Morgunblaðið - 18.04.1986, Page 18
MORGEÍNBLAÐIÐ; FÓSTUDAGUR1&: APRtL 1986f
18
Ver ðlagsstofnun
og MFA halda nám-
skeið um verðlagsmál
VERÐLAGSSTOFNUN og Menn-
ingar- og fræðslusamband al-
þýðu gangast þessar vikumar
fyrir námskeiðahaldi um verð-
lagsmál, verðgæslu og verðkann-
anir. Námskeiðin em haldin víðs
vegar um landið í samvinnu við
stéttarfélög og neytendafélög.
V-Barðastrandarsýsla:
Bændur eru
hræddir við
svæðabúmarkið
ALLFLESTIR bændur í
V-Barðastrandarsýslu mættu til
fundar á Patreksfirði 7. apríl
síðastliðinn. Tilefni fundarins
var hið svokallaða svæðisbú-
mark, sem taka á upp vegna
framleiðslu i landbúnaði. Bjarai
Guðmundsson, aðstoðarmaður
landbúnaðarráðherra, og Guð-
mundur Stefánsson, hagfræðing-
ur Búnaðarfélags íslands, mættu
á fund þennan.
Allharðar umræður urðu um
skerðinguna sem fylgir svæðis-
búmarkinu og kom fram að menn
óttast að hún komi verr niður á
bændum hér en á öðrum svæðum.
Hér eru aðeins lítil bú, sem ekki
þyldu þá 14% skerðingu er búmark-
ið gerir ráð fyrir. Þetta myndi leiða
til enn meiri flótta héðan úr sveitum
og stendur byggð hér þó höllum
fæti.
Fundurinn ályktaði að skora á
ráðherra að skerðing búa myndi
miðuð við 440 ærgildi. Þetta er
samhljóða samþykkt þeirri, sem
bændur í Húnavatnssýslum stóðu
að á nýafstöðnum fúndi.
—SÖL
Fyrsta námskeiðið var haldið á
Eskifírði síðastliðinn laugardag. Að
sögn Jóhannesar Gunnarssonar út-
gáfustjóra Verðlagsstofnunar var
þáttaka í námskeiðinu góð. A það
mættu 20 manns frá sjö þéttbýlis-
stöðum á Austurlandi.
Um helgina verða haldin 4 nám-
skeið. Laugardaginn 19. apríl verða
haldin námskeið í Borgamesi, á
ísafírði og Sauðárkróki, og sunnu-
daginn 20. apríl verður námskeið á
Selfossi. Þá er áformað að halda
námskeið á Akureyri, í Keflavík og
Grundarfírði laugardaginn 26.
aprfl.
Jóhannes sagði að á námskeiðun-
um væri skýrt fyrír fólki hveijir
fara með verðlagsmál, farið yfir
starfsemi Verðlagsstofnunar, meðal
annars hvemig verðgæslan væri
framkvæmd eftir að vömverð hefur
veríð gefíð fijálst. Þá væri einnig
kynnt framkvæmd verðkannana.
Ögri seldi í
Bremerhaven
SKUTTOGARINN Ögri RE seldi
219,4 tonn af ísfíski í Bremerhaven
á fimmtudagsmorgun. Fengust
tæpar 8,5 milljónir fyrir aflann, eða
38,72 krónur að meðaltali fyrir
hvert kfló. Uppistaðan í afla Ögra
varkarfí.
BlÖnduÓS Og SÓlarlag í aprílblíðunní. Morgunblaðið/J6n Sigurðsson
Húnavaka að hefjast
Austur-Húnavatnssýsla:
Dagskrá fjölbreytt að vanda
Blönduósi.
HÍJNAVAKA, hin árlega menn-
ingarvaka Ungmennasam-
bands Austur-Húnavatnssýslu,
hefst laugardaginn 19. apríl
með unglingadansleik í félags-
heimilinu á Blönduósi. Þetta er
í 38. sinn sem Húnavaka er
haldin og er dagskrá hennar
fjölbreytt að vanda.
Að þessu sinni verða dansleikir
á Húnavöku fjórir og sjá hljóm-
sveitir á Norðurlandi vestra um
allan undirleik á þeim. Hitt leik-
húsið kemur með Rauðhóla
Rannsý og Revíuleikhúsið sýnir
Skottuleik. Auk þess verður Leik-
félag Blönduóss með Vígsluvott-
orðjð til sýninga á vökunni.
Á sumardaginn fyrsta verður
skátamessa í Blönduóskirkju og
mun Sigfús Jónsson æskulýðs-
fulltrúi þjóðkirkjunnar prédika.
Skátar ætla að ganga í skrúð-
göngu til kirkju. Seinna um dag-
inn verður Gmnnskólinn á
Blönduósi með sumarskemmtun
sína og að henni lokinni verður
bamaball á vegum USAH.
Karlakór Bólstaðarhlíðar-
hrepps og Samkórinn Björk verða
með söngdagskrá á Húnavöku og
verður efnisval fjölbreytt. Hús-
bændavaka verður á sínum stað
í Húnavökudagskrá. Kristín Ól-
afsdóttir mun spjalla við sam-
komugesti. Kristinn Sigmundsson
syngur við undirleik Sigurðar
Daníelssonar. Edda Björgvins-
dóttir og Júlíus Bijánsson
skemmta og nokkur ungmennafé-
lög í A-Hún. verða með skemmti-
dagskrá. Kynnir á Húsbændavöku
að þessu sinni verður Sigmar
Jónsson.
