Morgunblaðið - 22.04.1986, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986
Helgar-
veislan
Af svo mörgu er að taka í ríkis-
fjölmiðladagskrá liðinnar helg-
ar að ég veit vart hvar skal drepa
niður penna. Ætli sé ekki við hæfí
við upphaf vinnuviku að minnast
fyrst á Gleðibankann.
GleÖibankinn
Ég verð að játa hreinskilnislega
að hver taug í mínum skrokki titraði
af þjóðarstolti er Gleðibankinn
ljómaði á skerminum á sunnudags-
kveldið. Sjálft lagið í nýrri útsetn-
ingu Gunnars Þórðarsonar er býsna
hressilegt og vænlegt til sigurs, en
þó þótti mér jafnvel meira til um
myndbandið er bar af þeim mynd-
böndum er bárust frá hinum Evr-
ópusjónvarpsstöðvunum, ef frá er
talin hugljúf kynningarmynd júgó-
slavnesku sjónvarpsstöðvarinnar.
En íslenska kynningarmyndin var
svo tæknileg að myndir hinna sjón-
varpsstöðvanna líktust helst uppá-
komu í áhugaleikhúsi. Það er
greinilegt að íslenskir kvikmynda-
gerðarmenn eru býsna tæknivæddir
sumir hveijir og sækja hugmyndir
sínar fremur vestur um haf en til
gömlu góðu Evrópu. Þó skilst mér
á kvikmyndagerðarmönnum sem ég
hef rætt við að ýmsar tæknibrellur
sem hér sáust svo sem „sprenging
myndar" og „myndþan", það er
þegar myndin er teygð og toguð,
sé aðeins hægt að galdra erlendis,
þannig hafi gleðibankamyndin að
hluta verið unnin í London. Hvað
um það, þá megum við Islendingar
vera stoltir af Gleðibanka vorum
sem kostar þó ekki nema einn sjö-
hundraðasta af vatikani íslenska
bankaveldisins við Amarhól.
Flosi
Glettur laugardagskveldsins voru
að þessu sinni í höndum Flosa Ól-
afssonar leikara. Flosa hefir nú oft
tekist betur upp en í þessum þætti,
þannig fannst mér dálítið einkenni-
legt að sjá atriðið með Megasi og
Bubba Morthens endurvakið, en
þetta atriði er Laddi nýbúinn að
grínast með á skjánum. Ádeila
Flosa á stóriðjudraum íslendinga
var og gamalkunnug og dálítið
bragðlaus. Ég hefði kosið að Flosi
legði þyngri áherslu á hið talaða
orð í þætti sem þessum, en hann
er vissulega meistari í orðaleikjum.
En stundum takast bestu menn
ekki á flug.
Kíkóti
Laugardagsmyndin var vel valin
að þessu sinni eða höfðu menn ekki
gaman af að skoða Sir Alec Guin-
ness í hlutverki prestsins Don Kík-
óta og Leo McKem í hlutverki
Sansjó Pansa hins fyrrverandi
bæjarstjóra? Sú tæra vinátta er
endurspeglaðist í sambandi þessara
rosknu heiðursmanna lætur vart
nokkum mann ósnortinn. Svo sönn
var þessi vinátta að það skipti engu
máli þótt annar værí guðhræddur
prestur og hinn trúlaus kommúnisti.
Kjami málsins var sá að hér vom
góðir menn á ferð í samfélagi
hræsnara og ofbeldismanna.
10 myndlistarmenn
Það er ekki ofsögum sagt að
myndlistin sé fyrir borð borin í
áhrifaríkasta sjónmiðli vors sam-
félags, eða höfðu menn eitthvert
gagn af þeim skyndimyndum, er
var bmgðið upp á sunnudagskveldið
af hinum 10 myndlistarmönnum er
sýndu á Listahátíð á Kjarvalsstöð-
um 1984? Ég legg til að sérstakur
listráðunautur verði ráðinn að
sjónvarpinu og gæti hann þess að
allar listgreinar njóti sín á skjánum
en líði ekki vegna yfirgengilegs tón-
listaráhuga forráðamanna þessa
öfluga sjónmiðils.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP/SJÓNVARP
Nýr framhaldsmyndaflokkur:
Gjaldið
■1 Gjaldið, bresk-
00 írskur fram-
— haldsmynda-
flokkur í sex þáttum, hefst
í sjónvarpi í kvöld. Eigin-
konu og dóttur bresks
auðkýfings er rænt af írsk-
um hryðjuverkamönnum
og mikils lausnargjalds
krafíst. Hann þráast við að
greiða gjaldið og óvissan
verður bæði mannræningj-
unum og bandingjum
þeirra þung í skauti. Leik-
stjóri er Peter Smith en
með aðalhlutverk fara Pet-
er Barkworth, Harriet
Walter og Derek Thomp-
son.
