Morgunblaðið - 18.04.1986, Page 48

Morgunblaðið - 18.04.1986, Page 48
FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. V estmannaeyjar: 650 tonn flutt út í 50 gámum — Rúmlega helmingurinn koli sem vinnslu- stöðvamar eru tregar til að taka á móti Vestmannaeyjum. Frá Hirti Gíslasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. í þessari viku verða fluttir út frá Vestmannaeyjum um 50 gámar með um 650 lestir af fiski. Af þessu eru um 32 gámar af koia og 4 af karfa, annað er að mestu þorskur og ýsa. Netabátar eru nú farair að taka þátt í útflutningi þessum, með góðum árangri, að sögn útgerðarmanna og sjómanna. Hefur meðalverð á þessum fiski erlendis verið á bilinu 50 tíl 66 krónur. Skipveijar segjast fá að meðaltali um 12 krónur til skipta fyrir þennan fisk heima en 35 erlendis. „Útflutningurinn á fiski í gámum er aðeins eðlileg samkeppni um «^>.réfnið, sem vinnslustöðvamar verða að bregðast við. Það þýðir ekkert fyrir þá að gráta við öxlina hver á öðrum. Úti í Bretlandi er borgað fyrir fyrsta fiokks ferskan fisk svipað og fískverkendur heima segjast fá fyrir hann unninn á er- lendum mörkuðum. Úti er þessi fiskur jafnvel frystur og seldur á sömu mörkuðum og íslenzki frysti fiskurinn. Við verðum að fá svar við því, hvemig þetta er hægt,“ sagði Elías Bjömsson, formaður ,-*>jómannafélagsins Jötuns. Jón Kjartansson, formaður verkalýðsfélags Vestmannaeyja, segir meðal annars, að gámaút- fiutningurinn sé staðreynd, sem ekki vprði litið framhjá, heldur kalli á breytt viðhorf til sjós og lands. Hin litla atvinna við fiskvinnslu leiði af sér fólksflótta, minnkandi tekjur fyrir bæjarfélagið og samdrátt á öllum sviðum. Jóhannes Kristinsson, einn stofn- enda Gámavinafélagsins, sem stærst er í þessum útflutningi, segir að hefði þessi útflutningur ekki komið til, væri Eyjaflotinn að minnsta kosti fjórum bátum fátæk- ari nú. Menn séu með þessum hætti að fá frá tvöföldu upp í fimmfalt verð fyrir aflann miðað við löndun heima. Hann sagði, að netabátamir væm að byija á þessu með góðum árangri. Sem dæmi mætti nefna, að í síðustu viku hefðu 4 til 5 lestir af fiski orðið eftir af afla eins neta- bátsins. Þessi fiskur hefði verið tekinn úr aflanum og lagður upp í landi án þess að hann hefði verið valinn sérstaklega úr. I matinu hefðu 60% lent í 1. flokki, 30% í öðmm og 10% í 3. flokki. Fyrir fiskinn af bátnum, sem farið hefði utan, hefðu fengizt 55,66 krónur að meðaltali. Þetta segði í raun og vem það, sem segja þyrfti. Skipveijar á netabát frá V estmannaeyj um ísa fisk í gáma í höfninni i Eyjum. Morgunblaðið/Sigurgeir Skipting loðnuaflans: Viðræður slitnuðu á nýj- um kröfum Grænlendinga — Athugað með nýjan fund fyrir upphaf vertíðar SLITNAÐ hefur upp úr viðræð- um íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga um nýtingu loðnu- stofnsins, en fundur viðræðu- nefnda þessara landa var haldinn í Kaupmannahöfn í gær og fyrra- dag. Ólafur Egilsson formaður íslensku viðræðunefndarinnar segir að Grænlendingar hafi í gærmorgun komið fram með nýjar kröfur, kröfur um mun stærri hlut Grænlendinga en áð- ur hefði komið til tals og sem íslenska nefndin hefði talið mjög óraunhæfar og ekki studdar haldbærum rökum, en sviftu málinu úr þeim farvegi sem það var í. Ólafur sagði að í ljósi þess hvem- ig málin hefðu þróast á síðustu viðræðufundum hefði íslenska við- ræðunefndin talið fyrir fundinn í Kaupmannahöfn að það kynni að verða hægt að ná samningum á þessum fundi. Grænlendingar hefðu gert þær vonir að engu með sínum nýju kröfum. Hann sagði að við- ræðunefnd Grænlendinga hefði aðallega gefið þær skýringar á breyttri afstöðu sinni að manna- skipti hefðu orðið á Grænlandi og nýir ráðamenn litu málin öðrum augum. Ólafur sagði að viðræðu- nefndir íslendinga og Norðmanna hefðu verið sammála um að þessar kröfur Grænlendinga gætu ekki verið grundvöllur að lausn málsins. í lok fundarins var ákveðið að aðilar hefðu samband sín á milli innan mánaðar, eftir að mönnum hefði gefist tóm til að meta stöðuna upp á nýtt heimafyrir, og verði þá athugað með möguleika á nýjum fundi fyrir upphaf loðnuvertíðarinn- ar sem hefst um mánaðamótin júlí/ ágúst. Að sögn Ólafs náðist samkomu- lag á milli landanna um hvemig haga skuli störfum fískifræðinga varðandi loðnuna, en gögn frá þeim hafa iegið til grundvallar samning- um um skiptingu veiðanna. Sagði Ólafur að Norðmenn og Grænlend- Rannsóknír Dana vekja vonir um nothæft alnæmisbóluefni segir dr. Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir „MÉR LEIST nokkuð vel á þessar hugmyndir Dananna. Ef frek- arí rannsóknir á grunni þeirra skila þeim árangrí sem þeir vonast til má búast við að lífslíkur alnæmissjúklinga aukist og líðan þeirra batni,“ sagði dr. Haraldur Bríem sérfræðingur í smitsjúk- dómum við Borgarspitalann í samtali við Morgunblaðið. Haraldur sótti nýlega fund um alnæmi á vegum Evrópudeildar Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar. Ráðstefnan var haldin í Graz í Austur- ríki og þar flutti meðal annars eríndi Daninn Bo Hofmann, þar sem hann kynnti nýjar rannsóknir danskra vísindamanna á hegðun alnæmisveirunnar. Telja Danirnir að hugmyndir þeirra veki nokkrar vonir um að hægt verði í náinni framtíð að finna bólu- efni, sem vinni gegn alvarlegustu fylgisýkingum alnæmis. Haraldur sagði að í máli Dan- bæklandi áhrif veirunnar á ónæm- anna hefði komið fram að þeir hefðu einangrað eggjahvítuþátt í HTLV-III-veirunni, sem þeir álitu að virkaði bælandi á ónæmiskerf- ið. „Danimir tóku eftir því að iskerfið voru meiri en við er að búast miðað við fjölda sýktra fruma. Þeim datt í hug að skýr- ingin á því kynni að vera sú að efni sem veiran framleiddi hefði hamlandi áhrif á ónæmiskerfíð. Eftir nokkrar rannsóknir tókst þeim að einangra ákveðið eggja- hvítuefni úr veirunni og prófuðu síðan áhrif þess í fmmugróðri. í ljós kom að efnið hafði einmitt þessi hamiandi áhrif á starfsemi frumanna í gróðrinum. Næsta skrefið hjá Dönunum er að skilgreina nákvæmlega þetta efni og reyna síðan að fínna bólu- efni gegn því. Það sem helst hefur staðið í vegi fyrir því að hægt hafi verið að þróa bóiuefni gegn alnæmisveirunni er óstöðugleiki hennar. Ef þetta eggjahvítuefni, sem Danimir hafa fundið, reynist hins vegar vera stöðugt, ætti ekki að vera tiltakanlega erfitt að finna nothæft bóluefni gegn því. Slíkt bóluefni myndi ekki koma í veg fyrir sýkingu, en væntanlega draga úr fylgisýkingum og þar með iengja lífslíkur sýktra," sagði Haraldur Briem. Haraldur sagði að á fundinum hefðu komið fram ískyggilegar tölur um útbreiðslu alnæmis meðal eiturlyfjanejdenda. „Svo virðist sem sjúkdómurinn breiðist mun örar út meðal eiturlyíjaneyt- enda en áður, og er svo komið að um 60% eiturlyfjaneytenda á austurströnd Skotlands eru með veiruna í blóði sínu,“ sagði Har- aldur. ingar hefðu fallist á það vegna mikils þrýstings íslendinga að töflur frá árinu 1983 um dreifingu loðn- unnar á milli íslensku lögsögunnar annars vegar og Jan Mayen- og Grænlandssvæðisins hins vegar skuli endurskoðaðar og teknar inn upplýsingar um staðsetningu loðn- unnar sem aflað hefur verið síðan skýrslan var upphaflega lögð fram. Olafur sagði að viðsemjendur okkar hefðu ávallt staðið gegn slíkri end- urskoðun, væntanlega vegna þess að flest benti til þess að þróunin hefði verið Islendingum í hag - að loðnan væri meira á íslensku yfír- ráðasvæði en áður. Undanfarin ár hafa íslendingar og Norðmenn skipt loðnuaflanum á milli sín, þannig að íslendingar hafa fengið 85% loðnunnar í sinn hlut og Norðmenn 15%. Heildar- kvótinn í fyrra var 1,3 milljónir lesta. Á síðustu vertíð seldu Græn- lendingar Færeyingum og Dönum rétt til að veiða 82 þúsund lestir í sinni fiskveiðilögsögu. íslendingar og Norðmenn hafa verið sammála um það að Grænlendingum beri hlutdeild í loðnuveiðunum. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að á fyrri viðræðufundum aðila gerðu Grænlendingar kröfu um að fá 11% loðnuaflans í sinn hlut. íslendingar voru tilbúnir að lækka sinn hlut niður í 80-81% en Norðmenn héldu fast við 13%. Samkvæmt þessu og þeim ummælum sendiherra Noregs á íslandi að Norðmenn myndu ef til vill gefa meira eftir til að ná samkomulagi við Grænlendinga er ljóst að lítið hefur borið á milli í upphafi samningafundarins í Kaup- mannahöfn - Grænlendingar hafa átt kost á nánast allri þeirri loðnu sem þeir gerðu kröfu um og veru- lega meiri afla en þeir seldu Færey- ingum og Dönum í fyrra. En þá komu Grænlendingar með nýjar kröfur sem íslendingar og Norð- menn sætta sig ekki við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.