Morgunblaðið - 22.04.1986, Síða 32

Morgunblaðið - 22.04.1986, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986 tognnÞlftfrtfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Skattsvik Inóvember 1984 skipaði Al- bert Guðmundsson, fyrrver- andi fjármálaráðherra, starfs- hóp, sem vinna átti úttekt á umfangi skattsvika á íslandi. Formaður nefndarinnar var Þröstur Ólafsson, hagfræðing- ur. Þorsteinn Pálsson, fjármála- ráðherra, hefur lagt fyrir Al- þingi skýrslu um störf nefndar- innar, sem m.a. felur í sér samandregnar niðurstöður og tillögur til úrbóta. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að dulin atvinnustarfsemi hér á landi sé á bilinu fímm til sjö prósent af landsframleiðslu. Þetta þýðir, ef rétt er ályktað, að svört atvinnustarfsemi hafí velt 6,5 milljörðum króna á liðnu ári og að tap hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, vegna vantal- inna tekjustofna, bæði í beinum sköttum og söluskatti, geti verið frá 2,5 til 3,0 milljarða króna. Skattsvik eru ekki séríslenzkt fyrirbrigði. í skýrslu starfs- hópsins kemur fram að hlutur hins „dulda hagkerfís" eða „svartrar atvinnustarfsemi“ er hliðstæður í grannríkjum okkar. Þrjátíu og þrír af hveijum hundrað, sem spurðir vóru í norskri könnun 1983, höfðu tekið þátt í „svartri atvinnu- starfsemi", annaðhvort sem kaupendur eða seljendur. Dulið hagkerfí er talið svara til 4-6% af landsframleiðslu í Noregi og 4-7% í Svíþjóð, svo dæmi séu tekin. Tíðni nótulausra viðskipta hér á landi frá maí/84 til maí/85 er talin 23,4% og heildarsala í nótulausum viðskiptum rúmar 900 m.kr. Til eru þeir sem telja skatt- svik til eins konar þjóðaríþróttar hér á landi. Sú staðhæfíng er vonandi röng. Skýrsla sú, sem fjármálaráðherra hefur nú lagt fyrir Alþingi, sýnir hinsvegar, að hér er og hefur lengi verið alvarleg brotalöm i skattkerf- inu. Gegnir raunar furðu að fyrri ríkisstjómir létu ekki fram fara hliðstæða úttekt á umfangi skattsvika né komu við mark- vissari vömum. Þorsteinn Páls- son, fjármálaráðherra, sagði hinsvegar í útvarpsumræðu frá Alþingi síðastliðið fímmtudags- kvöld, að í undirbúningi væri heildaruppstokkun á skatta- kerfínu og tillögugerð til breyt- inga á því. Óhjákvæmilegt sé að byggja hér upp nýtt tekjuöfl- unarkerfí, bæði beinna og óbeinna skatta, og hafí verið unnið að því að undanfömu. í skýrslu starfshópsins eru tíundaðar helztu ástæður skatt- svika, að hans dómi. Þar er talað um „flókið skattkerfí með óljós- um mörkum milli hins löglega og ólöglega" og að „frádráttar- og undanþáguleiðir íþyngi mjög framkvæmd skattalaga og opni sniðgönguleiðir". Þar er einnig talað um „há skatthlutföll" sem hvetjandi til skattsvika og „eflaust á tilhneiging til laga- setningar og opinberra hafta á ákveðnum sviðum sinn þátt í örvun skattsvika", segir þar. Þegar kemur að úrbótum er talað um að einfalda skattalög, fækka undanþágum og afnema margs konar frádráttarliði, svo skattstofnar verði skýrir og greiðsluskylda auðreiknanleg. Herða þurfí bókhaldseftirlit og fela embætti ríkisskattstjóra „heildarstjómun skattamála bæði faglega og verkstjómar- lega“. Hér verður ekki lagður dómur á þær tillögur til úrbóta, sem starfshópurinn viðrar. Það ber hinsvegar að fagna því að þeir §ármálaráðherrar, sem starfað hafa í þessari ríkisstjórn, hafa tekið meint skattsvik á Islandi til vandlegrar úttektar með það í huga, að koma við nauðsynleg- um leiðréttingum. Fjármálaráð- herra talar um heildamppstokk- un skattakerfísins sem og að byggja upp nýtt tekjuöflunar- kerfí, bæði beinna og óbeinna skatta. Hér er ekki látið við það sitja að tala um brotalömina í skattakerfínu, eins gert var í næstgengnum ríkisstjómum, heldur stefnt að því að láta verkin tala. Það skattkerfí verður að vísu seint fundið sem útilokar skatt- svik að fullu. Hinsvegar