Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL1986
Hótel Örk þýtur #
upp í Hveragerði
Suð-vestur hlið Hótel Arkar:
Til hægri á jarðhæð er skyndi-
bitastaður, þá ráðstefnusalur og
útisundlaug. Á 1. hæð er matsal-
ur sem getur tekið við um 340
matargestum. Til vinstri er
þriggja hæða gistiherbergja-
álma. Á jarðhæð hennar verður
aðstaða til leirbaða, sólbaða,
gufubaða, þrekæfingasalur og
ýmislegt er lýtur að heilsurækt.
Á þakinu yfir matsalnum eru
tveir glerskápar þar sem hita-
beltisjurtir verða sem umgjörð
um veitingaaðstöðuna:
Helgi Þór Jónsson eigandi Hótels
Arkar.
mikla möguleika m.a. fyrir leir-
böðin, vatnsnudd, sundlaugina,
aldingarðana, pottana og fleira.
Leirböðin og sú deild kallar á
sjúkraþjálfara og læknir þarf einn-
ig að vera til staðar í hótelinu
miðað við þann rekstur sem þar á
að vera.
Veitingasalirnir eru þannig
skipulagðir að matsalurinn fyrir
hótelið er sjálfstæður, en hægt er
að tengja hann veitinga- og sam-
komusal hótelsins og reyndar ráð-
stefnusalnum, einnig þannig að
800-900 manns geta verið í sæt-
um, en alls geta um 1100 manns
verið í mat á hótelinu á sama tíma,
miðað við húsrými og afköst eld-
hússins.
Þótt hótelið muni spanna all
flesta möguleika sem eitt hótel
býur upp á og verði í raun opið
öllum gestum og gangandi þá er
skipulagið þannig að sumt af
starfseminni er mjög út af fyrir
sig og grunnhugmyndin að rekstr-
inum byggist í raun á sama verk-
lagi og starf Náttúrulækningafé-
lagsins í Hveragerði, þ.e. á alls
konar nuddböðum, vatnsnuddi,
nuddbekkjum, náttúrugufu, leir-
böðum, sauna og sjúkraþjónustu.
Nærri 200 fermetra þrekæfinga-
salur verður í Hótel Ork með alls
konar tækjum, 18 metra löng
Ein af vatnsrenni-
brautunum í sund-
lauginni, en þessi er
stærst og er um 60
metra löng og 6
metra há.
Hótel og samkomustaður með ótal möguleikum í heilsu-
rækt, sjúkraþjálfun, íþróttum, mat og skemmtun
Það hefur verið ævintýralegt að fylgjast með því hvernig Hótel Örk í Hveragerði
þýtur upp. Hveragerði hefur löngum verið rómað fyrir gróðursæld og grósku, enda
háhitasvæði sem býður upp á mikla möguleika, en það er sjaldgæft hvernig hótelbygging-
in, sem er 5500 fermetra hús, hefur hreinlega þotið upp eins og sagt er um vorblómin
í góðæri. í hinu nýja hóteli er áætlað að verði fjölbreyttasta aðstaða sem um getur í
hóteli á íslandi og þótt víðar væri leitað, 60 herbergi búin vönduðum vestur-þýskum
húsgögnum, veitinga- og matsalir sem geta tekið á móti 1000 manns í mat í einu, skyndi-
bitastaður, sölubúð, aldingarðar undir gleri á efstu hæð hússins, sundlaugar fyrir börn
og fullorðna, opnar öllum, heitir pottar, rennibrautir, sú lengsta 60 metra löng, fjöldi
leiktækja bæði fyrir börn og fullorðna, heilsurækt, leirböð, sólböð, þrekæfingasalur,
reiknað er með að læknir og sjúkraþjálfari hafi aðsetur I Hótel Örk og þá má geta þess
að hótelið mun hafa eigin kjötvinnslu. Reiknað er með að 35—40 manns muni vinna í
hótelbyggingunni. Eigandi Hótels Arkar e Helgi Þ. Jónsson verktaki.
„Aðdragandinn að þessari fram-
kvæmd,“ sagði Helgi í samtali við
Morgunblaðið, „er sá að þegar ég
vann sl. sumar við uppbyggingu
Tívolísins í Hveragerði þá kom upp
þessi hugmynd að það væri tilvalið
að byggja vandað hótel á staðnum.
Þetta þróaðist upp frá því. Ég fékk
lóðina 24. september sl. en hafði
látið byija að teikna nokkru fyrr
upp á vilyrði um lóð og á sama
tíma hófst ég handa um að gróf-
vinna grunninn og snyrta lóðina á
meðan verið var að ljúka við teikn-
ingamar hjá Kjartani Sveinssyni
arkitekt. I upphafí var húsið áætl-
að 2500 fermetrar, en það stækk-
aði sífellt í þróuninni, sérstakega
þegar við sáum svart á hvítu hvað
heilsuræktin þyrfti mikið pláss.
Teikning Kjartans endaði því í
5500 fermetrum og má segja að
unnið hafi verið að breytingum á
teikningunum allt fram á síðustu
daga þegar steypuvinnan hefur
verið á lokaspretti.
Þarna eru í rauninni allir mögu-
leikar sem eitt hótel hefur upp á
að bjóða, því við nýtum til fulls
jarðhitann á svæðinu og þau gæði
sem honum fylgja og það gefur
Grein: ÁRNIJOHNSEN
iigafiiiiiÉBMI
Þessi sex leiktæki eru sýnishorn af mörgum sem verða á leiksvæðinu Vatnsrennibraut fyrir minnstu bömin.
við barnasundiaugina.
Vatnsrennibraut af minni gerð.
*