Morgunblaðið - 18.04.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.04.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR18. APRÍL1986 c*+ ^'it' Íí^ía TrniH;’iAnL!v;-!Oi.t Sj óniiiemitavettvangnr Gottfried Helnwin (1972) Síðasti Sjónmenntavettvangur minn birtist sunnudaginn 2. febrúar og vakti margvísleg viðbrögð. Langflestir þökkuðu mér fyrir hann, en einn og einn sá ástæðu til að mótmæla og að krafsa í málaflutn- ing minn. Þar sem ég tel mér skylt, og auk þess létt verk, að svara viðkomandi, vil ég hefja mál mitt að þessu sinni með því að sinna þessum annarlegu röddum. Fyrst vil ég upplýsa, að grund- völlurinn að málaflutningi mínum er margra ára nákvæm vettvangs- rannsókn og að auki hef ég sjálfur yfir þriggja áratuga reynslu af eigin sýningahaldi í öllum aðalsýningar- sölum borgarinnar að Bogasal Þjóð- minjasafnsins undanskildum, en þar sýndi ég aldrei, meðan hann var, hét og blómstraði. Þá var ég með- limur sýningarnefndar FÍM í 5 ár og þar af tvö ár formaður og það á mestu uppgangsárum sýninga- halds þessa félagsskapar frá stofn- un og fram á daginn í dag. Hinn ritglaði starfsbróðir minn hjá DV og raunar starfsbróðir nær allra, er rita um hina fjölskrúðugu flóru lista í dagblöð borgarinnar, flnnur ástæðu til að krafsa á frekar ósmekklegan hátt í skrif mín — færa þau úr samhengi og heimfæra jafnvel á mitt eigið framtak á sýn- ingarvettvangi fyrir og eftir sl. ára- mót. Slíkt er neyðarlegur framslátt- ur og rakin íjarstæða, því að ég hafði yfir engu að kvarta varðandi gengi sýningarinnar og vil upplýsa þessum manni e.t.v. til nokkurrar undrunar og vonbrigða, að hún gekk mjög vel miðað við allar að- stæður. Hefur aðeins ein sýning gengið ámóta vel á þessum stað frá upphafí. Þá tók ég af ásettu ráði stikkprufu á sjálfum mér varðandi viðbrögð Qölmiðla, sem var liður í rannsóknum mínum. Auglýsti sýn- inguna lítið og ýtti ekkert við fjöl- miðlum fyrir utan það að tilkynna fréttastoflim um opnun sýningar- innar svo sem venja er. Desember- mánuður þykir vægast sagt afleitur til sýningahalds og er það eðlileg þróun, að sýningarsalir breyti dálít- ið um form sýninga þennan mánuð og raunar einnig í janúar. Hafl þær fjölþættari og hlýlegri. Ég hef áður útskýrt ástæðuna fyrir því að ég lét nokkrar eldri myndir fljóta með og endurtek það ekki hér enda agnúuð- ust engir út í það nema listsagn- fræðingarnir tveir, er listrýni rita. Margfalt fleiri lýstu ánægju sinni með þessa tilhögun og léttu blöndu. Einkum þeir er sækja sýningar að staðaldri og þótti þetta góð til- breyting. Þá er það einnig alþekkt sjálfs- bjargarviðleitni myndlistarmanna víða um heim að tjalda öllu, sem þeir eiga, er illa árar og þeir þurfa að ná endum saman í fjármálum. Annað vil ég upplýsa hér, og það er, að sýningar á eldri verkum lista- manna eru alþekkt fyrirbæri á Norðurlöndum núna og þykja mikl- ar fréttir. Hér er um upprifjun að ræða hjá viðkomandi listamönnum og slíkar sýningar njóta mikillar aðsóknar hvarvetna. Hérlendis virð- ist slíkt stundum koma við kaunin á listsagnfræðingum, sem eru vís- ast að semja eigin skilgreiningu á- íslenzkri listasögu, sem stundum er skáldskapur og á lítið skylt við það sem raunverulega hefur skeð. Þegar ábyrgur listsagnfræðingur þarf að grípa til ósanninda, eins og hann gerir í þessu tilfelli, og lítils- virðir einnig stórmerkt framtak ferðaskrifstofu hér í bæ, þá hlýtur eitthvað óhreint að liggja að baki. Meðal þess, sem hann segir er: „Eitt er víst: sýningar á nýjum verkum í þekktum og