Morgunblaðið - 18.04.1986, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 18.04.1986, Qupperneq 5
'MORGUNBLAÐIÐ; PÖS-Í-UDAGIÍRIS. AERlLÍ98'6 5 Söng-varamir Pálmi, Helga og Eiríkur með hjálparhellu sinni á myndbandinu, Svandísi Þorvaldsdóttur. ICY um Evrópu — á kynningarmyndbandi UNDIRBUNINGUR fyrir söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Ev- rópu er haldin verður í Bergen 3. maí er á lokastigi. Plata með laginu, „Gleðibankinn", hefur verið gefin út, kynningarmynd- bandinu sem unnið var fyrir íslenska sjónvarpið hefur verið dreift til allra þátttökulandanna 20, þar sem það verður sýnt á næstunni og ákveðið hefur verið að Dóra Einarsdóttir muni hanna búningana sem ICY-söngflokkurinn íslenski klæðist i lokakeppnmm. íslenskir sjónvarpsáhorfendur munu fá að sjá íslenska mynd- bandið, sem fengið hefur góða dóma, næstkomandi sunnudag, þegar fyrsti þátturinn af fjórum þar sem öll lögin verða kynnt, birtist á skjánum. Hinir þættimir þrír verða síðan sýndir 22. 25. og 27. apríl. Á blaðamannafundi sem haldinn var í gær sagði Egill Eðvarðsson hjá Hugmynd er framleiddi myndbandið í sam- vinnu við Saga Film hf. fyrir ís- lenska sjónvarpið, að þegar fyrir- tækið hefði ákveðið að taka þetta verkefni að sér í byijun janúar, hefðu allir verið sammála um að leggja mikla áherslu á að gera þetta myndband sem best úr garði. Því væri ætlað að vera skemmtilegt og vel gert tónlistar- myndband og einnig að vera góð landkynning, þótt ekki væri mikið um landslagsmyndir. Fyrirséð hefði verið að kostnaður yrði tölu- verður. Því hefði verið leitað til nokkurra fyrirtækja og hefðu Búnaðarbankinn, Eimskipafélag- ið, Ferðamálaráð, Landsbankinn, Osta- og smjörsalan, Samvinnu- bankinn, Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og Útflutningsmiðstöð iðnaðarins séð ástæðu til að „leggja inn“ í Gleðibankann, ef svo mætti að orði komast. Kostn- aður við gerð myndbandsins hefði verið rétt undir áætluninni sem hefði verið um 1,2 milljónir króna. Upptökur fóru fram við Svarts- engi, í upptökusal Aðstöðu og lokavinnsla í Molinare Studio í London þar sem framin voru tæknileg „undur", sem ekki var hægt að koma við hér heima. Snorri Þórisson tók myndina, en hann og Egill Eðvarðsson sömdu handrit og önnuðust klippingar. Leikmyndir gerði Bjöm Bjöms- son, búninga Dóra Einarsdóttir, förðun annaðist Ragna Fossberg, Sóley Jóhannsdóttir aðstoðaði við dansa, en þar koma við sögu auk söngvaranna 22 ungir dansarar. Svandís Þorvaldsdóttir, 8 ára gömul Reykjavíkurmær hefur einnig stóru hlutverki að gegna á myndbandinu. Er ekki að efa að ljóðlínumar „Tíminn líður hratt á gervihnattaöld" mun hljóma víða á næstunni og reynast sannmæli, lokakeppnin- verður mnnin upp fyrr en varir. Hús og lóð Ham- ars hf. til sölu HÚSEIGNIR og lóðir Hamars hf. í Borgartúni 26 í Reykjavík eru til sölu. Þessar eignir em: Fimm skemm- ur, samtals 2.290 fermetrar, skrif- stofubygging á tveimur hæðum, samtals 780 fm og byggingarréttur fyrir þriðju hæðina fylgir. Auk þessa byggingarréttur að 2.000 fm skrifstofubyggingu og byggingar- réttur að 3.000 fm byggingu. Eign- unum fylgir 15.000 fm lóð. Eignimar seljast í einu lagi eða hlutum og samkvæmt upplýsingum Eignamiðlunar, sem hefur eignimar til sölu, er miðað við, að þær kosti 70 til 80 milljónir króna, ef keyptar em í einu lagi. Eftirfarandi upplýsingar fékk Morgunblaðið frá Þórði Gröndal, stjómarformanni, og Skúla Jóns- syni,_ framkvæmdastjóra: „Á síðasta hausti keypti Hamar hf. hlut Vélsmiðjunnar Héðins hf. í Stálsmiðjunni hf., en þessi fyrir- tæki hafa átt Stálsmiðjuna sameig- inlega frá stofnun