Morgunblaðið - 18.04.1986, Síða 42
3
?
MÖRGÚNBLAÐÍb, FÖSTUDAGtííi 18. APfttLÍ9»6
-----:-?--------------I-!---------:--
„ ég v/iráist \jcra. farina aé missa töia'n.''
áster...
... að fara í kvöld-
göngu og ganga af
sérspikið.
TM Rea. U.S. Pat Off.-all riflhts reserved
«1985 Los Angeles Times Syndicale
I
Bara þakka þér fyrir —
Það hreif.
HÖGNI HREKKVÍSI
, Bf HAMW SECtlK At> pAV SÉ &L*VA0tMVOK
/ETTI HAWN AP VlTA pAE>.‘
Ánægjulegt sumarleyfi
á ítölsku rivierunni
Á síðastliðnu sumri, þegar ferða-
skrifstofan Terra hóf að skipuleggja
ferðir til ítölsku rivierunnar, fannst
okkur kominn tími til að gera þann
áhuga okkar að að ferðast til Italíu
að veruleika.
Að gefnu tilefni viljum við taka
fram að við sjáum ekki eftir þessari
ferð, þrátt fyrir smávægileg vanda-
mál, sem komu upp og geta engan
veginn talist óeðlileg þar sem við-
skipti við íslendinga voru að hefjast
á þessum stað. Um landnám var
að ræða. Við skiptum um hótel í
nokkra daga til að liðka fyrir, enda
vorum við þama á þeim tíma, í
ágúst, þegar regnþjáðir Norður-
Þjóðveijar flykktust suður að Mið-
jarðarhafi til að ná sér í ögn af
sumri. Þeir hafa verið fastir við-
skiptavinir þama á ströndinni um
margra ára skeið. Fyrir vikið kynnt-
umst við öðmm bæ sem var vel
þess virði. Við þáðum bílaleigubfl
frá Terru sem kom sér mjög vel,
Hvað varð
um tarfinn?
var talsvert notaður og afsannaði
algjörlega það sem heyrst hafði af
munni sumra íslendinga að þeir
óttuðust að aka á svo suðlægum
slóðum.
Það er skoðun okkar að Terru-
ferðimar til ítölsku rivierunnar hafi
slegið í gegn vegna fjölbreyttra
staðhátta sem þama eru. Góðir
baðstaðir, ýmist á hótellóð eða stutt
frá, og ekki síður nábýlið við hið
venjulega mannlíf á þessum stöð-
um. Það liðu ekki margir dagar þar
til við vomm farin að heilsa fólki
sem við mættum á götu daglega
og áttum einhver samskipti við.
Hvort það var kaupmaðurinn sem
við versluðum við, eða konan sem
tyllti sér með bömin sín tvö á
bekkinn við hliðina á okkur og fór
að ræða um heima og heima. Þijú
orð á ítölsku á móti einu á ensku
og einu á þýsku og afgangurinn
handapat sem e.t.v. skildist einna
best. Eða listamannshjónin sem
áttu litla galleríið sitt við Via Della
Liberta. Fimm ára dóttir þeirra sótti
leikföngin sín til að leika við son
okkar á meðan við stöldmðum við.
Það fór vel á með þeim þótt „bravo
bambino" væri það eina sem þau
gátu sagt sín á milli.
Óskir og þarfir fólks em ætíð
fjölbreyttar. Hversu ákjósanlegir
sem ferðamannastaðir em er óvíst
hvort hver og einn af stómm hópi
finni nóg við sitt hæfi.
Starfsfólk Terru í Pietra Ligure
reyndi af fremsta megni að leysa
hvem þann vanda sem kom upp.
Skoðunarferðir sem Term-fólkið
skipulagði vom til fyrirmyndar.
Þegar samskipti ferðaskrifstofu og
dvalarstaðar festast f sessi verða
þau einnig heimilislegri og það er
ekki aðeins vandalaust heldur einn-
ig mjög þægilegt og ánægjulegt að
njóta sumarleyfis á ítölsku rivier-
unni. Við eigum þá ósk að fara til
Ítalíu og óskum væntanlegum ítal-
íufömm ánægjulegs sumarleyfis.
Þórður Ingimarsson
Um úrklippur
í Iesbók Morgunblaðsins 5. apríl
síðastliðinn birtist stórskemmtileg
grein um háhyminga í japönskum
dýragarði. Greinina þýddi Jóhann
Siguijónsson. Fjallað er um kú frá
íslandsmiðum, meðgöngu hennar
og afkvæmi. Einnig er sagt frá
annarri kú er tengdist stöllu miklum
tryggðaböndum. Þá er í upphafí
getið föður kálfsins, en hann kemur
ekki við sögu eftir að kýrin er borin
né er sagt hvort hann hafi skipt sér
af afkvæmi sínu. Komið var að máli
við Velvakanda og hann beðinn að
koma því á framfæri við Jóhann
hvort nánar væri vitað um hlut
viðkomandi tarfs í uppeldi kálfsins.
Góðan dag gott fólk.
Mig vantar upplýsingar sem
fyrst, sem ég vona að þið getið
veitt mér.
