Morgunblaðið - 22.04.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.04.1986, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986 42 Einar Agústs- son sendiherra bömunum og öðrum aðstandendum innilega samúð. Við vitum hve ást- vinarmissirinn er sár. Megi Guð gefa ykkur styrk til að bera sorg og söknuð. Megi hann einnig gefa ykkur gæfu á vegi framtíðar. Erlendur Einarsson Fallinn er nú frá langt fyrir aldur fram vinur minn Einar Agústsson ,> á 64. aldursári, en hann var fæddur 23. september 1922 í Hallgeirsey í Landeyjum. Einar lauk lögfræði- prófi í maí 1947 með hárri 1. ein- kunn, þá aðeins 24 ára að aldri. Örlögin höguðu því þannig að við vorum samheijar um skeið í félags- skap auk þess að hafa báðir notið sömu menntunar og höfðum því nokkuð mikil samskipti um margra ára skeið. I kynnum mínum við Einar varð mér fljótt ljóst að auk þess að vera karlmannlegur og fríð- ur sýnum, var hann góðum gáfum gæddur og geymdi gæskuna í brjósti sér. Hann var drenglundaður og góður íslendingur, sem ég held að hafi oftar hugsað um velferð einstaklinga og þjóðar, en sinn eigin hag. Við íslendingar erum svo heppnir að slíkir menn finnast hjá okkur í öllum flokkum, sem setja þjóðarhag ofar sínum eigin. Maður sem Einar valdist til ýmissa ábyrgð- arstarfa, s.s. bankastjóri var hann, alþingismaður, utanríkisráðherra og nú síðast sendiherra. Að mínu áliti var hann Islendingur í þess orðs bestu merkingu án yfirlætis, hroka eða þjóðarrembings og því verðugur fulltrúi Iands sfns. Hann tel ég hafa verið traustan vin vina sinna, eins og fram kom er erfið- leikar steðjuðu að hjá mér, en þá voru sumir hvergi eins og gengur. I einkalífi var Einar svo lánsamur að eignast sem eiginkonu Þórunni Sigurðardóttur, eina af hinum táp- miklu stúlkum innarlega á Berg- staðastrætinu, dóttur þeirra hjóna Sigurðar hafnargjaldkera Þor- steinssonar og Kristjönu Einars- dóttur, en heimili þeirra að Berg- staðastræti 77 var rómað heiðar- leika og sæmdarheimili. Er mér þetta nokkuð kunnugt sem ná- granni um margra ára skeið. Hefur hún og bömin nú mikils misst að Einar skyldi falla frá svo fyrir aldur fram. Vináttu Einars til mín nú að leið- arlokum þakka ég af heilum hug um leið og við hjónin vottum Þór- unni og bömunum innilegustu samúðarkveðju. Island er einum drengskaparmanninumfærra. Gísli G. ísleifsson Ég kynntist Einari Ágústssyni vini mínum fyrst er ég settist í MR haustið 1938. Við strákamir í stærðfræðideildinni urðum fljótt nokkuð samstæður hópur, þótt smá rígur væri í fyrstu á milli þeirra er .fyrir voru í skólanum og okkar nýliðanna. Handboltinn var mikil lyftistöng fyrir félagsskapinn og má það merkilegt heita að ekki í fjölmennri bekk væru til liðsmenn f tvö góð handboltalið. Annað liðið var auðvitað töluvert betra enda vann það meistaratitil skólans strax í 4. bekk. Atvikin höguðu því þannig að við Einar völdumst báðir til markvörslu en hann var miklu betri og var því auðvitað í A-liðinu. Eftir vorpróf í 5. bekk var farið nokkra daga austur í Sel og varð það upphafíð að bridge-spilamennsku okkar bekkjarfélaganna, Einars heitins, Einars Kvaran, Amar Guðmundssonar og mfn. Veturinn 1940-41 var því ansi drjúgt spilað og þá oft glatt á hjaila. Eftir stúd- entspróf fói Einar Kvaran utan en við þrír héldum hópinn og kepptum í bridge í fleiri ár og vomm þá meðal annars stundum í landsliði íslands. Við.fórurh > h'"'nnisferðir erlendis og er mér minnisstæðust för okkartil Færeyja 1949. Einar var mjög góður og