Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 17
16 B
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986
Ónæmistæring
frxðsla er bezta TÖrnin
Þrátt fyrir ítarlegar blaðagreinar og sjónvarpsþætti um vábeiðuna
AIDS er fólk enn í óvissu um hvemig sjúkdómurinn berst milli
manna. Þótt sérfræðingar í ónæmis- og smitsjúkdómum séu þess
fullvissir að veiran, sem veldur ónæmistæringu, smitist ekki við
venjulega umgengni né snertingu virðast þó margir hafa áhyggjur
af slíku. Þessi misskilningur á líldega að e-u leyti rætur að rekja
til þess að læknum er yfirleitt þvert um geð að fara með afdráttar-
lausar fullyrðingar. Fremur en að neita skýrt og skorinort þegar
þeir em spurðir hvort ót-veiran geti smitað við venjuleg samskipti
milli manna segja þeir gjaraa að ekkert hafi hingað til komið fram
sem bendi til að slíkt geti átt sér stað. Fólki, sem ekki gerir sér
grein fyrir þessari varkárai lækna, finnst svona svör bera vott um
óvissu.
Einfölduð mynd af gerð ót-veirunnar
Kápan er úr seigfljótandi fituefnum með prótín-sameindum sem
geta „krækt“ í T-frumumar. Erfðaefni veirunnar mynda tvö bönd
sem eru undin saman eins og tvöfaldur gormur.
Helgi Valdimarsson læknir kenn-
ir ónæmisfræði og situr í samstarfs-
hópi Landspítalans og Borgarspítal-
ans um vamir gegn ónæmistær-
ingu.
ru vinir, vinnufélagar og fjöl-
i
Rætt við
Helga
Valdimarsson
lækni
skyldur AIDS-sjúklinga í smit-
hættu?
Nei, þeir em það ekki. Þó hef ég
alltaf þann fyrirvara að ekkert er
óbrigðult í þessu lífí. Hættan á ót-
smitun er hins vegar alveg hverf-
andi í venjulegri umgengni fólks,
hvort sem það er á heimili, vinnu-
stað, almenningssalemum eða hjá
hárskerum og snyrtifólki. Rann-
sókn í Bandaríkjunum á fólki sem
býr með ót-sjúklingum tekur af
allan vafa um þetta. Niðurstöður
þessarar könnunar vom nýlega
birtar í alþjóðlegu læknatímariti og
em að mínu mati alveg óyggjandi.
Hvað með smit á sundstöðum?
Veiran missir smithæfni sína afar
fljótt í vatni jafnvel þótt í því séu
engin sótthreinsandi efni. Veiran
þolir ekki heldur að þoma.
Smitast fólk þá einvörðungu við
kynmök eða blóðblöndun?
Já, það er rétt og ég vil leggja
ríka áherslu á að ónæmistæring er
kynsjúkdómur. Slíkir sjúkdómar
smitast nánast eingöngu við kyn-
mök, blóðblöndun eða fæðingu.
Þess vegna er unnt að vinna gegn
útbreiðslu þeirra með smitvamarað-
gerðum gagnstætt sýkingum eins
og t.d. mislingum eða kvefi sem
smitast milli einstaklinga með úða.
Um kynsjúkdóma gilda því sérstök
lög sem eiga að auðvelda smit-
vamaraðgerðir gegn þeim.
Hvers vegna er AIDS-veiran
svona lítið smitandi?
Það er einkum þrennt sem
ákvarðar hversu smitandi veimr em
almennt. í fyrsta lagi magn þeirra
í þeim líkamsvessum sem berast
milli fólks í venjulegum daglegum
samskiptum. í öðm lagi hversu
fljótt smithæfni veiranna hrömar
þegar þær koma út úr líkama smit-
Helgi Valdimarsson.
berans. í þriðja lagi getur það skipt
sköpum hversu margar fmmur við
höfum á yfirborði okkar sem em
móttækilegar fyrir þeim veirum
sem að okkur steðja. Veirur geta
nefnilega ekki valdið sýkingu nema
þær komist inn í fmmur. Þær veirur
sem valda kvefi eða mislingum geta
t.d. náð tangarhaldi á þeim fmmum
sem mynda yfirborð slímhúða í nefi
og koki. Veimmar fjölga sér síðan
í þessum fmmum og ná þess vegna
mikilli þéttni í nefslími og munn-
vatni. Slíkar veimr finnast því í
miklu magni í úða frá vitum þeirra
sem em smitaðir. Jafnframt em
þeir, sem fyrir úðanum verða, mjög
móttækilegir fyrir veimm af þessu
tagi, vegna þess hversu auðveldlega
þær ná taki á slímhúðarfmmum
öndunarveganna.
