Morgunblaðið - 20.04.1986, Síða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL1986
:
f
’
I
f
f
JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR
Við erum með
raðgjof fynr
einstaklinga og
hópa varðandi
þolleikfimina.
Viltu ekki frekar
láta taka
myndimar fyr-
ir páska ...,
það er nefni-
lega svo mikill
munur á líkam-
legu formi fólks fyrir og eftir frí.
Jafnvel þó að það sé ekki nema
nokkrir dagar.„ Þetta hafði blaða-
manni ekki hugkvæmst þegar hann
gerði það eitt af sínum síðustu
verkum fyrir páska að hafa sam-
band við Jónínu Benediktsdóttur
íþróttakennara til að forvitnast um
þá tegund íþrótta sem segja má að
hún sé upphafsmaður að hérlendis
þolleikfimi (aerobic-leikfimi).
Reyndar skipti tímasetningin ekki
meginmáli, þar sem hátíðisdagar
voru liðnir í aldanna skaut og
spriklaramir komnir í sitt fyrra
form, þegar farið var að festa þá
á filmu. En ef fimm daga stopp
reynist erfitt - má þá ekki hætta í
þolleikfími? „Nei, það er málið. Það
dugir ekki að líta á leikfimi sem
eitthvert skyndiátak í megmn, þol-
þjálfun er langtímaáætlun til þess
að lifa lífinu lifandi og lengi. Það
tekur nokkra mánuði að þjálfa líka-
mann loftháð (aerobic) til þess að
þjálfunaráhrif komi í ljós. Þolleik-
fími er þáttur í lífi þeirra, jafn
nauðsynlegur því að borða á morgn-
ana, sofna á kvöldin og hafa góða
heilsu," segir Jónína.
Jónína setti nýlega á fót leik-
fimistöð í nýbyggingu við Borgar-
tún og rekur hana með starfssystur
sinni, Ágústu Johnson, sem einnig
er menntuð í Bandaríkjunum. „Það
er nauðsynlegt fyrir okkur sem
kennum að fylgjast vel með því sem
er að gerast annars staðar og
kennararnir hér hafa allir farið utan
í þvf skyni. Það segir sig sjálft að
því fjölbreyttari sem reynsla og
kunnátta kennaranna eru því betri
æfingar eru í boði,“ segir Jónína, í
því sem einn kennarinn, Mark Wil-
son, mætir til leiks, nýkominn af
námskeiði í Kanada. Alls eru kenn-
aramir sex talsins að eigendunum
meðtöldum, en leikfimin er í boði á
sex stigum, allt frá byijendatímum,
þar sem æfingamar em kenndar
og farið yfir þær í rólegheitum til
að allir geri nú rétt þegar hraðinn
bætist við. Síðan má fara stig af
stigi upp í að hlaupa og púla stans-
laust í 90 mínútur í „svitatímunum"
svokölluðu. Þar að auki em sérstak-
ir tímar fyrir barnshafandi konur
sem og fyrir þá sem eiga við offítu-
vandamál að stríða.
Nýja húsnæðið fengu Jónína og
Ágústa í hendumar „hrátt" eins og
kallað er, en opnuðu að tveimur
vikum liðnum, nánar tiltekið þann
17. mars, og þá undir heitinu „Eró-
bikk-stúdíó“. Kennslusalurinn er
130 fermetra stór og með sérstak-
lega mjúku gólfi í þágu þolleik-
fiminnar, sem þýðir talsvert álag á
fætur, speglum á veggjum og upp-
hækkuðum palli fyrir kennara í
móttökunni er svo hægt að hvílast
yfir kaffíbolla, eða einhveiju öllu
hollara að loknum tíma og eftir
skoðunarferð um salinn, búnings-
klefana, sturtumar og gufubaðið
setjumst við þar niður með Jónínu
og Ágústu, sem er í óðaönn að
skrifa nokkur heilræði um þolleik-
fimi, svo sem það að um sé að
ræða 75% sjálfsaga og 25% svita.
„Það er mikið til sama fólkið sem
kemur hingað og var áður hjá okkur
í Skeifunni," segir Jónína og bætir
við að einnig sé um að ræða fólk
sem hefur verið í tímum hjá henni
frá upphafi. „Til dæmis einn kari-
mannanna, Skúli Pálsson, sem
byrjaði í fyrstu tímunum hjá mér
fyrir þremur og hálfu ári og er
enn. Enda segist hann, eins og
margir aðrir, verða ómögulegur
maður ef hann missir úr tíma.
Svo er ailtaf nýtt og nýtt fólk
að bytja og karlmönnum fer fjölg-
andi. í hádegistímunum eru t.d. um
80% karlmenn, mikið til úr við-
skiptalífinu, á móti 20% konum.
Þessir tímar eru nú undantekning
því að í flestum öðrum snúast hlut-
föllin við. Það er eiginlega sorglegt
að karlmenn skuli ekki vera virkari
almennt, sérstaklega þegar þeir eru
komnir um og yfir miðjan aldur og
þurfa mest á því að halda," segir
Jónína. Bætir því svo við að ekki
sé óalgengt að karlar séu hræddir
við tónlistina og haldi að um sé að
ræða einhverskonar jassballett.
- Á hvaða aldri eru gestir al-
mennt?
„Sá yngsti er 11 ára og sú elsta
65 - og þau eru í sömu tímum. En
flestir eru á milli tvítugs og þrítugs
og konur í meirihluta, ennþá að
minnsta kosti.“ Að meðaltali sækir
fólk stöðina þrisvar i viku, enda
ráðlagt að æfa með 48 klukku-
stunda millibili. „Þetta á að vísu
ekki við um blessaða „aerobic-
sjúklingana“,“ segir Ágústa. „Það
er nefnilega fólkið sem kemur 5 til
6 sinnum í viku og skilur ekkert í
að það megi ekki koma tvisvar á
dag!“
Jónína kveðst ekki hafa átt von
á slíkum vinsældum íþróttarinnar í
upphafi. „Ég kynntist þolleikfimi í
Kanada 1979 og kenndi hana þar
í tvo vetur. Kom svo hingað heim
og fór að kenna Jane Fonda-leik-
fimi. Fannst nær óhugsandi að
þolleikfími myndi höfða til íslend-
inga og líklegra að það yrði litið á
mig eins og einhvem asna hoppandi
út um allt ef ég færi af stað. En ég
bytjaði svo að kenna og fljótlega
íþróttakennararnir og eigendur
stöðvarinnar, Ágústa Johnson og
Jónína Benediktsdóttir.
75% sjálfsagi
og 25% sviti
Rœtt við Jónínu Benediktsdóttur,
íþróttakennara um þolleikfimi, sem ersnarþáttur
í lífi margra sem hana stunda.