Morgunblaðið - 22.04.1986, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986
Hver Jóhanna er...
Um Galdra-Loft og Jóhönnu Kristjónsdóttur
Úrsýningu Leikfélags Hafnarfjarðar á Galdra-Lofti.
eftir Jakob Bjarnar
Grétarsson
Þriðjudaginn 15. apríl birtist í
Morgunblaðinu leikdómur eftir Jó-
hönnu Kristjónsdottur um sýningu
Leikfélags Hafnarfjarðar á Galdra-
Lofti Jóhanns Sigurjónssonar.
Dómurinn var slæmur slæmur —
þ.e.a.s. Jóhönnu þótti sýningin
slæm og mér þótti dómurinn slæm-
ur. Rúmlega helmingur hans (50
línur) fer í vafasama útlistun á
verkinu sem slíku (eftir því sem
Jóhanna sér verkið oftar verður
textinn æ magrari) og túlkun Leik-
smiðjunnar á Galdra-Lofti 1968.
Jóhanna hefur lesið leikskrána og
segir uppúr henni að Jóhann Sigur-
jónsson hafí frá upphafí viljað
leggja megin-áherslu á unggæðis-
hátt og ráðaleysi skólapiltsins sem
fer að fást við kukl og missir það
úr höndum sér. Það er laukrétt hjá
Jóhönnu eða öllu heldur leikskránni
en Jóhann lýsir einmitt þeim ásetn-
ingi sínum í bréf til Arne Möller.
Þá kemur gullvæg setning: „En
Galdra-Loftur er eins og persónan
sjálf, brotasilfurmolar af illu og
góðu, persónusköpun er daufleg
frá höfundarins hendi og eftir sýn-
inguna í Hafnarfírði fínnst mér
þessi 1968-kenningum Galdra-Loft
fái ekki staðist, nema með langtum
skólaðri leikurum en LH hefur á
að skipa.“ Þá vaknar spurning;
hvaða 1968-kenningu er Jóhanna
að tala um? Af ofangreindu virðist
það ljóst að Jóhann sjálfur hafí
komið með „kenninguna" um ung-
gæðishátt Lofts, en var hann ekki
löngu dauður 1968? Önnur veiga-
meiri spuming er þó; hvað á Jó-
hanna við með „langtum skólaðri
leikurum en LH hefur á að skipa"?
Hún talar um Atla Geir Grétarsson
sem þjálfaðan leikara þannig að hún
hlýtur að eiga við skólagenginn
leikara með áralanga reynslu að
baki á sviði. Hefði Jón Sigurbjöms-
son verið ákjósanlegur til að túlka
unggæðishátt Lofts?
Það hlýtur að vera forsenda
allrar gagnrýni sem mark er á
takandi að hún sé borin fram af
fólki sem reynir að skilja og
koma til móts við það sem fjallað
er um hverju sinni. Jóhanna segir
óbeint að hún hafí séð Galdra-Loft
oftar en tvisvar. Það virðist há
henni talsvert því hún hefur mjög
ákveðnar hugmyndir um það hvem-
ig hver og ein persóna eigi að vera.
„Guðný Dóra Gestsdóttir átti vand-
aðan leik í hlutverki Steinunnar og
hefði þó mátt vera ögn hatursfyllri
undir lokin." Undir lokin er Stein-
unn búin að fyrirgefa Lofti og
gengur út í þeim tilgangi að fyrir-
fara sér. Hatursfyllri??? Dæmi hver
fyrir sig en hvar er rökstuðningur?
„Vigdís Gunnarsdóttir var nett í
hlutverki biskupsdóttur, en ást
hennar á Lofti komst nú einhvem
veginn ekki í gegn.“ „Jón Páll
Þorbergsson var ráðsmaðurinn,
faðir Lofts, og var ábúðarmikill í
fasi en varla meira." Þessar um-
sagnir um frammistöðu leikaranna
em þarfar og mikil hjálp fyrir...
NEI. Þessar klisjukenndu órök-
studdu fullyrðingar segja akkúrat
ekki neitt nema ef vera kynni að
sýna hve Jóhanna Kirstjónsdóttir
er ljómandi háðskur og skemmtileg-
ur penni auk þess að hún viti ná-
kvæmlega hvemig Loftur skuli
uppfærður.