virtum erlend- um Iistastofnunum eru tvímæla- laust meiri „fréttir" heldur en sýn- ingar sömu manna á ferðaskrifstofu á Vesturgötu, alveg burtséð frá list- rænum verðleikum sýninganna. Að vissu marki er það hárrétt en hér er óvirðingartónn að baki og auk þess hef ég hingað til álitið, að listrænir verðleikar séu það sem máli skipti í sambandi við allar sýningar og séu því mestar fréttir. Langminnstur hluti mynda minna var af eldri toga — vel helm- ingur nýr og meira en þriðjungur myndanna hafði ég málað upp á nýtt eftir sýningu mína á Kjarvals- stöðum árið 1982. Örfáar eldri myndir hafði ég krukkað í og eina gamla ósýnda módelmynd lét ég fylgja til gamans, en þeirri mynd hafði ég ætlað að henda vegna skemmda, en snillingamir á Mork- inskinnu gerðu við hana á óviðjafn- anlegan hátt. Hún var sem nýmáluð og aldrei fyrr né síðar hefði ég getað selt eina mynd oftar við opnun sýningar en einmitt þessa. Annað mál er, að eftir að sýningu minni lauk, brugðust tvær sýningar, er fyrirhugaðar voru, og gerði ég mér til gamans, er ég kom að utan í janúar að ramma inn allmikið af eldri og nýjum graflk-myndum og hengja upp. Ég sendi aldrei neina frétt út um þetta, en setti tilkynn- ingu í dálk blaðanna um viðburði helgarinnar. Þetta var þannig al- menn upphenging, svo sem það nefnist. — Þegar ferðaskrifstofa vill styðja við bakið á landskunnum myndlistarmönnum á myndarlegan hátt og nýta þar með ágætt hús- næði til sýningahalds, þá á hún virðingu og sóma skilið og það að gera lítið úr slíku framtaki er frekar dapurleg athöfn. Vil ég og upplýsa hér, að ýmis fyrirtæki og stórverzlanir erlendis eru löngu famar að kynna gilda myndlist í sérstökum sýningarsöl- um eða básum, og er það í samræmi við breytt mat á gildi skapandi lista. Þessir sýningarsalir njóta sumir hverjir mikillar virðingar og fá dijúgt rými í fjölmiðlum, enda vanda þeir eftir megni val sýnenda — heiðra þá einnig með kaupum á einu eða fleiri verkum í safn við- komandi fyrirtækis. — Þá er þessi framsláttur um „ókeypis auglýsingu", er ég las einhvers staðar dæmalaus, því að hér er frekar um að ræða sjálfsagða þjónustu við þá mörgu blaðalesend- ur, er fylgjast með myndlist, og eiga rétt á greinargóðum upplýsing- um um viðburði á myndlistarvett- vangi ekki síður en unnendur ann- arra listgreina, er fá hér stórum meira rými. Þá má að lokum koma fram, að ég veit vel um styrk minn og stöðu í íslenzkri myndlist og þarf á engan hátt að minna á hana og hef ennþá ekki á skipulegan hátt tínt til afmarkaða hluta á listferli mínum. Stóra sýningin mín á Kjarvalsstöð- um árið 1980 var samtíningur myndverka frá 33 ára ferli og þar vantaði ýmislegt, sem ég vildi hafa haft með. Ég hef aldrei farið fram á annað og meira í um^öllun um list mína en að rétt sé farið með sögulegar heimildir og skoðanir annarra virði ég enda bera viðkom- andi fulla ábyrgð á þeim. Hér er um greinilegan skilismun að ræða. Svo eru það Kjarvalsstaðir. Ég kom með athugasemd um það í pistli mínum, hversu fráleitt það væri að setja annan aðalsal Kjar- valsstaða undir leikhús fram á vor. Hér var ég einfaldlega að túlka skoðun mína og fjölda annarra myndlistarmanna, er hreinlega vildu ekki trúa slíkri fjarstæðu. Þá frétti ég einnig, að ekki voru allir sáttir við þessa ákvörðun innan hússins, m.a. ekki listráðunautur þess, er hafði aðrar hugmyndir um nýtingu Kjarvalsstaða. í framhjáhlaupi má nefna, að það hafði verið kyrifilega upplýst, að Kjarvalsstaðir yrðu lokaðir fyrstu mánuði ársins vegna breytinga á