Morgunblaðið - 18.04.1986, Síða 4
# QRG.líNBLADip, FQgT|jpA,GUR 18, APRÍL 198,6
Flugstöðvarbyg’gingin á Keflavíkurflugvelli.
Morgunblaðið Bjami
Keflavíkurflugvöllur:
Flugstöðvarbygg-
ingiinni miðar vel
80 manns við vinnu og gætu orðið 170 í sumar
FRAMKVÆMDUM við nýju flug- stokka í húsinu mun hefjast á kosta Bandaríkjamenn einir. ís-
stöðina á Keflavikurflugvelli næstunni. Yfirverktaki við þessar lenskir aðalverktakar vinna verkið.
miðar vel, að sögn Sverris Hauks framkvæmdir er Hagvirki.
Gunnlaugssonar formanns bygg- Nýlega voru fest kaup á sex Sl. haust var efnt til samkeppni
ingarnefndar stöðvarinnar, og farþegabrúm, sem tengja land- um listaverk til að setja upp á lóð
er stefnt að því að taka hana í ganginn og flugvélamar. Biýmar flugstöðvarinnar og rann skilafrest-
notkun í apríl á næsta ári. voni keyptar í Bandaríkjunum. Þá ur út * febrúar. Alls bárust 52 tillög-
AIis vinna nú um 80 manns við standa yfír samningar um kaup á ur °g vinnur dómnefnd að því að
bygginguna, en gætu orðið um 170 lyftum og rennistigum. velja úr þeim. Vonast er til, að
síðar á árinu. í sumar verður unnið við frágang niðurstöður nefndarinnar Iiggi fynr
Stærstu verkþættimir, sem nú á lóð og bflastæðum flugstöðvarinn- um næstu mánaðamót. I maí verður
er unnið að, eru einangmn stöðvar- ar þannig að akfært verði að stöð- haldin á Kjarvalsstöðum sýning á
hússins og múrhúðun innanhúss inni næsta vor. Þá standa yfír fram- tillögunum og verður hún opin
auk þess sem uppsetning loftræsti- kvæmdir við flughlöð en þann þátt almenningi.
Undir glerþakinu verður m.a. komið Skoðunarferð um Flugstöðvarbygginguna í fylgd Flugleiða-
fyrir glæsilegum veitingastað. manna. Hér verður fríhöfninni komið fyrir og fríhafnar-
verslunum ásamt veitingastöðum og fleiru.
Nýbúinn að reisa 40 kúa fjós:
Fær ekki að framleiða einn
Akureyri.
GEIR ÁRDAL bóndi á DæU í
Geir Árdal bóndi á Dæli í nýja 40 kúa fjósinu sínu. Morgunbiaaíð/Skaptí
Fnjóskadal lauk byggingu á 40
kúa fjósi og byrjaði búskap
seinast í október í haust. Mjólk
var tekin hjá honum í fyrsta
skipti 1. nóvember. Hann er
einn þeirra sem ekki mega
framleiða einn einasta litra
mjólkur samkvæmt núgildandi
reglum - þar sem hann hóf
framleiðslu eftir 1. september.
„Ég er með 33 kýr í fjósi núna
- 98 hausa í allt, með kálfum,"
sagði Geir er blaðamaður heim-
sótti hann í flósið í gær.
Húsið varð fokhelt 1982 og síð-
an hefur Geir unnið sjálfur við
það að koma því í gagnið. Haustið
1982 fékk hann búmark upp á
565 ærgildi mjólkur.
„Ég lendi í þessu nú vegna
þess að ég byijaði ekki framleiðslu
fyrir 1. september í haust. Full-
virðisréttur sem reiknaður var
gildir fyrir alla sem voru með
framleiðslu fyrir þann tíma en
hinir lenda utan við þetta. Regl-
umar komu ekki fyrr en eftir ára-
mót - þannig að enginn vissi neitt
- en í sjálfu sér hefði ekki verið
mikið mál að byija framleiðslu
fyrir 1. september. Það þýðir þó
ekki að tala um það nú.“
Geir er 29 ára Akureyringur.
Hann leigir jörðina Dæli af
tengdaföður sínum sem býr á
Svalbarði á Svalbarðsströnd og
er einnig kúabóndi.
Að sögn Geirs eru það um 10
bændur á landinu sem ástatt er
fyrir eins og honum. „Það virðist
að vísu erfítt að fá það staðfest
hve margir þeir eru en ég er þó
búinn að fínna nokkra." Enginn
annar er á svæði 17 - Svalbarðs-
strönd, Grýtubakkahreppi og
Fnjóskadal.
„Það er ferlegt að við skulum
dregnir svona á því hvort við
megum framleiða eða ekki. Ekki
síst ef við þurfum að endurgreiða
alla þá mjólk sem við höfum lagt
inn.“
— Heldurðu að það geti
komið til?
„Ég er búinn að leggja inn 50
Sendiráðsskrifstofum
fjölgar í Brussel
— Málefnum Belgíu og Efnahags-
bandalagsins sinnt í sérhúsnæði
FYRIRHUGAÐ er að opna skrif-
stofu íslenska sendiráðsins í
Brussel er sinni sérstaklega mál-
efnum Beigíu og Efnahags-
bandalags Evrópu. Tómasi Á.
Tómassyni hefur verið falið að
kanna möguleika á að fá heppi-
legt húsnæði undir þá starfsemi,
en gert er ráð fyrir að skrifstofa
sendiherrans verði áfram á sama
stað og þar verður jafnframt
önnur starfsemi sendiráðsins, en
jafnframt verður aðstaða fyrir
sendiherrann í hinu nýja hús-
næði.