Viðkvæmur farangur:
Hugmyndalegur
grundvöllur
íslenskrar
myndlistar
■■■I Þátturinn Við-
00 30 kvæmur farang-
— ur er á dagskrá
rásar eitt í kvöld. Þessi
þáttur nefnist Hugmynda-
legur grundvöllur íslenskr-
ar myndlistar, fyrri hluti.
Stjómandi þáttarins Níels
Hafstein mun ræða við
Hannes Lárusson mynd-
listarmann. Þáttur þessi er
annar af fjórum um mynd-
list, sem eru á
dagskrá hálfsmánaðar-
lega á þriðju
dagskvöldum.
Níels Haf-
stein stjóm-
andi þáttar-
ins og við-
mælandi
hans, Hann-
es Lárusson.
Milli tektar
og tvítugs
— þátturfyrir
unglinga
20^2
I kvöld hefst á
00 rás eitt þáttaröð
í umsjá Sólveig-
ar Pálsdóttur sem hún
nefnir Milli tektar og tví-
tugs. Verða þættirnir alls
sex og eru einkum ætlaðir
16—20 ára unglingum.
Meðal efnis í fyrsta þættin-
um eru tveir leikþættir úr
verki Steinunnar Jóhann-
esdóttur, „Kitlum“, sem
fluttir eru af nemendum
Fjölbrautaskólans á Akra-
nesi. Einnig er viðtal við
17 ára einstæða móður og
Gerður Kristný Guðjóns-
dóttir, 15 ára, flytur eigin
ljóð.
ÚTVARP
ÞRIÐJUDAGUR
22. apríl
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.16 Morgunvaktin
7.20 Morgunteygjur
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.16 Veðurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.06 Morgunstund barn-
anna: „Eyjan hans múmín-
pabba'' eftir Tove Jansson.
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
9.45 Þingfréttir
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál. Endurtek-
inn þáttur frá kvöldinu áður
sem Örn Ólafsson flytur.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Lesið úr forystugreinum
dagblaðanna.
10.40 „Ég man þá tíö." Her-
mann Ragnar Stefánsson
kynnir lög frá liðnum árum.
11.10 Úr söguskjóðunni -
Galdraofsóknir á Islandi á
17. öld. Umsjón: Róbert
Sigurösson. Lesari: Elías
Björnsson.
11.40 Morguntónleikar.
12.00 Dagskrá.Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 í dagsins önn - Heilsu-
vernd.
Umsjón: Jónína Benedikts-
dóttir.
14.00 Miðdegissagan:
„Skáldalíf í Reykjavík'' eftir
Jón Óskar. Höfundur les
aðra bók: „Hernámsára-
skáld“(6)
14.30 Miðdegistónleikar
16.15 Bariö að dyrum. Inga
Rósa Þórðardóttir sér um
þáttfrá Austurlandi.
15.45 Tilkynningar.Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.16 Veðurfregnir.
16.20 Hlustaðu með mér -
Edvard Fredriksen. (Frá
Akureyri.)
17.00 Barnaútvarpiö. Stjórn-
andi: Kristín Helgadóttir.
17.40 Úr atvinnulífinu - Iðnað-
ur. Umsjón: Sverrir Alberts-
son og Vilborg Haröardóttir.
18.00 Neytendamál. Umsjón:
Sturla Sigurjónsson.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
19.00 Fréttir.
19.00 Aftanstund
Endursýndur þáttur frá 14.
apríl.
19.20 Fjársjóösleitin
Þriðji þáttur
(The Story of the Treasure
Seekers) Breskur mynda-
flokkur í sex þáttum. geröur
eftir sígildri þarna- og ungl-
ingabók eftir Edith Nesbit.
. Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Söngvakeppni sjón-
varpsstöðva i Evrópu 1986
Lögin í keppninni — Annar
þáttur
Holland. Tyrkland, Spánn,
Svissogísrael.
Kynnir ÞorgeirÁstvaldsson.
19.40 Tilkynningar.
19.46 Daglegt mál. Sigurður
G. Tómasson flytur þáttinn.
19.50 Fjölmiðlarabb
Guðmundur Heiðar Frí-
mannsson talar. (Frá Akur-
eyri.)
20.00 Milli tektar og tvitugs
Þáttur fyrir unglinga í umsjá
Sólveigar Pálsdóttur.
20.30 Grúsk. Fjallað um sögu
halastjörnunnar Kohoutek.
Umsjón: Lárus Jón Guð-
mundssori. (Frá Akureyri.)
20.55 „Fjúk
Gyða Ragnarsdóttir les úr
nýrri Ijóðabók Steingerðar
Guðmundsdóttur.
21.05 (slensktónlist.
„Dúó" fyrir fiðlu og selló
ÞRIÐJUDAGUR
22. apríl
21.00 Sjónvarpið (Television)
13. Fjölmiðlafárið
Breskur heimildamynda-
flokkur í þrettán þáttum um
sögu sjónvarpsins, áhril
þess og umsvif um viða
veröld og einstaka efnis-
flokka.
I þessum lokaþætti verður
skyggnst inn i framtíöina.
Því er spáð að áhorfendur
geti valið um einar fimmtíu
sjónvarpsrásir heima hjá
sér, ýmist frá gervitunglum
eða kapalstöövum. Jafn-
framt hverfur núverandi
miðstýring og eftirlit með
efni að miklu leyti.
eftir Jón Nordal. Guðný
Guðmundsdóttir og Nina
G. Flyer leika.
21.30 Útvarpssagan: „Ævi-
saga Mikjáls K." eftir J. M.
Coetzee. Sigurlína Daviös-
dóttir les þýðingu sina (8)
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veöurfregnir. Tónleikar.
22.30 Viðkvæmur farangur.
Hugmyndalegur grundvöll-
ur íslenskrar myndlistar.
(Fyrri hluti). Rætt við Hannes
Lárusson myndlistarmann.
Umsjón: Níels Hafstein.
23.00 Kvöldstund i dúr og
moll með Knúti R. Magnús-
syni.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
Þulur Guðmundur Ingi
Kristjánsson.
22.00' Gjaldið (The Price)
Nýr flokkur — Fyrsti þáttur
Bresk/irskur framhalds-
myndaflokkur í sex þáttum.
Leikstjóri Peter Smith.
Aöalhlutverk Peter Bark-
worth, Harriet Walter og
Derek Thompson.
(rsk skötuhjú ræna konu og
dóttur bresks auökýfings og
krefjast lausnargjalds. Hann
þráast viö að greiöa gjaldiö
og óvissan verður bæði
mannræningjunum og
bandingjum þeirra þung í
skauti.
Þýðandi Björn Baldursson.
22.50 Umræöuþáttur
23.35 Fréttir í dagskrárlok
ÞRIÐJUDAGUR
22. apríl
10.00 Kátirkrakkar
Dagskrá fyrir yngstu hlust-
endurna í umsjá Guðríðar
Haraldsdóttur.
10.30 Morgunþáttur
Stjórnandi: Páll Þorsteins-
son.
12.00 Hlé
14.00 Blöndun á staðnum
Stjórnandi: Sigurður Þór
Salvarssdn.
16.00 Söguraf sviðinu
Þorsteinn G. Gunnarsson
kynnir tónlist úr söngleikjum
og kvikmyndum.
17.00 Hringiöan
Þáttur í umsjá Ingibjargar
Ingadóttur.
18.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagöar í þrjár
minútur kl. 11.00, 15.00,
16.00 og 17.00.
SVÆÐISÚTVÖRP
REYKJAVÍK
17.03—18.00 Svæðisútvarp
fyrir Reykjavik og nágrenni
— FM 90,1 MHz.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5 MHz.
SJÓNVARP