Morgunblaðið - 18.04.1986, Page 6

Morgunblaðið - 18.04.1986, Page 6
AÍORGUNBLAÐÍÐ, FÖSTUDÁGUR18 APRÍL1986 Eins og skepnan... Mér hefur stundum fundist Austurland svolítið afskipt í ríkisfjölmiðlunum og þá sérstak- lega í sjónvarpinu okkar blessaða, en á þessu varð nokkur bragarbót er þau Ómar, Agnes og Sigmundur Emir lögðu land undir fót og mess- uðu síðastliðinn miðvikudag í þætt- inum A líðandi stundu, austur í Valaskjálf á Egilsstöðum. Ómar var í besta skapi og hóf þáttinn á því að sveima yfir héraðinu er breiddi úr sér líkt og lén í Suður-Svíþjóð, þá leið Frúin út Norðfjörð og niður af Fjarðarheiði. Snjódyngjur voru enn á fjöllum en í byggð var jörð nánast auð. Já, það er fallegt á Austurlandi ekki síður en kringum Hombjarg, en sú fegurð er gjaman hulin sjónum þess er rétt drepur niður fæti. Tii dæmis gæti verið fróðlegt fyrir Ómar að stilla mynd- augað við vitann á Norðfirði og beina því að Rauðu-Björgum hand- an flóans. í sólríku veðri lýsa þessi björg líkt og gullskjöldur. VíÖa leitað fanga Annars held ég að fullyrða megi að Ómari og félögum hafí tekist býsna vel að fanga sál Austurlands í þessum ágæta þætti. Þannig keif- aði Agnes jrfír Oddsskarð í hinni mestu ófærð fram hjá einhverju fullkomnasta snjómðningstæki landsins er má víst ekki hreyfa nema samkvæmt dularfullu forriti í heila vegamálastjóra. Ómar tók tali þann mikla kappa Svein Sigur- bjamarson er hefir sigrast á margri snjóbungunni og ekki gleymdust hreindýraskyttur og skotmenn er dunda í frístundum við að skjóta flugur með minkabyssu. Sigmundur Emir ræddi við hagleiksmanninn Halldór Sigurðsson frá Miðhúsum og son hans, en þeir feðgar hafa glatt margt afmælisbamið með list sinni. Nú, og ekki má gleyma þing- manninum og ráðherranum Sverri Hermannssyni er fór á kostum í spjallinu við Agnesi, en Austfirðing- ar hafa æði oft haft á að skipa ráðherrum, og er slíkt ekki svo lítils virði þegar horft er til landfræði- legrar legu landshlutans og hversu ijarri hann er Reykjavíkurvaldinu. En í spjalli Sverris hafði ég einkum gaman af lýsingunni á aksturslagi Vilhjálms Hjálmarssonar. Hélt ég satt að segja að Vilhjálmur ætti ekki til slík strákapör, en lengi skal manninn reyna, ekki síst ef hann er að austan. Bumburnar Og þá er komið að Bumbunum frá Neskaupstað, þeirri ágætu hljómsveit er dregur nafn sitt af vaxtarlagi hljómsveitarmanna. Þessi hljómsveit er um margt merkileg því fyrir utan bumbumar er fara síminnkandi þá eru þrír úr hópi sgilaranna tónlistarmenntaðir; þeir Ágúst Ármann Þorláksson skólastjóri Tónlistarskóla Neskaup- staðar, en hann hefír sérstaklega lagt fyrir sig orgelleik, Hlöðver Smári Haraldsson prentari ogtölvu- meistari og Guðjón Steinþórsson tónlistarkennari, og ekki má gleyma hinum ágæta söngvara hljómsveitarinnar, Smára Geirssyni skólastjóra Verkmenntaskóla Aust- urlands og Pétri Hallgrímssyni, er sló taktinn samkvæmt óbrigðulu músikeyra. En það eru ekki bara kallar er hefja upp raust á Austurl- andi: Dúkkulísumar frá Egilsstöð- um heilluðu mig með hendingu þeirri er sagði frá svart/hvítu hetj- unni sem máski verður aldrei í lit. Og þó, kannski rætist úr fyrir Austfjarðadætrum þegar kísil- málmhetjumar taka að svífa inná Egilsstaðaflugvöll á Lear-þotunum? Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Leona Stevenson, sem leikin er af Barböru Stanwyck, heyrir tvo menn ráðgera morð í símanum. Skakkt númer 00 Skakkt núm- —" er (Sorry Wrong Number), bandarísk saka- málamynd frá 1948, er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Heilsuveil og taugaveikluð kona, Leona Stevenson, reynir að ná símasambandi við eiginmann sinn til að fá skýringu á hvers vegna hann kemur ekki heim. Hún heyrir þá tvo menn ráðgera morð sem þeir ætla að fremja þá um kvöldið. Hún reynir í ör- væntingu að hringja í mann sinn en nær hvergi til hans. Eftir því sem taugaspenna hennar eykst verður hún sífellt sann- færðari um að það sé hún sjálf sem mennimir tveir ætla að myrða. Kvik- myndahandbókin okkar gefur þessari mynd eina stjömu og telur hana sæmilega. Leikstjóri er Anatole Litvak en með aðalhlutverk fara Barbara Stanwyck, Burt Lancaster og Wendell Corey. Helgarútvarp barnanna: Olafur Haukur kemur í heimsókn 00 Helgarútvarp “’ bamanna er á dagskrá rásar eitt síðdegis í dag. „í þessum þætti mun Ólafur Haukur Símonar- son, rithöfundur, koma í heimsókn og spjalla við mig og krakkana sem með mér em í þættinum,“ sagði stjómandi þáttarins, Vem- harður Linnet, í samtali við Mbl. „Við munum svo fjalla um verk Ólafs Hauks, bæði það sem hann hefur skrifað fyrir fullorðna og börn. Ólafur Haukur hefur verið iðinn við að semja músík, það er ekki bara Vögguvís- an sem hann hefur gert, þó hann sé líklega þekkt- astur fyrir hana í augna- blikinu. Hann hefur samið töluvert fyrir böm og kann- ast flestir við þá félagana Hatt og Fatt. Það má líka segja að í mörgum ljóðum hans sé svo mikil léttleiki og lífsgleði að þau em ekki Ólafur Haukur Símonarson síður við hæfi bama en fullorðinna,“ sagði Vem- harður. Herbert Guðmundsson Rokkarnir geta ekki þagnað IHHHI Á dagskrá sjón- OA 40 varPs eftir frétt- ~ ir í kvöld er tón- listarþáttur fyrir táninga, Rokkamir geta ekki þagn- að. í þættinum mun Her- bert Guðmundsson flytja nokkur lög við undirleik hljómsveitar. Umsjónar- maður er Jón Gústafsson og stjómandi upptöku er Björn Emilsson. 8JTVARP 7 FÖSTUDAGUR 18. apríl 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morgunteygjur. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Eyjan hans múmin- pabba" eftir Tove Jansson. Steinunn Briem þýddi. Kol- brún Pétursdóttir les (3). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmál Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Sigurður G. Tómasson flytur. 10.00 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úrforustugreinum dagblaðanna. 10.40 „Sögusteinn". Umsjón: Haraldur I. Haraldsson. (Frá Akureyri). 11.10 Fáein orð í einlægni. Þórir S. Guðbergsson talar. 11.30 Morguntónleikar. a. Rapsódia eftir Béla Bart- ók. Maria Kliegel og Ludger Maxsein leika á selló og pianó. b. „Alicina", forleikur eftir Georg Friedrich Hándel. Enska kammersveitin leikur; Raymond Leppard stjórnar. c. Forleikur að „Töfraflaut- unni" og aría Næturdrottn- ingarinnar. Louisa Kennedy syngur með St. Martin-in- the-Fields hljómsveitinni; Neville Marriner stjórnar. (Hljóðritanir úr kvikmyndinni „Amadeus"). 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miödegissagan: „Skáldalíf í Reykjavík" eftir Jón Óskar. Höfundur les aðra bók: „Hernámsára- skáld" (4). 14.30 Sveiflur. Sverrir Páll erlendsson. (Frá Akureyri). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar a. Sylvia Geszty syngur lög úr óperettunni „Die Du- barry" eftir Carl Millöcker með Sinfóníuhljómsveit Berlinar; Fried Walter stjórn- ar. b. Hilde Guden syngur lög úr óperettum með Rikis- hljómsveitinni i Vínarþorg; Max Schönherr stjórnar. c. Söngflokkurinn „Swingle Singers" syngur lög úr „Porgy og Bess" eftir Georg Gershwin. 19.16 Ádöfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. 19.25 Tuskutígrisdýrið Lúkas (Tygtigeren Lukas) Finnskur barnamyndaflokk- ur í þrettán þáttum um ævintýri tuskudýrs sem strýkur að heiman. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Finnska sjón- varpið) 19.50 Fréttaágripátáknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Rokkarnir geta ekki d. Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur „Pomp and Circumstance", mars nr. 1 í D-dúr eftir Edward Elgar; Malcolm Sargent stjórnar. 17.00 Helgarútvarp barnanna. Stjórnandi: Vernharður Linnet. . 17.40 Úr atvinnulífinu - Vinnu- staðir og verkafólk Umsjón: Hörður Bergmann. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.35 Tilkynningar. 19.45 Þingmál. Umsjón: Atli Rúnar Halldórsson. 19.55 Daglegt mál. Örn Ólafs- son flyturþáttinn. 20.00 Lög unga fólksins Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Upprifjun liðinna daga. Elín Guöjónsdóttir les frá- þagnað Herbert Guömundsson Tónlistarþáttur fyrir táninga. Umsjón Jón Gústafsson. Stjórn upptöku Björn Emils- son. 21.05 Þingsjá Umsjónarmaður Helgi E. Helgason. 21.20 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Sigurveig Jónsdóttir. 21.55 Sá gamli (Deralte) 4. Hass Þýskur sakamálamynda- flokkur í fimmtán þáttum. Aðalhlutverk: Siegfried sögn Guðfinnu D. Hannes- dóttur(3). b. Ljóöalestur. Árni Helga- son i Stykkishólmi les eigin Ijóð. c. Dómsdagur. Úlfar K. Þorsteinsson les sögu eftir Gunnar Gunnarson. Um- sjón: Helga Ágústsdóttir. 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 „Aprílsnjór", smásaga eftir Indriða G. Þorsteins- son. Höfundur les. (Hljóðritun frá 1981.) 22.50 Tónleikar. 23.00 Heyröu mig — eitt orð. Umsjón: Kolbrún Halldórs- dóttir. 24.00 Fréttir. 00.05 Djassþáttur - Jón MúliÁrnason. Lowitz. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 22.55 Seinni fréttir 23.00 Skakktnúmer (Sorry Wrong Number) Bandarisk sakamálamynd frá 1948. S/h. Leikstjóri Anatole Litvak. Aðalhlut- verk: Barbara Stanwyck, Burt Lancaster og Wendell Corey. Heilsuveil kona reyn- ir að ná símasambandi við eiginmann sinn en heyrir þá tvo menn ráðgerða morð. Þýðandi Rannveig Tryggva- dóttir. 00.35 Dagskrárlok 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00. FÖSTUDAGUR 18. apríl 10.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteins- son ogÁsgeirTómasson. 12.00 Hlé 14.00 Pósthólfiö i umsjá Valdísar Gunnars- dóttur. 16.00 Léttir sprettir Jón Ólafsson stjórnar tón- listarþætti með ípróttaívafi. 18.00 Hlé. 20.00 Hljóðdósin Stjórnandi: Þórarinn Stef- ánsson. 21.00 Dansrásin Stjórnandi: Hermann Ragn- arStefánsson. 22.00 Rokkrásin Stjórnendur: Snorri Már Skúlason og Skúli Helga- son. 23.00 Ánæturvakt með Vigni Sveinssyni og Þorgeiri Ástvaldssyni. 03.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar í þrjár minútur kl. 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVÖRP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 18. apríl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.