Morgunblaðið - 22.04.1986, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986
23
Valdimar Örnólfsson og Eiríkur Haraldsson.
skíðamenn eins og Eysteinn og
Pétur Guðjónsson heitinn o.fl. áttu
hugmynd að og studdu, að opna
Bláfjöllin. Fyrst á enda gamla
vegarins við brunanámumar við
austurenda Rauðuhnúka, þar sem
Kerlingarfjalla- og Eldborgarmenn
settu fyrstir upp toglyftur. Svo
komu sveitarfélögin til skjalanna
og sótt var upp undir Hákoll, fyrst
með Ármenningum, innan Drottn-
ingar og Stóra Kóngsfells, þar sem
vetrarævintýrið er í dag.
Matseldin inni í Kerlingarfjöllum
er nú kapítuli út af fyrir sig, lystug
og ríkuleg. Vassinn var í morgun-
verð framan af og þótti nauðsynleg
undirstaða. Voru sögusagnir um,
að hann stuðlaði að tvíburagetnaði,
einkanlega meðal stofnenda Fann-
borgarmanna sjálfra og nánustu
samstarfsmanna þeirra. Þetta er
að vísu ekki vísindalega sannað.
Hitt er staðreynd, að dvölin öll,
maturinn, gáskinn, skíðamennskan,
kvöldvökurnar og mannlífið allt var
og er óviðjafnanlega þróttmikið og
skemmtilegt.
Hvergi hef ég séð umhverfi og
aðstæður eins hollar krökkum og
unglingum til að losna við feimni
og óframfærni. Þau læra fljótt að
tjá sig og fá heilbrigða útrás, og
þetta mikilvæga, að komast á lagið,
að sigra brekkur, dali og fjöll, hvort
sem er með svigi eða göngu. Fyrir
mig og þúsundir aðra ber að þakka
Kerlingarfjallamönnum það að
komast á lagið. Með þessu er ekki
verið að vanmeta innlegg íþróttafé-
laganna með allt sitt fólk.
Svo sannarlega ber nú að gleðjast
yfír þessu íþróttaátaki Kerlingar-
fjallamanna. Margir hafa staðið að
þessu en frumkvöðlamir voru 8. Ég
verð að nefna tvö nöfn, þá Valdimar
Ömólfsson og Eirík Haraldsson,
sem mest hefur hvílt á og sýnt
hafa mest og best úthald.
Þeim, öðrum Fannborgarmönn-
um og starfsliði í gegnum áratug-
ina, ber að þakk? gleðina,
ánægjuna, og þróttinn, sem við
Kerlingarfjallafólk höfum sótt í
ijöllin í 25 ár.
Hamingjuóskir.
Höfundur er bankamaður.
500 þús. króna. í safninu em nú
um 11000 bindi.
Við opnunarathöfnina fór fram
upplestur úr verkum dalvískra höf-
unda. Friðjón Kristinsson las upp
ljóð eftir Harald Zóphoníasson sem
ort var í tilefni af opnun þessa nýja
safns og Guðlaugur Arason rit-
höfundur las upp kafla eftir sig úr
bókinni Víkursamfélagið.
Þetta nýja safn er allt hið vistleg-
asta. í safninu er aðstaða fyrir gesti
að setjast niður og lesa og vinna.
Safnið skiptist í 4 deildir, bama-
og unglingadeild, tímaritadeild, út-
lánadeild fyrir fullorðna og hand-
bókadeild en þar eru bækur sem
ekki em til útlána en gestir geta
fengið afnot af á safninu. I haust
er fyrirhugað að hefja sögustundir
fyrir börn en fyrra húsnæði safnsins
leyfði ekki slíka starfsemi og má
einnig búast við fleiri nýjungum í
starfsemi bókasafnsins með tilkomu
þessa nýja og stóraukna húsnæðis.
Bókasafn Dalvíkur er til orðið úr
Lestrarfélagi Svarfdæla en það er
meðal elstu stpfnana af því tagi hér
á landi. Það var árið 1874 nð Þor-
steinn Þorkelsson frá Syðra-Hvarfi
í Svarfaðardal vakti máls á stofnun
lestrarfélags við sveitunga sína. í
ávarpi til þeirra segir hann meðal
annars: — „Það sýnist vera ófært
að einstakir leikmenn og enda ef
til vill lærðir menn, geti átt svo
mikinn fjölda af bókum, að þeir
nálega geti léð hverjum manni, er
hafa vill, bækur til aflestrar í heilu
byggðarlagi. Þó er eins og sumir
hafi komist nokkuð á leið með þessa
stefnu, en bæði er það, að þetta
er ofætlun fyrir hvern einstakan
mann, og svo hitt, eins og reynslan
hefir sýnt, að við fráfall slíkra
manna hafa þessi bókasöfn þeirra
farið á sundmngu og oft komist í
óhæfilegustu hendur til brúkunar,
og orðið því að mjög litlum notum
í öllu tilliti." — Félagið var stofnað
árið 1879 og hefur starfað síðan,
en árið 1946 var bókastofni þess
skipt upp er Svarfðardalshreppi var
skipt í tvö sveitarfélög, Dalvíkur-
hrepp og Svarfaðardalshrepp. Gekk
þá helmingur safnsins til Lestrarfé-
lags Dalvíkur.
Fréttaritarar
Hingað til hefur ekki verið á allra færi að fjárfesta á þann hátt sem
hagkvæmastur hefur verið á hverjum tíma.
Til að koma til móts við almenning hefur KAUPÞING HF. hafið sölu
svonefndra EININGABRÉFA sem ALLIR ráða við. Við kaup á
EININGABRÉFUM nýtur þú HÁMARKS ÁVÖXTUNAR, tekur
LÁGMARKS ÁHÆTTU og ert með ÓBUNDIÐ FÉ.
Einfaldara getur það ekki verið.
— HVERNIG ER ÞETTA HÆGT?
Þú verður ásamt fjölmörgum öðrum einstaklingum þátttakandi í stórum
sjóði sem kaupir verðbréf með hæstu mögulegri ávöxtun — verðbréf sem
að öðrum kosti væru einungis innan seilingar mjög fjársterkra aðila.
MARGT SMATT GERIR EITT STÓRT.
í þessum sjóði vegur þitt fé jafn þungt og þeirra sem meira hafa
handa á milli. Að baki EININGABRÉFUNUM standa örugg veð
eða aðrar jafngildar tryggingar.
Hringdu í síma 686988 og fáðu nánari upplýsingar.
NAFNVEXTIR HELSTU SPARNAÐARFORMA:
Spamaöaríorm Nafnvextir Raunvextir
• Almennir sparisióösreikningar 8,0—9,0%
• Sérreikningar banka 12,0—13,0%
• 6 mán. verðtryggöir reikningar 15,4—15,9%* 3,0—3,5%
• 18 mán. verötryggöir reikningar 19,8—20,4%* 7,0—7,5%
• Sparisklrteini rikissjóós 19,8—22,1%* 7,0—9,0%
• Bankatryggð skuldabréf 23,2—24,3%* 10,0—11,0%
■ EINiNGABRÉF 31,0%* nú 17%
* Miöaö viö 12% árlega veröbólgu.
BR?FeN
KAUPÞING HF
Húsi verslunarinnar 68 69 88
L