Morgunblaðið - 20.04.1986, Síða 3

Morgunblaðið - 20.04.1986, Síða 3
MORGUNBlAEÁÐ, SUNNÍIDÁfeUR ÍO. 'ÁPRÍL 198ls í BH-3? Ágústa í kennslu af fullum krafti. hafði myndast hópur af fólki sem stundaði íþróttina og eftirspumin jókst. Á svipuðum tíma fór Ágústa að kenna leikfimi í Garðabæ og í dag er hún kennd út um allan bæ. Ég er alveg hætt að ímynda mér að þetta sé einhverskonar tískufyr- irbrigði, þetta er þolþjálfun þar sem ] allur líkaminn er liðkaður og þannig komið til móts við breytta tíma. Fólki líður betur ef líkaminn starfar eins og vel smurð vél og til að það verði verður að koma til móts við alla kyrrsetuna. Við erum ekkert á ieiðinni að hætta að nota bíla og stóla." - Er engin hætta á að fólk fái leið á æfingunum? „Fjölbreytileikinn er nú stóri kosturinn. Þolleikfimi er ekki byggð upp eins og Jane Fonda-leikfimin til dæmis, þar sem það segir sig sjálft að enginn nennir að gera æfingar eftir sömu spólunni í mörg ár. Þolleikfimi er kerfi sem í raun hefur verið til að vissu leyti í mörg ár, en núna bæst við það tónlistin sem virkar hvetjandi og svo nýjar æfingar. I sambandi við tónlist þá fáum við plötur frá Englandi á svona tveggja vikna fresti, til að fólk verði ekki leitt á tónlistinni." - Er mikið að gerast í þolleikfimi ídag? „Já, og til að koma til móts við það förum við út og fylgjumst með því sem þar er að gerast og svo erum við að fá gestakennara frá Bandaríkjunum. Það eru miklar breytingar í gangi, til dæmis er farið að bjóða upp á mismunandi erfið hlaup og svo þolþjálfun með erfiði og látum, án þess að hlaupa. Eins eru nýjar magaæfingar að koma til sögunnar, sem eru þannig gerðar að ekki reyni á hrygginn. Æfingarnar eru ekkiþað hættulega, hreyfingarleysið er hættulegast. ^ Við sem kennum verðum að fylgjast mjög vel með breytingum og passa upp á nýjungar og ekki síst til- breytinguna. Hún er nauðsynleg." Um þá gagnrýni sem stundum hefur heyrst varðandi þolleikfími, í þá veru að þama sé fólk að sprikla á fullu og hraðinn gegni svo stóru máli að hætta sé á að æfíngarnar séu rangt gerðar og meiðslum í framhaldi af því, sem og að kennar- ar séu oft ógfaglærðir, segir Jónína að sé að vissu leyti réttmæt, „þó að meiðslin verði líka hjá faglærð- um, eins og ófaglærðum. En það segir sig sjálft að kennari getur ekki fylgst með öllum í tímunum um leið og hann er að gera æfíng- arnar sjálfur í takt við tónlistina og útskýra þær með tónlistina í botni. Þess vegna eru bytjendatím- amir og þess vegna setjum við kennarann á upphækkun og látum hann nota hljóðnema og emm með æfingar sem fólk á ekki með góðu móti að geta skaddað sig við. Svo þekkjum við flesta af gestum stöðv- arinnar ágætlega og vitum hvar þeir standa í þjálfuninni. Við verð- um ekki varar við nein meiðsl og reyndar man ég ekki eftir nema einu tilviki þar sem maður tognaði í tíma hjá mér. En fólk getur nú tognað í stiganum heima hjá sér, ef því er að skipta. Æfíngamar em ekki það hættulegar, það er hreyf- ingarleysið sem er hættulegast," segir Jónína og bætir við um fyrr- nefnda gagnrýni að sér fínnist að starfssviðsins vegna ættu íþrótta- kennarar einir að stunda þolleik- fímikennslu, með þeim formerkjum þó að skipulagningu tómstunda- íþrótta þurfí að setja inn í námið, sem og það að íþróttakennsla verði lögverndað starfsheiti." - Er munur á Islendingum og útlendingum hvað þolleikfími varð- ar? „Heldur betur. Fólk er náttúm- lega miklu opnara og ömggara þegar það er búið að ná æfingunum, en samt sem áður er munur á þeim og útlendingum. Erlendis lætur fólk mikið í sér heyra við æfingarnar og tekur á með miklum látum, en hérna heyrist yfírleitt ekki í neinum nema kennaranum," segir Jónína í því sem síminn hringir og hún fer að lýsa ýmiss konar æfíngum við viðmælandann, sem reynist vera að koma á fót þolleikfimitímum austur á landi. „Við emm með ráðgjöf fyrir bæði hópa og einstaklinga," útskýr- ir Jónína þegar þolleikfimin á Reyð- arfírði er komin á hreint, „og svo emm við tilbúnar að fara út á land um helgar og kenna.