Morgunblaðið - 22.04.1986, Page 7
Skipstjórinn á Nuuk:
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986
l7
Löndum
áfram á
ísafirði
„Jú, jú, að sjálfsög’ðu löndum
við á Isafirði. Það eru engin
áform uppi um að landa annars
staðar vegna landgöngubanns-
ins. Áhöfnin verður að láta það
yfir sig ganga og svo er það mál
úr sögunni,“ sagði Karl Andreas-
en, skipstjóri á togaranum Nuuk
frá Grænlandi, í samtali við
Morgunblaðið.
Sem kunnugt er setti bæjarfóget-
inn á ísafirði, Pétur Hafstein, land-
göngubann á alla skipshöfn togar-
ans vegna atburða sem gerðust eftir
dansleik á ísafirði þann 15. mars
sl. Að áliti lögreglunnar veittust
skipveijar af Nuuk að lögreglu-
mönnum þegar lögreglumenn
reyndu að handtaka einn Grænlend-
inginn eftir dansleikinn. Pétur
Hafstein ákvað að í refsingarskyni
skyldi áhöfn togarans meinað að
koma í land í næstu tvö skipti þegar
togarinn kæmi í höfn. Togarinn
landaði á ísafirði í byrjun þessa
mánaðar og neyddust skipveijar þá
til að halda kyrru fyrir um borð.
Að sögn Karls Andreasen mun
Nuuk líklega koma til hafnar á
Isafirði nk. fimmtudag eða föstu-
dag, og mun áhöfnin halda sig um
borð, eins og fyrir hana er lagt.
Ljósmynda-
samkeppni ungs
bænda-
fólks
Evrópusamband bænda (CEA)
hefur ákveðið að gangast fyrir
ljósmyndasamkeppni meðal
ungra bænda og annars ungs
fólks í sveitum. Myndirnar skulu
sýna landbúnað í heimasveit
þátttakandans, starf hans sjálfs
eða uppbyggingu sem hann hef-
ur orðið vitni að.
Fimm verðlaun verða veitt.
Fyrstu verðlaun eru 1.000 sviss-
neskir frankar (21.400 íslenskar
krónur), önnur verðlaun 600 sv.
frankar og þriðju verðlaun 400 sv.
frankar. Þá verður sigurvegaranum
boðið að sitja aðalfund Evrópusam-
bandsins sem haldinn verður í borg-
inni Anvers í Belgíu í haust. Bænda-
samtök í 19 Evrópulöndum eru
aðilar að CEA og er ungu bænda-
fólki í öllum þessum löndum heimil
þátttaka. Stéttarsamband bænda
er aðili að Evrópusambandinu og
annast það skipulag keppninnar hér
á landi.
Frestur til að senda myndir í
keppnina er til 15. júlí. Valdar verða
4 myndir frá íslandi í keppnina og
mun Stéttarsambandið veita höf-
undum þeirra sérstök peningaverð-
laun.
MEÐ ALLA MÖGULEIKA DÝRU TÆKJANNA, EN A HÆGILLUA LAGU VERÐI
AÐEINS 35.980,- KR. STGR.
Nú geta allir tekið upp Eurovision-keppnina.
Lokatónleikar í kvöld
Fats Domino, ein skærasta rokkstjarna sjö
tugarins, í Broadway í allra síðasta sinn í kve
Fats Domino hefur svo saunarlega
íslenska áhorfendur undanfarin.
Broadway.
Nú eru síðustu forvöð að sjá og heyrá |
listamann syngja öll sín fallegu og vinsá
Látið ekki þessa stór
* Tmflanalaus samsetning á mynd í upptöku.
* 5 föld hraðleitun fram og til baka /
kyrrmynd.
* Sjálfvirk spólun til baka.
* Rafeindateljari.
* Teljaraminni.
* Skýrt ljósaborð sem sýnir allar aðgerðir
tækisins.
Pantnir óskast sóttar sem fyrst.
/
I leiðinni geturðu litið á
GERVIHNATTASJÓNVARPIÐ
því við eru í beinu sambandi við
EUTELSAT 1 F-1 í gegnum
frábæra FUBA-loftnetið okkar.
Komdu og iíttu á nýju myndbands-
tækin frá GoldStar og kynntu þér
möguleika þeirra, verð og gæði, þú
verður ekki fyrir vonbrigðum.
VIO TÖKUM VEL
Á MÓTI ÞÉR
* 83 rásir.
* 12 forvalsstillingar.
* 14 daga upptökuminni með 2 mismunandi
tímum.
* Föst dagleg upptaka.
* Létt rofar / allt að 4 tíma samfelld upptaka.
* Þráðlaus fjarstýring með 13
stjómaðgerðum.
SKIPHOLTI 19
SÍMI 29800
Það er komið!
Myndbandstækið frá
GoldStcir
sem allir hafa beðið eftir.