Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986 KJÖRSKRÁ Kjörskrá til borgarstjórnarkosninga, sem fram fara 31. maí nk., liggur frammi almenningi til sýnis á Manntalsskrifstofu Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, 2. hæð, alla virka daga frá 30. mars til 28. april nk., þó ekki á laugardögum. Kjörskrárkærur skulu hafa borist skrifstofu borgar- stjóra eigi síðar en 16. maí nk. Kjósendur eru hvattir til þess að athuga, hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Reykjavík 27. mars 1986 Borgarstjórinn i Reykjavík ^ Kjörskrá Vegna bæjarstjórnarkosninganna á Selfossi 31. maí 1986, liggur frammi á bæjarskrifstof- unni Eyrarvegi 8, frá og með 1. apríl til 28. apríl nk. á venjulegum skrifstofutíma. Kæru- fresturertil 16. maí. Bæjarstjórinn á Selfossi GCDIRGRIPIR línsverksmiðjunum dönsku. Diskurinn kostar 1.490 krónur. Bréfapressur, handunnar úr gleri. Framleiðandi er GLER í Bergvík. Þær kosta 1.090 krónur. Jafnframt leyfum við okkur að benda á dagatal fyrir 1986 með gömlum Reykjavikurmyndum. Á því em myndir og uppdrættir af Reykjavík allt &á árinu 1725 og fram til okkar daga. Almanakið fæst í bókaverslunum. Þessa veglegu gripi hefur Afmælisnefnd Reykja- víkur látið framleiða í tilefni 200 ára afmælis Reykja- víkur. Minnispeningar í vönduðum gjafaöskjum, slegnir í sterlingsilfur og kopar. Silfurpeningurinn kostar 2.750 krónur en koparpeningurinn 950 krónur. Ef keypt er 1 sett í gjafaöskju, kostar það 3.500 krónur. Um er að ræða takmarkað upplag. Veggdiskur, framleiddur af Bing & Gröndal postu- Af mælisnef nd Reykjavíkur Aðalfundur Ferða- félags Islands: Davíð Ólafs- son kjörinn heiðursfélagi 59. aðalfundur Ferðafélags ís- lands var haldinn miðvikudaginn 5. mars sl. og sóttu fundinn 121 félagsmaður. Fundarstjóri var Eyþór Einarsson, segir í frétt frá félaginu. Forseti félagsins, Höskuldur Jónsson, setti fundinn og minntist látinna félaga, þeirra Páls Jónsson- ar, sem lést 27. maí 1985 og Jóns Snæbjömssonar, sem lést 6. sept- ember 1985. Páll Jónsson var í stjóm Ferðafélagsins frá 1947- 1978 og ritstjóri Arbókar frá 1968— 1982. Páll var kjörinn heiðursfélagi Ferðafélagsins árið 1980. Jón Snæbjömsson var einn af endur- skoðendum félagsins og kosinn til þess starfs árið 1976. í skýrslu stjómar fyrir árið 1985 kom fram að það ár var gott ferða- ár og umtalsverð aukning á far- þegum miðað við 1984, eða 14,7%. Á síðasta ári var mikið unnið að viðgerðum og endurbótum á sælu- húsum félagsins. Eldra húsið á Hveravöllum er orðið sem nýtt, einangrun og klæðning var sett neðan á loftið í sæluhúsinu í Land- mannalaugum, í Þórsmörk var lokið við endumýjun á Skagfjörðsskála og það sem mesta athygli vekur e.t.v. er stór og góð „verönd" meðfram húsinu að sunnan og vestan, sem var afar vinsæl hjá gestum okkar í veðurblíðunni sl. sumar. Ferðafélagið hóf að gera göngustíga í Langadal árið 1984 og var því verki haldið áfram. Öll vinna í sambandi við viðgerðir og viðhald á sæluhúsunum var unnin í sjálfboðavinnu og er það dugmikið fólk á öllum aldri, i sem ver frístundum sínum í þágu Ferða- féiagsins. Tvær nýjar göngubrýr voru settar upp á árinu, Önnur á Fúlukvísl á Kili, hin á Kaldaklofskvísl, sem er á leiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Á árinu kom út fyrsta bókin í ritröð, sem Ferðafélagið hefur hafið útgáfu á og nefnd hefur verið „Fræðslurit FI“. Þessi bók ber heit- ið „Gönguleiðir að Fjallabaki", þ.e. lýsing á gönguleiðum út frá Land- mannalaugum um „Laugaveginn“ til Þórsmerkur. Höfundur er Guðjón Ó. Magnússon, kennari. Ferðafélaginu barst peningagjöf úr dánarbúi Páls Jónssonar, fyrrv. ritstjóra Árbókar, og á að veija raunvöxtum af upphæðinni til þess að verðlauna ljósmynd í Árbók fé- lagsins. Davíð Ólafsson, seðlabankastjóri, fyrrverandi forseti Ferðafélagsins, var kjörinn heiðursfélagi af stjóm félagsins og afhent skrautritað skjal því til staðfestingar á aðal- fundinum. Fundarsókn var óvenjugóð og af því má ráða, að verulegur fjöldi félaga lætur sig varða mál Ferðafé- lagsins, enda augljós gróska í öllu starfi þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.