Morgunblaðið - 20.04.1986, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.04.1986, Qupperneq 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL1986 Núna er tímabil — segir Richard Scobie, söngvari hljómsveitarinnar Rikshaw, í viðtali um tónlistina og tilveruna. Bara í hljómsveit Að svo stórum orðum sögðum um tónlistina verður hún ráðandi í samræðunum, rétt eins og öðru sem Richard er að gera þessa dagana. Hún er áhugamálið og hún er vinn- an. „Ég starfa ekki við neitt annað en Rikshaw, nema að ég sem stund- um tónlist við sjónvarps- og út- varpsaugiýsingar í aukavinnu. En ég vil geta einbeitt mér að tónlist- inni og það þýðir ekkert nema vinnu og aftur vinnu." Svo brosir hann í kampinn og strýkur burt svörtu hárinu sem fellur með reglulegu millibili niður í augun. „Það er algengt að fólk reki upp stór augu og spyiji: Ertu b a r a í hljómsveit? — finnst það tæpast geta verið fullt starf. Kannski af því að fólk lítur gjaman á popptónlistarmenn sem einhvers konar undirmálsfólk. Það er horft öðruvísi á þá en aðra tón- listarmenn eða listamenn almennt." — Emð þið öðruvísi? „Nei, nei, við emm ekkert öðm- vísi og til að geta þróað okkar list verðum við að geta einbeitt okkur að henni.“ — í hveiju felst einbeitingin? „í Rikshaw æfum við mjög stíft og vinnum 10—12 tíma á dag. Hljómsveitin er fyrirtækið okkar, við rekum hana þannig og reynum að gera það skynsamlega. Höldum rækilegt bókhald og svoleiðis. Einn vinnudagurinn getur farið í að æfa frá tíu að morgni til tíu um kvöld og sá næsti getur farið í að útrétta, borga reikninga og svoleiðis fram- eftir degi og síðan í æfingar til miðnættis. Tónlistin er ekki bara „Peningar fyrir ekkert" — „Money for nothing" eins og segir í texta Dire Straits. Þessvegna er svo fyndið að heyra þetta „b a r a í hljómsveit". En auðvitað hafa alltaf verið til margar frístunda- og áhugahljóm- sveitir og sumum finnst að svoleiðis hljóti málið að ganga fyrir sig. Auðvitað emm við áhugahljómsveit að því leyti að hljómsveitin er stóra sameiginlega áhugamálið okkar allra.„ Hann hagræðir sér í stólnum 0g hárlokknum í leiðinni og heldur áfram. „Er ekki hamingjan fólgin í því að fá að vinna við það fag sem maður hefur áhuga á og er þrosk- andi og skapandi. Ég held að það hljóti að vera. Hamingjan er svo ótrúlega mikilsverð. Stundum finnst mér að allt of mikið af ungu fólki haidi að hamingjan liggi í íbúð- inni og BMW-inum. Kannski er hamingjan í nákvæmlega þessu fyrir einhveija og ekkert nema yndislegt fyrir það fólk sem finnur lífsfyllingu í veraldlegum hlutum. En mér finnst of mikið um ungt fólk á mínum aldri sem hefur byijað að Hvað skildi vera sameiginlegt með Austurlandabúan- um sem dregur tvíhjóla léttavagn á eftir sér og fimm ungum mönnum með fyrirtæki í kjallarahús- næði við Grettisgötu? Jú, lífsviðurværi beggja ber sama nafn — Rikshaw — þó að bókstafurinn „c hafi verið feildur úr heiti þess íslenska, einmitt til að forðast samlíkingu, enda óiík hljóð létt fóta- tak og marr í hjólum á malbiki eða taktföst tón- list og laglínur, oftar en ekki með enskum setn- ingum úr smiðju söngvarans í hljómsveitinni Rikshaw, Richards Scobie. Það var 22. nóvem- ber 1984 sem Richard stóð fyrst með félögun- um á sviðinu í Safarí sem þá hét og bar tón- list Rikshaw á borð fyrir þá sem heyra vildu. Þeir reyndust nógu margir til að taugaskjáift- inn sem einhver hafði orð á baksviðs hyrfi fljótlega og næstu tónleikar voru fyrir fullu húsi. A þeim tíma sem liðinn er síðan verður ekki annað sagt en að hljómsveitin hafi skólast talsvert í tónleikahaldi, „samt sem áður er ég alltaf pínulítið taugaóstyrkur áður en ég fer á svið — en ef ég væri það nú ekki þá væri eitthvað að. Og þegar á líður týnist maður í tónlistinni — hún er mér allt,“ segir Richard. vera saman 17, 18 ára, hellt sér út í brauðstritið og svo allt í einu uppgötvað að það var ekki búið að rasa út og ekki tilbúið að takast á við allt sem því fylgir að koma sér fyrir með fjölskyldu," segir hann alvarlegur á svip. En það er stutt í gamla brosið sem birtist um leið og Richard hallar sér fram á borðið og segir: „Þú tekur þetta ekkert persónulega, vona ég!“ Ur sálarfræði í sönginn Það er auðheyrt að tónlistinni einni hefur tekist að binda þennan unga mann — og það er rétt skilið. Richard býr hjá bestu vinunum sín- um eins og hann orðar það sjálfur — pabba og mömmu. „Og hef ekkert verið að velta því fyrir mér að búa annars staðar. Ef ég væri ástfanginn og ætti mína eigin fjöl- skyldu þá liti málið auðvitað öðru- vísi við. En manni líður alltaf best hjá sínum nánustu og ja, þess vegna bý ég heima." Ívs-íídí Kchíf?'*. oirUr q. ítle- °r«^Sr,is °ei>ag£ 80n í framhaldi af þessu vaknar spurningin um hvemig foreldmnum hafi litist á þá ákvörðun að kveðja Háskóla íslands „í bili“, en hann hafði lokið fyrsta ári í sálarfræði þegar Rikshaw kom til sögunnar. „Þeim fannst kannski raunhæf- ara að ég kláraði námið fyrst, en þau hafa alltaf sagt að það sé hveijum manni nauðsynlegt að finna hamingjuna í því sem hann er að gera og þau hafa stutt mig ótrúlega mikið. Einhvemtíma klára ég námið af því að sálarfræði er grein, sem mig langar til að kynnast betur. En núna er tímabil tónlistar- Richard Scobie tónlistarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.