Morgunblaðið - 18.04.1986, Page 44
í MORGÖNBLÁÐIÐ, FÖSTUDAGURIÖ. ÁPRÍL1986
144
Minning:
Valgerður Erlends■
dóttir, Hafnarfirði
Fædd 17. sept 1894
Dáin 8. apríl 1986
í dag er Valgerður Erlendsdóttir
til moldar borin í Hafnarfirði. Hún
var fædd 17. sept. 1894 að Amar-
stöðum í Flóa og var því á nítugasta
og öðru aldursári, er hún andaðist
18. aprfl sl.
Foreldrar hennar voru hjónin
Gróa Bjamadóttir og Erlendur
Jónsson, sem þá bjuggu á Amar-
stöðum.
Valgerður var elst af flórum
bömum þeirra hjóna. Hin vom
Sigríður, húsmóðir í Hafnarfirði,
sem nú er ein systkinanna eftir á
lífi, Bjami, trésmíðameistari í Hafn-
arfírði og Guðmundur, vélstjóri,
sem einnig var búsettur í Hafnar-
firði.
Þegar Valgerður var á bams-
aldri, fluttu foreldrar hennar til
Hafnarfjarðar og bjuggu þar síðan.
Valgerður giftist 10. október
1914 Jóel Ingvarssyni skósmíða-
meistara í Hafnarfirði. Bjuggu þau
allan sinn búskap við Strandgötuna
í Hafnarfirði og vom oft kennd við
f Arahús.
Þau hjónin eignuðust átta böm.
Þijú fyrstu bömin misstu þau ný-
fædd og fjórða bamið, Herdísi
misstu þau ellefu ára gamla. Fjögur
bamanna náðu fullorðins aldri og
em öll á lífi. Þau em Ingibjörg,
húsmóðir í Reykjavík, gift undirrit-
uðum. Geir, kaupmaður í Hafnar-
firði, kvæntur Lóu Bjamadóttur,
Friðrik, prentsmiðjueigandi í Hafn-
arfírði, kvæntur Valdísi Guðjóns-
dóttur, og Gróa, húsmóðir í
Garðabæ, gift Jóni P. Jónssyni
forstjóra.
Auk sinna eigin bama ólu þau
Valgerður og Jóel upp tvö fóstur-
böm þau Kristínu Guðmundsdóttur,
húsmóður í Hafnarfirði, gifta
Bjama Þórðarsyni, tryggingafræð-
ingi, og Erlend Guðmundsson, flug-
stjóra, búsettan í Garðabæ, kvænt-
an Kristínu Gunnlaugsdóttur. Vom
þau böm Guðmundar, bróður Val-
gerðar, en hann missti konu sína
frá bömunum komungum.
Valgerður missti mann sinn 9.
júní 1975. Nokkra síðar fluttist hún
að Hrafnistu í Hafnarfírði og dvaldi
þar til dauðadags.
Með Valgerði er fallin frá mikil
merkiskona. Hún lifði langa ævi og
skilaði miklu og góðu ævistarfi.
Hún veitti forstöðu stóm alþýðu-
heimili þar sem ekki vom alltaf
óþrjótandi allsnægtir fyrir hendi. A
þeim ámm var oft þröngt í búi á
alþýðuheimilum. En hjónin vom
samhent og lögðu oft hart að sér
tii að sjá bamahópnum farborða.
En Guðs blessun hvfldi yfir heimil-
inu í Arahúsi. Mjölskjóðan varð
aldrei tóm og viðsmjörið í krúsinni
þraut ekki frekar en hjá ekkjunni
í Sarepta forðum.
Á heimilinu ríkti einstök gest-
risni. Þar vom opnar dyr fyrir vini
og vandamenn, bæði nágranna og
lengra aðkomna. Heimilið í Arahúsi
var mikið menningarheimili. Þar
vom oft rædd alvarleg mál, þar ríkti
einnig sönn gleði og þar var oft
sungið dátt.
