Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 39
SUJbiJN.UJPAGUR 6.ARBÍUq86 lega þróun í ferðamálum okkar, sem unnin var að frumkvæði samgöngu- ráðuneytis) er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi að meðaltali um 3,5% hér á landi frá 1984-1992. Fjölgun þeirra varð hinsvegar 10% árið 1984 og árið 1985 fjölgaði þeim um 14,4%.“ Síðan víkur hann að nauðsyn þess að lengja ferðamannatímann hér, auka nýtingu hótela og annarr- ar þjónustu, sem fyrir hendi er, m.a. með því að laða hingað fjöl- þjóðlegar ráðstefnur - helzt utan hefðbundins ferðamannatíma. Helzta aðdráttarafl erlendra ferðamanna hér „er hin óspillta náttúra landsins, hreint loft, tært vatn, fámenni og öræfakyrrð. Þessi verðmæti ber umfram allt að varð- veita". í þessu efni er víða pottur brotinn vegna „ógætilegrar um- ferðar og ónógra varúðarráðstaf- ana“. Vitnað er til bágborins ástands á ferðamannastöðum í óbyggðum, svo sem við Land- mannalaugar, í Þórsmörk, á Hvera- völlum og við Herðubreiðarlindir. Þingmaðurinn segir réttilega: „Is- land er í raun opin og lifandi kennslubók í náttúrfræði og jarð- fræði, og um þau atriði ætti að veita fræðslu ekki síður en um vegi og kennileiti". Þegar talað er um lengingu ferðamannatímans kemur í huga, hvort ekki megi betur höfða til þessa fjölmenna, fjölþjóðlega hóps, sem sækir heim skíðalönd víða um veröld. Nægur er snjórinn og nóg fjalllendið - og aðstaða til hvers konar skíðaiðkana fer ört batnandi. Ferðaþjónusta - atvinnugrein í framsögu Kristínar kemur fram að „ársverk" í ferðaútvegi teljst nálæt 3.500. Hér undir flokkast hótelrekstur, ferðaskrifstofur, flug- rekstur, hluti rekstrar hópferðabif- reiða og sitthvað fleira. Miðað við þessa skilgreiningu hefur hlutdeild ferðaútvegs á vinnumarkaði aukist úr 1,5% í 3% frá 1960 þar til nú. Hún bætir því hinsvegar réttilega við að skilgreina megi þessa at- vinnugrein rýmra. Hver er t.d. hlutur verzlunar, banka og margs konar þjónustu í eyðslu erlendra ferðamanna hér? Kristín leiðir líkur að því að hlutdeild þessarar tiltölu- lega ungu atvinnugreinar geti verið í raun allt að 6% á vinnumarkaði okkar, þegar grannt er gáð og öll kurl komin til grafar. Það kom og fram í framsögu þingmannsins að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu námu 26,5% af heildarútflutningi sjávarvöru 1984 (12,2% 1980). Sem hlutfall af heild- arútflutningi vöru og þjónustu námu gjaldeyristekjur af ferðaþjón- ustu 7,1% 1980, 12,2% 1984 og langleiðinaí 14% 1985. Það er því ekki út í loftið né að ástæðulausu að vakin er athygli á nauðsyn þess að við búum okkur undir það að taka á móti auknum straumi ferðafólks til íslands. Undirtektir þingmanna Undirtektir þingmanna vóru já- kvæðar. Helgi Seljan lagði áherzlu á hlut landsbyggðar, ekki sízt sveita, í framvindu þessarar at- vinnugreinar. Björn Dagbjartsson vakti athygli á nauðsyn fagmennt- unar í atvinnugreininni, t.d. í formi námskeiðahalds. Nýta mætti tóma kvennaskóla til þeirrar fræðslu. Magnús Reynir Guðmundsson sagði bættar samgöngur forsendu stórátaks í ferðamálum. Hann áréttaði jafnframt nauðsyn aukins eftirlitsstarfs, sem hljóti að fylgja í kjölfar fleiri