Morgunblaðið - 18.04.1986, Page 36

Morgunblaðið - 18.04.1986, Page 36
36 ajfö'-jœKv. * fclk í fréttum M Anne Bancroft og Mel Brooks Hrafnhildur Valgarðsdóttir Lilian prinsessa í góðum höndum Ymislegt er á þá lagt er tengdir eru kóngafjölskyldum. Þeir þurfa víða að mæta, sýna sig og sjá aðra. Lilian prinsessa, er eftir langa mæðu fékk að giftast sínum heittelskaða, Bertil Svíaprins, er engin undantekn- ing. Eftir að hún var formlega orðin meðlimur konungsfjölskyldunnar, fékk hún sín verkefni. Þessi vingjamlegu dýr er umvefja hana á myndinni, eiga að sýna hversu vel Gautaborg tekur á móti þeim ferðamönnum er þangað koma. Við skulum vona að ekki sé stokkið fyrirvaralaust á þreytta og e.t.v. annars hugar ferðalanga er leggja leið sína til þessarar ágætu borgar. Ég hef alltaf haft löngun til að skrifa Rætt við Hrafnhildi Valgarðsdóttur sem nýlega gaf út fyrstu bók sína Hrafnhildur Valgarðsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1948 en býr nú með fjórum börnum, eiginmanni og ketti á Álftanesi. Nýlega kom út eftir hana bama- bók, Kóngar í riki sínu, sem Mál og menning gaf út og er hún fyrsta bók höfundarins. „Ég hef alltaf haft löngun til að skrifa, eiginiega allt frá þvi ég man eftir mér, og hef líka alltaf verið að gripa í það öðra hvoru,“ sagði Hrafnhildur í samtali við bim. Mbl. „Fyrir 18 árum birtist fjrst saga eftir mig í Lesbók Morgun- blaðsins og siðan hafa margar sögur sem ég hef skrifað birst bæði þar og i ýmsum tímaritum. Ég hef aldrei getað gefið mér eins mikinn tíma til að skrifa og ég hefði kosið, en nú ætla ég að láta drauminn rætast, a.m.k. að ein- hvetju leyti. Ég hef að undanförnu starfað sem kennari við Álftanes- skóla og þar áður við Seljaskóla en hef í hyggju að hætta kennsluni í vor. Þannig geri ég ráð fyrir að hafa ss. 4 - 5 klst. á dag til að sinna ritstörfum. Ég held að þetta komi til með að gefast vel og þessi tími ætti að nægja til þess að koma ýmsu í verk. Ég tók mér fri frá kennslunni si. haust og alveg fram á jól og sinnti þá ritstörfum eingöngu í öllum frí- stundum, og það gekk mjög vel. - Hvemig gekk þér að nýta tím- ann þegar þú hafðir hann? Það gekk ágætlega. Ég hafði 3 til 4 klst. á dag og vann alltaf allan þann tíma, og reyndar oft fram eftir kvöldi þegar ég var kominn í gang með skriftimar". - Hvaða verkefni ætlar þú að taka fyrir? Ég ætla að bytja á því að skrifa fyrir böm og unglinga. Ég hef fengist töivert við að skrifa leikrit undanfarin ár og á meðal annars í handriti eitt bamaleikrit og 3 leikrit fyrir fullorðna. Mér hefur alltaf óað við skáldsögunni því hún er svo tímafrekt form. - Þú átt þá tölvert af handritum i skrifborðsskúffunni? Já, ég á að vísu fullt af efni, en fæst af því er nógu gott eins og það er og mikið af því hálfunnið. Mest af þessu er auðvitað unnið á hlaupum og hvað leikritin varðar skortir mann eflaust kunnáttu til að ganga frá þeim eins og vera ber. Mér finnst það vanta að rit- höfundar geti komist á fyrirlestra eða námskeið um leikritagerð t.d. eða vinnu fyrir sjónvarp. Maður stendur svo mikið einn í þessu og það skapar visst óöryggi. Það em Iíka óneitanlega oft nokkuð kaldar kveðjur sem ungir rithöfundar fá við fyrstu verkum sínum og ég hef orðið fyrir því að fá leikrit endursend án nokkurra skýringa. En frá þessu em auðvitað undantekingar. Fyrir löngu skrifaði ég bamaleik- rit sem ég lagði inn hjá íjóðleik- húsinu. Nokkuð löngu síðar kallaði þáverandi þjóðleikhússtjóri, Sveinn Einarsson, mig á sinn fund. Hann gaf sér tíma til að lesa í gegnum leikritið með mér og benda á veiku hliðamar á því. Þetta var mér mjög mikils virði, ekki aðeins ábendingar hans, heldur fékk ég líka þá tilfinn- ingu að það sem ég var að skrifa væri einhvers virði," sagði Hrafn- hildur. Bókin Kóngar í ríki sinu er prýdd myndum eftir Brian Pilkington Debbie Reynolds set- ur sig i stellingar og segist vera að auglýsa nviu bókina sína er B°b Hope bauð dóttur sinni með í f£llar um hverni? á þettaskipti að halda sér í góðu formi. Söngkonan Cher sérkennilega klædd, að vanda. St]örnur á ferð * — þegar Oskarsverðlaunin voru afhent Uthlutun Óskarsverðlaunanna og afhending þeirra verkja alltaf vemlega athygli. Menn velta því fyrir sér í margar vikur hveijir muni hljóta verðlaunin og þegar að því kemur að tilkynnt er um verðlaunahafana geta milljónir manna fylgst með því í beinni sjónvarpsútsendingu. íslenska sjónvarp- ið sýndi þennan þátt frá verðlaunaaf- hendingunni, að vísu nokkm eftir að atburðurinn átti sér stað og er ekki að efa að margir hafa horft á hann. Ekki þykir þó jafn eftirsóknarvert og áður að vera þama viðstaddur og er sagt að þær stórstjömur er ekki eigi von á verðlaunum, eða eigi að afhenda þau, kjósi fremur að horfa á útsending- una í sjónvarpi í góðra vina hópi, Töluverður hópur manna safnast alltaf saman fyrir utan húsið, þar sem athöfnin fer ffarn, í þeirri von að sjá sín eftirlætisgoð streyma að. Ljósmyndarar þyrpast líka á staðinn og sjáum við hér hluta af afrakstri eins þeirra. Meryl Streep ásamt eiginmanni sinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.