Morgunblaðið - 20.04.1986, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRIL1986
Norð-austurhlið Arkarinnar:
Til hægri er gistiherbergjaálm-
an. Því næst er á jarðhæð ýmis-
leg þjónustuaðstaða fyrir hótel-
gesti. Á 1. hæð er eldhús o.fl.
Þessir gáfu sér rétt aðeins tíma til að stilla sér upp á þriðju hæð þar sem þeir voru að steypa siðustu
þakplötuna. Mornunblaðið/Ámijohnscn
Hluti af starfsiiðinu sem byggir Hótel Örk. Helgi Þór Jónsson er aftast fyrir miðju og sá með hjálminn hægra megin við hann er Fritz
Berndsen verksljóri hjá Mótás sem byggir Hótel Örk fyrir Helga.
Suð-austurhlið Arkarinnar:
Fremst til vinstri sést í skyndi-
bitastaðinn og matsalinn upp af
honum. Þar framundan er úti-
sundlaugin: í bakgrunni er gisti-
herbergjaálman.
Húsgögn og allt slíkt er frá Vest-
ur-Þýzkalandi, allt á gólfin frá
Hollandi, gluggatjöld og dúkar
frá Belgíu, en við höfum lagt kapp
á að hafa alian búnað af vönduð-
ustu gerð. Sími, kæliskápur, út-
varp og sjónvarp verða á hverju
herbergi og svo er bara að vona
að dæmið gangi upp, því það er
mikið í lagt og má ekkert bregð-
ast.“
Séð yfir hluta af sundlaugunum ofan af þaki hótelsins. Nær er stærri
laugin sem er 18 metra löng, en fjær er barnalaugin sem er 12 metra
löng.
sundlaug og 12 metra löng bama-
laug, auk tveggja heitra potta.
Sjálfstæð tveggja manna gisti-
herbergi verða 59 talsins, góð
setustofa verður í hótelinu og uppi
á þakinu verða tveir skálar að
mestu úr gleri yfir veitingaálm-
unni. Annar skálinn verður eins
konar aldingarður og einnig þar
veður hægt að fá kaffi og mat
fram borinn. Aldingarðurinn bætt-
ist síðast við á teikningunni."
Byrjað var að byggja í lok nóv-
ember sl. frá grunni og byggingin
á að vera fullbúin í maílok, eða á
6 mánuðum. Verkið hefur gengið
mjög vel, en það er fyrirtækið
Mótás hf. sem byggir fyrir Helga,
en að staðaldri hafa 20—30 menn
unnið við framkvæmdir. Fritz
Bemdsen hefur verkstýrt bygg-
ing^rframkvæmdum, en Þráinn
•Karlsson verkfræðingur teiknaði
verkfræðiteikingar. Kjartan
Sveinsson arkitekt teiknaði húsið
eins og fyrr er getið. Nafnið á
hótelið, Hótel Örk, kom til vegna
þess að annar skálinn uppi á
þakinu minnti á hugmyndir um
Órkina hans Nóa.
„Það hefur gengið frábærlega
vel að byggja,“ sagði Helgi, „og
við höfum allsstaðar mætt miklum
skilningi, allir hafa verið reiðubún-
ir að liðka til svo að framkvæmdin
gætið gengið hratt og vel fyrir
sig. Það hefur til dæmis verið sér-
stætt vinnulag við steypuna, því
við höfum getað steypt í allt að
15 stiga frosti. Ástæðan er sú að
við höfum hér 150 stiga heita
gufu sem við notum til þess að
hita upp þar sem við erum að
steypa í hvert sinn. Gufuaðferðin
hefur þýtt það að frá veggjum sem
við höfum steypt að kvöldi hefur
verið hægt að slá frá að morgni
og við höfum getað slegið undan
loftum eftir þijá daga í stað þess
að láta bíða undir loftunum í eina
til tvær vikur eins og tíðkast víð-
ast. AUs er búið að flytja um 5000
rúmmetra af steypu til Hveragerð-
is frá BM Vallá í Reykjvík í 1000
bílferðum.
Eins og fyrr er sagt er áætlað
að 35—40 manns sinni þjónustu í
Hótel Örk á vöktum og um þessar
mundir er verið að fara yfir um-
sóknir, en það er mjög mikið af
hæfu og góðu fólki sem sækir um
og því hinn mesti vandi að velja
úr. Hótelstjóri verðu ráðinn alveg
á næstunni, en reiknað er með að
allt starfsfólkið hefji störf í vor.
Lóðin í kring um Örkina verður
fullgerð á miðju sumri, en reyndar
eigum við von á glaðningi strax í
vor því við höfum sett niður tals-
vert af trjám og 5000 túlípana
settum við niður í haust áður en
byijað var að byggja á lóðinni.
Jöfnum höndum erum við að vinna
í allri lóðinni sem er milli 7 og 8
hektarar að stærð, en á lóðinni
verða m.a. hlaupabrautir, tennis-
völlur, minniháttar golfaðstaða og
svo eitt og annað en lóðin er það
stór að stækkunarmöguleikar fyrir
hótelið eru miklir ef landið leggst
þannig og reyndar þolir þjónustu-
kjarninn í hótelinu verulega viðbót
í hótelrými.
Búið er að panta alit inn í hótel-
ið og vörur eru að byija að berast.
*SL.