Morgunblaðið - 20.04.1986, Qupperneq 20
20 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL1986
Vinsældalistar
vikunnar
RAS 2
1. (1) LaLíf................Smartbandið
2. ( 2) Little Girl .............Sandra
3. (-) Gleðibankinn ................Icy
4. ( 9) Önnur sjónarmið...Edda Heiðrún
Bachmann
5. ( 4) Absolute Beginners ... David Bowie
6. ( 3) Waitingforthe morning .........
Bobbysocks
7. ( - ) BrotherLouie.ModernTalking
8. ( 5) MoveAway............CultureClub
9. ( 6) Kiss.....................Prince
10. ( 7) A different corner . George Michael
11. { 8) Goodbye is forever..........Arcadia
12. (11) Lovetakeover ..........FiveStar
13. (28) Fright Night ...........J.GeilsBand
14. (10) GaggóVest ....Gunnar Þórðarson
15. (15) Harlem Shuffle....Rolling Stones
16. (24) Living Doll .. Cliff & the Young Ones
17. (16) Don’t let me be misunderstood .
Elvis Costello
18. (14) Allt að verða vitlaust ........
Handboltalandsliðið
19. (12) King for a day.Thompson Twins
20. (18) System Addict..........Five Star
Þessl maður hefur 14.567 bringuhðr skv.
árelðaniegum helmlldum, kallar slg
Prince og situr f efsta sæti bandaríska
vinsældalistans. Hann er líka httfundur
lagsins í ttðru sæti sem er Manic Monday
með Bangles. Þökk þelm sem lásu.
BRETLAIUD
1. ( 2) A different corner . George Michael
2 .( 1) Living doll .......Cliffandthe
Young Ones
3. ( 5) Rock Me Amadeus..........Falco
4. ( 7) A kind of magic .........Queen
5. ( 4) Touch me .......Samantha Fox
6. ( 3) Wonderful world....Sam Cooke
7. ( 6) You to me are everything..Real
Thing
8. ( 9) Trainofthought............A-Ha
9. (15) Allthethingsshesaid....Simple
Minds
10. (18) Look Away..........Big Country
1. (2) Kiss.....................Prince
2. { 3) Manic Monday......;...Bangles
3. ( 6) Addicted to love .Robert Palmer
4. (1) Rock Me Amadeus...........Falco
5. ( 8) West end girls...Pet Shop Boys
6. ( 5) What you need ............Inxs
7. ( 7) Let’sgoalltheway........SlyFox
8. ( 9) Harlem Shuffle...Rolling Stones
9. (12) Whycan'tthisbelove .... VanHalen
10. (10) TenderLove...........ForceMD’s
Okkar maður í Tónabæ fullyrðir að þeir hafi verið vel að sigrin-
um komnir þessir á fimmtu-
dagskvöldið. Þetta eru sjálfir Greifarnir frá Húsavík.
Músíktilraunir, kvöld nr._
Greifarnir frá
Húsavík sigruðu
UMSJÓN
JÓN
ÓLAFSSON
Smáskífur vikunnar
• • • Súbesta
ICY — Gleðibankinn/Bank of fun
Þetta hlýtur að teljast smáskífa vikunnar. Fyrsta
íslenska Eurovision lagið er komið á hljómplötu og
það sem meira er: hefur alla burði til að ná langt í
keppninni. Gunnar Þórðarson hefur útsett lagið upp
á nýtt og fylgir í einu og öllu hinni heföbundnu
Eurovision-formúlu (á kannski að segja Euro-visn-
un?) Viðlagið er sungið mun oftar en í gömlu út-
gáfunni og það er víst það sem „virkar" í Eurovision
hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Eitt er víst
að nú erum við komin fyrir alvöru á landakortið og
það er ekki svo lítils virði. Pálmi, Eiríkur og Helga
skipta söngnum nokkuð með sér og kemur það vel
út. Á b-hliðinni syngja þau á ensku Bank of fun og
er Eiríkur yfirburðamaður hvað framburð varðar.
Jæja, látum þetta gott heita. Við vinnum Eurovision,
ekki spurning!
• • • Aðrarágætar
Joe Cocker — Shelter
Mikið ofboðslega hefur maðurinrt góða rödd.
Lagið er dágott og hæfir Cocker vel þó einstaka
hljóðgervislína geri sitt besta til að hrella Popparann.
• • • Afgangurinn
Modern Talking — Brother Louie
Ótrúlega leiðinlegur dúett sem sökum andleysis
eða peningagræðgi getur sig hvergi hrært. Þetta
er alltaf sama.tuggan og skiptir litlu máli hvort lagið
heitir Brother Louie eða Chery Chery Lady. Metnað-
urinn víðsfjarri.
Bad Boys Blue — Kisses and tears
Annar Evrópuflokkur og ekki skárri.
Frá fróttaritara Mbl. í Tónabœ, Steingrími
Sævari Ólafssyni.
