Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL1986
B 11
Á tónleikum í sjónvarpssal.
innar. Ef fólk veit hvað það vill þá
I á það ekkert að villast af þeirri
braut, það á ekki að dreifa kröftun-
um heldur gefa sig allt í eitt og láta
annað bíða á meðan."
— Ertu alinn upp við tónlist?
„Það var nú alltaf mikið sungið
heima og undantekningarlaust plöt-
ur í gangi. Bítlamir em fyrsta tón-
listin sem ég man eftir, því systur
mínar hlustuðu mikið á þá,“ svarar
hann og bætir við, „nú, svo þegar
ég eignaðist fyrsta útvarpið mitt,
þá setti ég það undir koddann og
sofnaði út frá „kananum" á kvöld-
in.“
— Núna er tímabil tónlistarinnar
hjá þér, á það við um aðra hljóm-
; sveitarmeðlimi?
„Já, og mjög margt af því sem
ég segi um sjálfan mig á við um
okkur félagana alla. Áður en Riks-
haw varð til vomm við nokkrir í
annarri hljómsveit, æfðum stíft,
spiluðum tvisvar og búið. En þegar
Rikshaw kom til sögunnar vomm
við strax ákveðnir í að fara út í
þetta af fullri alvöru. Fyrst unnum
við allir annars staðar með, Sigurð-
j ur var í bankanum, Dagur í Flens-
| borg og við Ingólfur í háskólanum,
en svo þegar okkur var ljóst að við
vildum halda hópinn varð annað að
víkja.“
— Gengur dæmið upp fjárhags-
lega?
„Núna þurfum við ekki að vinna
annars staðar til að halda hljóm-
sveitinni gangandi. En allir pening-
ar sem hljómsveitin vinnur fyrir
fara beint aftur inn í fyrirtækið."
Rickshaw á að baki eina hljóm-
plötu sem kom út á afmælisdegi
viðmælandans, 15. nóvember 1985
— og fylgja engar upplýsingar um
hvaða aldri var þá náð. Richard
neitar því að önnur sé á leiðinni
þrátt fyrir að blaðamaður hafi stað-
ið hann að verki í hljóðveri ekki
alls fyrir löngu. „Við emm þessa
dagana að vinna efni fyrir okkur
sjálfa, — önnur plata, það verður
bara að koma í ljós með tímanum,"
segir hann og við víkjum aftur að
þeirri fyrstu. „Við ætluðum ekki
að gefa út plötu, einfaldiega af
því að okkur fannst vanta upptöku-
tækni sem passaði fyrir tónlistina
og réttan framleiðanda. Það er
ekkert sniðugt að gera hluti ef ekki
er hægt að gera þá eins vel og
maður vill. En það var kominn viss
pressa á plötuútgáfu og við áttum
eldra efni og höfðum áhuga á að
koma því frá okkur. Ákváðum að
framleiða plötuna sjálfir og fómm
svo til London til að fínpússa upp-
tökumar, syngja inn á, bæta við
hljóðfæmm og bakröddum."
— Þessi fjögurra laga plata vann
sér það til frægðar að öll lögin fóm
inn á lista tíu vinsælustu laga á rás
tvö, ekki rétt?
„Jú, og það var alveg ótrúlegt.
Annars fylgist ég ekki svo mikið
með vinsældalistunum, þeir em
þannig byggðir upp. Plötusala
skiptir engu máli og hver sem er
getur hringt inn, þannig að ýmislegt
annað getur ráðið til um vinsældir
laga. En auðvitað var þetta mjög
gaman, kannski sérstaklega af því
að við bjuggumst ekki við svona
góðum viðtökum."
Ekki „heimsfrægir
um allt ísland"!
— Endurspeglaði þetta viðtökur
almennt við ykkar tónlist?
„Fólk sem heyrði í okkur lét
okkur oft vita að það væri hrifið
af tónlistinni og gerir enn — blöðin
vom hins vegar ekki of hrifin í
byijun og líktu okkur oft við erlend-
ar hljómsveitir með undarlegum
vinnubrögðum. Til dæmis líkti einn
blaðamaður okkur við hljómsveitina
Japan. Seinna hitti ég þennan strák
og spurði hann hvað það hefði
eiginlega verið sem honum fannst
hljómsveitirnar eiga sameiginlegt.
Hann var nú ósköp hreinskilinn og
sagði: Tja, ég hef nú aldrei hlustað
á Japan, en ég heyrði stelpu sem
stóð við hliðina á mér á tónleikunum
tala um hvað sér fyndist þetta líkt
Japan! Svona finnst mér ekki
hægt,“ segir Richard og í framhaldi
af því beinist talið að Qölmiðlum.