Er til íslenskt fyrirtæki sem tekur
greinar úr blöðum og tímaritum,
flokkar þær niður og selur gestum
og gangandi? Mig minnir að ég
hafi lesið um slíka stofnun í ein-
hveiju blaðanna fyrir nokkru og nú
bráðvantar mig að vita hvar svona
fyrirtæki starfar og hvort það er
yfirleitttil.
Með fyrirfram þökk,
Árdis
Velvakandi tók sig til og fletti
upp í símaskránni og fann þar
upplýsingaþjónustuna Miðlun, sem
sinnir því verkefni er Árdís spyr
um. Miðlun er í Tryggvagötu 10,
Reykjavík og síminn þar er 91-
10660.
Víkverji skrifar
Reykjavík kemur að vanda frem-
ur illa undan vetri. Sumir
borgaranna hafa því miður sem
endranær sýnt henni langtum of
litla umhyggju. Þar eru ökuþóramir
fremstir í flokki og þá eru það vitan-
lega grasgeiramir fyrst og fremst
sem verða fyrir áreitni þeirra. Þeir
leggja á þeim, skrönglast eftir jöðr-
unum á þeim ef færðin er eitthvað
leiðinleg eins og þeir væm í tor-
færakeppni, eiga það jafnvel til að
dengja sér beint yfir þá af full-
komnu skeytingarleysi um afleið-
ingamar; og fremja þá kviðristu á
grassverðinum rétt eins og þeir
væra að plægja akur.
Á Kringlumýrarbrautinni á einn
af þessum náungum erindi í Suður-
ver, sem stendur eins og vegfarend-
um er kunnugt, þama á homi
Hamrahlíðar. Ætli hann eigi ekki
í mesta lagi þijátíu fjöratíu metra
eftir að Hamrahlíð og þar með að
innkeyrslunni í þessa fjölsóttu
verslanamiðstöð? En er hann sáttur
við það? O, ekki aldeilis. Hann
sveigir af hraðbrautinni og upp á
grasbalann sem er þar til yndis-
auka, þrælar sér aflíðandann með
brauki og bramli, buslast þessa
leiðina og eflaust sigri hrósandi inn
á bílastæðið.
Ætli hann hafi ekki sparað sér
einar tíu sekúndur, kappinn. Og
skildi eftir sig markið sitt til minn-
ingar um afrekið.
Sums staðar hafa verið reistir
víggarðar til þess að veija
grasflatimar. Ein rammgerð verður
fyrir augum manna þegar ekið er
inn í Efra-Breiðholt vestanvert.
Hún hefur verið lengd til beggja
átta einu sinni að minnsta kosti af
því vargurinn ók bara fyrir endana
á þeirri fyrstu og bjó til ennþá
stærra og tilkomumeira svað þar
sem áður var gróin grand. Vargur-
inn færði út ríki sitt, mætti líka
kalla það og sparaði sér um leið
þessar dýrmætu tíu sekúndur.
Þar sem Hafnarfjarðarvegur
liggur í gegnum Kópavog hefur á
einum stað líka verið reist eins
konar vígvallargirðing eins og þar
væri háður skotgrafahemaður eða
maður væri að nálgast Berlínar-
múrinn. Hún er til vamar gras-
geiranum sem deilir akbrautinni
milli þeirra ökumanna sem halda í
norðurátt og svo hinna sem stefna
í þá gagnstæðu. En áður en girðing-
in reis gáfu þeir bara í og brenndu
beint yfir grasið þessir svölu: Þessir
„kallmannlegu" og hörðu og ódeigu
sem gátu hvorki látið svona lítilræði
verið að þvælast fyrir sér né látið
það spyijast um sig að þeir væra
svo forkastanlega löghlýðnir að
fara að reglum eins og hveijir aðrir
smáborgarar.
Svo era það- manneskjumar sem
hafa valið sér það hlutskipti að
vera eins konar færanlegir rasla-
haugar, svo sem eins og pylsupjakk-
amir sem mundu frekar láta drepa
sig en leggjast svo lágt að nota
sorpflátin sem bærinn er með á
húsveggjum og ljósastauram. í
þessum flokki era líka flottgreifam-
ir sem era að bíða eftir frúnni í
kagganum sínum og nota tækifærið
til þess að tæma öskubakkann á
gangstéttina.
Inni við Glæsibæ rogast tveir
þreklegir náungar út úr einni versl-
uninni með fangfyllí af vamingi
sem á að fara í bílinn þeirra. Gætu
sýnst vera flutningamenn einhvers
konar eða lagermenn. Einhverra
hluta vegna era umbúðimar þeim
til ama þegar þeir koma að bílnum.
Ekkert mál. Þeir leggja baggana
frá sér og taka til við að tæta utan
af þeim plastið og pappírinn og
hvoru tveggja fleygja þeir út í
veðrið, fela það forsjá vindsins.
Tveir fullorðnir menn hamast við
að haga sér eins og skrælingjar.
Og kæra sig kollótta um það — það
sýnir svipurinn eða réttara sagt
svipbrigðaleysið þó að þetta fram-
ferði þeirra veki verðskuldaða fyrir-
litningu nærstaddra.