Ót-veiran nær hins vegar ekki
tangarhaldi á þeim fmmum sem
mynda yfirborð slímhúðar en verður
að komast í tæri við svokallaðar
T-fmmur til að geta smitað. Mjög
lítið er af þessum T-fmmum á yfir-
borði líkamans og þess vegna er
lítið af veimnni í þeim líkamsvess-
um sem berast á milli manna í
venjulegri umgengni. Jafnframt er
ót-veiran viðkvæm og missir fljótt
smithæfni eftir að hún berst út úr
líkamanum. Mest er af veimnni í
blóði en einnig getur verið talsvert
af sýktum T-fmmum í sæði smit-
aðra einstaklinga. Hins vegar verð-
ur þéttni veimnnar í munnvatni,
þvagi, támm eða svita, trúlega
aldrei nægilega mikil til þess að
þessir vökvar geti orsakað smitun.
Það em engar T-fmmur í ystu
lögum húðarinnar og ekki heldur á
yfirborði slímhúða ytri kynfæra.
Hins vegar er talsvert af T-frumum
á yfírborði þeirra slímhúðar sem
klæða meltingarveginn, og sérstak-
lega er mikið af þeim í slímhúðum
endaþarms og kokeitla. Einnig em
yfirborðslægar T-fmmur í þvagrás,
legi og leghálsopi. Allt þetta skýrir
hvers vegna veiran smitar ekki
nema við blóðskipti eða samfarir.
Hvað gerist svo ef ót-veiran nær
taki á T-fmmunum?
T-fmmumar stjóma sýklavöm-
um líkamans. Þær em því á stöðugu
flakki og koma víða við í leit sinni
að sýklum og öðmm framandi efn-
um í líkamanum. Greini þær sýkla
geta þær sent boð til annarra fmma
sem drepa sýklana.
Hugsanlegt er að heilbrigt vam-
arkerfí geti í ýmsum tilvikum út-
lýmt ót-veimnni áður en hún nær
varanlegu tangarhaldi á T-fmmun-
um. Slíkt er komið undir ástandi
vamarkerfisins þegar smitun á sér
stað hversu margar veimr berast
að líkamanum og hvar og hvemig
þær ber að. Takist veimnni hins
vegar að ná varanlegri bólfestu í
T-fmmum líkamans getur eitt af
þrennu gerst. í fyrsta lagi tekst
stundum friðsamleg sambúð milli
veimnnar og ónæmiskerfísins. Þeir,
sem þannig er ástatt um, kenna sér
einskis meins. í öðm lagi getur
hafíst barátta milli veimnnar og
ónæmiskerfisins, en svokölluð for-
stigseinkenni ónæmistæringar em
einmitt afleiðing slíkra átaka. Hér
er um að ræða eitlastækkanir sem
verða vegna aukinnar virkni í
ónæmiskerfínu, megmn, svita og
hitaköst. Hjá mörgum slíkum sjúkl-
ingum heldur vamarkerfíð velli og
til allrar hamingju nær veiran ekki
að leggja ónæmiskerfíð í rúst nema
hjá 5—15% þeirra sem smitast og
fá þeir hið banvæna lokastig sjúk-
dómsins. Þetta á að vísu bara við
fyrstu 5—7 árin eftir að smitun á
sér stað og við vitum eki hvað
gerist að þessu leyti þegar til lengri
tíma er litið.
Hver em fyrstu merki þess að
veiran hafí náð að eyðileggja ónæm-
iskerfið?
Kannski má líkja T-fmmum við
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1986
B 17
frumumiar. Eftir það
getur tvennt gerst.
Erfðaefni veiruimar
blandast erfðaefnum
Æð með rauðum blóð-
kornum og hvítfrum-
um.
Hins vegar geta
erfðaefni veirunnar
orðið allsráðandi.
Friiman framleiðir þá
lítið annað en efni i
nýjar veirur. Þessar
nýju veirur koma sem
„knappskot" út úr
T-frumunni og taka
þá „kápuna" með sér.
Þegar veiran fer inn
skilur luin „kápuna“
eftir á úthinmu
T-frumunnar. Ein-
ungis erfðaefni veir-
unnar fara inn í frum
una.
a.
Erfðaefni veirunnar
geta lialdist óvirk og
frunian framleiðir þá
ekki nýjar veirur.
