Morgunblaðið - 06.04.1986, Page 33

Morgunblaðið - 06.04.1986, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 33 Afmæliskveðja: Eyjólfur Magnús- son í Múla Þann 16. feb. 1986 átti gamall og traustur vinur minn, Eyjólfur Magnússon, níræðisafmæli. í því tilefni var honum haldið samsæti á Hótel Loftleiðum og var þar margt valinkunnra manna saman komið til að hylla öldunginn. Ég ætlaði fyrir löngu að vera búinn að minnast þessara tímamóta í lífi hans, með lítilli blaðagrein, en sökum mikilla anna hefi ég ekki komið því fyrr í verk. Það má segja að betra sé seint en aldrei. Eyjólf Magnússon man ég fyrst árið 1924, þá þau kona hans Ingi- björg Hákonardóttir fluttu að Múla í Gufudalshreppi. Bæði voru þau af þekktum breiðfirskum ættum, hún frá Reykhólum, af ætt Bjama Þórðarsonar, sem var talinn mikill búhöldur og gerði hann garð fræg- an, en Eyjólfur af hinni alkunnu Svefneyjarætt. Langafi Eyjólfs var Eyjólfur Einarsson, víkingur í lund, kallaður Eyjajarl, þjóðsagnaper- sóna þegar í lifanda lífí. Þegar Eyjólfur Magnússon var að alast upp í Svefneyjum voru Breiðafjarðareyjar í byggð og rausnarbúskapur á þeim flestum eins og bestur var á landinu. Vand- ist Ejrjólfur snemma sjómennsku og lærði ágæta vel að stjóma fleytu á kröppum sjóum Breiðaijarðar. Á unglingsámm hans skartaði fjörð- urinn hvítum seglum þar sem fóru sjósóknarar og fólk í öðmm ferðum. „Nú sjást ekki lengur seglin hvít sjóndeildarhringinn tjalda." Það fór töluvert mikið fyrir komu ungu hjónana að Múla. Mér, krakk- anum, fannst mikið tii um að sjá trausta fleytu hjónanna sigla inn fjörðinn og taka land í Múla í Kolla- fírði. Sá bær er með fallegri býlum í Austur-Barðastrandarsýslu. Bærinn stendur á bungumynd- uðu túni, í breiðu og grösugu dals- mynni, skammt frá árósnum. Til beggja handa dalsins gnæfa við himin tíguleg fjöll eins og risar á verði, í þeim búa helgar vættir. Þegar ungu hjónin fluttu að Múla var jörðin í eyði og hafði svo verið í nokkur ár. Túnið stórt á gamla vfsu, en komið í órækt, stór og gamall torfbær og peningshúsin vítt og breitt um túnið, hvert með sínu nafni, en allt í niðumíðslu. Það fyrsta sem þau urðu að gera var að gera við bæðinn svo hægt væri að flytja inn. Það vom undur og býsn hvað það tókst vel að gera við bæinn. Gamli bærinn fékk nýtt líf og sína fyrri reisn. Sama árið vom ný fjárhús byggð úr steini, þau tóku um 120 fjár. Það vom fyrstu húsin sem byggð vom í sveitinni úr steini og standa þau enn. Þótti þetta í sveitinni mikið framtak. Og svo liðu árin og búið var vel í Múla og fallega. Búið afurðagott, enda átti Eyj- ólfur fallegar skepnur og kunni að fara vel með þær. Sérstaklega man ég hestana hans Eyjólfs, bæði drátt- arklára og reiðhesta. Hann hirti þá af alúð og kemmdi þeim og breiddi yfír þá hæmr, þegar heim var komið úr köldum og erfíðum ferðum og hrossin hrakin og sveitt. Já, alúð, snyrtimennska og myndarskapur var aðalsmerki Eyjólfs bónda Magnússonar og konu hans, Ingi- bjargar Hákonardóttur í Múla. En fyrstu kynni mín af hjónunum í Múla vom veturinn áður en ég fermdist. Eyjólfur var þá formaður skólanefndar. Nokkmm af okkur krökkunum var komið fyrir í Múla og sóttum við skóla á næsta bæ, að Eyri, en þar bjó kennarinn. Ég kveið mikið fyrir því að fara að Múla. Þar var fínt heimili að sagt var og ég man, hvað lágt var á mér risið, þegar ég rölti heim í hlaðið í Múla, þetta haust. En í Múla var mér tekið einstaklega vel. Ekki síst af húsmóðurinni, ég held og ég veit að hún skildi þennan peyja, þessu hef ég aldrei gleymt og þær em einhveijar þær bestu minningar sem ég á. Eftir nokkra daga vom öll