Morgunblaðið - 22.04.1986, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986
37
Morgunblaðið/V aldimar
Börnin mættu galvösk til leiks og hér fara fimm efstu í fjórgangi og er sigurvegarinn Hákon
Pétursson lengst til hægri á Vin, þá Gísli Gylfason á Skáta, Róbert Petersen á Þorra, .Sigurður
Matthíasson á Dótlu og Elin Sveinsdóttir á Fengi.
Opið íþróttamót hjá Fáki:
Skemmtileg keppni
í rysjóttu veðri
Erling Sigurðsson varð stigahæsti keppandi mótsins með 279,56
stig. Hér situr hann hest sinn Þrym frá Brimnesi.
________Hestar
Valdimar Kristinsson
Mikil gróska virðist vera þessa
dagana í starfí íþróttadeildar Fáks
og er opið iþróttamót sem deildin
hélt um helgina talandi dæmi um
það. Þátttaka í mótinu verður að
teljast góð miðað við árstíma en
keppendur voru um 60 talsins.
Margt nýrra hrossa kom þama
fram í fyrsta skipti auk nokkurra
reyndra keppnishesta. Ekki virt-
ust veðurguðimir hafa sérstaka
velþóknun á þessu móti og létu
þeir vinda gnauða mestallan tím-
ann meðan á keppninni stóð. Þrátt
fyrir að hestar séu ekki komnir í
toppform er greinilegt að vel
miðar í þeim efnum og var margt
að sjá þama sem gladdi augu
hestaunnenda. Keppt var í öllum
greinum fullorðinna að undan-
skildu hindrunarstökki og er ekki
ósennilegt að hindrunarstökks-
gammamir séu ekki komnir í
keppnisform.
A laugardag fór fram forkeppni
í tölti, fjórgangi og fimmgangi en
hlýðnikeppnin hinsvegar háð á
fostudagskvöldið. Á sunnudag
voru úrslit í öllum greinum auk
þess sem vekringunum var rennt
tvo spretti í gæðingaskeiði. Tvö-
föld úrslit voru í hverri grein (þ.e.
tölti, fjór- og fímmgangi) þannig
að fyrst var keppt um 6. til 10.
sæti og síðan um 1. til 5. sæti.
Er það óneitanlega skemmtilegt
að geta boðið fleiri keppendum
en fimm efstu upp á úrslitakeppni
eftímileyfír.
Í tengslum við þetta mót gaf
íþróttadeildin út blaðið „Póstfax"
og var tilgangurinn með útgáf-
unni að reyna að efla félagsand-
ann að sögn Hafliða Gíslasonar
formanns. Sagði hann ennfremur
áhuga fyrir að láta ekki staðar
numið með þessu blaði og vonast
stjóm deildarinnar til að koma út
öðru blaði fyrir hvítasunnumót
Fáks. í grein sem ber yfirskriftina
„íþróttadeild Fáks“ kemur fram
að ekki hafa menn setið auðum
höndum í vetur því deildin hefur
staðið fyrir ýmsum samkomum
bæði utanhúss og innan. Einnig
kemur fram að deildin verður 10
ára nú í vor og mun ætlunin að
halda upp á það með einhveijum
hætti og þá í tengslum við innan-
félagsmót deildarinnar sem verð-
ur haldið dagana 29. og 30. apríl
nk. Að síðustu má svo geta þess
að íþróttaráð LH gekkst fyrir
dómaranámskeiði í tengslum við
þetta mót sem hér er fjallað um.
