Morgunblaðið - 20.04.1986, Side 12

Morgunblaðið - 20.04.1986, Side 12
* m m Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON LÚÐA Lúðu eru gefin ýmis nöfn eftir stærð. Lok er minnsta lúða kölluð, stærðin þar fyrir ofan lóa, þá smálúða, stofnlúða, flakandi lúða, þá stórflyðra og stærst allra alfiskisflyðra. Það hefur aldrei verið heiglum hent að róa til fiskjar við íslandsstrendur, oft var langt á miðin, straumar stríðir og snögg veðrabrigði. En það koma dagar, þegar haf og himinn renna saman í einn spegil. Það fyrnist ekki úr minningunni að vera úti að Sviði og draga hverja flakandi lúðuna á fætur annarri, þar til komin er lognhleðsla í skipið og hætta verður drætti, þótt allt sé vitlaust undir. Jón Thorarensen skráir eina álíka sjóferð eftir Erlendi Bjömssyni frá Breiðabólsstað á Álftanesi í bókinni Sjó- sókn. Við skulum stikla á stóru um það sem Erlendur segir: „Það var í september 1890, að ég fór á fætur kl. 4, og leit til veðurs. Alheiðskírt var og stafalogn. Við vomm fjórir karlmennirnir, og vöktum við kvenfólkið til þess að setja fram með okkur stórt sex manna far.“ Hann heldur áfram: „Varla varð lífs vart er við renndum á gmnnmiðinu, svo að mér datt í hug af því að blíðviðr- ið hélst að fara vestur á Svið. Við létum stjórann falla þar sem Fálkaskarðið var á norðurmiðinu en Lyklafell um Valhúsahæð á Seltjarnarnesi. Fiskur var þarna sjóð- vitlaus, svo allt stóð á höndum meðan nokkur beita var til á önglana. Þetta var þyrsklingur, tveggja til þriggja stykkja, eins og stundum er sagt. Datt mér þá í hug, að þar sem svona þrysklingur væri á hrauni, þar mundi líklega fást lúða. Flatti ég nú þyrskling og beitti honum og hafði slorið fremst og lifrina alveg á oddinum. Eftir svo sem tíu mínútur beit hún á. Þessi lúða var flakandi, sem kallað er, en þó lítil, eitthvað rúm hundrað pund. Næsta lúða var rétt innan við tvö hundmð pund og urðum við að halda henni með ífæm og öngli á borð- stokknum, þar til við náðum að rota hana með einum hlunninum. Það er skemmst frá því að segja að í þessum róðri dró ég 22 flakandi lúður og sú stærsta var 310 pund, tíu vom yfir 200 pund, sjö 150 pund og fjórar þær minnstu kringum 100 pund. Það verður mér alltaf ógleymanleg sjón, þegar búið var að bera allar lúðurnar upp á tún og leggja þær þar í röð, hveija við aðra og sneri hvita hliðin upp á þeim öllum.“ Þessi róður út á Sviðið heyrir fortíðinni til og er gott dæmi um það hvílík gullkista það var áður en botnvörpurnar og lúðuskip frá Ameríku hófu rányrkju sína í Faxaflóa um aldamótin. Lúða með grænmeti Handa fjórum Hægt er að nota næstum hvaða grænmeti sem er í þetta. 1 kg lúða (stór) Safí úr 'h lítilli sítrónu IV2 tsk. salt 'A tsk. pipar 2 msk. matarolí 1 græn paprika 1 stór gulrót 1 stór kartafla 1 sellerístöngull (má sleppa) ‘/zblaðlaukur 2 ferskir tómatar eða 'h hálfdós niðursoðnir. 1. Hreinsið fískinn, skafið roðið en takið það ekki af, skerið uggana af. 2. Kreistið safann úr sítrónunni, hellið yfír fískinn, stráið á hann salti og pipar, Látið bíða þann- ig meðan þið sjóðið grænmetið. 3. Takið steinana úr paprikunni, skerið í sneiðar, afhýðið gulrót- ina eða skafíð og skerið í þunnar sneiðar. Skerið sellerí- stöngulinn þvert í litla bita, afhýðið kartöfluna og skerið í örþunnar sneiðar, þvoið blað- laukinn og skerið í þunnar sneiðar. 4. Hitið matarolíu á pönnu, setjið allt grænmetið út í, sjóðið í 10—15 mínútur í olíunni, hafíð vægan hita. 5. Skerið tómatana smátt og setjið saman við grænmetið. 6. Leggið fískinn ofan á græn- metið. Það gæti þurft að skera stykkið í tvennt til þess að það komist á pönnuna. Setjið lok á pönnuna og sjóðið þetta við vægan hita í u.þ.b. 15 mínútur. Lúða með tómatmauki og dilli Handa Qórum 1 kg lúða (stór) Safí úr '/2 sítrónu 1V2 tsk. salt 'A tsk. pipar 1 msk. matarolía */2 lítil dós tómatmauk (puré) 2 msk. gott borðedik 'Adl vatn Ferskt, þurrkað eða frosið dill 10 ólífur 1. Hreinsið fískinn, skafið roðið, en takið það ekki af, skerið uggana af. Skerið fískinn í tvennt ef hann rúmast ekki á pönnunni. 2. Kreistið safann úr sítrónunni, hellið yfir fískinn, stráið yfír hann salti og pipar og látið bíða í 10 mínútur. 