„Við fömm mjög sjaldan í viðtöl
núorðið. Gerðum það svolítið í
upphafi og brenndum okkur á því.
Markmið Rikshaw er heldur ekki
að verða „heimsfrægir um allt ís-
land“ og alls ekki á prenti. Það
sama gildir um fjölmiðla og tón-
leika. Ef menn em of mikið á ferð-
inni þá verður fólk bara þreytt á
þeim. Hlustendahópurinn og les-
endahópurinn em ekki það stórir."
— En þið félagarnir í Rikshaw,
er enginn hætta á að þið fáið leið
hver á öðmm. Eða hafíð þið ein-
hvern tíma til að leggja rækt við
vini utan hljómsveitarinnar?
„Ég held að það sé engin hætta
á að við fáum leið á hópnum, maður
fær ekki leið á sínum bestu vinum.
En það fer mikill tími í tónlistina
og við emm eiginlega búnir að úti-
loka aðra vini. Svo er Rikshaw
orðinn einskonar partur af fjöl-
skyldunni. Þessir drengir em fyrir
A Hljómsveitin Rikshaw eins og
hún leit út í upphafi, „þegar við
vorum ósköp snyrtilegir og uppá-
klæddir ungir menn.“ F.v. Sig-
urður Hannesson, Ingólfur Guð-
jónsson, Richard Scóbie, Dagur
Hilmarsson og Sigurður Gröndal.
mér eins og bræður mínir. Samt
emm við talsvert ólíkir og allir mjög
— hvað á ég að kalla það —
„individual characters“,“ segir hann
og biður blaðamann um að snara
þessum orðum á íslensku fyrir sig.
Við verðum sammála um að „sjálf-
stæðir persónuleikar" dugi og Ric-
hard heldur áfram: „Hver og einn
hefur sína skoðun á málunum og
við höfum allir frekar ólíkan tónlist-
arsmekk, fyrir utan þennan sameig-
inlega, sem er tónlist Rikshaw. Þar
fyrir utan eigum við margt annað
sameiginlegt og innan þessa hóps
er vinátta sem ég vil leggja rækt
við. Falleg orð,“ segir Richard og
bætir við að þessi orð ætli hann að
leggja á minnið. „Ég er að reyna
að tala fallega íslensku," útskýrir
hann. „Mig vantar mikið upp á og
fínnst oft erfítt að tjá mig. Beyging-
amar vefjast fyrir mér og það hlýt-
ur að hljóma undarlega stundum
þegar ég er að hugsa á ensku og
tala á íslensku. Svo finnst mér
stundum að orðaforðinn hafi ekkert
þróast síðan ég var 13 ára. En ég
er að reyna að bæta úr því.“
Er frekar bandarískur
er íslenskur
— Ástæðan fyrir því að Richard
nefnir þennan aldur og gerir þessar
athugasemdir við eigið málfar eru
þær að þrettán ára gamall fluttist
hann með fjölskyldunni til Banda-
ríkjanna og bjó þar í áratug, líkaði
vel og lítur frekar á sig sem banda-
rískan en íslenskan, „enda er ég
bandarískur í aðra ættina".
Langar hann kannski að flytjast
þangað á nýjan leik?
„Til Bandaríkjanna? Nei, ég er
búinn að búa þar og það var fínt,
en núna vil ég vera hér í Evrópu.
London er til dæmis borg sem mér
líður vel í, ekki of stór og ekki of
lítil. En svona hlutir verða bara að
koma í ljós með tímanum," segir
hann og brosir við spumingunni um
hvort Rikshaw langi að reyna fyrir
sér á fleiri vígstöðvum. „Ertu að
spyija hvort við ætlum til útlanda
að sigra heiminn, eins og sumir
íslendingar? Nei, það er ekki á
stefnuskránni. Hins vegar hefðum
við gott af að spila fyrir nýja áheyr-
endur og auðvitað horfum við
stundum út fyrir landsteinana.
Hérna vantar líka svolitla sam-
keppni til að ýta við fólki og gera
því ljóst hvar það stendur."
— Ertu metnaðargjarn?
„Ég vil gera betur og efast í
rauninni ekkert um að ég get gert
betur en ég hef gert til þessa.
Vonandi verða þeir hlutir gerðir
með Rikshaw," segir Richard og
bætir við að tíminn með hljómsveit-
inni hafi breytt sér og sínum hugs-
unarhætti mikið. „Maður er alltaf
að breytast, alltaf að fara í gegnum
ný og ný stig í lífinu, sem vonandi
bæta mann hvert á sinn hátt. Samt
reyni ég að vera raunsær og halda
mér niðri á jörðinni. En auðvitað á
ég mína drauma."