hinu sögufræga „mekkanói" í ioít- inu, er enginn myndlistarmaður sættir sig fullkomlega við. Að sjálfsögðu er þýðingarlaust að sækja um afnot af sýningar- húsnæði, sem tilkynnt hefur verið að sé lokað um óákveðinn tíma. Og þeir sem áttu frátekinn sýning- artíma á umræddu tímabili fengu meira að segja send bréf og tilkynnt að fyrirhugaðar framkvæmdir úti- lokuðu sýningar þeirra. Arkitekt hússins lét svo setja lögbann á framkvæmdimar, svo sem kunnugt er, þannig að þeir sem höfðu pantað sýningartíma fengu inni, en þó heltust víst tveir úr lestinni, er höfðu sennilegast af- skrifað möguleikana og hætt undir- búningi — eða þá af öðram orsök- um. Það láðist svo að auglýsa eftir umsóknum myndlistarmanna, er lögbannið var yfírvofandi, en vafa- lítið hefðu margir haft áhuga og þar á meðal sá, er hér ritar. Einar Hákonarson, formaður stjómar Kjarvalsstaða, var hér snöggur á lagið og gaf út yfírlýs- ingu þess efnis, að hann kannaðist ekki við neina óánægju myndlistar- manna. Hann einangrar þessa óánægju við tvær greinar í Morgun- blaðinu eftir Braga Asgeirsson og Gísla Sigurðsson. Síðan hefur það gerst, að Félag íslenzkra myndlist- armanna og Myndhöggvarafélagið hafa sent fjölmiðlum harðorð mót- mæli. Óánægja einskorðast þannig alls ekki við okkur Gísla, en er mjög víðtæk og almenn, þannig að yfir- lýsing Einars kemur spánskt fyrir sjónir, að ekki sé meira sagt. Fyrir nokkram áram hefði hann vissulega verið fremstur jafningja í slíkum mótmælum — en tímamir breytast og mennimir með. Hér má og koma fram að mynd- listarmenn vilja veg annarra list- greina sem mestan og veglegastan, en vilja vísa til og minna á að Kjarvalsstaðir era öllu öðra fremur Myndlistarhús höfuðborgarinnar. Hitt skil ég síður varðandi mót- mæli FÍM og Myndhöggvarafélags- ins, að blanda saman alls óskyldum hlutum og fara að lýsa ánægju sinni yfir þeirri framkomnu tillögu stjóm- ar Kjarvalsstaða, að leiga verði felld niður hjá myndlistarmönnum, en í stað þess verði tekin sameiginlegur, hóflegur aðgangseyrir fyrir alla gesti hússins. Ef til vill lítur tillagan vel út á yfírborðinu, en því betur sem hún er skoðuð því óraunhæfari verður hún. Annað tveggja er þetta bein miðstýring og íhlutun í einkamál þeirra, er taka salina á leigu, eða yfírlýsing þess efnis, að í framtíð- inni muni allar sýningar gerðar út af stjóm Kjarvalsstaða. Aðgangseyrir á hinar stærri sýn- ingar á Kjarvalsstöðum, sem mikið hefur verið vandað til, hefur frá upphafí verið mjög hóflegur. Ein- staklingur, sem leggur í mikinn kostnað varðandi stóra sýningu, auglýsingar og umbúnað allan og fær því snöggtum meiri aðsókn en þeir, er minna bera í þær, hlýtur að miða við að fá nokkrar inngangs- tekjur. Að öðram kosti er það út í hött að halda viðamiklar sýningar — því að einhveijar tekjur verða að koma inn. Sala er aldrei trygg. Þá eiga hinar eftirtektarverðari sýningar ekki að bera uppi hinar veigaminni. Það er sjálfsögð regla allstaðar í heiminum, þar sem salir era leigðir út til listamanna, að þeir ráði inn- gangseyrinum, sem svo styðst jafn- aðarlega við einhveija hefð. Minni sýningar í sömu húsakynnum koma hinum stóra ekki par við. Annað mál er, að það er mjög algengt erlendis, að fyrirtæki, stofnanir og bankar ásamt hinu opinbera styrki listamenn til þess að halda hinar viðameiri sýningar. Hér á landi erþað í flestum tilvikum 100% einstaklingsframtak og er svo áhættusamt fyrirtæki, að viðkom- andi veitir sannarlega af öllum tekjum óskertum. Leifur Þórarinsson tónskáld sendir okkur