Morgunblaðið - 18.04.1986, Síða 10
110
3 MORGUNBLAÐIÐ1.FÖSTÖÐAGUR'l»:;AT>RÍLÍ986
Alþjóðlegt sjóstanga-
veiðimót haldið í maí
Pétur Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri ferðaskrifstof-
unnar Vikingaferða, sem
gengst fyrir komu breskra
stangveiðimanna hingað til
Morgunbladid/hmar þ alur
Hér sjást nokkrir keppendanna í úrslitum ensks sjóstangaveiðimóts sem haldið var i Keflavík í fyrra-
haust. Mynd um keppni þessa var nýlega sýnd i breska sjónvarpinu og þykir mjög góð landkynning.
Keflavík:
— von á yfir 200 stangveiðimönnum í sumar
Iands í sumar.
Keflavík.
DAGANA 18. til 25. maí fer fram
i Keflavík fyrsta alþjóðlega sjó-
stangaveiðimótið sem haldið er
við Island, og ber það heitið „The
first Keflavík international
beach/boat fishing festival“ og
er ætlunin að gera það að árleg-
um viðburði. Ferðaskrifstofan
Víkingaferðir i Keflavik stendur
fyrir þessu móti i tilefni af komu
fyrsta hópsins af breskum sjó-
stangveiðimönnum sem ætla að
renna fyrir fisk á Suðumesjum
í sumar.
„Mótið er ætlað bæði íslending-
um og útlendingum og er öllum
opið,“ sagði Pétur Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Víkingaferða.
„Það stendur í fjóra daga, tvo daga
verður veitt á sjóstöng af bátum
og tvo daga verður strandveiði. Það
koma tveir hópar Breta til landsins
þessa daga, 40 til 50 manns hvor
hópur. Hér dvelja þeir í viku við
685009
685988
Furugrund Kóp. ja herb. íb. I
á 2. hæð. Suöursvalir. Laus í ágúst.
Furugerði. Endaíb. á 1. hæ*.
Sérþvottah. Suðursvalir. Ákv. sala.
Hverfisgata. ja herb. íb. á 3. I
hæö. Væg útborgun.
Hlíðarhverfi. 55 fm hæö. 4 I
svefnherb. Ágætar innróttingar. Bílsk.
Seljahverfi. Glæsil. einbýlish.
v/Strýtusel ca. 240 fm. Vandaöar innr.
Arinn. Tvöf. bflsk. Lóö fullfrág.
Heiðarás. ús á tveimur hseðum. I
Eignin er ekki fullb. 55 fm séríb. ó jarð-
hæð. Til afh. strax. Skipti á fasteign í
Mosfellssveit æskileg.
f KjöreignVt
Ármúla 21.
veiðar á Suðumesjum og fara einnig
í einhveijar skoðunarferðir. Makar
verða einnig með flestum veiði-
mönnunum og munum við fara með
konumar um Suðumes, til Reykja-
víkur, Gullfoss og Geysis og svo
framvegis. Við seljum ferðir hingað
í sumar og geri ég ráð fyrir að
vera með svona tuttugu manna hóp.
Það sem gerir þetta mögulegt er
að nú loksins emm við að fá hótel
hér í Keflavík og það stendur til
að taka það fyrsta af þremur sem
eru í byggingu, í notkun áður en
fyrsti hópurinn kemur, þannig að
gestimir munu dveljast þar að hluta
til og einnig í verbúðum í Röst hf.
og svo í heimahúsum," sagði Pétur.