— Em það stórir draumar?
Richard horfir fram fyrir sig
nokkra stund og svarar svo spum-
ingu með annarri spumingu: „Eiga
ekki allir stóra drauma? Ég held
að draumar séu nauðsynlegir, sér-
staklega ef þeir ýta á fólk að gera
góða hluti. Draumlaust líf hlýtur
að vera nokkuð vonlaust líf. Fólk
verður að hafa eitthvað til að trúa
á.“
Kaþólskur en kemst
of sjaldan í kirkju
— í framhaldi af þessu berst
talið að Guðstrúnni, sem Richard
segir sér nauðsynlega — með þeim
formerlqum að hann hljómi ekki í
viðtalinu eins og „Donny Osmond
íslands". „Já, ég er kaþólskur og
trúin skiptir mig miklu, þó að ég
komist ekki eins oft í kirkju og ég
vildi. En á hvers valdi er það svosem
að segja hver er trúaður og hver
ekki? Það er hægt að fara í kirkju
á hveijum degi og nýta tímann í
hugsanir um allt annað en Guð og
það er líka hægt að vera með
hugann hjá honum á hveijum degi
án þess að fara nokkru sinni í
kirkju. Trúin er eitthvað sem er
inni í manni og annað hvort finnur
fólk hana eða ekki, það getur eng-
inn búið hana til fyrir aðra.“
— Stóru draumamir voru til
umræðu hér fyrr. Segðu mér, ertu
farinn að sjá fyrir endann á þeim?
„Nei, ekki endann, en byijunina
kannski. Mér fínnst ég bara vera
svo lánsamur. Ég á frábæra for-
eldra, systkini og vini, hef heilsuna
í lagi og fæ að gera nákvæmlega
það sem mig langar mest af öllu
til. Ef hamingjan finnst ekki í þessu
þá veit ég ekki hvar hún er eða í
hveiju hún verður mæld. Ekki í
peningum. Fólk þarf að taka hvem
dag fyrir sig og fínna hamingjuna,
peningamir kaupa bara þetta auka-
lega. Það er innri friðurinn og innri
hamingjan sem skiptir máli.“
— Hvað um ástina?
„í dag finnst mér stundum að
ástin vilji gleymast hjá fólki,
kannski af því að virðingin fyrir
henni er ekki næg. Við lifum í þjóð-
félagi þar sem öllu má fleygja og
allt er hægt að fá einnota. Hættan
er sú að fólk fari að hugsa svona
um mannleg samskipti, tilfinningar
og ástina,“ svarar Richard. Hann
hallar sér aftur í stólnum og segir,
að hér ætli hann að setja punktinn
yfir i-ið um þessi mál, „maður fer
að verða væminn með þessu áfram-
haldi!"
— Skiptir almenningsálitið þig
máli?
„Ég veit ekki hvað skal segja.
Auðvitað er mér ekki sama um
hvemig ég kem fyrir, ég held að
það sé eng^um sama um slíkt. En
það er ekki eitthvað sem ég lifi
samkvæmt og ef þú ert að tala um
Rikshaw þá finn ég að ég er svona
meira undir smásjá hjá fólki og er
alltaf að heyra einhveijar sögur um
mig sem ég kannast kannski ekkert
við. Auðvitað verður maður meðvit-
aðri um umhverfíð.“
— Hvemig tilfínning er það að
fólk þekki þig fyrir þína tónlist?
„Hún er svolítið skrýtin. En það
er mjög yndisleg tilfinning að hafa
átt þátt í að skapa eitthvað og fínna
að einhveiju fólki sem maður
kannski þekkir ekki fínnst það gott.
Það hefur sína kosti og galla.“
— Hvernig galla?
„Svona sögur eins og ég minnti
á áðan og svo hef ég stundum
samviskubit af því að ég bý heima
hjá foreldrum mínum, að þau em
oft eins og símsvarar. Mér dettur
ekki í hug að neita því að það er
mjög gott ef einhver er ánægður
með það sem Rikshaw er að gera
og slær á þráðinn til að segja það,
en það verður mjög þreytandi fyrir
foreldrana. Þetta hljómar kannski
eins og mont, en ég meina það
ekki þannig og ég lít ekki á okkur
sem „þekkta". En eftir þessa smá-
athygli sem við höfum fengið í
þessu litla landi ... — aumingja
fólkið sem er frægt í alvörunni. En
það býr nú líklegast ekki heima
hjá foreldrum sínurn!" Og þar með
er viðtalinu lokið.
Viðtal/Vilborg Einarsdóttir
pjðNuSTA
BEVN
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8
SÍMI 84670
I
I