Morgunblaðið - 22.04.1986, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986
N eytendasamtökin:
Grof vörusvik við
sölu á nautakjöti
„Neytendasamtökin gera þá
sjálfsögðu kröfu að verslanir
merki á skýran hátt, hvaða
verðflokkar kjöts eru á boðstól-
um hverju sinni,“ segir í ályktun
stjómar Neytendasamtakanna
um sölu á nautakjöti sem Morg-
unblaðinu hefur borist.
I ályktuninni segir einnig að
talsmaður kaupmanna hafi við-
urkennt að sumar verslanir
hefðu í frammi gróf vörusvik
með því að selja kýrkjöt sem
nautakjöt. „Þeir kaupmenn sem
viðhafa þessi vörusvik eru í raun
að stela fé af neytendum," segir
einnig í ályktuninni og þar er
jafnframt skorað á samtök
kaupmanna og framleiðenda að
koma í veg fyrir þessa ólög-
mætu viðskiptahætti þegar í
stað.
„Neytendasamtökin munu
fylgjast með þróun þessara
mála og áskilja sér allan rétt
til að grípa til þeirra aðgerða
sem geta tryggt neytendum að
hagsmunir þeirra séu virtir í
þessum viðskiptum," segir að
lokum í ályktun stjómar Neyt-
endasamtakanna.
Stjórnunarfélag íslands
HÁTÍÐARRÁÐSTEFNA SFÍ
_______25. APRÍL
STJÓRNUN í FRAMTÍÐINNI
Vöxtur og velgengni — Nýjar leióir I stefnumótun:
Ralph Sörenson, forstjóri Barry Wright Corporation.
Samanburöur á stjórnunarháttum I íslenskum og
erlendum fyrirtækjum: Sigurður Helgason,
forstjóri Flugleiöa.
Áhrif erlendrar aöildar á stjórnun f Islenskum
fyrirtækjum: Vaiur Valsson, bankastjóri
lönaöarbanka íslands hf.
•
Nútlminn og stjórnun I (slenskum fyrirtækjum:
Þórir Einarsson, prófessor H. í.
•
Breyttir stjórnunarhættir I opinberum rekstri:
Magnús Pétursson, forstööumaöur Fjárlaga-
og hagsýslustofnunarinnar.
Þróun I stjórnun smáfyrirtækja:
Kristinn Björnsson, forstjóri Nóa og Sírfus.
•
Stjórnun Islenskra stórfyrirtækja I framtlöinni:
Jón Sigurösson, forstjóri íslenska
járnblendifélagsins hf.
•
Hlutverk stjórnandans I framtföinni:
Gunnar M. Hanson forstjóri IBM.
•
Samantekt, lokaorö: Höröur Sigurgestsson,
forstjóri Eimskip hf.
Ráöstefnustjóri veróur Siguröur R. Helgason,
framkvæmdastjóri Björgunar hf.
Léttar veitingar veröa I boói I ráöstefnulok.
Tími og staður:
Súlnasalur Hótels Sögu. kl. 13.30-17.30
Þátttaka tilkynnist í síma 621066
AsStjórnunarfélag íslands
Hollustubyltingin/Jón Óttar Ragnarsson
STIG
FRÁFALL MAKA 100
SKILNAÐUR 73
HÆTT VÐ NOTKUN STERKRA FÍKNIEFNA 71
FANGELSISDÓMUR 63
SLYS EÐA VEIKINDI 53
AÐ VERA SAGT UPP ATVINNU 47
REYKINGUM HÆTT 40
ÞUNGUN 40
BREYTINGAR Á FJÁRHAG 38
AA sjálfsögöu ar hér aðoins um gróft meAaltal aA rœAa.
Helmild: Streita. Elríkur Örn Arnarson, HellbrigAismál, 3/1986)
Streita og heilsa
í vélvæddri veröld hefur óboð-
inn gestur hreiðrað um sig og
rænir okkur í vaxandi mæli lífs-
löngun, hamingju og heilsu. Við
köllum hann streitu.
Streita er það kallað þegar sál-
rænar aðstæður sem lífið skapar
eru óhagstæðari en raunveruleik-
inn sem við vorum búin undir í
uppvextinum.
Þessi mismunur milli þess sem
við væntum og hins sem við
uppskerum þegar út í lífið er
komið getur því miður oft orðið
ærinn og ærandi.
Álag og streituþol
Streita er það þegar þetta
andlega álag kaffærir bæði eðlis-
lægt streituþol annars vegar og
hæfni okkar til að veita þessu
álagi út í umhverfið.
Streituþolið ræðst af erfðum
svo og af umhverfinu í uppeldinu:
Ást og öryggi annars vegar og
fjölbreytni og hæfilegu and-
streymi hins vegar.
Hæfnin til þess að veita álagi
út í umhverfíð fer eftir stuðningi
vina og ættingja og því hve auð-
velt við eigum að tjá eigin tilfmn-
ingar.
Mest er álagið á breytingartím-
um, en jafnframt upplifír hver
einstaklingur sín streituskeið, t.d.
persónuleg áföll, ástvinamissi,
skilnað, o.s.frv.
Streita og samfélag
I rótgrónum samfélögum þar
sem allt er í föstum skorðum og
framtíðin hefur verið útskýrð er
streita í þeirri merkingu sem við
þekkjum tæpast til.
í slíkum samfélögum er hver
einstaklingur hluti af heild. í þá
heild sækir hann styrk og sálræna
leiðsögu ef vandamál koma upp.