Þau hjónin Valgerður og Jóel
vom samhent í því sem öðra.
Jóel var formaður KFUM í Hafn-
arfirði nær frá upphafi til dauða-
dags. Það merka starf var mjög
samtengt heimilinu í Arahúsi. Þar
var séra Friðrik heimilismaður í
hinum fjölmörgu ferðum sínum til
fundarhalda í Hafnarfirði og þar
var féiagsfólk hvaðanæva að au-
fúsugestir.
Valgerður tók einnig mikinn þátt
í félagsstarfí. í æsku kynntist hún
starfi KFUK og tengdist því ævi-
langt. Var hún lengi í stjóm þess
félags. Hún söng í áratugi, ásamt
manni sínum, í söngkór kirkjunnar,
fyrst í Garðakirkju og síðan í Hafn-
arfjarðarkirkju. Hún tók þátt í
starfí kvenfélagsins Hringsins og
sjálfstæðiskvennafélagsins Vor-
boðans um langt skeið.
Þrátt fyrir margvísleg félagsstörf
utan heimilisins, bám þau hjónin
ríka umhyggju fyrir velferð bama
sinna og sálarheill. Bömin vom
þeirra dýrmætasta eign. Hjónin
þekktu sjálf hvers virði lifandi trú
er. Allt frá æsku höfðu þau þekkt
mátt bænarinnar og hvflt í trúnni
á frelsarann Jesúm Krist.
Áður en Jóel dó, bað hann um
að þetta vers eftir Hallgrím Péturs-
son yrði sungið við útför sína:
Hafðu, Jesú mig í minni,
mæðu og dauðans hrelling stytt,
böm mín hjá þér forsjón finni,
frá þeim öllum vanda hritt,
láttu standa á lífsbók þinni
líka þeirra nafn sem mitt
Það verður einnig sungið við út-
för Valgerðar í dag.
Þannig báðu þau hjónin bæði
fyrir bömum sínum. Þau vom
umvafin fyrirbænum elskandi for-
eldra. Þau vom bænaböm og bless-
un fyrirbænarinnar hefur fylgt þeim
fram á þennan dag og mun fylgja
þeim, bömum þeirra og bamaböm-
um um ókomin ár.
Valgerður var mikil glæsikona á
velli, beinvaxin og tíguleg allt til
hins siðasta. Hún átti fagra elli og
var alltaf kærkominn gestur á
heimili bama sinna og vina. Hún
prýddi ávallt hvem þann hóp sem
hún fyllti.
Síðasta árið, sem hún lifði, var
heilsan loks með öllu þrotin. Síðustu
mánuðina lá hún rúmföst og þráði
hvfldina.
Þá naut hún dásamlegrar um-
hyggju bama sinna og ekki síður
starfsfólksins á hjúkmnardeildinni
á annarri hæð á Hrafnistu. Fyrir
þá umhyggju er nú þakkað.
Nú er Valgerður kvödd með trega
og söknuði og við blessum minning-
una um góða og göfuga konu.
Astráður Sigursteindórsson
Valgerður Erlendsdóttir, tengda-
móðir mín, er látin á 92. aldursári.
Hún naut ágætrar heilsu þar til um
páska í fyrra, að hún varð fyrir
nokkra áfalli, og nú um síðustu
áramót bilaði heiisan alvarlega.
Valgerður fæddist 17. september
1894 að Amarstöðum í Flóa. Hún
fiutti til Hafnarfjarðar á árinu 1907
með foreldmm sínum, Erlendi Jóns-
syni og Gróu Bjamadóttur, og
systkinunum Sigríði, Bjama og
Guðmundi, en Sigríður er nú ein á
lífi af systkinunum.
Valgerður bjó í Hafnarfirði upp
frá því. Hún giftist Jóel Fr. Ingvars-
syni, skósmíðameistara og með-
hjálpara, 10. október 1914 og var-
aði hjónaband þeirra í rúm 60 ár
eða þar til Jóel lést 9. júní 1975.