er hægt að draga verulega úr því skatta- lega ranglæti sem viðgengst í dag. Það gengur þvert á al- menna réttlætisvitund, svo ekki verður lengur við unað. Það vekur athygli að „há skatthlutföll“ hér á landi em talin meðvirkandi orsök skatt- svika. Að vísu hafa beinir skatt- ar verið lækkaðir um 1.400 m.kr. frá árinu 1982 og skatt- tekjur ríkisins í heild verið færðar niður um 3.800 m.kr. frá sama tíma. Þrátt fyrir þá skattalækkun, sem í þessum tölum felst, er hlutur ríkis og sveitarfélaga í ráðstöfun þjóðar- tekna allhár. Ekki er hægt að skilja framsetningu skýrslunnar um skattsvik á annan veg en þann, að hóflegri skattheimta (skattstigar) myndi vinna gegn undandrætti. Stærð skattstofna skiptir ekki síður máli fyrir ríkissjóðs- tekjur en skattstigamir sjálfír, raunar meira máli. Skattastefna næstu framtíðar þarf að taka mið af tvennu, öðm fremur. í fyrsta lagi að umsvif í atvinnu- starfsemi nái að vaxa og stækka skattstofna. í annan stað að eyða hvötum til skattsvika, m.a. með hóflegri skattstigum, svo almennar tekjur og umsvif skili sér betur til skatts. Oddeyri fær fyrra raðsmíðaskipið frá slippstöðinni Skipið verður tilbúið í október ^ Akureyri. A FOSTUDAG var gengið frá kaupum útgerðarfélags- ins Oddeyrar hf. á Akureyri á fyrra raðsmíðaskipinu sem í smíðum er í Slippstöðinni hf. Síðdegis í gær voru kaup- samningar undirritaðir og gerðu það Gunnar Ragnars, fyrir hönd Slippstöðvarinnar, og Jón Sigurðarson, Kristján Jónsson og Þorsteinn Bald- vinsson fyrir hönd Oddeyrar — en þeir skipa stjórn fyrir- tækisins. Útgerðarfélag Kópaskers, sem átti að fá skipið, var ekki talið geta staðið við skilyrði sem sett vom fyrir kaupunum og var því í fyrradag ákveðið að ganga til samninga við Oddeyri hf., sem átti næsthæsta tilboð í skipið. Útgerðarfélag Kópaskers hafði fengið frest til að uppfylla skilyrði þau er sett vom þar til í fyrradag. Meðal skilyrða var að tryggt væri að eigið fé fyrirtækis- ins yrði lagt fram frá hluthöfum en ekki úr opinbemm sjóðum og að trygging yrði lögð fram fyrir endurgreiðslu lána. Fyrirtækið Oddeyri hf. var í vetur stofnað í þeim tilgangi að kaupa annað raðsmíðaskipið af Slippstöðinni — til að afla K. Jónsson og Co. hf. rækju til vinnslu. Hlutafé Oddeyrar hf. er 30 milljónir króna. Hluthafar em eftirtaldir og hlutafjárupphæð hvers og eins fylgir með: Akureyrarbær (Framkvæmda- sjóður) 11 milljónir, K. Jónsson og Co. hf. 7,8 milljónir, Samheiji hf. 8 milljónir, Jón Kr. Kristjáns- son 100.000 krónur og Gísli Már Ólafsson 100.000 krónur. Skipið sem hér um ræðir er hið fyrra í röðinni hjá Slippstöð- inni og verður það tilbúið til veiða í október á þessu ári. Ásakanirnar ekki á rökum reistar Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar, sagði í gær í samtali við Morgunblaðið, að ásakanir á forráðamenn Slipp- stöðvarinnar um brot á viðskipta- venjum, sem Kópaskersmenn hefðu haft í frammi, væm ekki á rökum reistar. „Við gátum engan frest gefíð og höfnuðum ekki neinum framlengingum til að þeir gætu bjargað sínum mál- um. Þann 4. apríl var haldinn fundur með nefnd, sem yfírfarið hafði öll tilboð í skipin. Óskir okkar og túlkanir komu þar fram en sjónarmið okkar náðu ekki fram að ganga. Nefndin sett: fram niðurstöður í þessu máli — að skipin skyldu seld á Blönduós og Kópasker," sagði Gunnar og bætti við: „en sett vom fram ákveðin skilyrði til að af samning- um gæti orðið og við vomm beðnir að koma þeim skilyrðum á framfæri. Við gerðum það með símtali mánudaginn 7. apríl. Kópaskersmenn höfðu alla þá viku til að vinna að því að upp- fylla skilyrðin. Mánudaginn 14. apríl var okkur tjáð af yfírvöldum að endanleg niðurstaða yrði að fást miðvikudaginn 16. og við áttum að láta þá vita af því. Þeir höfðu því níu daga til að vinna að þessu, en ekki nokkrar klukkustundir