:!ÍÉplW
sem T-frumurnar
skríða um í leit að
framandleika.
fruma. Þetta getur
gerst ef veiran kemst
inn í æðar eða vefi
Veiran nær ekki að
smita nenta hún nái
taki á úthimnu T-hvíl
radarbúnað í vamarkerfí þjóða. Líkt
og radar greina T-frumur utanað-
komandi óvini og senda jafnframt
boð til þeirra sem eiga að halda
óvininum í ske§um. Það má því
segja að ástand sjúklings með
ónæmistæringu sé svipað og hjá
þjóð sem misst hefur radarbúnað
sinn í hendur óvinahers.
Læknavísindin hafa ekki áður
þurft að glíma við svona vandamál.
Þegar ót-veirunni hefur tekist að
lcggja ónæmiskerfíð undir sig geta
margvíslegar örverur farið að valda
veikindum. Þetta eru gjama örver-
ur, sem ekki sýkja fólk með heil-
brigt ónæmiskerfí. Þær era einu
nafni kallaðar tækifærissýklar, því
þær grípa tækifærið og sýkja þá
sem ekki koma vömum við. Þessar
sýkingar geta komið fram hvar sem
er í líkamanum, en þær era tíðastar
í lungum, meltingarvegi og heila.
Einnig er nú að verða ljóst að ót-
veiran sjálf getur skaddað tauga-
kerfí og heila. Þess vegna getur
tauga- eða geðbilun stundum verið
fyrsta einkenni ónæmistæringar.
Hversu útbreidd er veiran orðin
meðal íslendinga?
Nú hafa fundist um 20 smitaðir
einstaklingar hérlendis og er einn
þeirra þegar látinn. Enn sem komið
er virðist smitunin nær einvörðungu
bundin við homma hér á landi.
Flestir telja þó að það sé einungis
tímaspursmál hvenær ót-veiran fer
að breiðast út meðal þeirra sem
hneigjast að gagnstæðu kyni. Við
vitum ekki um raunveralegan fjölda
smitaðra á íslandi en giskum á
50—200 manns.
Hvað telur þú að ónæmistæring
geti náð mikilli útbreiðslu hérlendis?
Um það er afar erfitt að spá á
þessu stigi. Því valda a.m.k. tveir
óvissuþættir sem geta skipt sköp-
um. I fyrsta lagi er enn ekki vitað
hversu smitandi sjúkdómurinn er
við samfarir milli karls og konu.
Konur era þó líklega í meiri smit-
hættu frá körlum en öfugt. Það er
vegna þess að veiran getur verið í
töluverðri þéttni í sæði, en sæðis-
vökvi inniheldur jafnframt ónæmis-
bælandi efni sem auðvelda veiranni
að ná tangarhaldi á líkama konunn-
ar. í öðra lagi er erfítt að segja
fyrir um hversu mikil áhrif vitneskja
um smitleiðir ónæmistæringar hef-
ur á kynlífshegðun fólks. Hommar
erlendis, og einnig hér á íslandi,
hafa tekið þessi mál föstum tökum
og m.a. dreift bæklingum um
hvemig hægt er að minnka smit-
hættu. Mönnum er t.d. ljóst að
gæta verður sömu varkámi í kynlífí
hvort sem þeir viija forðast að smita
aðra eða smitast sjálfír. Því miður
á þessi fræðsla ekki greiðan aðgang
að leynihommum og er það talsvert
áhyggjuéfni. Sumir hommar hneigj-
ast líka til kvenna og slíkir menn,
svo og þeir menn er leita á náðir
gleðikvenna, munu dreifa ót-veir-
unni út fyrir hópa eiturlyfjaneyt-
enda og homma.
Það próf, sem notað er til að
greina smitun, byggist á mælingu
á mótefnum gegn veiranni. Hversu
áreiðanlegt er þetta próf?
Prófíð greinir a.m.k. 80% þeirra
sem hafa smitast. Talsvert langur
tími getur liðið frá því að smitun á
sér stað þar til mótefni myndast,
allt upp í eitt ár, þó flestir verði
jákvæðir innan 3ja mánaða. Líklega
eru þó einhveijir sem aldrei mynda
nein mótefni. Það hefur komið til
tals að mótefnaprófa aila þjóðina
til að gefa öllum kost á að vita
hvort þeir era jákvæðir eða nei-
á að hann hafi verið neikvæður
fyrir slysið.
Er líklegt að læknar verði beðnir
um að gefa upp nöfn þeirra sem
reynast jákvæðir við prófun, líkt
og gerðist í Kólóradó?
Það hefur verið ákveðið að engin
opinber skrá verði haldin hérlendis
með persónulegum upplýsingum
um einstaklinga sem hafa smitast.
