. Blá reykj- armóða lá yfír öllu þannig að mann sveið í augun og á þó að vera bannað að reykja þama. Hef ég nú fregnað það frá mörg- um aðilum að ástandið sé svipað þessu, á degi hveijum í öllum afgreiðslusölum Flugleiða. Við emm miklu fleiri sem ekki reykjum. Af hveiju líðum við það að troðið sé svo gersamlega á rétti okkar til að vera í reyklausu umhverfí sem þó á að heita lög- boðið á opinberum afgreiðslu- stöðum? Nú er mælirinn fullur. Ég get þolað það sjálf að reykt sé yfír mér í tíma og ótíma en þegar bamið mitt þarf að líða fyrir þennan órétt með andþyngslum og jafnvel köfnunartilfínningu krefst ég réttar míns og vona ég að fleiri taki undir með mér. Ég krefst þess að fá að vita hver sé ábyrgur fyrir því að ekki sé reykt í afgreiðslusölum Flug- leiða. Ef það er enginn sérstakur þá fer ég fram á að einhver verði skipaður í það embætti af hálfu fyrirtækisins strax! Ég krefst þess einnig að mér verði svarað af ábyrgum aðila frá Flugleiðum. Nýlega var í Velvakanda spurt hvort einhverjir könnuðust við, að tánum væri gefín nöfn. Ég fjallaði um nöfnin á tánum fyrir nokkrum misserum í Ríkisútvarp- inu í þættinum um Islenzkt mál. Nokkur svör bámst, og vom menn almennt sammála um, að fremur sjaldgæft væri að gefa tánum sérstök heiti. Nafngiftim- ar em mismunandi eftir lands- hlutum. Frá Siglufírði, af Strönd- um og úr Dalasýslu bámst þessi nöfn talin frá stóm-tá: Vigga, Ég tek það skýrt fram að ég sætti mig ekki við hálfvelgjusvör um að ekkert sé hægt að ráða við ástandið eða að það sé yfír- valdsins að sjá um að reglunum sé hlýtt. Það hlýtur að vera kappsmál hvers heiðarlegs fyrirtækis að fara að landslög- um! Reykingar í bönkum em bannaðar og þar dettur engum í hug að reykja, enda yrði honum vísað strax út. Ég bíð í ofvæni eftir svari — mér leikur sannarlega forvitni á að vita hvemig hlutaðeigandi ráðamenn Flugleiða réttlæta þessi lögbrot fyrir sjálfum sér og öðmm, Háa-Þóra, Stutta-píka, Litla- Gerða og Lilla. Ur Eyjafírði: dyrgja, bauga, geira, budda og grýta og úr Rangárvallasýslu: Stóra-Jóa, Nagla-Þóra, Langa-Dóra, Stutta-Þóra og Litla-Lóa. Ef lesendur þekkja önnur nöfn en þau sem ég hef nú talið upp þætti okkur gott að frétta af þeim. Guðrún Kvaran, Orðabók Háskóíans, Arnagarði. Hrund Guðjónsdóttir Sérstök heiti á tánum RORÐBÚNAÐUR TIL LEIGU Leigjum út alls konar borðbúnað fyrir fermingar- veislur og önnur tækifæri, s.s. diska, hnífapör, glös, bolla, veislubakka og fleira. Allt nýtt. Borðbúnaðarleigan, sími 43477. JESUS LIFIR Hver er hann? Fólkið svaraði: Jesús frá Nasaret. Hefur myndin um hann vakið at- hygli þína? Ef þú vilt vita meira um hann, þá hringdu í eitthvert þessara númera. 91-21111,91-25251,91-21934, 91-31100,96-25688,96-25771, 96-25254,98-2130,98-1616, 98-1529,98-1711. Áætlanagerð fyrirtækja Þáttur áætlanagerðar í stjórnun íslenskra fyrirtækja hefur aukist verulega á undanförnum árum. Ástæða þess er fyrst og fremst aukinn skilningur stjórnenda á nauðsyn markvissrar áætlanagerðar, sem verkfæri til að ná settum markmiðum. En einnig hefur tilkoma einkatölva og sérstakra áætlanagerðaforrita s.s. Multiplan og Lotus 1-2-3 gert vinnu við áætlanagerð þægilegri. Stjórnunarfélag íslands heldur námskeið þar sem fjallað verður um áætlanagerð sem stjórntæki til að ná sem bestum árangri í rekstri og stjórnun fyrirtækja. Efni námskeiðsins er m.a.: Hvar er Mikki mús? Bryndís 10 ára skrifar: Mig langar að koma eftirfarandi orðsendingu til sjónvarpsins: Mér finnst of lítið af barnaefni í sjón- varpinu fyrir 9—14 ára krakka. Af hverju er ekki endursýnt „Einu sinni var“? Og hvar er Mikki mús sem okkur var lofað, og átti að sýna rétt eftir áramót? Því eru ekki á dag- skrá skemmtilegar teiknimyndir eins og Fred Flintston, Bleiki pard- usinn o.fl? Mér finnst „Fame“ ágætur þátt- ur, en það er eiginlega það eina sem krakkar á mínum aldrei geta horft á, að undanskilinni Búrabyggð. Gleðibankinn er traustur Einhver Anna setur fram undarlega spumingu í Velvak- anda þann 25. mars sl. varðandi útgáfuréttarstöðu „Gleðibank- ans“. Staðan í dag í þessum málum er þannig að hvorki væntanlegir flytjendur né höfundur hafa gert samning við útgefanda enn. Annars er ég ekki vanur að nenna að ansa svona rugli. Bankinn er traustur. Páskaheilræði SVFÍ Ferðafólk: Gætið varúðar og fyrirhyggju á ferðum ykkar. Á þessum árstíma er allra veðra von og færð fljót að spill- ast. Varist að vera einsamlir á ferð á hættulegum stöðum. Gerið öðrum grein fyrir ferðum ykkar og áætlaðan komu- tíma. Látið ekki óaðgætni og slys spilla gleði ykkar á þessum hátíðisdögum. - Ymsar tegundir áætiana s.s. stefnumótandi áætlun, fjárhagsáætlun, greiðsluáætlun og rekstraráætlun. Skipulag áætlanagerðar, þ.e. hver gerir hvað, hvenær og hvernig. Efnahagsleg uppbygging fyrirtækis, kynning á hugtökum og kennitölum, svo sem framlegð, framlegðarstigi, núllpunkti, arðsemi og veltuhraði fjármuna. Tekju- og kostnaðareftirlit og samanburður á bókhaldi og áætlun. Kynning á áætlanagerðarforritum og tölvutækni sem hjálp við áætlanagerð. Raunhæf verkefni veröa í gerð rekstrar- og greiösluáætlana. Leiðbeinandi: GísliArason, rekstrarhagfræðingur. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Magnús Eiríksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.