Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 28
28 B
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986
/, Ef wiS getum brotiS nýrnaóttirvxna,
er &kM.\ þörf á uppókurbi."
*
Aster...
... að senda henni
reglulega blóm.
TM Reg. U.S. Pat. Off.—all ríghts reserved
© 1986 Los Angeles Times Syndicate
Þá vil ég benda ykkur &
að í stórflóði á dðgunum
skolaði burtu trjám sem
skyggðu á útsýnið úr stof-
iinnm út á sjóinn.
Með
morgunkaffinu
Mundu það að ég get með
einum kossi gert þig aftur
að kolkrabba?
HÖGNIHREKKVÍSI
„ pö HBFUR AFTVR VEZlE> AE> SLAST/ *
Söluskrá útflutningshrossa
Mér barst um daginn eyðublað
frá Félagi hrossabænda í sambandi
við söluskrá fyrir útflutningshross.
Maður getur ekki orða bundist og
párað nokkrar línur á blað.
Á eyðublaði þessu stendur meðal
annars: „Með staðfestingu eigenda
eða tamningamanns er staðfest að
hesturinn er ekki með dulda galla,
s.s. hálfgeltur hestur, jötunnagari,
loftsvelgur, heysjúkur hestur,
spatthestur, eða með annars konar
leynda galla að mati dýralæknis.
Slíkir gallaðir hestar verða á ábyrgð
seljanda og dæmist þeir innan mán-
aðar erlendis af dýralækni með slíka
galla er litið svo á að þeir falli í
sláturhúsi án verðs til seljanda."
Með þessu móti er það sett al-
gjörlega í vald erlends dýralæknis
hvort seljandi fái hestinn borgaðan.
Það er verið að vantreysta íslenzk-
um dýralæknum (dýralæknisskoð-
un útflutningshrossa) sem eru lærð-
ir úr sömu skólum og þeir erlendu.
Við skulum skoða dæmi um
gallaða hesta sem taldir eru upp á
eyðublaðinu. ■ „Hálfgeltur hestur."
Það hlýtur að vera eineistungur,
þ.e. hestur sem geitur er af hálfu
leyti. Sá galli dylst yfírleitt ekki.
Eða er meint hestur með streng?
Mundi danskur dýralæknir dæma
hest með streng og þar með í slátur-
hús sem geltur er eftir íslenzkan
þýsklærðan dýralækni. Geldingaað-
ferðir eru víst mismunandi eftir
löndum.
„Jötunnagari" hlýtur að eiga
vera jötunagari nema vera skyldi
að hestar erlendis nagi jötna. Hest-
ar naga jötur vegna efnaskorts,
eirðarleysis, eða leiðinda. Hesti sem
leiðist í nýjum heimkynnum og
færi að naga timbur, yrði umsvifa-
laust slátrað.
Hestar gætu ofkælst og orðið
lungnaveikir eða spattast í flutning-
um, og íslenzkir milligöngumenn
mundu fírra sig allri ábyrgð. Þar
með er skaðinn seljandans. Flat-
hæfður hestur getur dæmst með
hófsperru af erlendum dýralækni án
frekari rannsókna og færi sömu
leið.
Ég hef heyrt margar sögur um
óprúttna hestakaupmenn hérlendis
og erlendis sem hafa svikið og reynt
að svíkja hesta út úr íslendingum
með erlendum vottorðum. Nú á
bara að gulltryggja ósómann.
Hversvegna fer Félag hrossa-
bænda, sem sennilega á að standa
vörð um hagsmuni þeirra, ekki fram
á að dýralæknisskoðun hérlendis
verði tekin gild erlendis í staðinn
fyrir að snara sjálfa sig? Og hver
verður trygging seljanda um að
hestinum verði slátrað? Á síðasta
ári voru send út sláturhross og þeim
þurfti helst að fylgja ættartafla,
sennilega svo hægt væri að nefna
steikumar eftir heimkynnum hross-
anna. Nú ef hestur sem fluttur yrði
út rejmdist með dulda kosti hvað
yrði þá gert?
Steingrímur Viktorsson
Víkverji skrifar
Sérhver kynslóð nálgast frásögn-
ina um líf og dauða Krists með
egar þetta er ritað hafa verið
sýndir tveir þættir af hinni
miklu kvikmynd Franco Zeffirelli
um líf Jesú frá Nazaret í sjónvarp-
inu. Þessi næstum tíu ára gamla
mynd vakti mikla athygli, þegar
hún var fyrst sýnd og hefur hún
hlotið lof víða um lönd. Það þarf
mikið áræði til að ráðast í gerð
myndar af þessu tagi um efni, sem
flestir þekkja. Allt frá bamæsku
hafa margir gert sér í hugarlund
af lestri og Iýsingu annarra, hvemig
þeir atburðir gerðust, sem sagt er
frá í hinni helgu bók.
