Morgunblaðið - 20.04.1986, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.04.1986, Qupperneq 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL1986 fólk í fréttum STÚLKA FORMAÐUR SKÓLAFÉLAGS MA ÍANNAÐ SINN Ákveðið þegar ég var 8 ára að ég færi í MA - segir Þóra Björg Magnúsdóttir úr Garðinum sem tók við for- mennskunni í vikunni Akureyri. mt óra björg Magnúsdóttir var í síðustu viku kosin formaður Hug- ins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, og er það í annað sinn í rúmlega 100 ára sögu skólans að stúlka gegnir því embætti - inspec- tor scholae. Stjórnarskipti urðu í Hugin í gær og tók Þóra Björg þá við formennsku af Eggerti Tryggvasyni. í fímm manna stjón félagsins eru nú tvær stúlkur, auk Þóru er Sigrún Birna Sigtryggs- dóttir í stjóminni — er forseti Hagsmunaráðs. „Nei, þetta var alls ekki kvenna- framboð. Ég hafði löngun til að taka við þessu starfi og hvatning félaga minna varð endanlega til þess að ég ákvað að bjóða mig fram,“ sagði Þóra Björg í samtali við blaðamann Morgunblaðsins eftir stjómarskiptin í gærmorgun. Kosningar til stjómar skólafé- lagsins fóm fram skömmu fyrir páska. Tveir frambjóðendur vom í kjöri - drengur auk þóm. Þóra fékk 270 atkvæði en mótframbjóðandi hennar 189. „Þetta var meiri munur en ég bjóst við. Fólk bjóst við jafnri kosningu en ég tel þetta góðan sigur," sagði hún. Þóra Björg sagðist hafa farið út í kosningarnar sem „óháður ein- staklingur,“ en kosningamar fóm dálítið út í pólitík þvert á minn vilja. Ég var á vinstri vængnum en þó held ég að ég hafí átt fylgendur í öllum flokkum." Þóra Björg er úr Garðinum og er í 3. bekk náttúmfræðideildar. En hvers vegna í MA sunnan af landi? Systir mín, Jóhanna, var héma í skóla fyrir nokkmm ámm og bar honum ekki illa söguna! Annars má eiginlega segja að það hafi verið ákveðið þegar ég var 8 ára að ég færi í Menntaskólann á Akureyri - ég var á Sauðárkróki á sumrin og yar innrætt í þessu sambandi. Það kom ekki annað til greina en ég færi í MA. Þóra Björg hóf nám í MA haustið 1983 og segist, hvað félagsmálin varðar, aðallega hafa starfað í ÍMA, Iþróttafélagi Menntaskólans á AkureyrL „En ég hef fylgst mjög vel með í félagsmálum." Hin nýja stjórn Hugins, skólafé- lags MA. Strákarnir eru frá vinstri: Ármann Kr. Ólafsson ritstjóri Munins (blaðs skólafé- lagsins), Sigþór Einarsson ritari og Björn Pétursson gjaldkeri. Fyrir framan þá sitja Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, forseti hagsmunaráðs (til vinstri), og formaður Hugins, Þóra Björg Magnúsdóttir. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þóra Björg Magnúsdóttir, formaður Skólafé- lagsins hugins í MA, var „tekin upp“ í náttúru- fræðitíma er blaðamann bar að garði. Hér glím- ir hún við óskiljanlegt verkefni. Eru einhveijar sérstakar breytingar sem þú munt beita þér fyrir? „Félagslífíð hefur aldrei verið nógu gott. Það hefur legið svolítið niðri. Eggert (fráformaður) hefur reynt að rífa það upp og ég mun' halda því starfi áfram. Sérstaklega langar mig til að rífa upp málfunda- félagið - og einnig að bæta aðstöð- una fyrir félagsstarfíð. Það er orðið mjög þröngt um félögin og sumt af félagsstarfinu er farið að færast út fyrir skólann, t.d. hluti blaðaút- gáfunnar." Nýlega var stúlka kjörin „inspec- tor scholae“ í Menntaskólanum í Reykjavík - og nú í MA, en karl- menn hafa í gegn um árin einokað embættið. Þóra sagðist telja hugs- unarhátt fólks vera að breytast hvað þetta varðar. „I kosningunum hugsaði fólk ekki um það hvort ég væri karl eða kona. Ég held að þetta hljóti að fara eftir hæfíleik- um.“ Þóra sagði formennskuna leggj- ast afar vel í sig. „Með mér í stjóm er sérstaklega gott fólk - ég er mjög ánægð með hvemig í hana Og að lokum: „Ég vil skila kveðju til formannsins í MR. Við gætum kannski haft eitthvert samstarf í framtíðinni — við eigum að minnsta kosti eitt sameiginlegt!" Ríkisarfinn, Elísabet ásamt föður sínum, nýkrýndum, móður, ömmu ogsysturárið 1937. Elísabet Englandsdrottning 60ára E lísabet II, Bretadrottning verður 60 ára á morgun mánudag- inn 21. apríl og verður haldið upp á afmælið með glæsibrag. Faðir hennar var yngri sonur Georgs V, Bretakonungs, þannig að ekki lá Ijóst fyrir frá upphafi að hún yrði drottning. Er foðurbróðir hennar sagði af sér konungdómi og faðir hennar, Georg VI, tók við, breyttist líf hennar töluvert markviss þjálfun ríkisarfa tók við. 20. nóvember 1947 giftist hún Philip Mountbatten og 2. júní 1953 var hún ktýnd drottning. Elísabet þótti alvörugefið bam og hefur í gegn um tíðina tekið hlutverk sitt sem æðsti yfirmaður breska samveldisins mjög hátíðlega. Flestir munu sammála um það að hún hafí reynst farsæll þjóðhöfð- ingi, sem hafí með störfum sínum treyst konungdæmið I sessi. Við birtum nokkrar svipmyndir úr lífi Elísabetar í tilefhi dagsins. Koss á nefið Hundurinn og rádýrið eru góðir vinir eins og sjá má. Þau eru bæði heimilisdýr hjá enskri fjölskyldu sem tók hið foreldralausa litla rá- dýr að sér fyrir skömmu. Litli unginn er sagður mjög blíðlyndur og örlátur á kossa við allt heimilisfólk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.