Matthías Á. Mathiesen utanríkis-
ráðherra sagði þessar breytingar í
samræmi við þá stefnu sem mörkuð
hefur verið um mjög aukið efna-
hagslegt og stjómmálalegt sam-
starf ríkja Efnahagsbandalags
Evrópu. Fyrsta skrefíð sagði hann
vera að efla skrifstofuna í Brussel,
og er það í samræmi við stefnu rík-
isstjómarinnar að sendiráðin verði
efld til að sinna viðskiptahagsmun-
um Islendinga erlendis. Ákveðið
hefur verið að átak verði gert í
kynningar- og markaðsmálum og
gegni sendiráðin þar mikilvægu
hlutverki og ráðnir verði sérstakir
viðskiptafulltrúar við sum sendiráð.
Siglufjörður:
Framboðslisti sjálf-
stæðismanna ákveðinn
Siglufirði.
FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis-
flokksins við bæjarstjómarkosn-
ingar í Siglufirði 31. maí var
samþykktur á fundi í Sjálfstæðis-
félögunum á miðvikudagskvöld.
Eftirtaldir menn skipa sæti list-
ans, Bjöm Jónasson sparisjóðsstjóri
í 1. sæti, í 2. sæti Axel Axelsson
aðalbókari, í 3. sæti Guðmundur
Skarphéðinsson framkvæmdastjóri,
4. sæti Sigurður Ómar Hauksson
útgerðarmaður, 5. sæti Ingibjörg
Halldórsdóttir læknaritari, 6. sæti
Samningar
takast
STARFSFÓLK og veitingamenn
samþykktu í gær miðlunartillögu
sáttasemjara með yfirgnæfandi
meirihluta atkvæða í almennri
atkvæðagreiðslu. Ekki kemur til
verkfalls í veitingahúsum í dag.
Félagsmenn í Sambandi ís-
lenskra bankamanna samþykktu
kjarasamning SÍB og bankanna,
74,35% þeirra, sem greiddu at-
kvæði, voru fylgjandi samningnum,
21,36% voru á móti.
dropa!
þúsund lítra frá því í haust. Ég
hef fengið það borgað - en ef ég
fæ engan rétt þá sé ég ekki annað
en svo gæti farið að ég þyrfti að
greiða það allt til baka. Það borg-
ar sig að vísu ekki að hugsa út í
það!“
- Fari svo að þú fáir ekkert
að framleiða, til hvaða ráða
grípur þú þá?
„Ef við fáum engan rétt - sem
mér sýnist nálægt því öruggt -
verðum við að skera skepnumar.
Ef fullvirðisréttur verður miðaður
við búmark á næsta tímabili, eins
og rætt hefur verið um, þá fengi
ég aftur rétt til framleiðslu, en
ekki fyn- en eftir 1. september í
haust. Ég lifí ekki á loftinu þang-
að til - get að minnsta kosti ekki
borgað lánin með því rnóti."
Geir segist ekki sjá neitt í
augnablikinu sem hann gæti nýtt
bygginguna í annað en sem fjós.
„Ég vona bara að þetta endi ekki
svona, að hægt verði að skapa
rekstrargrundvöll. Ég skil aðgerð-
iriíar ósköp vel en fínnst að það
verði að taka tillit til okkar sem
erum búnir að byggja og komnir
af stað - annars er fótunum al-
gjörlega kippt undan okkur,“
sagði hann.
Birgir Steindórsson kaupmaður, 7.
sæti Kristrún Halldórsdóttir hús-
móðir, 8. sæti Haukur Jónsson
skipstjóri, 9. sæti Rósa H. Rafns-
dóttir húsmóðir, 10. sæti Georg
Ragnarsson rennismiður, 11. sæti
Ingvar K. Hreinsson trésmiður, 12.
sæti Bylgja Hauksdóttir verkstjóri
13. sæti Rafn Sveinsson flugvallar-
stjóri, 14. sæti Anna L. Hertvig
kaupmaður, 15. sæti Matthías Jó-
hannsson kaupmaður, 16. sæti
Konráð Baldvinsson bygginga-
meistari, 17. sæti Óli J. Blöndal
bókavörður, 18. sæti Knútur Jóns-
son skrifstofustjóri.
Fréttaritari
Njarðvík:
Listi sjálf-
stæðismanna
ákveðinn
ÁKVEÐINN hefur verið listi
sjálfstæðisfélaganna í Njarðvík
til bæjarstjóraarkosninganna 31.
maí og réðu úrsUt í prófkjöri
niðurröðun í efstu sætin. Listinn
var formlega samþykktur sl.
þriðjudag. í efsta sæti er Sveinn
R. Eiríksson, Narfakoti 2.
í öðru sæti er Ingólfur Bárðar-
son, Hólagötu 45, í þriðja sæti Ingi
F. Gunnarsson, Hólagötu 43. Guð-
mundur Sigurðsson, Hjallavegi 5P
er í fjórða sæti, Kristbjöm Alberts-
son, Fífumóa 1B er í fímmta sæti,
Margrét Sanders, Hraunsvegi 19 í
sjötta sæti og Valþór Söring Jóns-
son, Njarðvíkurbraut 1 í sjöunda
sæti. í áttunda sæti er Ámi Ingi
Stefánsson, Holtsgötu 48, í níunda
sæti Guðbjört Ingólfsdóttir,
Brekkustíg 4, í tíunda sæti Jósef
Borgarsson, Grænási 2, í ellefta
sæti er Elín M. Pálsdóttir, Njarðvík-
urbraut 34, í tólfta sæti er Elínborg
Ellertsdóttir, Hjallavegi 5D, í þrett-
ánda sæti Guðmundur Gestsson
Brekkustíg 21 og í f|órtánda sæti
Áki Gránz, Norðurstíg 5.
Sveinn Ingólfur