eins og þeir hafa sagt. En ljóst var eftir að Byggðasjóður synjaði þeim um fyrirgreiðslu 15. apríl að dæmið gengi ekki upp. Óg við vomm beðnir að segja þeim að frestun hefði engan tilgang. Við vildum upphaflega að nefndin tilkynnti aðilum málsins ákvarðanir sínar beint — en vomm beðnir að vera milliliðir og urðum það. Við höf- um því ekki hegðað okkur illa gegnvart kaupendum. Skilyrðin sem sett vom vom hörð — og yfírvöldum þótti ljóst að þeir á Kópaskeri gætu ekki staðið við þau,“ sagði Gunnar Ragnars. Mannslífin, sem „dagar uppi“ eftir Ómar Þ. Ragnarsson Það er að daga uppi umferðar- lagafrumvarp á Alþingi. Og hvað með það? Jú, í því eru ákvæði um sektir við brotum á lögum um skyldunotk- un bílbelta. Akvæði, sem hefur vantað í bráðum fimm ár. Nú, skiptirþað einhveiju máli? Já, það er um mannslíf að tefla. Sjö til tíu á ári og hundruð slasaðra. Það sýnir reynslu ann- arraþjóða. Þessi lagasetning hefur nú dreg- ist í hálft fimmta ár og gæti dreg- ist i tvö ár í viðbót. Það má ekki gerast. Hvers vegna ekki? Vegna þess, að engin þjóð hefur efni á þeim mannfómum, sem felast í því að hundsa viðurkenndan ár- angur slíkrar Iagasetningar. Austan hafs sem vestan, jafnt að frumkvæði hægri sem vinstri ríkisstjórna, hefur verið tekin upp skyldunotkun bílbelta með sektar- ákvæðum. Árangurinn hefur alls staðar orðið sá sami. Fækkun slysanna er 20—35 pró- sent, í Bretlandi, fjölmennustu fylkjum Bandaríkjanna, Vestur— Þýzkalandi, alls staðar þar, sem þetta hefur verið reynt. Um árangurinn af svona lög- gjöf verður ekki lengur deilt. Gera menn sér grein fyrir því, hvað fimm til sjö ára töf á þessari löggjöf kostar íslenzku þjóðina? Það eru styijaldartölur: Hálft hundrað fallnir og hátt í þúsund særðir. Svona tölur eru hærri en svo, að hörðustu talsmenn óhefts frelsis í Bretlandi og stærstu fylkjum Bandaríkjanna hafi talið fært að bregða fæti fyrir bílbeltalöggjöf með sektarákvæðum. Enda er slík löggjöf hliðstæð því að þvinga menn með lögum og sektum til að virða stöðvunarskyldu og umferðarljós, jafnvel, þótt frelsisunnandi bflstjór- um þyki hart að þurfa að stöðva bílinn undir þeim kringumstæðum, þegar enga umferð er að sjá. Ótrúleg- töf á fram- gangi nauðsynjamáls Næsta haust verða liðin fímm ár síðan sett voru lög, sem skylduðu menn til að nota bflbelti í framsæt- um bifreiða. Illu heilli voru engin sektarákvæði í lögunum, en alls staðar erlendis hafði reynslan orðið sú, að það væri nauðsynlegt, ef lögin ættu að verða meira en dauður bókstafur. Hvergi, jafnvel hjá löghlýðnustu þjóðum, hefur tek- ist að fá menn til að virða lögin, án sektarákvæða. Hér á landi stóðu þeir, sem ferðinni réðu, hins vegar í þeirri trú, að það væri hægt. Menn stóðu enn í þessari trú í fyrra, þegar frumvarp um sektarákvæði féll á jöfnum atkvæðum á Alþingi. Nú hefur lagabastarðurinn frá 1981, sem ekki hefur fengist breytt, verið ónýtur svo lengi, að þegar hefur verið unnið óbætanlegt tjón. Síðan 1981 hefur endurskoðun umferðarlaga verið að velkjast fyrir löggjafanum. Nend, sem skipuð var til að undirbúa þetta, þurfti auðvitað nokkur ár til þess, en ekki tókst að afgreiða málið á síðasta þingi, loksins, þegar það kom fram. Nú er á ný að líða að þingslitum og enn ætlar þetta mál að daga uppi. Það eru nefnilega kosningar fram- undan; þetta er kosningaþing. Á slíkum þingum er altítt, að hin „ómerkari" mál deyi drottni sínum í jafnvel enn meiri mæli en ella. í þessu umferðarlagafrumvarpi eru mörg nauðsynleg nýmæli, m.a. sektarákvæði vegna vanrækslu á notkun bflbelta. Nú er útséð um, að þetta ákvæði verði að lögum, og ekkert sérstakt frumvarp þess efnis var flutt í vetur eins og í fyrra. Næsta vetur verður kosninga- þing, eins og nú, og þá verða væntanlega Alþingiskosningar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.