Aðeins verður fylgst með fjölda
smitaðra einstaklinga, kynferði
þeirra og aldri. Aðrar upplýsingar
verða eingöngu í vörslu þess Iæknis
sem hinn smitaði leitaði til. Þetta
er afar mikilvæg ákvörðun vegna
þess að hætt er við að margir
myndu veigra sér við að koma í
rannsókn ef þeir vissu að þeir lentu
á opinberri skrá ef þeir reynast
vera sýktir. Þessi fælingarhætta
opinberrar skráningar er að mínu
mati mun meiri í sambandi við
ónæmistæringu heldur en aðra
kynsjúkdóma vegna þess að ónæm-
istæring hefur tengst hommum,
flestir smitaðra era einkennalausir
og ekki er hægt að bjóða upp á
neina meðferð sem stöðvar sjúk-
dóminn.
Viltu lýsa nánar í hveiju smit-
vamaraðgerðir gegn ónæmistær-
ingu era fólgnar?
Þær felast fyrst og fremst í
fræðslu. Veiran _er ennþá lítið út-
breidd meðal íslendinga. Sjúk-
dómurinn smitast ekki við önnur
samskipti en blóðblöndun og kyn-
mök. Frekari útbreiðsla ót-veirann-
ar er þess vegna algerlega háð því
hvort fólk tekur mið af þessari
staðreynd. Fjöllyndi og ógætni í
kynlífí er einfaldlega lífshættulegt
á þessum „síðustu og verstu“ tím-
um. Auk þess að vera lífshættulegt
getur það verið beinlínis háskalegt
fyrir þjóðfélagið.
Ef aðvaranir um gætni í kynlífí
hafa lítil áhrif má búast við að
fjöldi smitaðra tvöfaldist á u.þ.b.
sex mánaða fresti. Rannsóknir á
útbreiðslu annarra kynsjúkdóma
benda til að um 5% af Islendingum
séu fjöllyndir í kynlífí. Segjum að
hér sé um að ræða 10.000 manns.
Þeir yrðu þá allir orðnir smitaðir
fyrir árið 1990. Þetta er að vísu
ítrasta svartsýnisspá, sem gerir ráð
fyrir að fræðsla og aðvaranir um
ót-smitun hafí engin teljandi áhrif.
En ef hún rætist, myndu a.m.k.
1.000 manns fljótlega fá hið ban-
væna lokastig sjúkdómsins.
Hins vegar er ég það bjartsýnn
að trúa því, að fræðsla muni hér
skipta sköpum, þannig að veiran
nái aldrei veralegri útbreiðslu hér
á landi. Þetta gerir þó kröfu um
að kynfræðsla í skólum verði mun
markvissari en hún hefur verið til
þessa.
Þórdís Bachmann
Rafsjármynd af T-frumu sem hefur sýkst og er orðin útungunarstöð
fyrir ót-veirur. Myndin til vinstri er af frumunni sjálfri, en á mynd-
inni er svæðið innan femingsins stækkað frekar til að sýna hveraig
nýmyndaðar veirur era að losna sem knappskot til hægri frá T-fram-
unni.
kvæðir. Þetta er alls ekki raunhæft
vegna þess að prófin era ekki
nægjanlega ótvíræð. Ymsir hafa
t.d. mótefni sem trafla þessi próf án
þess að hlutaðeigandi hafí nokkra
sinni komist í tæri við ót-veirana.
Hveijir ættu að láta prófa sig?
Allir, sem hafa haft kynmök við
homma sl. 7 ár, og karlmenn sem
hafa á sama tímabili átt mök við
gleðikonur. Einnig ráðleggjum við
konum sem hafa haft kynmök við
karlmenn sem þær vita ekki deili á
að láta prófa sig. Auðvitað skiptir
miklu máli hvort slík kynmök áttu
sér stað í San Fransisco eða norður
í Grímsey. Einnig ættu allir sem
hafa sprautað sig með eiturlyfjum
að notfæra sér þessa þjónustu. Þá
bjóðum við öllum sem fást við sjúkl-
inga eða rannsóknir á ónæmistær-
ingu, upp á prófun. Það gæti skiipt
miklu máli lagalega, ef vinnuslys
yrði, að viðkomandi geti sýnt fram
Rafsjármynd sem sýnir innra borð Iítillar æðar. Kúlurnar sem loða
við æðaþekjuna eru T-frumur. ílanga T-fruman í neðra horninu til
hægri (sjá ör) er að skríða út úr æðinni gegnum æðavegginn. (Þús-
und föld stækkun.)