Morgunblaðið - 18.04.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.04.1986, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. APRÍL1986 Stærsta veisla norðan heiða frá upphafi Islandsbyggðar á Akureyn: 700 manna veisla vegna 50 ára afmælis SVS Akureyri. Starfsmannafélag verksmiðja SÍS á Akuryri, SVS, verður 50 ára 23. aprO næstkomandi. í féttatilkynningu frá félaginu segir: „Af. þessu tílefni verður af- mælisins minnst á veglegan hátt með voldugri hátíð i íþróttahöll- inni laugardaginn 19. aprU.“ Heiðursgestur félagsins verður Albert Guðmundsson, iðnaðar- ráðhera. I fréttatilkynningunni segir enn- fremur: “Altalað er á Akureyri að þetta verði árshátíð aldarinnar, bæði sagt í gamni og alvöru. I gamni vegna þess, að þama ætla menn að skemmta sér svo að til tímamóta tilheyrir, en í alvöru þegar haft er í huga að starfsfólk fjölmennasta vinnustaðar landsins er að fara út að skemmta sér. Eru líkur á 700 manna matarveislu, en það segja Bautamenn sem sjá um allar veitingar, að muni verða fjöl- mennasta veisla norðan heiða frá upphafí íslandsbyggðar. Verður hátíðin tekin upp á myndband fyrir sögusafn félagsins. Fjölmennir hópar taka að sér að breyta Höllinni í slíkt undraland, að eftir á muni minningin rísa undir nafni um að „þá var kátt í Höllinni". Þar eiga góðan hlut að máli lista- mennimir Guðmundur Armann og Jóhann Ingimarsson. Hátíðin er sett saman af hefð- bundnum atriðum eins og veitingu starfsaldursmerkja, ávörpum, starfsmannaannái, kórsöng og út- nefningu heiðursfélaga SVS, en þar kemur líka til leiksins tískusýning- arfólk, sem sýnir tískuna 1936 og 1986 og Raggi B. og Bessi með velvalin staðbundin skemmtiatriði. Nánast ekkert í þessu efni verður matreitt eins og venjulega. Hljómsveit Pálma Stefánssonar mun halda uppi fjörinu langt inn í nóttina. Veislustjóri verður Jón Amþórs- son. Af þessu tilefni er nú verið að skrá sögu SVS af Páli Helgasyni og kemur hún út á árinu, en á Keflavík: Fundur um fíkniefna- vandamálið Keflavfk. LAUGARDAGINN 19. apríl verð- ur haldinn almennur fundur um fíkniefnavandamálið í Félagsbíói í Keflavík og hefst hann klukkan 14.00. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um vamir gegn fíkni- efnum og er ungt fólk sérstak- lega velkomið. Fundurinn er haldinn að undir- lagi Lionsklúbbs Keflavíkur, Lions- klúbbsins Óðins, Lionessuklúbbs Keflavíkur og með stuðningi ann- arra Lionsklúbba á Suðurnesjum. Nemendur Fjölbrautaskóla Suður- nesja taka virkan þátt í fundinum og em sem flestir nemar, bæði þaðan og úr gmnnskólunum, hvatt- ir til að mæta ásamt foreldrum og öðm áhugafólki um þessi mál. Á fundinum verður sýnd kvik- mynd um afleiðingar fíkniefna- neyslu. Birgir Þórarinsson og Garð- ar Vilhjálmsson, nemar í FS, flytja ávörp. Einnig talar Guðlaug Hjart- ardóttir, nemi í 9. bekk Holtaskóla í Keflavík, Amar Jensson, yfírmað- ur fíkniefnalögreglunnar í Reykja- vík, Óttar Guðmundsson, yfirlæknir á Vogi, og Ómar Ægisson, fræðslu- fulltrúi SAÁ í Reykjavík. Keflvíkingar og Suðumesjamenn em hvattir til að íjölmenna á fund- inn. — efi hátíðinni verða fluttir stuttir þættir úr sögunni. Stjóm félagsins með formanninn Bjama Jónsson í fararbroddi hefír leitt allt þetta mikla starf. Þegar litið er til baka verður ljóst að mjór er mikils vísir og því þótti við hæfí að skjóta hátíðina inn kl. 12 á miðnætti á föstudaginn kemur að viðstöddum þeim sem þá verða á vakt í verksmiðjunum. Verður þetta í Þorsteinslundi á verksmiðju- lóðinni, en þar er koparskjöldur, sem settur var upp á 60 ára afmæli verksmiðjanna með þessari áletmn: „íslensk samvinnuhreyfíng þakkar Þorsteini Davíðssyni og þúsundum annarra starfsmanna Sambands- verksmiðjanna fórnfús störf. Á sex áratugum hafa þeir séð þennan iðnað vaxa úr mjóum vísi í mikinn meið.“ Á þessum tímamótum í sögu SVS er vel við hæfí að minnast þessara orða og starfs fmmherjanna, sam- tímis því að horft er með bjartsýni til framtíðarinnar." Brugðið á leik í Andakílsskóla Grund, Skorradal. NEMENDUR Andakílsskóla héldu fyrir nokkru sína árlegu árs- hátíð í Brún, Bæjarsveit, undir stjórn skólastjóra síns, Þórunnar Magnúsdóttur. Fjölmenni var og skemmti fólk sér vel. Nemendur sungu, dönsuðu, fóru með ýmsa leikþætti, m.a. úr Skugga-Sveini og Bakkabræðrum, héldu spurningakeppni, þar sem lið frá foreldrum og nemendum kepptu, og að siðustu fór fram bögglauppboð. í lokin bauð Kvenfélagið 19. júní öllum hinar ágætustu veitingar. — DP Nýir ávextir og grænmeti: Úrvaliö er meiriháttar. Vikulega koma ferskir ávextir og grænmeti frá meginlandi Evrópu og Bandaríkjunum. Ferskir, bragðmiklir og framandi.--------------------- Opið á morgun frá kl. 10— 16 í Mjóddinni en til kl. 14 í Austurstræti. VIÐIR STÓRMARKAÐUR í MJÓDDINNI Kjötdeild: Kunnátta og fagmannleg ráðgjöf Kjötdeildin okkar hefur á aö skipa kjötiðnaðar- og matreiðslumönnum, sem reiðubúnir eru að gefa þér góð ráð ef þú þarft á að halda. Danskir og þýzkir kjötiðnaðarmenn hafa skipulagt framleiðsluna á unnum kjötvörum hjá okkur og lagt eina og eina uppskrift til viðbótar þeim sem meistarar okkar leggja til sjálfir. Heitur matur og salatbar: vöru Mikið úrval er daglega af heitum tilbúnum mat til að taka með sér heim. Með honum er að sjálfsögðu hægt að velja úr frábærum salatbar, sem býður uppá margar nýstárlegar uppskriftir. kynningar: VÍÐI er alltaf eitthvað að gerast. Vörur eru kynntar og boðnar á kynningarverði. Opið til kl. 20 í Mjóddinni entnki.19 * ** A ncfiircfroi Austurstræti. VÍÐIR,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.