vand- virkur spilari en auk þess var hann mjög þægilegur og hafði þann sjald- gæfa kost að skamma makker lítið þótt hann gerði vitleysur. Einar var einstaklegga heiðarlegur í hvívetna og kom það glögglega fram í Evr- ópumóti í Irlandi þegar Cats, einn af frægum bridgespilurum á þeim tíma, gaf honum þá einkunn að hann væri ágætis bridgespilari, en hefið þann ókost að vera of heiðar- legur. Þessi umsögn lýsir Einari vel, því vandfundinn var heiðarlegri maður. Við félagamir spiluðum óslitið saman þar til hann varð ráð- herra og annir hjá honum urðu of miklar. Nú héldum við að þegar hann hætti störfum gætum við aftur í ellinni tekið upp fyrri siði og spilað og ræktað okkar vináttu, en margt fer öðmvísi en ætlað er. Við brottför Einars er mikill sjónarsviptir í stúd- entahópnum frá 1941, sem í vor heldur upp á 45 ára afmæli og fyrir hönd þeirra vil ég þakka fyrir margar ánægjulegar stundir og góða samfylgd gegnum árin. Við sendum Þómnni okkar bestu kveðj- ur og biðjum henni, bömum þeirra, tengdabömum og bamabömum allrar blessunar. Gunngeir Pétursson Þau sorgartíðindi bámst mér laugardaginn 12. apríl, að minn góði vinur og fyrmrn samstarfs- maður Einar Ágústsson fyrrverandi ráðherra hefði látist á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn nóttina áður, á sextugasta og fjórða aldursári. Með Einari Ágústssyni er látinn mikil- hæfur mannkosta maður. Einar Ágústsson fæddist í Hall- geirsey í Austur-Landeyjum 23. sept. 1922. Foreldrar hans vom Ágúst Einarsson, kaupfélagsstjóri þar, og kona hans Helga Jónas- dóttir. Einar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1941. Lögfræðiprófi lauk hann frá Há- skóla íslands árið 1947. Héraðsdómslögmaður varð hann 1951. Að loknu lögfræðiprófi í júní 1947 réðst hann sem skrifstofu- stjóri hjá Sölunefnd varnarliðseigna og frá 1. sept. það sama ár varð hann einnig starfsmaður hjá fyár- hagsráði. Hann lét af þessum störf- um 31. jan. 1954. Þá hafði hann verið skipaður fulltrúi í fjármála- ráðuneytinu og gegndi hann því starfi í þijú ár. Einar var forstjóri Samvinnusparisjóðsins frá stofn- degi hans 1. mars 1957. Jafnframt gerðist hann þá fulltrúi forstjóra Sambands íslenskra samvinnufé- laga og forstöðumaður Lífeyrissjóðs Sambandsins til ársins 1960. ■ Þann 31. ágúst 1963 hætti Samvinnusparisjóðurinn störfum, en við starfsemi hans tók Sam- vinnubanki íslands hf., sem þá var verið að stofna. Einar Ágústsson varð fyrsti bankastjóri Samvinnu- bankans þann 31. ágúst 1963, en því starfi gegndi hann til 14. júlí 1971. Á sjötta áratugnum hóf Einar virka þátttöku í stjórnmálum. Hann varð formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur 1958 og gegndi þeirri formennsku þar til hann baðst undan endurkjöri árið 1961. Einar var kjörinn í miðstjórn Framsóknarflokksins 1960 og er framkvæmdastjóm Framsóknar- flokksins var stofnuð árið 1968, var Einar kjörinn í hana oggegndi þeim störfum fyrir flokkinn til 1980. Einar sat í borgarstjóm Reykja- víkur 1962—1971. í borgarráði var hann 1963—1964. Hann átti sæti í ýmsum nefndum á vegum borgar- innar, svo sem hafnamefnd og stjói^i Landsvirkjunnar. Alþingis- maður Reykvíkinga var Einar frá 1963 til 1979, varaformaður Fram- sóknarflokksins frá 1967 til 1980. Þau störf sem Einar tók sér fyrir hendur á lífsleiðinni og hér hafa verið rakin, sýna best hve vel hon- um farnaðist, og að honum voru sífellt falin ábyrgðarmeiri störf. Stjómmálastörfin létu Einari afar vel, hann jók fylgi flokks síns verulega