Fyrir leikstjóra og kvikmynda-
gerðarmann er ekkert áhlaupaverk
að taka slíkt efni, sem öllum er
hugleikið, til meðferðar. Zeffírelli
hefur fengið flokk úrvalsleikara til
liðs við sig. í hópi þeirra, sem sömdu
kvikmyndahandritið, er Anthony
Burgess, sem er af sumum talinn
fremsti rithöfundur Breta nú á tím-
um. Það er því ekkert til sparað í
því skyni að gera hinni helgu sögu
sem best skil á hvíta tjaldinu.
Það, sem hingað til hefur verið
sýnt, einkennist af virðingu fyrir
viðfangsefninu. Hófsamlega er
gengið til verks, þegar dýrðarverk-
unum er lýst. Engum brögðum er
beitt til að skrumskæla starf Meist-
arans. Dæmisögumar njóta sín í
látlausri en sterkri frásögn. Var
orðið tímabært, að ríkissjónvarpið
gæfí okkur færi á að kynnast þessu
listaverki um mikilsverðustu at-
burði mannkynssögunnar.
sínum hætti og með þeirri tækni
til listsköpunar, sem hún hefur á
valdi sínu. Nú á tímum upplýsinga-
og fjölmiðlabyltingar eru kvik-
myndir og myndbönd þeir miðlar,
sem einna best eru fallnir til þess
að koma okkur í snertingu við hina
tæplega 2000 ára gömlu atburði.
En það eru önnur og kannski varan-
legri listaverk, sem bera trúnni á
Krist gleggst vitni. Nægir í því efni
fyrst að nefna hinar glæsilegu kirkj-
ur víða um heim. Kynslóð fram af
kynslóð hafa menn beitt hugviti
sínu til að breyta trúarþörfínni í
varanleg mannvirki eða minni-
svarða af öðru tagi.
Vikan, sem nú er að líða á milli
pálmasunnudags og laugardags
fyrir páska, hefur frá fyrstu tíð
verið daprasti tíminn í lífí kristins
manns. Eftir gleðina, sem ríkti við
innreið Jesú í Jerúsalem, tók sorgin
við og krossfestingin. Þessi vika
hefur verið nefnd dymbilvika, efsta
vika eða kyrra vika. Orðið „dymbil-
vika“ vísar til þess, þegar menn
sýndu sorg sína í verki með því að
skipta um kólf í kirkjuklukkum.
Hljómmiklir jámkólfar voru fjar-
lægðir og dymblar, trékólfar, voru
settir í þeirra stað. Hljómlaus högg-
in í kirkjuklukkunum endurspeg-
luðu depurð og drunga, sem breytt-
ust síðan í fagnaðarríka gleði á
páskadag við upprisu frelsarans.
Hin fornu heiti á þeim dögum,
sem nú eru að líða, eru að
hverfa úr málinu. Nú tala menn
helst um ferðalög „í páskavikunni"
og er þá vísað til helgidaganna.
Smátt og smátt hafa skírdagur og
föstudagurinn langi verið að breyta
um svip, ef þannig má orða það.
Þeir eru í meira mæli en áður, sér-
staklega fostudagurinn langi, not-
aðir til hvers kyns keppni. Þó helst
enn meiri helgi yfir þessum dögum
hér á landi en víðast hvar annars
staðar. Og ekki eru þær venjur, sem
skapast hafa um samkomuhald á
laugardeginum fyrir páska, síður
einstæðar fyrir okkur.
Hér skal síður en svo mælt með
því, að horfíð verði frá þeim venjum,
sem við höfum tileinkað okkur um
helgihald og frí á páskum. En lík-
lega er það ekki annað en raunsæi
að álykta sem svo, að það breytist.
Smátt og smátt fá dagarnir í kyrru-
viku á sig hversdagslegri blæ hér
eins og annars staðar. Spumingin
er ekki hvort heldur hvenær, og svo
má velta því fyrir sér, hvemig unnt
er að standa gegn því. Víkverji
hefur engin ráð á takteinum í því
efni.
Eins og Kristur boðaði sjálfur er
það raunar ekki hin ytri umgjörð,
sem skiptir mestu, heldur hugarfar-
ið. Á meðan boðskapur píslarsög-
unnar og vonin, sem upprisan veitir,
gleymast ekki, er manninum borgið.
Minnumst þess yfír hátíðina, hvers
vegna til hennar er stofnað. I