“ En það em Reykvíkingar sem kennslan snýst um í augnabiikinu, enda venjulegur vikudagur og blaðamanni ljóst að eftir stutta stund verður hann að elta Jónínu inn í kennslustund ætli hann að halda í við hana. Ákveður þó að láta það bíða betri tíma og spyr í lokin hvort hún ætli að leggja þolleik- fímikennsluna fyrir sig um ókomin ár. „Það er ekki hægt að kenna alla æfi, ég hugsa að starfsferillinn sé svona 15 ár. En ég hætti ekki að æfa þó að ég hætti að kenna," segir Jónína, sem að einu og hálfu ári liðnu hyggst setjast á skólabekk og leggja stund á fjölmiðlanám — og þeirri setu verður væntanlega mætt með þolleikfími. Viðtal/Vilborg Einarsdóttir Myndir/Ragnar Axelsson Verðlauna- myndir 1963 Myndlist Valtýr Pétursson Stundum kemur það fyrir, að hingað rekast sýningar á ljós- myndum, sem hafa verið verð- launaðar hér og þar. Ein slík er nú á vesturgangi Kjarvalsstaða og heitir Ljósmyndarar Hvíta hússins. Það er Ljósmyndasafnið og Menningarstofnun Bandaríkj- anna sem að þessari sýningu standa, og er hún bæði forvitnileg og skemmtileg. Nýlega var og sýning í Norræna húsinu, sem því miður fékk ekki þá meðferð og eftirtekt sem hún átti skilið. Leið mistök, sem voru lítt til sóma aðstandendum. En hvað með það, nú er hér á ferð önnur sýning, sem sannarlega á skilið að henni sé veitt athygli, og vonandi verður svo. Efnisval á þessari sýningu er hvergi einskorað við Hvíta húsið, en svo mætti halda eftir heiti sýn- ingarinnar. Hér gætir margra viðfangsefna og efnið sótt um allar trissur, eins og viðbúið er hjá fréttaljósmyndurum. En þeirra starf er fólgið í því að smella af á réttu augnabliki og koma þannig ímynd augnabliksins til almennings. Margar slíkar myndir eru hreinustu listaverk og hafa mikið sögulegt gildi. Báðar þessar eigindir eru innan seilingar hjá þeim, sem stendur að baki myndavélinni og kann að beita henni. Fréttaljósmyndun getur því verið afar merkilegt fyrirbæri, og hér á landi hafa sumir frétta- ljósmyndarar starfað svo áratug- um skiptir og eiga áreiðanlega afar merk söfn, sem til hafa orðið á löngum vinnudegi, og nefni ég til sönnunar þessari tilgátu sjálfan Ólaf Magnússon, ljósmyndara þessa blaðs. Væri ekki mögulegt að rannsaka myndir hans og lofa okkur að sjá, hvað hann á í fórum sínum? Mér datt þetta í hug þegar ég sá þessa bandarísku sýningu á Kjarvalsstöðum. Eg ætla ekki að fjalla um ein- stakar myndir þessarar sýningar að sinni, en eitt má fullyrða: sýn- ingin er vönduð og skemmtileg í viðkynningu. Að mínum dómi flytur hún engan boðskap annan en eðli fréttamynda og er það raunar nægilegt til að gera hana forvitnilega. Ég hafði skemmtun af að sjá þessa sýningu, og til að gefa svolitla hugmynd um efnis- valið koma hér nokkrir titlar sýn- ingarinnar: Myndir með tímarits- greinum, Myndasaga, Forsetinn og Fréttir. „Breiðaí'jörður fullur af fiski“ — segja sjómenn á Hellissandi sem eru að verða búnir með kvótann Hellissandi. MIKILL afli hefur verið hér á Rifi frá því netaveiðar hófust þann 20. febrúar sl. Frá páskum hafa stærri bátar aflað 10-27 tonnum i róðri. Alls eru komin á land 6.300 tonn af bolfiski í Rifs- höfn á móti 5.800 tonnum í fyrra. Meðalafli hjá stærri bátum er 13,9 tonn i róðri á móti 10,6 tonnum i fyrra. Bátar hafa verið með mun færri net í sjó en undanfarin ár og aflinn því mjög góður, lítið sem ekkert hefur verið veitt um helg-ar. Aflá- hæstu bátarnir eru Rifsnes með 935 tonn, Saxá með 876 tonn, og Hamrasvanur með 860 tonn. Það má geta þess að Rifsnes og Saxá hafa farið með afla til Siglufjarðar og lagt upp í kvóta þar. Mikill uggur og reiði er í sjómönnum að ráðu- neytið skuli ekki leyfa meiri veiðar á þorski nú í vetur, þar sem þeir telja að Breiðafjörður sé fullur af físki. Allir bátar sem gerðir eru út frá Rifi eru að klára kvótann og verða menn þá að leggjast með tæmar upp í loft og bíða eftir næstu áramótum. Ólafnr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.