leiðindi horfín og góð kynni hófust með mér og bömum þeirra hjóna, sem öll vom á bernskuskeiði. Eins og áður er sagt átti kennar- inn heima að Eyri. Hann kenndi í tveimur hreppum þennan vetur, til skiptis. Húsmóðirin Ingibjörg í Múla bauð mér að vera einn til tvo mán- uði hjá sér um miðjan veturinn og það var fallega boðið og ég lastaði það ekki að vera hjá henni. Hún hjálpaði okkur einatt við lestur og nám, undir hennar handleiðslu náði ég miklum árangri. Henni var eink- ar vel lagið að kenna, var mjög hneigð fyrir það, og ég hefí sagt það við vini mína, sem ég hef síðar kynnst á lífsleiðinni, þegar Ingi- bjargar húsfreyju í Múla hefur verið minnst, að hún hafí verið kennari og æskulýðsleiðtogi af guðs náð. Hún hefði þurft að hafa unglinga- skóla sem tók við af bamaskóla, þá hefði hún getað notið sín, það hefði þurft að skapa henni þau skilyrði. Þau hjón i Múla höfðu síðar á búskaparárum sínum smá skemmt- anir heima í Múla. Þessi gleðskapur var ákaflega vel þeginn og vel sótt- ur. Húsbóndinn spilaði á harmoniku en hún kenndi okkur unglingunum að dansa, og að þeirri kunnáttu ef ég má orða það svo, bjuggum við lengi eða kannski alltaf. Árið 1945 bmgðu Eyjólfur og Ingibjörg búi og fluttust á brott. En þá vom miklir umbrotatímar, unga fólkið hélt suður og foreldr- arnir sátu eftir, uns þeir fóm líka. Þannig fór fyrir fólkinu í Múla. Þessu svipaði til Vesturfaranna á sínum tíma. Við vomm nokkur, sem stóðum eftir, töldum okkur hafa einhveiju hlutverki að gegna eða döguðum uppi. Við söknuðum sveit- unga okkar en héldum þá stundum hafa blindast af bláma fjarlægðar- innar, eða eins og gömlu mennimir orðuðu það, fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Við fögnuð- um mörgum burtflognum sveitung- um okkar, þegar þeir komu í heim- sókn síðar meir, akandi á sæmileg- um vegum þar sem áður var veg- laust eða gamlar hestagötur. Margt hafði líka gerst á öðrum sviðum, í umbótamálum, sérstak- lega á sviði ræktunar. Búið að slétta gömlu túnin, og ný lönd tekin til ræktunar, jafnvel í stórum stíl, enda runnin upp vélaöld eða tækniöld. En á stundum of geyst farið, menn kunnu sér ekki hóf með stórvirkum vélum og ekki vandað sem skyldi. Þetta byggðarlag er nú að mikl- um hluta komið í eyði, þó er enn búið í Múla, ung hjón og myndarleg- ur systkinahópur, sem vonandi standa af sér stormana og umbrot- in. Ég hef farið hér fljótt yfír sögu vina minna, Eyjólfs Magnússonar og Ingibjargar Hákonardóttur. Hún er horfín, en hann stendur enn fallegur og em níræður. Ég óska fólki hans brautargengis og megi æðra ljós lýsa Eyjólfí á ævikvöldi. Jóhannes Arason Vissir þú að nú hefur Goða-vörunum verið gefið nýtt og spennandi bragð - og ekki bara það: Á undanfömum mánuðum hefur verið unnið að róttækum breytingum á framleiðsluvömm Goða undir kjörorðinu „breyttir tímar - betra bragð“, enda var tilgangurinn sá að koma til móts við nútímakröfur neytenda um gæði og bragð. Nýjar vórutegundir nýjar og spennandi vörutegundir hafa litið dagsins ljós, svo sem sérrí-skinka, graflamb og raftaskinku- paté hafin er framleiðsla á fitusnauðu áleggi, m.a. hangi- áleggi með minna en 5% fituinnihaid. Meiri gæði * nákvæmari flokkun hráefnis tryggir að frávik frá innihaldslýsingu einstakra vörutegunda séu í lágmarki * nýjar og vandaðar pakkningar varðveita bragðið alla leið á matborðið Betra bragð * valinkunnir sælkerar hafa gefið einstökum vöruteg- undum nýtt og spennandi bragð með notkun ferskra kryddjurta s&sssssíSSSsssssssssssss _■_■_■■■_ . : i ' í Og nýja bragðið - það svíkur engan! i < 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.