Rúmlega troðið hús er eina
orðið yfir Tónabæ á fimmtudags-
kvöldið. Geysilega góð stemmning
var hjá liðinu. Annað kvöld músík-
tilrauna Tónabæjar og rásar tvö
var að hefjast. Samkvæmt venju
byrjaði gestahljómsveit. Á fimmtu-
daginn var það hljómsveitin Strák-
arnir. Einhvern veginn bjóst maður
við meiru af þessum úrvals hljóð-
færaleikurum. Þeir stóðu svo sem
fyrir sínu, en eitthvað vantaði.
Kynnar kvöldsins voru eins og áður
þeir Gunnlaugur Helgason og Ás-
geir Tómasson, báðir eins og allir
vita, starfsmenn rásar 2. Þeir
leystu hlutverk sitt, sem kynnar,
prýðisvel af hendi og skelltu fram
ófáum brandaranum, til þess að
viðhalda stemmninguni sem hinar
ýmsu hljómsveitir náðu upp í saln-
um. Annars er rétt að skjóta því
hér að, að loksins hefur hann
Bjarni fundist. Á sviöinu stendur
nefnilega „Hæ, Bjarni". Það er
enginn annar en Bjarni hljóðmaður
Friðriksson. Hvernig er hægt að
komast hjá því að „fatta það“. En
snúum okkur að kvöldinu. Til leiks
voru skráðar 7 sveitir. Þetta voru:
Splendit, Lalli og Ijósastaurageng-
ið, Baron Blitz, Ofris, Greifarnir,
Chao Chao og The Voice. Það var
Splendit sem reið á vaðið. Þeir
koma úr Njarðvík og Keflavík og
hljómsveitin er hálfs árs gömul.
Þeir spila svokallað „Syntapopp".
Þessi tónlistartegund byggist á
mikilli notkun á hljóðgervlum ýmiss
konar. Splendit er skipuð sjö
meðlimum, þar af einum kven-
manni. Þetta er góð sveit, á því
er enginn vafi, en það vantar meiri
samæfingu. Lögin voru nokkuð
góð, en neistinn var ekki til staðar.
Sveitin á framtíðina fyrir sér, haldi
þeir saman og æfi vel.
Þá var komið að Lalla og Ijósa-
stauragenginu. Nafnið er hreint
frábært. Þeir eru miklir grínarar,
strákarnir fjórir í hljómsveitinni.
Lögin voru létt og skemmtileg.
Þeir bara taka sig ekki nógu alvar-
lega. Galsinn var of mikill. En þetta
eru skemmtilegir strákar. Þriðja
sveitin sem tróð upp á sviði Tóna-
bæjar var Baron Blitz. Hvar þeir
grófu upp þetta nafn, veit sjálfsagt
enginn nema þeir, en helst minnti
nafnið á eitthvert tölvuspil. Hljóm-
sveitin er aðeins viku gömul, en
það sást og heyrðist ekki í Tóna-
bænum þetta kvöld. Þeir segjast
spila báru-plast tónlist, en þunga-
rokk myndi maður segja dags
daglega. Krafturinn í þeim er rosa-
legur. Besta lagið þeirra var lagið
Shake down the law. Það minnti
jafnvel á Deep Purple, þegar þeir
voru upp á sitt besta.
Ofris var næst á dagskrá. Þeir
sýndu á sér skemmtilegar hliðar.
Tónlistarstefnan var engin, heldur
kom hún úr öllum áttum. Þá bráð-
vantar æfingarhúsnæði, ef einhver
veit um laust æfingapláss. Lögin
voru ansi skemmtileg og hress-
andi. Þeir eru ferskir og nýir, en
eitthvað kannaðist maður við sum
lögin, ekkert alvarlega samt
Þá.var komið að Greifunum. Án
efa besta sveitin. Lögin voru frá-
bær, hvert á fætur öðru. 4 af 5
meðlimum sveitarinnar eru frá
Húsavík, en það háði þeim ekkert,
nema síður sé. Þeir sýndu á sér
allar hliðar og spiluðu jafnvel lag,
sem hefði getað heitið Careless
Whisper.
Chao Chao komu þar á eftir.
Þeir höfðu trommuheila með sér
sem heitir Ragnar og er aðeins
tveggja mánaða gamall. Þeir spil-
uðu n.k. tölvupopp, en rödd söngv-
arans er svipuð þess í Sögu. Lögin
voru grípandi og góð. Framtíðar-
hljómsveit.
Síðasta sveit kvöldsins olli
manni gífurlegum vonbrigðum.
Það var The Voice. Hún er tveggja
ára og hefur t.d. spilað á Norður-
löndunum. Þeir gerðu ekkert til
þess að ná til áheyrenda, virtust
bara vera að gera þetta fyrir sjálfa
sig. Kynningar á lögum voru stutt-
ar og ópersónulegar. Þeir ollu
miklum vonbrigðum. Um kl. 23.45
komu svo Gulli og Geiri og til-
kynntu úrslitin. Það voru áhorf/
heyrendur í sal sem kusu, en á
úrslitakvöldinu verður hinsvegar
dómnefnd á móti. Það var mjög
gaman að fylgjast með talning-
unni. Úrslitin urðu annars þau að
Ofris fékk 2.678 stig og Greifarnir
2.904. Þessar tvær sveitir fara
því í úrslit.