í Reykjavík, svo fulltrúum flokksins fjölgaði bæði á Alþingi og í borgarstjóm. Hæfileikar Einars hjálpuðu honum að ná árangri, en auk þess var hann mjög vinsæll og átti auðvelt með að blanda geði við fólk. Er ríkisstjórn Ólafs Jóhannesson- ar var mynduð 14. júlí 1971 varð Einar Ágústsson utanríkisráðherra, en þvi embætti gegndi Einar einnig síðar, í ríkisstjóm Geirs Hallgríms- sonar, var hann utanríkisráðherra samfleytt frá 14. júlí 1971 til 1. sept. 1978. Eitt mikilvægasta málið á starfstíma þeirra tveggja ríkis- stjóma er Einar Ágústsson sat í, var útfærsla landhelgi Islands úr 12 sjómílum í 200 sjómílur. Þessi útfærsla var sótt á hendur Bretlandi og Vestur-Þýskalandi. Hér var ekki um friðsamlega samninga að ræða, heldur styijöld, en Einar Ágústsson, sem utanríkisráðherra, var hers- höfðingi í þessari sóknarlotu. Og það merkilega skeði að þrátt fyrir ofureflið, er hin fámenna vopnlausa íslenska þjóð átti við að etja gegn tveimur milljóna herveldum, þá tókst undir forustu utanríkisráð- herrans Einars Ágústssonar, að vinna það afrek á sjö árum, að færa landhelgi íslands út í 200 sjómílur. Einar var ekki einn að verki, því báðar ríkisstjómimar og þinglið þeirra stóðu heilar og óskipt- ar að baki Einari og svo var um þjóðina alla. Það breytir ekki þeirri staðreynd að ef sá sem fór með utanríkismálin hefði ekki dugað í baráttunni, hefði orustan tapast. Það glæsilega afrek sem unnið var í baráttunni um útfærslu landhelg- innar í 200 sjómílur mun um langa framtíð halda nafni Einars Ágústs- sonar á lofti og það að verðleikum. Stjóm fiskveiða hér við land hefur fært okkur sannanir fyrir því hvílíkt lífsspursmál lausn landhelgismáls- ins var íslensku þjóðinni. Hæfileikar Éinars Ágústssonar vom miklir. Maðurinn var glæsi- menni í útliti, hann var hygginn mjög, háttvís í allri framkomu, duglegur og mjög fastur fyrir þegar það átti við, auk þess var hann hreinskiptinn og mikill drengskapar maður. Þessir hæfileikar Einars höfðu dugað honum vel er hann var að vinna sér fylgi í stjórnmálum og í sókn hans innan síns flokks. Ég er sannfærður um að hæfileikar Einars hafa skipt sköpum í samn- ingaviðræðum um lausn landhelgis- málsins. Einar kvæntist þann 7. okt. 1948 mikilhæfri og glæsilegri konu, Þór- unni Sigurðardóttur Þorsteinssonar hafnargjaldkera í Reykjavík. Hjónaband þeirra var afar farsælt. Heimilið glæsilegt enda vom þau mjög samhent. Þau eignuðust Qög- ur böm. Af þeim eru þijú á lífi, tvær dætur og einn sonur, en eina dóttur misstu þau af slysfömm. Persónuleg kynni okkar Einars urðu mjög náin er við hófum að starfa saman að stjómmálum, sér- staklega þann tíma er við störfuðum saman í ríkisstjómum. Einar var mjög skemmtilegur maður, hann var afar fundvís á sniðugar setningar í umræðum og eins í samtölum. Auk þess var Einar góður hagyrðingur, hann átti það til að læða að manni vísu sem hafði orðið til í huga hans, er maður var að svara honum í ræðustólnum. í þingveislum var hann mjög virkur þátttakandi. Gott samstarf okkar leiddi til mikillar og góðrar vináttu og átti þessi léttleiki hans ekki síst þátt í því. Eftir að Einar gerðist sendiherra var okkur hjónunum mikil gleði þegar Einar og Þórunn heimsóttu okkur í sumarleyfisferðum sínum hér heima, sem þau gerðu oft. Ennfremur héldum við vináttu okkar við með bréfaskriftum. Hann var sá eini sem ég hefi haldið sambandi yið pieð þréfaskriftum síðan ég hætti þátttöku í opinberum málum. Síðasta bréf mitt frá Einari var frá því í janúar sl. í