Margar góðar kvikmyndir
verða sýndar á Húnavöku og geta
flestir fundið þar eitthvað við sitt
hæfí. I tengslum við Húnavöku
verða listsýningar á Hótel Blöndu-
ósi, Bjami Jónsson listmálarí og
Astrid Erlingsson pijónahönnuður
verða með sýningar á verkum sín-
um. í félagsheimilinu verður á
vegum Sambands austur-
húnvetnskra kvenna glerlistar-
sýning frá Gleri í Bergvík. Allar
þessar sýningar em sölusýningar.
Starfsfólk Hótels Blönduóss
verður í Húnavökuskapi og ætlar
að gera Húnavökugestum hátt
undir höfði. Húnavöku lýkur með
lokadansleik laugardaginn 26.
apríl, þar sem Geirmundur Valtýs-
son og hljómsveit hans leikur fyrir
dansi.
— JónSig.
Frá fundi sjálfstæðismanna á Akureyri um stefnumörkun fyrir kosningamar 31. maí. Morgunbiaðíð/Skapti
Sjálfstæðismenn á Akureyri:
Fundir um stefnumörk-
un fyrir kosningar
atvinnu- og orkumál, síðan um mál og á þriðjudaginn var rætt
skipulags-, umhverfís- og ferða- um skóla-og menningarmál.
Skæð flensa hefur
hijáð Yopnfirðinga
Vopnafirði.
NOKKUÐ skæð inflúensa hefur
Akureyri.
Sjálfstæðismenn á Akur-
eyri hafa að undanfömu
fundað um stefnumörkun
flokksins fyrir bæjarstjómar-
kosningamar i vor. Síðasti
fundurinn var í gærkvöldi i
húsakynnum flokksins i
Kaupangi og er hann um
íþrótta-, æskulýðs- og félags-
mál.
Þrír fundir hafa þegar verið
haldnir. Þeir eru í framhaldi af
bæjarmálaráðstefnu sem haldin
var í nóvember síðastliðnum. Auk
frambjóðenda hafa sótt fundina
fulltrúar þeirra málaflokka sem
verið hafa til umræðu hveiju sinni.
Á fyrsta fundinum var rætt um
hijáð Vopnfirðinga nú um nokk-
urt skeið, misjafnlega slæm, en
í þó nokkrum tilfellum hefur
þurft að flytja sjúklinga i sjúkra-
flugi í sjúkrahús á Akureyri með
um og yfir 40 stiga hita.
Þetta útbreidd veikindi setja
óneitanlega nokkum svip á mannlff-"
ið á ekki stærri stað en Vopnaijörð-
ur er og meðal annars þurfti að
fresta fyrirhugaðri árshátíð grunn-
skólans um óákveðinn tíma. Einnig
leit út fyrir að yrði að fresta ferm-
ingum um páskana en það slapp
og var fermt á skírdag. Að sögn
héraðslæknisins er flensan nú mjög
'í réftunl g g
Dalvík:
58 tóku þátt í firma-
keppni hestamanna
Dalvik.
Laugardaginn 5. apríl sl. var
gott veður á Dalvík, glampandi
sólskin og hiti. Mikil sólbráð var
og snjór lét mikið á sjá, en um
páskana kyngdi niður töluverð-
um snjó og gerði illfært hér i bæ.
Á þessum degi hélt hestamanna-
félagið Hringur sitt fyrsta hestamót
á árinu — fírmakeppni. 58 aðilar,
fyrirtæki, félög og bændur, létu
skrá sig til keppninnar og er þetta
mesta þátttaka i slíkri keppni hjá
félaginu til þessa. Keppt var í tveim
flokkum, flokki fullorðinna, þar sem
42 kepptu og í unglingaflokki, þar
sem keppendur voru 16.
Úrslit voru sem hér segir:
1. Valur, knapi Stefán Friðgeirs-
son, hann keppti fyrir Dalalæðu hf.
2. Tvistur, knapi Einar Hjörleifs-
son.
3. Krummi, knapi Þórarinn
Gunnarsson.
Úrslit í unglingaflokki:
1. Helmingur, knapi Hólmfríður
Stefánsdóttir en hún keppti fyrir
Skíða- og reiðhjólaþjónustuna.
2. Yrpa, knapi Þórir Guðmunds-
son.
3. Asi, knapi Hólmfríður Stef-
ánsdóttir.
Það er mikil gróska í hesta-
mennsku og hrossarækt á Dalvík
og í Svarfaðardal. Á þessum vetri
hefur mikið verið um útreiðar og í
sveitinni hafa verið starfræktar
tvær tamningastöðvar í Syðra-
Garðshomi og á Þverá í Skíðadal.
Þar hafa tveir ungir menn þreytt
sína frumraun á sviði tamninga,
þeir Einar H. Stefánsson og Þór
Ingvason. Formaður hestamanna-
félagsins Hrings er Þorsteinn H.
Stefánsson. Fréttaritari