Morgunblaðið - 06.04.1986, Page 39
SUJbiJN.UJPAGUR 6.ARBÍUq86
lega þróun í ferðamálum okkar, sem
unnin var að frumkvæði samgöngu-
ráðuneytis) er gert ráð fyrir að
erlendum ferðamönnum fjölgi að
meðaltali um 3,5% hér á landi frá
1984-1992. Fjölgun þeirra varð
hinsvegar 10% árið 1984 og árið
1985 fjölgaði þeim um 14,4%.“
Síðan víkur hann að nauðsyn
þess að lengja ferðamannatímann
hér, auka nýtingu hótela og annarr-
ar þjónustu, sem fyrir hendi er,
m.a. með því að laða hingað fjöl-
þjóðlegar ráðstefnur - helzt utan
hefðbundins ferðamannatíma.
Helzta aðdráttarafl erlendra
ferðamanna hér „er hin óspillta
náttúra landsins, hreint loft, tært
vatn, fámenni og öræfakyrrð. Þessi
verðmæti ber umfram allt að varð-
veita". í þessu efni er víða pottur
brotinn vegna „ógætilegrar um-
ferðar og ónógra varúðarráðstaf-
ana“. Vitnað er til bágborins
ástands á ferðamannastöðum í
óbyggðum, svo sem við Land-
mannalaugar, í Þórsmörk, á Hvera-
völlum og við Herðubreiðarlindir.
Þingmaðurinn segir réttilega: „Is-
land er í raun opin og lifandi
kennslubók í náttúrfræði og jarð-
fræði, og um þau atriði ætti að
veita fræðslu ekki síður en um vegi
og kennileiti".
Þegar talað er um lengingu
ferðamannatímans kemur í huga,
hvort ekki megi betur höfða til
þessa fjölmenna, fjölþjóðlega hóps,
sem sækir heim skíðalönd víða um
veröld. Nægur er snjórinn og nóg
fjalllendið - og aðstaða til hvers
konar skíðaiðkana fer ört batnandi.
Ferðaþjónusta -
atvinnugrein
í framsögu Kristínar kemur fram
að „ársverk" í ferðaútvegi teljst
nálæt 3.500. Hér undir flokkast
hótelrekstur, ferðaskrifstofur, flug-
rekstur, hluti rekstrar hópferðabif-
reiða og sitthvað fleira. Miðað við
þessa skilgreiningu hefur hlutdeild
ferðaútvegs á vinnumarkaði aukist
úr 1,5% í 3% frá 1960 þar til nú.
Hún bætir því hinsvegar réttilega
við að skilgreina megi þessa at-
vinnugrein rýmra. Hver er t.d.
hlutur verzlunar, banka og margs
konar þjónustu í eyðslu erlendra
ferðamanna hér? Kristín leiðir líkur
að því að hlutdeild þessarar tiltölu-
lega ungu atvinnugreinar geti verið
í raun allt að 6% á vinnumarkaði
okkar, þegar grannt er gáð og öll
kurl komin til grafar.
Það kom og fram í framsögu
þingmannsins að gjaldeyristekjur
af ferðaþjónustu námu 26,5% af
heildarútflutningi sjávarvöru 1984
(12,2% 1980). Sem hlutfall af heild-
arútflutningi vöru og þjónustu
námu gjaldeyristekjur af ferðaþjón-
ustu 7,1% 1980, 12,2% 1984 og
langleiðinaí 14% 1985.
Það er því ekki út í loftið né að
ástæðulausu að vakin er athygli á
nauðsyn þess að við búum okkur
undir það að taka á móti auknum
straumi ferðafólks til íslands.
Undirtektir þingmanna
Undirtektir þingmanna vóru já-
kvæðar. Helgi Seljan lagði áherzlu
á hlut landsbyggðar, ekki sízt
sveita, í framvindu þessarar at-
vinnugreinar. Björn Dagbjartsson
vakti athygli á nauðsyn fagmennt-
unar í atvinnugreininni, t.d. í formi
námskeiðahalds. Nýta mætti tóma
kvennaskóla til þeirrar fræðslu.
Magnús Reynir Guðmundsson
sagði bættar samgöngur forsendu
stórátaks í ferðamálum. Hann
áréttaði jafnframt nauðsyn aukins
eftirlitsstarfs, sem hljóti að fylgja
í kjölfar fleiri ferðamanna. Stefán
VaJgeirsson benti á erfiða rekstr-
arstöðu hótela í strjálbýli, sem
hefðu tiltölulega stuttan starfstíma
ár hvert. Hann taldi vants fjallahót-
els hér á landi.