3. Setjið olíuna á pönnu. Setjið fískinn á pönnuna, snúið hon- um við eftir 4 mínútur. Minnk- ið hitann. 4. Hrærið tómatmaukið út með ediki og vatni, setjið dillið saman við. Hellið þessu yfír fískinn. Setjið lok á pönnuna ogsjóðið þetta í 10 mínútur. 5. Skerið ólífurnar í sneiðar og stráið yfír fískinn og látið sjóða áfram í 5 mínútur. Meðlæti: Soðnar kartöflur. Lúðusúpa 1 kg lúða (stór) 1 peli mysa 3 pelar vatn 5 piparkom l'/z tsk. salt 1 lárviðarlauf 1 tsk. korianderkom (má sleppa) 'A tsk. fenugreek (má sleppa) ‘/2 blaðlaukur 1 stór gulrót 1 meðalstór rófa Smábiti sellerírót (má sleppa) Smábiti hvítkál 2 msk. ijómaostur án bragðefna 2 eggjarauður + 1 msk. vatn 1. Hreinsið fiskinn, skafíð roðið og skerið ugga af. Skerið fisk- inn síðan í tvennt. 2. Hitið mysu ogvatn. 3. Bindið grisju utan um kryddið og setjið út í soðið. 4. Þvoið blaðlaukinn, skerið í litl- ar sneiðar, afhýðið gulrótina, rófuna og sellerírótina, skerið í litla bita og setjið út í soðið. Skerið hvítkálið í sneiðar og setjið einnig út í. Látið sjóða við vægan hita í 10 mínútur. 5. Leggið fískinn í soðið og látið sjóða við vægan hita í 10 mín- útur. 6. Takið fískinn upp úr soðinu og leggið í skál. Takið grisju- pokann upp úr soðinu. 7. Hrærið rjómaost út í súpuna. 8. Sláið eggjarauðurnar út með vatninu, takið pottinn af hell- unni og látið suðuna fara alveg úr. Hrærið þá eggjarauðumar út í súpuna. Bregðið pottinum aftur á helluna og hitið að suðumarki, en þetta má alls ekki sjóða, þá skilja eggin sig. Hrærið stöðugt í. 9. Takið fískinn örlítið í sundur, fjarlægið roð og bein, hellið súpunni yfír og berið á borð. Lúða með sítrónu og- kavíar Handa Qómm 1 kg lúða (stór) IV2 tsk. salt 'h tsk. svartur pipar V2 msk. smjör + 1 msk. matarolía 1 meðalstór laukur Rifínn börkur af V* sítrónu Safí úr 1 sítrónu 1 bikar sýrður ijómi 2 msk. svartur kavíar 1. Þvoið heilagfískið, skafíð roðið og skerið af ugga. 2. Kreistið safann úr sítrónunni, hellið helmingi sítrónusafans yfír fískinn ásamt salti. Látið standa í 10 mínútur. 3. Hitið smjör og olíu. Afhýðið og saxið laukinn. Sjóðið í feit- inni í 7 mínútur. 4. Setjið fískinn á smurt eldfast fat, malið pipar yfír fiskinn, setjið síðan laukinn yfír hann. 5. Hitið bakaraofn í 200°C, setjið fískinn í ofninn og bakið í 10 mínútur. 6. Rífið sítrónubörkinn, setjið hann ásamt seinni helmingi sítrónusafans út í sýrða ijóm- ann. Smyijið yfír fískinn. Setj- ið aftur í ofninn og bakið í 5 mínútur. 7. Takið fískinn úr ofninum, setj- ið kavíarinn fallega ofan á fískinn ásamt sítrónusneiðun- um og berið fram. Meðlæti: Soðnar kartöflur og hrásalat. í síðasta blaði, 18. apríl sl., komu tvær villur. Sú fyrri var í fyrirsögn á fyrstu uppskriftinni, en það var Irsk kartöflusúpa, sem var nefnd írsk kartöflumús. I sömu uppskrift í 3. lið stóð „hafíð nægan hita“, en á að vera hafið vægan bita. Leigubílastöð vænt- anleg í Hveragerði Hveragerði 17. apríl. Hér í Hveragerði eru nú starf- andi þrír leigubílstjórar. Þeir félagar hafa í hyggju að koma á fót leigubílastöð og eru að leita eftir hentugu húsnæði fyrir hana, helst miðsvæðis í þorpinu. Fyrir skömmu fékk ég tækifæri til að taka mynd af þeim félögunum þar sem þeir voru staddir fyrir framan Hótel Ljósbrá og spurði þá hvað væri að frétta af þeirra at- vinnumálum, varð Bragi Guð- mundsson fyrir svörum og sagði: „Við lítum björtum augum á fram- tíðina, sem mun færa okkur Hver- gerðingum aukinn ferðamanna- straum með tilkomu nýs hótels, sem nú er í byggingu og taka mun til starfa nú í vor. Við félagarnir erum að horfa eftir heppilegu húsnæði undir leigubíla- stöð, en eins og er erum við allir með afgreiðslu á heimilum okkar. Með tilkomu stöðvar yrði þjónustan mun betri. Þá vil ég geta þess að Þorsteinn Gunnarsson á Kotströnd í Olfusi hefur verið með leigubíl í samvinnu við okkur undanfarin ár.“ Hér í Hveragerði eru tvö hæli, Dvalarheimilið Ás—Ásbyrgi og Heilsuhæli NLFÍ og þar dvelja margir sem gjarnan eru slæmir til gangs, er þvi oft þörf fyrir skjóta og góða þjónustu og eru þeir félagar rómaðir fyrir þægilega framkomu og liðlegheit. Leigubílstjórar í Hveragerði, frá vinstri Bragi Guðmundsson, Bergur Sigrun. Sverrisson og Svavar Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.