í rótslitnum samfélögum nú-
tímans þar sem allt er á hverfanda
hveli fer það eftir uppalandanum
hvort uppeldið tekst eða mistekst.
Dekurbamið hefur t.d. lítið
streituþol og gerir því meiri kröfur
en þjóðfélagið getur uppfyllt.
Afleiðingin verður vonbrigði og
streita.
Andlega vannært bam verður
á hinn bóginn biturt og firrt.
Afleiðingin verður ekkert ósvipuð:
Streita og óhamingja síðar á
ævinni.
Streita og íslendingar
íslendingar eru illa undir þá
streitu búnir sem fylgir þaulkerf-
uðu borgarsamfélagi þar sem
hraði, spenna og flóknar reglur
ráða ferðinni.
Ein ástæðan er veðrið. Norður-
hjaraloftslag og skammdegi
krefst rammgerðra mannvirkja og
hindrar að fólk flykkist á götur
ogtorgogkynnist.
Hin er félagsleg: í fámenni og
einangrun vita allir allt um alla.
Að spjara sig og halda sig frá
fjöldanum er hluti sjálfstæðis-
baráttunnar.
Þetta sérkennilega umhverfi
hefur kallað fram sérstaka mann-
gerð: sálarlausa vinnuþjarka sem
hafa lítinn eða engan tíma aflögu
fyrir aðra.
Ekki bætir úr skák að þeir sem
nú vaxa úr grasi og mæta kreppu
á ýmsum sviðum eru dekurbörn
velferðarríkisins með lítið streitu-
þol.
Afleiðingin er sú að óvíða eru
streitumerkin naktari en á þessari
eyju, titrandi af stressi, hvort sem
er í umferðinni, efnahags- eða
næturlífinu.
Mest er streitan hjá þeim öldnu
sem fyrirvaralaust er varpað úr
öryggi ættarsamfélagsins í ein-
semd og einangrun ríkisstofnan-
anna.
Áhrif á sálarlífið
Afleiðingarnar blasa við hvert
sem litið er.
Meirihluti þjóðarinnar er of
bældur til þess að ræða eigin til-
finningar nema með yfirborðs-
kenndu froðusnakki sem lítið skil-
ur eftir.
Þarna er komin skýringin á
því hve illa sterkir drykkir fara
með íslendinga: Aðeins í algleymi
vímunnar fá þeir ofurlitla útrás.
Jafnframt er þetta ástæðan
fyrir því að á meðan aðrar þjóðir
tala um hugmyndir og stefnur
tala íslendingar nær undantekn-
ingalaust um fólk.
í rauninni eru þeir alltaf að
tala um sjálfa sig en á það er
ekki hættandi svo athyglinni er í
staðinn beint að öðrum: náungan-
um á næsta bæ.
Þetta skýrir einnig allt það
sundurlyndi og þá tortryggni (og
róg!) sem oft hefur einkennt ís-
lendinga. Fólk sem ekki þekkist
getur ekki unnið saman.
Ættar- og vinasamfélagið á
því ekki rætur að rekja til fámenn-
is, heldur til þess að hér treystir
enginn neinum nema ættingjum
og örfáum vinum.
Áhrif á heilsuna
Streita hefur mögnuð áhrif á
lífsvenjur. Sumir missa matarlyst
og tærast upp. Aðrir leita huggun-
ar'i ofáti og offitu.
Hún er nú talin ein helsta orsök
íjarvista á vinnustöðum. Eru fyr-
irtæki um allan heim farin að átta
sig á þeim skaða sem hún veldur.
Streita er áhættuþáttur hjarta-
og æðasjúkdóma, háþrýstings og
meltingarsjúkdóma, veikir ónæm-
iskerfið og ryður þannig krabba-
meinum braut.
Sem dæmi um áhrif mikillar
streitu má nefna að jafnvel ungir
menn sem hafa orðið fyrir miklu
sálrænu áfalli hafi orðið hvít-
hærðir á einni nóttu.
Undrar þá engan þótt í Banda-
ríkjunum séu þijú mest seldu lyfin
öll tengd streitu: (1) lyf við maga-
sári, (2) lyf við háþrýstingi og (3)
róandi lyf.
Hve mikla streitu
þolum við?
Erlendis hafa verið reiknuð
svokölluð streitustig (heimild:
Eiríkur Örn Amarson, Heilbrigð-
ismál 3/1985) til þess að meta
uppsafnaða streitu.
Taflan hér á síðunni sýnir skrá
yfir slík streitustig. Eins og sjá
má er streitan mest við fráfall
maka, skilnað og fráhvarf frá
sterkum fíkniefnum.
Þeir sem eru með 40 til 60
streitustig samanlagt að meðaltali
á hálfu ári eru við góða heilsu,
en fari þau miklu hærra er öðru
máli að gegna.
Fari streitustjgin yfir 300 á
stuttum tíma eru líkindi á að yfir
80% þeirra sem búa við slíkt álag
verði orðnir sjúkir innan hálfs árs!
Lokaorð
Öll teikn á himni benda til þess
að næsta öld verði öld sálfræðinn-
ar.
Þá verður talið eins sjálfsagt
að bam sem gengur í skóla skilji
eigin tilfínningar eins og að læra
að lesa og skrif a er í dag.
En sú tíð er enn langt undan.
Það sem íslendingar geta helst
gert er að skilja hver er upp-
spretta allrar streitu og andlegs
harðlífis í landinu.
Og fyrst og fremst eiga þeir
að skilja að sá sem ekki opnar sig
fyrir öðrum getur hvenær sem er
lent í þeim sálarháska ... sem
ekki verður endurtekinn.