því víkur hann meðal annars að störfum sínum í stjómmálum með hlýju. Hann getur þess hvað þau hafi komið sér að góðum notum í starfi því er hann þá gegndi. Fráfall Einars svo langt fyrir aldur fram er mikið áfall, að sjálf- sögðu mest fyrir fjölskylduna, konu hans og börn. En það er það einnig fyrir þjóðina sem treysti honum, sem fyrr, til góðra verka. Það er erfitt fyrir okkur vini hans og fyrr- um samstarfsmenn og samheija, að hugsa til þess að hann sé horfínn okkur að fullu yfir móðuna miklu. Þó sárt sé að hugsa til þess er þó mest um vert að minnast trausts vinar og góðs drengskaparmanns, sem starfaði vel meðan dagur var. Þess vegna kveðja vinir hans og samheijar Einar Ágústsson með þakklæti og hlýju. Við Margrét færum frú Þórunni, börnum hennar, tengda- og bama- bömum og öðmm nánum ættingj- um innilegar samúðarkveðjur. Halldór E. Sigurðsson Einar Ágústsson sendiherra lést í Kaupmannahöfn hinn 12. þ.m., aðeins 63 ára að aldri. Ég var svo lánsamur að kynnast Einari vel þegar hann var utanríkis- ráðherra og starfaði með honum að landhelgis- og vamarmálum. Fljótt kom í ljós að þar fór mikill mannkosta maður, samviskusamur og hjartahlýr. Hann vann að þess- um málum með alúð og dugnaði, hafði ávallt lokatakmark í huga og fylgdi málum eftir með þrautseigju og góðri dómgreind. Hlýleg fram- koma og heiðarleg einkenndi Einar í óvenju ríkum mæli, enda ávann hann sér traust og vináttu, þótt fram væri sótt af hörku dugnaði. Enda varð árangurinn eftir því. Einkennandi var hve Einar var samvinnuþýður þótt hann léti aldrei sinn hlut. Með slíkum manni var gott að vinna og eignast hann að vini var ómetanlegt. Táknrænt var þegar Einar flutti ræður á Alls- heijarþingi SÞ um landhelgismálið, þar sem hann rakti höfuðdrætti málsins. Breski fulltrúinn fór síðan í ræðustól og mótmælti helstu rök- um. Að vörmu spori tók Einar aftur til máls og reif niður svör breska fulltrúans lið fyrir lið. Þetta vakti mikla athygli í fundarsalnum og ánægjusvipurinn á Einari var auð- sær. Hann vissi að þar hrundu full- yrðingarnar svo að allir gátu séð. En fáir vissu að mikill undirbúning- ur hafði átt sér stað hjá Einari, til að sjá fyrir hvað andstæðingurinn mundi segja og hafa haldgóð og skýr rök til andsvara á reiðum höndum. Frú Þórunn og börn þeirra hjóna hafa mikið misst. Ég votta þeim innilega samúð mína. Blessuð sé minning Einars Ágústssonar. Hans G. Andersen „Mjökerumtregt tungu at hræra“... Þannig kvað Egill og svo er okkur nú farið. Einar Ágústsson, kær frændi og góður vinur, hefur verið hrifinn brott svo óvænt og langt um aldur fram. Einar var fádæma hugljúfur drengskapar- og mannkostamaður. Hjartalag hans var hlýtt og skiln- ingsríkt og hann mátti ekki vamm sitt vita. Einar var gæddur óvenju- góðum og fjölbreyttum gáfum. Hann unni mjög fögrum listum, einkum bókmenntum og tónlist. Hann las ógrynni bóka, ekki síst Ijóð, og var hagmæltur. Hann hafði yndi af söng og óperur voru uppá- hald hans. Hann hafði mikinn áhuga á ættfræði og var fróður um sunnlenskar ættir. Þetta eru nokkrir þættir í eðlis- fari Einars sem koma upp í hugann þegar við minnumst hans og sem gerðu samskiptin við hann ógleym- anleg. Við sem áttum því láni að fagna að eiga nána sanjeið með Einarii minnumst fyrst og fremst óbrigðull- ar vináttu hans og tryggðar. Óteljandi eru ánægjustundimar sem við höfum átt með Einari og Þórunni. Hvort sem leiðir okkar lágu saman heima eða erlendis var alltaf jafngaman að hittast. Við sáumst síðast í