Flugleiðir og Víkingaferðir
standa í sameiningu að þessum
ferðum ásamt ferðaskrifstofunni
Twickers World í Bretlandi. Hefur
aðsóknin í sjóstangaveiðina verið
góð og ekki síst að þakka því að í
fyrrasumar fór einmitt fram úrslita-
keppnin í sjóstangveiðimóti í Kefla-
vík og var meðal annars gerður
sjónvarpsþáttur um mótið og var
hann blandaður landkynningu og
myndum af Hólmfríði Karlsdóttur
og Jóni Páli. Þáttur þessi var sýndur
7. apríl síðastliðinn í sjónvarpi á
Englandi og vakti athygli. Vonaðist
Pétur til að þetta verkaði sem góð
auglýsing á áframhaldandi aðsókn
til Suðumesjanna. En það em seld-
ar ferðir í fleira en stangveiði á
Suðumesjum. Einnig hefur verið
boðið upp á fuglaskoðunarferðir,
en á Suðumesjum er eitthvert fjöl-
skrúðugasta fuglalíf á einum stað
í Evrópu, en ekki hefur selst jafn
vel í þær ferðir. Sagði Pétur að það
væri bara byijunin að vera með
þetta í Bretlandi, ef aðsóknin myndi
aukast á komandi summm gerði
hann ráð fyrir að færa út kvíamar.
Aðspurður nánar út í mótið í
maí, sagði Pétur, að maður að nafni
Peter Baker, en hann var einn af
þeim sem sá um þessa úrslitakeppni
hér í fyrra, muni koma til landsins
viku fyrir keppnina og kenna ís-
lendingum köst og fleira sem til-
heyrir strandveiði. „Það er von
________Brids__________
Arnór Ragnarsson
Bridsdeild
Skagfirðinga
Ágæt þátttaka og stöðug er í
eins kvölds tvímenningskeppni hjá
Skagfirðingum á þriðjudögum í
Drangey v/Síðumúla 35, enda
keppnin opin öllum sem vilja. Úrslit
sl. þriðjudag urðu þessi:
N/S:
Amar Ingólfsson
— Magnús Eymundsson 263
Karólína Sveinsdóttir
— Hildur Helgadóttir 232
Bjöm Hermannsson
— Láms Hermannsson 231
Matthías Þorvaldsson
— Júlíus Siguijónsson 230
A/V:
Helga Sveinsdóttir
— Ragnar Hjálmarsson 277
Jörundur Þórðarson
— Sveinn Þorvaldsson 248
Karl Gunnarsson
— Pétur Júlíusson 240
Bemódus Kristinsson
— Bjami G.P. Hjarðar 233
Og það eru eins kvölds tvímenn-
ingskeppnir sem em á dagskrá fram
eftir apríl. Á laugardaginn kemur
(19. apríl) mun félagið taka á móti
10 sveitum frá Skagafirði. Verður
spiluð sveitakeppni um daginn og
slagnum fram haldið á Sögu um
kvöldið.
Bridsfélag
Akraness
Nú stendur yfir Akranesmót í
sveitakeppni með þátttöku 12
sveita. Þegar aðeins 2 umferðir em
eftir er staða efstu sveita þannig:
Alfreð Viktorsson 196
Ingi SteinarGunnlaugsson 188
Hörður Pálsson 172
Halldór Hallgrímsson 137
Hermann Tómasson 135
Sæviðarsund
4ra herb. glæsileg íbúð á 1. hæð í fjórbýlishúsi. Suður-
svalir. Góður garður. Nálægt þjónustumiðstöð. Laus
strax. Verð 3,3 millj.
Hestamenn — félög
Til sölu ca 200 ha jörð í næsta nágrenni Reykjavíkur.
Ágætt íbúðarhús með öllum nútíma þægindum. Stórt
„hesthús" meö hlöðu. Tilvalið fyrir hestamannafélög í
nágrenni Reykjavíkur eða fyrir nokkra hestamenn að
sameinast um kaup. Tilboð óskast.
Fasteignaþjónustan
Austurstræti 17, s. 26600
Þorsteinn Steingrímsson
lögg. fasteignasali.
26600
okkar að sem flestir íslendingar
taki þátt í mótinu, þó að ekki væri
nema til þess að koma á skemmti-
legum keppnisanda," sagði Pétur.
„Við héma hjá Víkingaferðum
komum til með að bóka þátttakend-
ur og veitum allar þær upplýsingar
sem fólk þarfnast."