hennar. í kjölfar þessara kaupa var ákveðið að sameina smiðjurekstur beggja fyrir- tækjanna í húsakynnum Stálsmiðj- unnar. Við þetta næst margvísleg hagræðing í rekstri og húseignir Stálsmiðjunnar nýtast betur. Þar sem aðalstarfsemi smiðjunn- ar lýtur að skipaviðgerðum var talið augljóst hagræði að flutningi að vesturhöfninni, þar sem allar skipa- viðgerðir í Reykjavík fara fram. Náin samvinna hefur lengi verið milli Slippfélagsins í Reykjavík hf. og Stálsmiðjunnar hf. og kemur þessi breyting væntanlega til með að styrkja þá samvinnu enn frekar, enda liggja lóðir fyrirtækjanna saman. Hamar hf. á verulegar eignir í Borgartúni 26. Þar er um að ræða mjög stóra lóð auk verkstæðis- bygginga. Eftir sameininguna nýt- ast þessar eignir ekki nema að mjög litlu leyti fyrir rekstur Hamars. Því hefur verið ákveðið að losa þann hluta eignanna sem ekki er þörf fyrir, og hefur Eignamiðlun- inni, Þingholtsstræti 3, verið falið að selja allar eignimar í Borgartúni 26.“ Ríkismat sjávarafurða: Aðeins lakasta fiskinum landað í Vestmannaeyjum? — Betri f iskurinn f luttur utan í gámum í ljós í Keflvík, Hellissandi, Ólafsvík og Grundarfirði. Þá er í fréttabréfinu rætt um þá SAMKVÆMT matsnótum Ríkis- mats sjávarafurða er fiskur, sem kemur til mats í Vestmannaeyj- um mun lakari en fiskur, sem metinn er í Þorlákshöfn. Enn- fremur kemur þar fram mun meiri afii í Þorlákshöfn en Eyj- um. Þetta er talið eiga rætur sín- ar að rekja til mikils gámaút- flutnings frá Eyjum og sé bezti fiskurinn fluttur út með þeim hætti en lakari fiskinum landað til vinnslu heima, en gámaf iskur- inn kemur ekki í matið. Því eru aflatölur samkvæmt því villandi hvað heildina varðar. Í íjórða fréttabréfí Ríkismatsins er að vanda fjallað um gæði landaðs afla úr netum. Þar kemur fram mikill munur á gæðum eftir því hve lengi netin liggja ódregin í sjó. Mjög verulegur munur er á gæðum físks, sem dregin er eftir eina nótt annars vegar og tvær til þtjár hins vegar. Kemur þetta glögglega í ljós, þegar helgarfrí eru, en eftir þau fer mun lægra hlutfall físksins í fyrsta flokk en aðra daga er dregið er daglega. í síðustu viku kom þetta glögglega o INNLENT tilhneigingu sjómanna að henda lakasta fískinum í sjóinn í stað þess, að koma með hann að landi. Versti fískurinn, tveggja og þriggja nátta, er nánast verðlaus eftir að skreiðar- verkun lagðist niður. Því er þeirri spumingu varpað fram á hvaða hátt megi tryggja að allur fiskur komi að landi, en verðlaus fiskur skerði ekki aflakvótann. Ennfremur er spurt hvort réttlætanlegt sé að láta net liggja lengur ódregin í sjó en einn sólarhring, sé vegna veðurs hægt að koma í veg fyrir það. Einars Ágústs- sonar minnst í Kaupmannahöfn — fjölmargir komu í íslenska sendiráðið og rituðu nöfn sín í sérstaka bók FJÖLDI manns Iagði leið sina i sendiráð íslands í Kaupmanna- höfn í gær til að minnast Einars Ágústssonar sendiherra sem lést i Kaupmannahöfn aðfaranótt iaugardagsins 12. apríl. Sérstök bók liggur frammi í sendiráðinu og vottaði fólkið minn- ingu hins látna virðingu sína með því að rita nöfn sín í bókina. Bókin liggur einnig frammi í sendiráðinu í dag. Minningarathöfn um Einar Ágústsson fór fram í Kaupmanna- höfn á miðvikudaginn. Viðstaddir vom meðal annarra sendiherrar hinna Norðurlandanna, utanríkis- ráðherra Danmerkur sem var full- trúi dönsku ríkisstjómarinnar og fulltrúi erlendra sendiherra í Kaup- mannahöfn. Útför Einars Ágústssonar sendi- herra verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 22. apríl. S em • MeðaklœðiWBmfa p m.890 - m KRISTJÁn SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.