Morgunblaðið - 20.04.1986, Side 31

Morgunblaðið - 20.04.1986, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL1986 B 31 fslendingar virðast kunna að meta kvikmyndina „Jörð í Afríku" sem sýnd er í Laugarásbíói við mikla aðsókn. MAXHAVEIAAR l'iniMISK.MKSlHtV.ViíK Mánudagsmynd: Max Havelaar — Listaverk eftir Fons Rademakers TILGANGUR mánudagsmynd- anna er að gefa okkur kost á að sjá verk merkra kvik- myndaskálda sem vegna gróðasjónarmiðsins komast ekki inn á almennar sýningar kvikmyndahúsanna. Ein slík er Max Havelaar eftir hinn hollenska Fons Rademakers sem ekki gerir myndir eins og aðrir. Form listaverka eru umbúðir og þykir Rademakers sýna í Max Havelaar öðrum myndum fremur hvílíkur dæmalaus snill- ingur hann er í að finna verkum sínum form. En innihaldið, til- finningin í verkinu, skiptir ekki síður máli en formið. Peter Cowie segir í grein sinni um Rademakers í Film Guide 1979 að festan í verkinu, samspil forms og innihalds, felist í hinni Ijóðrænu hrynjandi, tengslun- um milli fegurðar skógarins sem sagan gerist í og grimmd- arinnar í lífinu sem þar bærist. Hollenskur maður að nafni Eduard Douwes Dekker skrif- aði söguna um Max Havelaar árið 1859 og greindi í bókinni frá hryllilegri reynslu sinni á eynni Jövu sem var hollensk nýlenda á þeirri tið. Rademak- ers hafði lengi dreymt um að filma þessa bók en kom því ekki i verk fyrr en árið 1977. Helsta ástæðan var sú að bók- in er yfirgripsmikil og nánast óðs manns æði að gera eftir henni mynd; Rademakers gerir henni skil í 160 mínútna langri kvimynd. Hér verður ekki reynt að lýsa sögunni, aðeins getið þess að Kún sýnir grimmilega nýlendu- stefnu, heimsveldastefnu í allri sinni nekt, og vanmátt ein- staklingsins andspænis hinu ósýnilega skrímsli sem kallast mannlegt eðli. Fons Rademakers gekk í gegnum reynsluskóla þjáninga áður en hann gat snúið sér að lífsköllun sinni. Faðir hans var læknir og fjölskyldulífið allt var gegnsýrt af lækningarmætti hans; sonurinn skyldi feta í fótspor föðurins. En Radema- kers stefndi í aðra átt. Hann var fastagestur í bíói bæjarins, reyndar var hann ástfanginn af dóttur bíóeigandans. Kynni hans af leiklistinni hófst seint á fjórða áratugnum. Hann lék með áhugamönnum en kynnt- ist siðar mönnum eins og De Sica og David Lean og starfaði með Fellini. Rademakers gerði sina fyrstu kvikmynd árið 1958, 38 ára að aldri. Þorpið við ána (Dorp aan de rivier) hót myndin og skaut höfundinum upp á himinhvolf frægðarinnar. greyið Konchalovsky að hjólin fóru að snúast Og þau snúast með ágætum. Cannon fékk hann til að gera aðra mynd á síðasta ári, „Flóttalestina“ með Jon Voight, sem útnefndur var til Óskars. Konchalovsky virð- ist líka dvölin þar vestra, því hann hefur þegar hafið undirbúning að þriðju myndinni, sem mun fjalla um tónskáldið og píanóleikarann Rachmaninoff. Deilt um boðskap í bandarískum myndum Eru vinsælustu persónurnar í bandarískum bíómyndum fasist- ar: Rocky, Conan og Rambo, svo aöeins þrjár séu nefndar? Svo telja margir, ekki síst þeir sem hatast út í bandaríska kvikmynda- gerö. í nýjasta hefti tímaritsins American Film er fjallað um þetta mál, og vitnað f gagnrýnandann David Denby, sem heldur þvf fram að í Rocky og Rambo sá að finna vissa tegund af fasisma, sjúklega einstaklingshyggju, ofsóknar- brjálæði og hernaðardýrkun. J. Hobermann, sem skrifaði greinina í American Film, segir að í myndum eins og Rambo, Rauðri dögun og Innrás í Bandaríkin, sé höfðað til hefnigirni í garð Sovét- ríkjanna, að þessar myndir minni um margt á áróðursmyndir sem gerðar voru kringum 1940, þegar