En úrslit í keppni mótsins urðu
annars sem hér segir:
Tölt: stig
1. Sigurbjöm Bárðarson
á Gára frá Bæ 76
2. Georg Kristjánsson á Herði 75,72
3. Orri Snorrason á Kóral
frá Sandlækjarkoti 85,33
4. SigurðurÆvarsson á Y1 79,19
5. Gunnar Amarsson
áLjósfara 76
Fjórgangur:
1. Sigurbjöm Bárðarson
á Gára frá Bæ 53,38
2. Georg Kristjánsson á Herði 54,4
3. Gunnar Amarsson
á Ljósfara 52,35
4. Orri Snorrason á Kóral
frá Sandlækjarkoti 52,02
5. Siguiður Ævarsson á Y1 51
Fimmgangur:
1. Tómas Ragnarsson á Berki
frá Kvíabekk 59,4
2. Hanni Heiler á Bonnu 53,8
3. Rúna Einarsdóttir á Þokka 55
4. Erling Sigurðsson á Þrymi
frá Brimnesi 56,2
5. Hreggviður Eyvindsson á Sleipni 53,4
Gæðingaskeið: 1. Erling Sigurðsson á Þrymi frá Brimnesi 74
2. Styrmir Snorrason á Menju frá Hæli 72
3. Orri Snorrason á Fjalari 70,5
Hlýðnikeppni B: 1. Sigurbjöm Bárðarson á Gára frá Bæ 34
2. Erling Sigurðsson
á Hannibal frá Stóra-Hofí 32
3. Hanni Heiler á Bonnu 31
Sigurv. í ísl. tvikeppni:
1. Orri Snorrason á Kóral
frá Sandlækjarkoti 137,35
Sigurv. í skeiðtvíkeppni:
1. Erling Sigurðsson á Þrymi
fráBrimnesi 130,2
Stigahæsti keppandi mótsins:
Erling Sigurðsson á Þiymi frá
Brimnesi og Hannibal frá
Stóra-Hofi 279,56
Tölt unglinga (13—15 ára):
1. Hörður Haraldsson á Háfi
frá Lágafelli
2. HeiðarEiríkssonáVon
3. Bjami Sigurðsson á Ljósfara
4. Ásgeir Ásgeirsson á Seif
5. Ivar Þórisson á Gáska
Fjórgangur unglinga:
1. Hörður Haraldsson á Háfí
frá Lágafelli
2. HeiðarEiríkssonáVon
3. Anna Kristjánsdóttir á Gimsteini
4. Ivar Þórisson á Gáska
5. Bjami Sigurðsson á Ljósfara
Stigahæstur unglinga:
Hörður Haraldsson á Háfí
frá Lágafelli
Tölt barna (12 ára og yngri):
1. Hjömý Snorradóttir á Kasmír
2. Róbert Petersen á Þorra
frá Bakkakoti
3. Gísli Geir Gylfason á Skáta
4. Hákon Pétursson á Tvisti
5. Þorvaldur Þorvaldsson á Flugu
Fjórgangur barna:
1. Hákon Pétursson á Vini 38,59
-. Gísli Geir Gylfason á Skáta 39,95
3. Róbert Petersen á Þorra
frá Bakkakoti 39,09
4. Sigurður Matthíasson
á Dótlu 35,36
5. Elín Sveinsdóttir á Feng 35,87
Stigahæstur barna:
Róbert Petersen á Þorra
fráBakkakoti 114,55
Skeifukeppni bændaskólanna:
Keppt um Morgnn-
blaðsskeifuna
í 29. sinn
Á morgun, síðasta vetrardag,
og sumardaginn fyrsta halda
bændaskólanemar hátíðlegan
Skeifudaginn þar sem keppt er
um „Morgunblaðsskeifuna" svo-
kölluðu. Það verða Hólamenn sem
halda sína keppni á morgun og
verður dagskrá með hefðbundnu
sniði að sögn Ingimars Ingimars-
sonar hefur umsjón með tamn-
ingakennslu á Hólum. Hefst dag-
skráin klukkan 13.30 með skeifu-
keppninni, en að henni lokinni
veður gæðingakeppni þar sem
öllum er heimil þátttaka. í lokin
verður boðið upp á eitthvað í létt-
um dúr og má geta þess að í fyrra
var boðið upp á kappsund í einni
af nærliggjandi fiskiræktartjöm-
um staðarins, á hestum að sjálf-
sögðu.
Á Hvanneyri hefst dagskráin
klukkan 10.00 fyrir hádegi með
gæðingakeppni og 150 metra
skeiði. Er öllum heimil þátttaka
eins og á Hólum. Skeifúkeppnin
þar hefst svo klukkan 14.00 og
að henni lokinni fer hópreið um
staðinn. Hestamannafélagið og
bændaskólinn bjóða síðan upp á
kaffiveitingar og verða þá verð-
laun afhent.
Auk þess sem keppt er um
Morgunblaðsskeifuna veitir Félag
tamningamanna ásetuverðlaun á
báðum stöðunum og tímaritið
Eiðfaxi veitir viðurkenningu þeim
nemanda sem sýnir besta umhirðu
Verðlaunahafar i skeifukeppninni á Hólum 1984.
Morgunblaðið/V aldimar
á tamningatrippi sínu. Greiða
nemendur sjálfir atkvæði um
þetta í leynilegri kosningu.
Morgunblaðsskeifan var fyrst
afhent á Hvanneyri 1957 og er
þetta því í 29. sinn sem hún er
veitt. Hugmyndina að skeifunni
átti Gunnar Bjamason, sem þá
var kennari á Hvanneyri, og bar
hann hugmynd sína undir þá
Sigurð Bjamason og Valtý heitinn
Stefánsson, þáverandi ritstjóra
Morgunblaðsins, sem tóku vel
málaleitan Gunnars og gerðu
hana að veruleika.