Á heildina litið vóru undirtektir
þingmanna jákvæður, þó áherzlu-
munur væri nokkur. Þingmenn hafa
oftlega eytt orðum og tíma í fanýt-
ari verkefni en það, sem hér um
ræðir.
Heildverslun — umboðsverslun
Til sölu 50% eignarhluti í góðri heildverslun á besta
stað. „Góð viðskiptasambönd — velta — góðir tekju-
möguleikar." Verðhugmynd: 2,5 millj., sem mega greið-
ast á næstu 3 árum. Tilvalið tækifæri fyrir duglega
konu eða karlmann. Æskilegt að nýr aðili geti séð um
sölu og stjórnun heildverslunarinnar.
Umsóknir merktar: „Góð velta — 033“ sendist Morg-
unblaðinu fyrir 15. aprfl 1986.
Tölvuþingið Portacom
Námskeið
Portacom-kerfið gerir kleift að nota tölvu fyrir ráð-
stefnur og til þess að senda skilaboð milli notenda.
Það hefur verið sett upp á Vax-tölvu Reiknistofnun-
ar Háskólans, til afnota fyrir alla sem geta tengst
henni.
Námskeið í noktun tövuþingsins verður haldið föstu-
daginn 11. apríl í Norræna húsinu. Endurtekið laugar-
daginn 12. apríl í Lögbergi.
Aðalleiðbeinandi: Jan Lönnqvist, sölustjóri Reikni-
stofnunar Stokkhólmsháskóla.
Dagskrá:
9.00-12.00 Fyrirlestur
13.30—15.00 Verklegaræfingar.
Þátttaka tilkynnist til skrifstofu
Reiknistofnunar Háskólans í síma
25088 milli kl. 9 og 12 fyrir fimmtu-
dag.
Reiknistofnun Háskólans.
Nýkomin sending af
ódýrum svefnsófum
Verð frá kr. 8.500,-
Stólar frá kr. 1.500.
BORtf/IR-
Húsaöon
Hreyfilshúsinu við Grensásveg.
Símar: 686070 og 685944.
vV^
NYTT ERLENT
NÁMSKEIÐ
fyrir nýja
stjómendur
Leiöbeinandi er David Rance sálfræöingur, ráógjafi (
stjórnun hjá mörgum stórfyrirtækjum, m. a. Esso og
Carreras Rothmans, þekktum breskum ráögjafa- og lög-
fræðifyrirtækjum. Hann hefur einnig kennt viö Cornell
háskóla í Bandaríkjunum.
Þeir sem valdir eru I stjórnunarstörf vegna
hæfni á slnu sérsviði og leiðtogahæfileika
finna ióulega til þess að góð sérþekking og
hæfileikar nægja aöeins að vissu marki. Stjórn-
un er sérstakt fag sem nauðsynlegt er að kynna
sér bæði bóklega og með hjálp sérfræðings
með reynslu I faginu.______________________
Námskeiöiö |Stjórnun fyrir nýja stjórnendur|er
ætlað þeim, sem hafa hug á eða hafa nýveriö
tekið við stjórnunarstörfum.
Markmió námskeiösins er að auðvelda þátt-
takendum að ná sem fyrst afköstum í samræmi
viö hæfni. Áhersla er lögö á hlutverk stjórn-
andans innan fyrirtækisins, starfsmannastjórn-
un, hópstarf og hvatningu.
Efni námskeiðsins:
□ Stjórnun almennt
□ Að velja sér stjórnunarstll
□ Stjórnun eftir markmiöum (MBO)
□ Aö hvetja undirmenn til dáöa/mannlegi
þátturinn
□ Árangursrlk tengsl innan fyrirtækisins
□ Uppbygging árangursrikra samstarfs-
hópa
Tími og staður: 15.-16. april kl. 9.00-17.00,
Hótel Loftleiöir.
□ Starfsdeiling: Lykillinn aö árangurs-
rlkri stjórnun
□ Fyrirtækið og startsemi innan þess
□ Að mæla og stýra frammistöðu
□ Lausn vandamála og árangursrlk
ákvarðanataka
□ Stjórnun eigin tima
Stjórnunarfélag Islands
Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66