ferðamanna. Stefán VaJgeirsson benti á erfiða rekstr- arstöðu hótela í strjálbýli, sem hefðu tiltölulega stuttan starfstíma ár hvert. Hann taldi vants fjallahót- els hér á landi. Á heildina litið vóru undirtektir þingmanna jákvæður, þó áherzlu- munur væri nokkur. Þingmenn hafa oftlega eytt orðum og tíma í fanýt- ari verkefni en það, sem hér um ræðir. Heildverslun — umboðsverslun Til sölu 50% eignarhluti í góðri heildverslun á besta stað. „Góð viðskiptasambönd — velta — góðir tekju- möguleikar." Verðhugmynd: 2,5 millj., sem mega greið- ast á næstu 3 árum. Tilvalið tækifæri fyrir duglega konu eða karlmann. Æskilegt að nýr aðili geti séð um sölu og stjórnun heildverslunarinnar. Umsóknir merktar: „Góð velta — 033“ sendist Morg- unblaðinu fyrir 15. aprfl 1986. Tölvuþingið Portacom Námskeið Portacom-kerfið gerir kleift að nota tölvu fyrir ráð- stefnur og til þess að senda skilaboð milli notenda. Það hefur verið sett upp á Vax-tölvu Reiknistofnun- ar Háskólans, til afnota fyrir alla sem geta tengst henni. Námskeið í noktun tövuþingsins verður haldið föstu- daginn 11. apríl í Norræna húsinu. Endurtekið laugar- daginn 12. apríl í Lögbergi. Aðalleiðbeinandi: Jan Lönnqvist, sölustjóri Reikni- stofnunar Stokkhólmsháskóla. Dagskrá: 9.00-12.00 Fyrirlestur 13.30—15.00 Verklegaræfingar. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Reiknistofnunar Háskólans í síma 25088 milli kl. 9 og 12 fyrir fimmtu- dag. Reiknistofnun Háskólans. Nýkomin sending af ódýrum svefnsófum Verð frá kr. 8.500,- Stólar frá kr. 1.500. BORtf/IR- Húsaöon Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Símar: 686070 og 685944. vV^ NYTT ERLENT NÁMSKEIÐ fyrir nýja stjómendur Leiöbeinandi er David Rance sálfræöingur, ráógjafi ( stjórnun hjá mörgum stórfyrirtækjum, m. a. Esso og Carreras Rothmans, þekktum breskum ráögjafa- og lög- fræðifyrirtækjum. Hann hefur einnig kennt viö Cornell háskóla í Bandaríkjunum. Þeir sem valdir eru I stjórnunarstörf vegna hæfni á slnu sérsviði og leiðtogahæfileika finna ióulega til þess að góð sérþekking og hæfileikar nægja aöeins að vissu marki. Stjórn- un er sérstakt fag sem nauðsynlegt er að kynna sér bæði bóklega og með hjálp sérfræðings með reynslu I faginu.______________________ Námskeiöiö |Stjórnun fyrir nýja stjórnendur|er ætlað þeim, sem hafa hug á eða hafa nýveriö tekið við stjórnunarstörfum. Markmió námskeiösins er að auðvelda þátt- takendum að ná sem fyrst afköstum í samræmi viö hæfni. Áhersla er lögö á hlutverk stjórn- andans innan fyrirtækisins, starfsmannastjórn- un, hópstarf og hvatningu. Efni námskeiðsins: □ Stjórnun almennt □ Að velja sér stjórnunarstll □ Stjórnun eftir markmiöum (MBO) □ Aö hvetja undirmenn til dáöa/mannlegi þátturinn □ Árangursrlk tengsl innan fyrirtækisins □ Uppbygging árangursrikra samstarfs- hópa Tími og staður: 15.-16. april kl. 9.00-17.00, Hótel Loftleiöir. □ Starfsdeiling: Lykillinn aö árangurs- rlkri stjórnun □ Fyrirtækið og startsemi innan þess □ Að mæla og stýra frammistöðu □ Lausn vandamála og árangursrlk ákvarðanataka □ Stjórnun eigin tima Stjórnunarfélag Islands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.