Hjónaband þeirra var gifturíkt þótt
stundum mætti þeim andstreymi,
og sú gagnkvæma ástúð og virðing,
sem þau auðsýndu hvort öðm, gæti
orðið mörgum til eftirbreytni. Þau
eignuðust átta böm en þijú elstu
bömin létust í eða skömmu eftir
fæðingu. Yngstu dótturina, Herdísí,
misstu þau úr bamaveiki á árinu
1941 og var hún þá 10 ára gömul.
Bömin fjögur, sem lifa móður sína,
em Ingibjörg, Geir, Friðrik og Gróa.
Síðla árs 1944 lést eiginkona
Guðmundar, bróður Valgerðar, frá
tveimur ungum bömum þeirra,
Kristínu og Erlendi. Valgerður var
þá komin yfir fimmtugt en engu
að síður afréðu þau Jóel að bjóða
Guðmundi að dvelja hjá sér ásamt
bömunum. Hann var þá og æ síðan
vélstjóri hjá Skipaútgerð ríkisins og
því oft langdvölum að heiman. Kom
því uppeldi bamanna að langmestu
leyti í hlut Valgerðar og Jóels og
fórst þeim það hið besta úr hendi.
Varð mikið ástríki milli bamanna
og fósturforeldranna og nefndu
bömin Valgerði mömmu en Jóel
afa. Mun það hafa raglað ýmsa í
ríminu.
Heimili þeirra Jóels stóð við
Strandgötuna í Hafnarfírði eða rétt-
ara sagt í Arahúsi. Var þar iðulega
gestkvæmt og ekki að undra því
ávallt ríkti á heimilinu ró og friður
og frá húsbændunum geislaði hlýja
og velvild, þannig að fólki leið vel
í návist þeirra. Þau höfðu mjög já-
kvæð áhrif á samferðamenn sína
og hygg ég, að meginástæða þess
hafi verið sú að þau lifðu í sátt við
sig sjálf og við frelsara sinn. Trúin
á hann skipaði stórt rúm í hjörtum
þeirra og hafði mikil áhrif á breytni
þeirra og lífsviðhorf.
Valgerður var mjög létt í skapi
og hafði næmt skopskyn. Hún átti
auðvelt með að henda gaman að
sjálfri sér og tók sig ekki alltaf
hátíðlega. Hún glataði þó aldrei
meðfæddum virðuleika sínum og
hún hafði mikið vald á tilfínningum
sínum, sem hún flíkaði lítt. Valgerð-
ur var hrein og bein í framkomu
og samskiptum við aðra og fór ekki
í manngreinarálit. Hún hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum og fór ekki dult með ef
eftir var leitað. í orðræðum var
festa í máli hennar og sjaldan
hækkaði hún róminn til áherslu
endaóþarfi.
Valgerður dvaldi síðustu 9 árin
á Hrafnistu í Hafnarfirði og lagaði
hún sig fljótlega að breyttum að-
stæðum. Komu þá vel fram hæfí-
leikar hennar til að umgangast aðra
og jákvætt hugarfar. Ekki var það
ætlun hennar að setjast í helgan
stein í þeim skiiningi þótt komin
væri á elliheimili. Hún fór í sumar-
orlof m.a. að Bifröst og í Hvera-
gerði og sumarið 1979 hélt hún til
Júgóslavíu með Sigríði systur sinni
ásamt fríðum hópi skylduliðs. Ekki
var þar unnt að merkja að þar
fæm konur á níræðisaldri, t.a.m.
þegar farið var í eins konar kláfi
upp bratta fjallshlíð.