Kaupmanna- höfn fyrir röskum mánuði og áttum þá eina af þessum ánægjulegu samverustundum. Þá var meðal annars talað um næstu Islandsferð nú í sumar. „Skjótt hefur sól brugð- ið sumri." Vegir almættisins eru óskiljan- legir. Hólmfríður og Ingvi Mér bárust ill og óvænt tíðindi að morgni föstudagsins 12. apríl sl. Einar frændi minn lá helsjúkur á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. Hann andaðist þar nóttina eftir að loknum uppskurði. Vissulega var mér vel kunnugt, að fyrir mörgum árum þurfti hann að beijast við alvarleg- an sjúkdóm, sem margan manninn hefur að velli lagt. En honum batn- aði og hann náði fullri heilsu og starfsþreki. Skyndilegt andlát hans kom því bæði mér og öðrum mjög á óvart. Enda þótt við Einar værum náskyldir og að nokkru leyti aldir upp í næsta nágrenni, þekkti ég hann lítið á þessum árum. Meðan ég var smápatti í föðurhúsum og hafði naumast séð út fyrir túngarð- inn, var hann kominn til náms í Menntaskólann í Reykjavík og dvaldi eftir það aldrei langdvölum austan íjalls. Á skólaárum okkar sá ég hann lítið, samtímis áttum við aldrei setu í sama skóla. Það var ekki fyrr en ég flutti aftur til íslands fyrir tæpum tuttugu árum, að ég fór að kynnast Einari Ágústs- syni og fjölskyldu hans. Sá kunn- ingsskapur hefur síðan þróast upp í nána vináttu við hann og hans fólk. Ekki man ég eftir öðrum mönnum, er mér þótti betra að deila geði með en Einari Ágústs- syni. Mér leið alltaf óvenjulega vel í návist hans og svo var um aðra, og bar þar margt til. Hann var óvenju hlýr maður, kurteis og nærgætinn og gestrisni var honum í blóð borin. Vissulega hef ég sótt margar veislur og góðar hjá þeim hjónum, ekki kunni Þórunn síður að fagna gestum. En miklu minnis- stæðari eru mér þó mörg kyrrlát kvöld á heimili þeirra, bæði hér heima og í Kaupmannahöfn. Við Einar áttum mörg lík áhugamál, umræðuefni skorti ekki. Síðustu árin gátum við reyndar einnig þagað saman, en slíkt er hámark vináttu. Hann þekkti mikinn Ijölda fólks, bæði af afspum og eigin kynnum. Hann var ættfróður vel og ættrækinn. Hann fékkst töluvert við ættfræðigrúsk og vann það skynsamlega að venju. Oft barst talið austur fyrir Þjórsá, og kom hann mér oft á óvart með þekkingu sinni á mönnum og málefnum í Rangárþingi. Hafði hann þó dvalið þar skemur en ég. Margt lærði ég af honum um ættartengsl manna þar í sveitum og skildi margt betur en áður. Ekki var heldur komið að tómum kofan- um ef talið barst að Njálu, hana las hann árlega og hafði tilvitnanir úr henni á reiðum höndum. Eitt sinn gaf hann mér Njálu þá, er höfð var til upplestrar á búi afa okkar á Reynifelli. Hefur líklega talið skað- laust, að ég yki einhveiju við þekk- ingu mína í þeim fræðum. Einar var ljóðelskur maður og kunni að skilja kjamann frá hisminu. Ég ætla, að hann hafi sjaldan flutt tækifærisræðu, án þess að vitna í Einar Benediktsson, en hann kunni einnig að meta ljóð yngri skálda. Sögufróður var hann vel og kunni skil á lífi fólksins í landinu fyrir daga nútímaþæginda. En auðvitað er hann þekktastur fyrir stjóm- málaafskipti sín, bæði sem borgar- fulltrúi í Reykjavík, alþingismaður og ráðherra. Á þeim 16 ámm, sem hann sat á Alþingi, komst hann til æðstu metorða, var varaformaður flokks síns og utanríkisráðherra ámm saman í tveimur ríkisstjóm- um. Margir hafa þurft að bíða leng- ur. Ekki dreg ég í efa, að Einar hafi hafist til slíkra metorða af sjálf- um sér, en þó ætla ég að/SÚ ganga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.