Um titilhlutverkið, sem er f hönd-
um Davíðs Þórs Jónssonar, hefur
Jóhanna þetta að segja m.a.:„ ...
aðalleikarí ræður ekki yfír þeirri
textaframsögn sem er fmmskilyrði
þess að þetta takist.“ Gunnlaugur
Ástgeirsson segir í HP 17. apríl um
sömu sýningu: „Arnar Jónsson
hefur þó gert best í þessari sýningu
að þjálfa leikenduma í framsögn á
þessum vandmeðfama og skáldlega
texta. Vandaður textaflutningur
sker úr um að sýningin er mjög góð
miðað við sínar eigin forsendur." í
sama streng tekur Gunnar Stefáns-
son í Tímanum 17. apríl: „Og það
verður að segja Amari til hróss að
hann hefur lagt góða rækt við fram-
sögn leikenda svo að textinn komst
býsna vel til skila.“ Þá hljótum við
að spyrja; hvað rekur Jóhönnu til
annarra eins ummæla? Ég ætla mér
ekki að gefa hugmynd að því.
Leikhópar sem lagt hafa út f
óhemju vinnu við að færa upp sýn-
ingar eiga heimtingu á því að fjallað
sé um árangurinn af sanngimi og
kunnáttu. Lýsing, búningar og leik-
mynd eiga annað og betra skilið
en að vera afgreitt með einni setn-
ingu: „Lýsing þótt mér ágæt.“ Það
er ábyrgð í því fólgin að vera
gagnrýnandi og enn meiri að starfa
við slíkt á útbreiddasta dagblaði
landsins. Hverjum og einum er
frjálst um skoðanir og gagnrýnend-
umk er jú skylt að gera sér þær
upp. En það er ótækt að heilu
sýningarnar séu eyðilagðar með
órökstuddum dómum sem eru
settir fram af misvitrum gagn-
rýnanda. Lokaorð Jóhönnu um
sýninguna, og ég vil gera að mínum
eru: „ . . . undirtektir áhorfenda á
framsýningunni vora mjöggóðar."
Höfundur stundar nám / bók-
menntafræði við Háskóla ísiands.
Neytendasamtökin:
Mótmæla
jöfnunar-
gjaldi á
búvörur
Athyglin beinist að Cjaadft
Þrjár vinsælar gerðir af
Candy þvotíavélum,
sem nú hafa lækkað
verulega.
Candy Aquamatic er minnsta
þvottavélin, en tekur samt 3 kg. af
þvotti. Hentar vel fyrir einstaklinga og
sem aukavél í fjölbýlishúsum.
Alsjálfvirk vél með 550 snúninga'
vinduhraða.
Candy P-945 er 5 kg. þvottavél meö
stiglausum hitastilli, en það þýðir að
þú getur ráðið hitastigi á öllum kerfun-
um. 400 og 800 snúninga þeytivinda.
Tlomla og pottur úr ryðfríu stáli.
Candy P—509 er ódýrasta 5 kg
þvottavélin.
iromla og pottur úr ryðfríu stáli.
Sérstaklega einföld í notkun.
Verslunin
PFAFF
Borgartúni 20
» f - u W* í Xajmc. i-t-"'.'U "J £
Neytendasamtökin hafa
samþykkt ályktun þar sem
mótmælt er stjórnarfrumvarpi
um heimild til handa stjóm-
völdum til að leggja allt að
200% álag ofan á tollverð
innfluttra búvara, þar sem
slikt muni leiða til stórhækk-
aðs vöraverðs til neytenda,
koma i veg fyrir samkeppni
og draga úr viðleitni framleið-
enda til þess að laga sig að
markaðsaðstæðum og beita
hagkvæmni við framleiðsluna.
1 ályktun Neytendasamtak-
anna segir einnig:
Neytendasamtökin fordæma
jafnframt þær hugmyndir, að
neytendur eigi að þola stór-
hækkað vöruverð af þeim ástæð-
um einum, að nokkrir framleið-
endur stofna og reka úrvinnslu-
verksmiðjur fyrir frámleiðslu
sína.
Vilji stjómvöld stuðla að slík-
um atvinnurekstri er eðlilegra
að þau styðji hann með öðrum
aðferðum en að hækka verð
samkeppnisvara til neytenda.
Slíkar þreifíngar ofan í matar-
buddu almennings eru ekki til
þess fallnar að bæta kjör heimil-
anna. Nær væri að veita þessum
fyrirtækjum beina rekstrarstyrki
á Qárlögum. Þá væri kostnaður-
inn ljós hveijum sem er, og á
valdi Alþingis hverju sinni, að
ákveða hvort halda skyldi slíkum
stuðningi áfram.
PstgMttlrtafrib
Melsölublað á hxerjum degi!