Tengsl við böm og barnaböm
héldust óbreytt eða styrktust jafn-
vel, því bæði heimsóttu þau hana
mikið og einnig var hún tíður gestur
á heimilum þeirra. í fjölskylduboð-
um var hún ávallt eins konar heið-
ursgestur, og það var.öllu tómlegra
í síðasta jólafagnaði fjölskyldunnar
en áður, þar sem hún gat ekki verið
með. Má ætla að starfsfólki Hrafn-
istu hafi sumu þótt nóg um „útstá-
elsið" á Valgerði, því iðulega kom
hún ekki heim fyrr en komið var
fram yfír miðnætti og búið var að
læsa húsinu. Þegar á allt er litið
hafði Valgerður í fullu tré við Elli
kerlingu þar til á síðasta ári og hún
lifði lífinu lifandi. Megi fleimm
auðnast að njóta slíks. Síðustu
mánuðirnir vom henni erfiðir, en í
þeim veikindum naut hún frábærrar
ummönnunar starfsfólks á sjúkra-
deild Hrafnistu.
Að leiðarlokum á ég einvörðungu
bjartar minningar um Valgerði og
samskiptin við hana og fyrir þær
er égþakklátur.
Bjarni Þórðarson
t
Eiginmaður minn,
JÓHANNES HLEIÐAR SNORRASON,
Klapparstíg 1,
Njarðvík,
andaðist í Borgarspítalanum miðvikudaginn 16. apríl.
Fyrir hönd aðstandenda
Helga Egilsdóttir.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma,
SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
Narfakoti, Njarðvík,
verður jarðsungin frá Innri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 19. apríl
kl. 13.30.
Hrafn Sveinbjörnsson,
Óli Hrafnsson, Marfn Jónsdóttir,
Ágúst Hrafnsson, Kristfn Hauksdóttir,
Margrót Hrafnsdóttir, Frímann Grfmsson,
Sveinbjörg Hrafnsdóttir, Árni Jens Einarsson,
Kristín Hrafnsdóttir,
Birna Hrafnsdóttir
og barnabörn.
t
MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Mýrarkoti, Grfmsnesi,
Ártúni 13,
Selfossi,
lést sunnudaginn 13. apríl sl.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 19. apríl kl. 11.00.
Fyrir hönd aðstandenda.
Kristjana Sigmundsdóttir.
t
Útför eiginkonu minnar og móður okkar,
ÁSU EMMU MAGNÚSDÓTTUR,
lllugagötu 71,
Vestmannaeyjum,
sem lést 13. apríl veröur frá Landakirkju Vestmannaeyjum laugar-
daginn 19. apríl kl. 16.00.
Guðmundur Loftsson
og börn.
t
Ástkær kona mín, móðir og dóttir, elskuleg dóttir, systir og barna-
barn,
AUÐUR ERLA ALBERTSDÓTTIR,
ofl
ERLA BJÖRK PÁLMARSDÓTTIR,
sem létust af slysförum laugardaginn 5. apríl sl., verða jarösungn-
arfrá ísafjarðarkirkju laugardaginn 19. apríl kl. 2 e.h.
Þeim sem vildu minnast þeirra er vinsamlegast bent á Flugbjörg-
unarsveitina í Reykjavík.
Pálmar Smári Gunnarsson,
Kristfn S. Baldursdóttir,
Albert Ingibjartsson, Kristfn S. Bjarnadóttir,
Anna Sveinsdóttir.
t
Systir okkar,
ELÍN SKAFTADÓTTIR,
Sörlaskjóli 56,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. apríl kl.
10.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Þórhildur Skaftadóttir,
Elísabet Skaftadóttir.
t
Alúðarþakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓNÍNU EYÞÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR
Guðríður Þórhallsdóttir,
Guðmundur Þórhallsson, Björk Guöjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auösýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför,
THEODÓRS GÍSLASONAR
fyrrum hafnsögumanns í Reykjavfk.
Gfsli Theodórsson,
Friðrik Theodórsson, Edda Völva Eiríksdóttir,
Guðbjörg Theodórsdóttir, Sigurliði Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.