Gísla ádrepu og segir m.a.: „Var þó einhvemtímann búið að telja okkur trú um, að Kjarvals- staðir ættu að vera ein alsheijar- menningarmiðstöð borgarinnar, með „sérstaka" en ekki einhliða áherslu á myndlistarsýningar. “ Þetta með allsheijar menningar- miðstöð er ranglega skilið, nema þá að sama megi segja um Þjóðleik- húsið og væntanlegt Borgarleikhús. Vil ég í fáum orðum lýsa tildrögum byggingar Kjarvalsstaða, sem Leif- ur Þórarinsson virðist hafa gjör- samlega gleymt, því að hann ætti að vera þeim vel kunnugur. En ýmsu má gleyma, ef viljinn er nóg- ur, svo og rangsnúa sbr. listasagn- fræðingana. Myndlistarmenn vora í miklu húsnæðishraki, er gamli Lista- mannaskálinn við Kirkjustræti var rifínn — hann hafði þá lengi verið hriplekt hrófatildur svo sem kunn- ugt er og að auki með slagsíðu í vestur. Að því kom, að FIM var úthlutað lóð á Klambratúni (seinna Miklatún) undir nýjan Listamanna- skála og var fljótlega farið að undirbúa byggingu hans. Félagið átti enga digra sjóði, en Kjarval gaf veglega íjárhæð til byggingarinnar. Víst er, að fjársafnanir ýmiss konar hefðu borið dijúgan árangur, ef rétt hefði verið staðið að málum og fé- lagsmenn sýnt áræði og stórhug. Stórhuginn vantaði ekki, er gamli Listamannaskálinn var byggður, og veðsettu menn jafnvel hús sín til að kría út nauðsynleg lán. — Það var hreint út sagt stórkostlegt að fá þessa lóð á Klambratúni, og ég er sannfærður um það, að hefði félagið lagt í byggingu skálans, þótt í áföngum væri, ætti það veglegt sýningarhúsnæði í dag og að öllum líkindum skuldlaust. En svo kom upp sú hugmynd hjá borgaryfírvöldunum, að byggja sérstakt Borgarlistasafn til heiðurs Kjarval og í framhaldi þess að byggja tvo samhliða skála með tengiálmu á milli, sem nýta mætti sem veitingastofu. Gengið var til samstarfs við myndlistarmenn, en hér fór margt úrskeiðis í samningamálum þessara aðila, þannig að hlutur myndlistar- manna varð rýrari en skyldi og í stað Listamannaskálans á Klambratúni kom myndlistarhús, er fékk svo nafnið Kjarvalsstaðir. Nafnið er ambaga, því að húsið hýsir hvorki borgarlistasafn né hanga þar að staðaldri myndir eftir Kjarval — útlendum áhugamönnum um listir til mikillar furðu, sem era öðra vanir þegar myndlistarhús heita eftir ákveðnum listamönnum. Við getum nefnt ótal dæmi, en það skal látið ógert — myndi fylla margar vélritaðar síður. Myndlistarmenn stóðu í góðri trú um það, að Vestursalur og þar með talinn gangurinn kæmi í stað Lista- mannaskálans gamla og að hér væri umráðaréttur þeirra ótvíræð- ur. En margt fór öðravísi en upp- ranalega var áætlað og réttur myndlistarmanna gróflega fyrir borð borinn, auk þess sem listpóli- tísk öfl vildu ráða hér full miklu. Deilumar, sem upp sprattu, stöfuðu af gífurlegum vonbrigðum mynd- listarmanna, hvemig komið var um þessa framtíðarhugsjón þeirra, er átti að verða lyftistöng lifandi og framsækinnar myndlistar í landinu. Þótt hér gætu þeir að mestu sjálf- um sér um kennt, þá stendur það óhaggað, að Myndlistarhúsið við Klambratún átti alla tíð að vera griðarstaður myndlistar, en engin alsheijar menningarmiðstöð og ei heldur óopinbert ráðhús og veizlu- salur borgaryfirvalda. Hins vegar var enginn á móti hvers konar einangruðum uppákomum annarra listgreina í húsinu. Ég læt þetta duga að sinni, enda tel ég mig hafa útskýrt þessi mál að fullu. Margt hefur gerst í listinni að undanfömu hér heima og erlendis, svo að stutt verður í næsta Sjón- menntavettvang. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.