Pétur sagðist eiga von á í það
minnsta 2—300 Englendingum í
sumar. Þátttökukostnaði fyrir þessa
ferðamenn er haldið í lágmarki til
að öðlast betri auglýsingu og kostar
vikuferð aðeins um 320 pund með
öllu. Fyrir sjóveiðina hafa þeir tvo
átta metra hraðbáta og svo aðgang
að nokkmm bátum, frá 10 og upp
í 30 tonn, þegar á þarf að halda.
Veitt er annaðhvort í Garðsjó eða
úti af Stafnesi, en það fer allt eftir
veðri og er þá lagt upp frá Kefla-
vík eða Sandgerði. Nýlega var
komið á vinabæjasambandi á milli
Keflavíkur og Brighton, en margir
þessara veiðimanna koma einmitt
þaðan og frá sveitunum þar í kring.
Er það þáttur í þeirri viðleitni að
byggja upp ferðamannaiðnað á
Suðumesjunum. Einnig hefur Jó-
hann Sigurðsson, forstöðumaður
Flugleiða í London, verið mjög ötull
við að auglýsa þessar ferðir.
„Það er von okkar að með þess-
um nýju hótelum hér í Keflavík,
megi fyrst fara að byggja upp
ferðamannaiðnað á Suðumesjun-
um,“ sagði Pétur. „Hér höfum við
upp á tvo góða veitingastaði að
bjóða og margt við að vera. Hér
er góður golfvöllur, Bláa lónið og
svo mætti áfram telja. Ég tel að
við hér getum vel keppt við Reykja-
víkursvæðið. Hér er gott að dvelj-
ast, rólegt og margt að skoða, og
menn geta hvenær sem er skotist
í verslunar- eða skemmtiferð til
höfuðborgarinnar. Við getum alveg
verið óhræddir í þessum bransa.
Það hefur þegar sýnt sig að það
er mjög vinsælt að fara með erlenda
ferðamenn í Reykjanesferð með
viðkomu í Bláa lóninu og er það
von okkar að baðaðstöðu verði
komið þar á sem allra fyrst, enda
núverandi ástand mjög slæmt við
jafn vinsælan stað,“ sagði Pétur
Jóhannsson að lokum.
— efi
Bridssamband
Vesturlands
Undanúrslitum í bikarkeppni
sveita á Vesturlandi er nú lokið.
Leikar fóm þannig að sveit Guð-
mundar Siguijónssonar, Akranesi,
vann sveit Ellerts Gunníaugssonar,
Stykkishólmi, og sveit Inga Stein-
ars Gunnlaugssonar, Akranesi,
vann sveit Þorsteins Péturssonar,
Boijrarfírði.
Urslitaleikurinn á milli sveita
Guðmundar og Inga Steinars verður
spilaður 25..apríl nk. Keppt er um
veglegan farandbikar sem Sjóvá
hefur gefíð auk verðlauna fyrir 1.
og 2. sætið.
Bridsfélag Suðumesja
Nú er aðeins einni umferð ólokið
í aðalsveitakeppni félagsins sem
staðið hefír undanfama mánudaga.
Keppnin er mjög jöfn og spennandi
eins og sjá má af stöðunni:
Nesgarður 168
Hjálmtýr Baldursson 166
Sigurður Steindórsson 165
Maron Bjömsson 128
Svo skemmtilega vill til að þessar
sveitir spila innbyrðis í síðustu
umferðinni. Sveit Nesgarðs spilar
gegn Maron og Hjálmtýr og Sigurð-
ur spila saman.
Ánnan mánudag hefst svo
þriggja kvöldatvímenningur. Spilað
er í Grófínni kl. 20 á mánudögum.
Bridsfélag Breiðholts
Nú stendur yfír keppni í Board-
a-match-sveitakeppni með þátttöku
10 sveita. Að loknum þremur um-
ferðum er staðan þessi:
Sveit Stig
Helga Skúlasonar 36
Antons R. Gunnarssonar 36
Baldurs Bjartmarssonar 36
Karls Gunnarssonar 35
Þórarins Ámasonar 33
Keppnin heldur áfram næsta
þriðjudagkl. 19.30 stundvíslega.