heimsstyrjöld geisaði. Höfundur greinarinnar gefur þessum kvik- myndagerðarmönnum kost á að svara fyrir sig og skulum við at- huga hverju þeir svara þessari gagnrýni. John Milius, sem skrifaði hand- ritin að myndunum um Dirty Harry og Apocalypse Now og leikstýrði Rauðri dögun, segir að hann sé ekki að skapa heimspeki í myndum sínum, myndir sínar séu fyrst og fremst persónulegt mat á stöðu heimsmála. Hann segist hafa gert Rauða dögun til að sýna Rússum að honum líki það ekki að flugvélar fullar af börnum og konum séu skotnar niður. Hann bendir á að áróður teygi anga sína inn í allar listgreinar, hvort sem mönnum lík- ar það betur eða verr. „Frjálslynda fólkið sem bölvaði Dirty Harry fyrir fimmtán árum hrópar nú: Hver á að vernda okkur gegn öllu ofbeld- inu?" segir Milius. Taylor Hackford gerði Officer and a Gentleman og nú síðast White Nights. Hann segist vera hissa á því að nýja myndin sín skuli vera tekin sem pólitfskur áróður. Hún sé um frelsi einstakl- ingsins og listamannsins, ekki óð- urtil kalda stríðsins. Buzz Feitshans framleiddi myndirnar Rauð dögun, First Blood, Uncommon Valor og Rambo, sem allar fjalla um sama efnið. Hann segist vera hrifinn af slíkum myndum, engu að síður kýs hann góöa sögu fram yfir pólitísk- an áróður. Hann viðurkennir að Rauð dögun sé and-kommúnísk^ enda sé full þörf á slíkum myndum, þar sem Rússar stefni að heims- yfirráðum. Feitshans segir að aðeins fólk, sem lokar augunum fyrir staðreyndum, taki upp hansk- Andrei Konchalovsky MaríaogJohn Konchalovsky „Innrásin f Bandaríkinu sem Regnboginn sýnir er ein af þeim myndum sem sagðar eru af fas- fskum toga spunnar. ann fyrir Rússa, segir að það eigi að lifa í sátt og samlyndi með Rússum. „En ef þú ætlar að lifa í sátt og samlyndi með Rússum þá veröur þú að hafa barefli við hönd- ina því þú mátt eig von á árás frá þeim í næstu andrá," segir Buzz Feitshans. Jörð í Afríku" „Yngra fólkið er að taka við sér“ — segir Grétar Hjartarson „Mér sýnist yngra fólkið vera að skila sér þessa dagana," sagði Grétar Hjartarson, framkvæmda- stóri Laugarásbíós, þegar Morg- unblaðið hafði samband við hann í vikunni í tilefni þess að kvikmynd- in „Jörð í Afríku" fékk tvenn mikil- væg Óskarsverðlaun, besta mynd og besti leikstjóri, en myndin hefur verið sýnd í Laugarásbíói síðan 22. marz síðastliðinn. „Það er greinilegt," sagði Grétar enn fremur, „að Óskarsverðlauna- veitingin hefur haft einhver áhrif á aösóknina, þótt alltaf sé erfitt að dæma um það.“ Hann sagði að eldra fólk, fólk sem fer ekki reglu- lega í bíó hafi flykkst í bíóið fyrstu þrjár vikurnar, það hefði yfirleitt verið uppselt á kvöldsýningarnar og sér virtist ekkert lát vera á aðsókninni, því nú væri yngra fólk- ið að taka við sér. Um síðustu helgi höfðu 13.500 manns séð myndina og sagði Grétar það nokkuö gott, þar sem aöeins tvær sýningar væru á myndinni í stóra salnum yfir daginn. Hann bjóst við að myndin yrði í stóra salnum út apríl, þar sem myndin væri um- töluð. Laugarásbíó hefur sýnt „Aftur til framtíðar" síðan í byrjun desem- ber en nú fer sýningum fækkandi, enda eru tugir þúsunda búnir að sjá hana. Laugarásbíó tók það ráð að kaupa tvö eintök af myndinni, og var annaö þeirra sent út á land. Grétar Hjartarson sagði að þar sem margar myndir væru sýndar svo lengi í borginni hefði borið við að landsbyggöin svelti á meðan og því heföi verið drifið í því að kaupa tvö eintök. Hann sagði að af því hlytist talsverður aukakostn- aður en það virtist borga sig, enda kynni fólk út á landsbyggðina slíkt að meta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.